Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 15
□ FóMc Konan bakvið þægilegu röddina Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þulur. I eldhúsinu er verið að elda kvöldveróinn. í útvarpinu heyr- ist þægileg kvenmannsrödd flytja tilkynningarnar: Dánar- fregnir og jarðarfarir... Röddin sem flytur tilkynningarnar ger- ir meira en maður gæti í fyrstu haldiö, því svo samofin er hún orðin heimilishaldi margra heimila á landinu að án hennar væru eldhússtörfm ekki svipur hjá sjón. Það fylgir röddinni öryggi sem staðfestir að heimurinn virðist í það minnsta hafa einhvern stöð- ugleika. Það sé hægt að treysta því að tilkynningar komi á undan fréttum og lífið muni ganga sinn vanagang. Raddir þulanna eru orönar hálfgeróir heimilisvinir þrátt fyrir að fæstir geti tengt and- lit við raddirnar. ÞEKKIST OFT AF RÖDDINNI í útvarpinu eru fjórir þulir, þau Ragnheiður Ásta Péturs- dóttir, Gerður G. Bjarklind, Sigvaldi Júlíusson og Einar Örn Stefánsson. Ragnheiður Ásta hefur verið þeirra lengst í starfi þuls en hún hóf störf snemma á árinu 1962. „Ég er búin að vinna í útvarpinu næstum því jafn lengi og elstu menn muna,“ segir Ragnheiður Ásta og hlær. - Lendirðu oft í því að fólk þekkir þig af röddinni? „Ég upplifi það mjög oft að fólk sýni mér vinsemd ef það þekkir mig af röddinni. Það sem hefur komiö mér skemmtilega á óvart er að margir af ungu kynslóðinni þekkja mig úr Útvarpinu." - Nú gera margir sér mynd af manneskjunni bakvið rödd- ina. Hefur fólk sagt þér að það hafi gert sér aðra mynd af þér í huganum? „Ég held að fólk sé svo kurteist að það er ekkert aó minnast á þaö. Hins vegar man ég eftir því að kona ein sagði eitt sinn við mig að hún hefði alltaf séð samstarfs- mann minn og vin til margra ára, Jóhannes Arason, fyrir sér sem hávaxinn mann en hann myndi nú frekar teljast nettur rnaður," segir Ragn- heiður kímin. BÖLLIN BÖNNUÐ - Eru einhverjar skemmti- legar tilkynningar sem sitja í minningunni frá þessum far- sæla ferli? „Ég man fjöldann allan af skemmtilegum tilviikum. Ég man til dæmis eftir því að lengi vel var bannað í útvarp- inu að auglýsa ball. Það var haldið að ef minnst væri á ball væri dottið í það. Mér fannst mjög skemmtilegt þeg- ar ein stúlka af auglýsinga- deildinni breytti auglýsingu sem hljóðaði svo: Húrra nú ætti að vera ball! og setti f staðinn Húrra nú ætti að vera dansleikur! Þetta fannst mér afskaplega fyndiö og ég gerð- ist nú svo djörf að halda mig við frumútgáfuna." - Það hefur enginn hama- gangur fylgt í kjölfarið? „Nei, nei, ekki í það skipt- ið," segir Ragnheiöur Ásta og hlær. - Þú hefur aldrei fiþast við lesturinn? „Nei, ég held ég sé nú bet- ur læs en svo. Ég held að það ætti ekki að ráða annaö fólk til að lesa í útvarp annað en það sem hefur góða rödd og er orðió vel læst strax sem smábörn. Ég var oröin læs sem smábarn og hef ver- ió fluglæs síðan. Aftur á móti hef ég einu sinni lent í því aö hlæja mikiö í útsendingu og þaö var út af sérkennilega oröaöri auglýsingu sem hljóð- aði svo: Losiö ykkur við um- framþungann. Mér fannst þetta mjög hlægileg auglýsing og átti erfitt með að hætta að hlæja." - Þú átt margar skemmti- legar minningar? „Já. Öll þessi ár sem ég hef unniö á Útvarpinu eru smám saman að umbreytast í skemmtilegar minningar." Játvarður með mynd um ömmu • Aldarlöng ævi bresku drottning- armóöurinnar Elísabetar verður efniviður sjón- varpsmyndar sem framleidd verður af dóttursyni henn- ar, Játvarði prinsi. Fyrirtæki hans, Ardent Prods., gekk nýver- iö frá samningi við NBC um gerð þáttanna. Þetta eru ekki einu eggin í körfu hans hátignar þvf hann er einnig að framleiða þætti um konungsfjölskylduna fyrir kapalrásina E! sem nefnast „Royalty A-Z“ og klukkutíma lang- an þátt fyrir CBS um gulu press- una sem Windsor-fjölskyldan ætti að vera farin að gjörþekkja. —★★★— Heimsóknir í þætti • I gamanþáttum vestanahafs er það vinsælt að gestir úr öðrum þáttum líti í heim- sókn, jafnvel sem þeir sjálfir. Mel Gibson mun t.d. koma fram í Simpson í eigin persónu og Meryl Streep fer í heimsókn til fjölskyldunnar í King of the Hill, ásamt Heather Locklear og kántrýsveitinni Dixie Chicks. I þætti Pamelu Anderson Lee V.I.P. mun eiginmaðurinn, Tommy Lee, verða gestaleikari. —— Nyjar ráðgát- ur í vændum • Tveir handritshöfunda og framleiðenda Ráögátna hafa samiö við Draumasmiðjuna og NBC-sjónvarpsstöðina um að búa til nýja sjónvarpsþætti. Tvíeykið Glen Morgan og Jim Wong mun einnig framleiða sjón- varpstrylli Draumasmiðjunnar Hinir. Þeir eru orðnir sérfræðing- ar í þáttagerð sem fæst við hið yfirnáttúrulega enda komu þeir einnig við sögu í gerð þáttanna „Millenium". Þá skrifuðu þeir handritið að tryllinum „Right 180" sem Wong leikstýrði. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.