Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 46
DRAMA Byttur - Drunks ('96) jj Persónurnar Nb eru hópur dóp- og áfengissjúklinga sem reynir að halda áttum á AA- fundi. Það tekst hjá öllum nema Jim (Richard Lewis) sem springur á limminu, en myndinni lýkur á því að hann skríður örmagna og niðurbrot- inn inn á fund eftir fallið. Gefur sanna mynd af ástandi sjúkling- anna og undirstrikar á sannfærandi og hispurslausan hátt ótvírætt gildi AA-funda og -samtakanna fyrir þá sem orðið hafa undir í dansinum við Bakkus, sem byrjar oftar en ekki í huggulegheitum við kertaljós og dinnermúsik. Sumir eru svo lánsam- ir að stinga við fótum þegar hljóm- fallið æsist. Alkarnir ranka hins veg- ar ekki við sér fyrr en valsinn hefur breyst í orrustu í hringnum við and- stæðing sem þekkir engin velsæm- ismörk en lætur höggin ríða hvar hann getur. Faye Dunaway, Sþald- ing Gray, Dianne Wiest, Harold Roll- ins og aðrir leikarar í myndinni þekkja sporin, illu heilli. Bíórásin, 29. september. Love flffair ('94) —. Endurgerð An Affair to r Remember('57), kunnrar klútamyndar, klúðrast gjörsamlega hjá hjónakornunum Annette Bening og Warren Beatty (sem skrifaði handritið og framleiddi). Ástarsagan verður velluleg og endirinn skilur áhorfandann eftir óánægðan því hann er ekki á þann veg sem æski- legast væri eftir ósköpin sem á und- an eru gengin. Sjáið frekar gömlu velluna með Cary Grant og Deboruh Kerr, stjörnurnar standa þó alltaf fyr- ir sínu. RÚV, 18. september. Mánuður við vatnið - A Month by the Lake ('94) j. Vel leikin af þeim öllum; Ed- w ward Fox, sem leikur enskan höfuðsmann í fríi við Comovatnið, rétt fyrir seinna stríð. Þar eru stadd- ar bresk piparmey (Vanessa Red- grave) og bandarísk fegurðardís sem báðar líta herforingjann hýru auga. Lagleg fyrir augað en lítið að Frumsýningar i sjonvarpi gerast. Stöð 2, 22. september. Snilligáfa - Good Will Hunting ('97) Eftirtektarverð og vel gerð í alla staði. Gerist í Boston, þar sem kennari (Stellan Skarsgárd) kemst að þvf að ungur ræstitæknir lúrir á andlegri yfirburðagreind. Fær sálfræðing (Robin Williams) til að reyna að koma tauti við pilt (Matt Damon), sem er úr fátækrahverfinu, umgengst aðeins æskufélagana og er njörvaður í skel sinni. Sálanum góða gengur ekki of vel ætlunar- verkið en ung stúlka (Minnie Driver) kemur óvænt til hjálpar. Óskar féll Damon og meðleikara hans, Ben Affleck, í skaut - reyndar fyrir prýð- isgott handrit sem leikstjórinn, Gus Van Sant, vinnurvel úr. Damon, Skarsgárd og Driver eru einkar sannfærandi og Williams fer á Óskarsverðlaunakostum. Stöð 2, 26. september. Terms of Endearment ('83) Shiriey McLaine fer á kostum sem sérvitur, fomk ekkja í Hou- ston, með allt á hornum sér; dóttur- ina (Debra Winger), tengdasoninn (Jeff Daniels), nágranna og vonbiðla (Danny DeVito, Jack Nicholson). James L. Brooks er höfundur og leik- stjóri og tekst að gera góða, fyndna og á köflum umhugsunarverða mynd um sterka persónuleika, úr hálfgild- ings sápuópenrmoði. Maður undrar sig þó á því, 15 árum síðar, út á hvað hún fékk Óskarsverðlaun fyrir handritið og sem besta mynd ársins. Hins vegar voru þau McLaine og Nicholson vel að þeim komin. RÚV, 24. september. Önnur 9 1/2 vika - Another 9 1/2 Week {'97) fömurleg, afspyrnuilla leikin gerviklámmynd með sjálfspín- ingum, kvalalosta og gjörsamlega óþolandi manntudda, Mickey Rour- * ke. Fyrri myndin státaði þó af Kim Basinger, hér er einhver mélkisa komin í ból bjarnar. Sýn, 18. sept- ember. \QAMANMYNDIR fldam's Rib ('49) ii. Klassískgam- W anmynd, ein af perlunum með Spencer Tracy og Katherine Hepburn - hér stjórnað af meistara Cukor. Leika hjón sem bæði eru lögfræðingar, að auki andstæðingar í morðmáli. Perlurnar fljúga í skynsamlegu og hnyttnu handriti Garsons Kanins og Ruth Gordon. Algjörlega ómissandi há- klassi. TNT, 22. september. Englasetrið - House of Angels ('92) j/ Breski leikstjórinn Colin Nutley W sló í gegn í Svíþjóð, hér kem- ur besta myndin hans. Segir af furðufuglum sem erfa búgarð í sveitasælunni og styggja varginn. Sem er ekki hótinu skárri, nema síður sé. Hæðin og hressileg, einkar vel leikin af Rikard Wolff. Með Hel- enu Bonham Carter, Per Oscarsson, Scen Walther og Reine Brynjolfson, þau eru ekki sem verst heldur. Bíórásin, 24. september. Miss Firecracker ('89) / Holly Hunter leikur Suðurríkja- w konu sem þráir ást og um- hyggju. Undarlegt, úfið og ófull- nægjandi gamandrama, þráttfyrir úrvals mannskap; Tim Robbins, Maiy Steenburgen, Scott Glenn, Al- fre Woodard, Bert Ramsey o.fl. Byggt á leikriti Beth Hanley. Sýn. 18. september. Sunnudagur í New York - Sunday In New York ('63) jj Fislétt og fyndin uppá- w komugamanmynd og kyn- lífskómedía um systkin (Jane Fonda og Cliff Robertson), sem eru ekki öll þarsem þau sýnast, og þeirra ásta- mál. Byggð á vinsælu leikriti Normans Krasna, sem sýnt var á sínum tíma í Iðnó. Guðrún Ás- mundsdóttir fór vel með hlutverk Fonda, sem stendur sig með prýði eins og Robertson. TNT, 24. sept- ember. Það gerist ekki betra - As Good As it Gets ('98) Þær gerast ekki betri en þessi margverðlaunaða gamanmynd um gengilbeinu í tilvistarkreppu (Helen Hunt) - það á reyndarvið allar persónurnar - forríkan við- skiptavin hennar (Jack Nicholson), sem jafnframt er rithöfundur, ill- skeyttur mannhatari og sérvitringur, með sérstaka andúð á hommanum í næstu íbúð (Greg Kinnear) og hundinum hans. Þau fara öll á kostum og handrit og leikstjórn James L. Brooks í hæsta gæða- flokki. Stöð 2, 11. september. \SPENNUMYNDIR Feigðarför - The Assignment ('97) r Aidan Quinn w leikur ferðalang sem tekinn er í mis- gripum fyrir hryðjuverkamanninn Carlos og hyggur CIA og ísraelska leyniþjónustan sér gott til glóðarinn- ar að nota tækifærið til að freista þess að hafa uppi á þeim eftirlýsta - sem Quinn leikur einnig. Verður aldrei meira en meðal B-mynd, með góðum átakaatriðum. Bíórásin, 18. september. Hraðlest Von Ryan - Von Ryan's Express ('67) Æsispennandi, eins skynsam- leg og hægt er að ætlast til, vel leikin (af Frank Sinatra í topp- formi) og gerð (af Mark Robson), seinni stríðsmynd um hóp stríðs- fanga úr röðum Bandamanna, sem ræna lest og leggja upp í fífldjarfam flótta upp Ítalíu fyrir framan nefið á nasistum og fasistum. Trevor Howard og Sergio Fantoni fremstir traustra aukaleikara. Sýn, 16. sept- ember. Jackie Brown ('97) JB (Pam Grier), flugfreyja sem hefur lifaö sitt fegursta, drýgir # í 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.