Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 29
Dustin Hoffmann Sir Laurence Olivier Með hjartað á réttum stað Kvikmyndin The Marathon Man eftir John Schlesinger verður á dagskrá Sjónvarpsins föstudaginn 17. september kl. 22.10. Margir eiga eflaust eft- ir aö hlakka til að sjá þá mynd þar sem tveir skemmtilega ólíkir leikarar fara með hlut- verk; Dustin Hoffmann og Sir Laurence Olivier. Edda Björgvinsdóttir leik- kona sagði okkur eina góða „dæmigeröa leikarasögu" frá upptökutíma kvikmyndarinnar. „Eitt sinn þegar Dustin Hoffman átti að vera mjög illa haldinn af þreytu og stressi f einu atriöi, mætti hann ósof- inn í tökur. Þá sagöi Sir Laurence Olivier við hann: „Af hverju leikurðu það ekki bara, elsku drengurinn. [Why don’t you just act it, dear boy.j Dustin Hoffman var nefni- lega af hinum svokallaða að- ferðaskóla Lee Strasberg, þar sem fólk kafar inn í sjálft sig eftir efniviö í persónur sínar, en Sir Laurence Olivier var af gamla breska tækniskólanum þar sem menn trúðu á listina að leika, og sóttu þá frekar efnivið í umhverfið. - Hvað finnst þér um aö einn leikari geri þannig lítið úr aöferðum annars? „Hann var bara hissa á að menn skyldu vera aö leggja það á sig að koma ósofnir og illa fyrir kallaðir í vinnuna. En Sir Laurence Olivier náði betur en nokkur annar að skaþa trú- veróugar persónur. Þá er sama hvort maöur byrjar að utan eða innan; mestu máli að skiptir enda með hjartaö á réttum stað og það gera þeir báðir, finnst mér.“ - Hvorn þeirra heldur þú meira upp á? „Ég elska Sir Laurence Olivi- er.“ - Hefurðu séð myndina? „Já, mér finnst ofboöslega gaman að henni, og gaman að sjá þessa tvo leikara saman, mér finnst báðir mjög skemmtilegir." KASMÍR - SILKI MERINOULL frá John Lmng Vorö frá kr. 2.900 Siökjöl.'ir fr.iAKILI.LA Vorö fr.i kr. 7.900 [i issa tískuhús Síml 562 5110 Kona í uppreisn gegn samtímanum Á Stöð 2 verður bíómyndin Tom & Viv sýnd fimmtudaginn 23. september kl. 13.00 og kl. 22.50. Þar segir frá skáld- inu T.S. Eliot og sambandi hans við eiginkonu sína Vi- vienne Haigh-Wood sem ekki gekk alveg heil til skógar and- lega. Jóhann Hjálmarsson rithöf- undur er mikill aðdáandi skáldsins og áhugamaður um samband þeirra hjóna og segir hann eftirfarandi um kvik- myndina: Erfiðleikar Viv voru miklir. Hún var kona f uppreisn gegn borgaralegum lífsháttum og uppreisnin beindist ekki síst gegn eiginmanninum. Fem- inistar vilja kenna Eliot um ófarir hennar ásamt læknis- fræöilegri vankunnáttu á þess- um tímum. Samkvæmt nýleg- um ævisögum er höfnun hans á henni að nokkru réttlætt með því að hún hafi í tíma og ótíma auðmýkt skáldið, í ein- rúmi og í viöurvist annarra, tal- að niður til hans og gert lítið úr honum. Þetta hafi verið Eliot óbærilegt, og hann hafi þess vegna neyöst til að snúa baki við henni. Annars var Eliot mótsagnakenndur maður og kvennamál hans áttu m.a. eftir að koma á óvart. Hann kvæntist t.d leynilega og í flýti ungum ritara sínum, þegar menn héldu að annarrar konu biði það sæti. Kvikmyndin er góð og gefur hugmynd um yfirstéttarlegt bókmenntalíf á Englandi, og sýnir baráttu manns við að koma reglu á líf sitt með hjálþ trúarinnar. Leikur er yfirleitt mjög góður.“ Það eru Willem Dafoe og Miranda Richardson sem fara meö aðalhlutverkin, og var hún tilnefnd til Óskars-, BAFTA og GoldenGlobe verð- launanna fyrir frammistööu sína. Aðrir leikarar eru Ros- emary Harris, Tim Dutton, Nickolas Grace og Philip Locke. Handritið er byggt á vinsælu leikriti eftir Michael Hastings en hann skrifaði handritið ásamt leikstjóranum Brian Gilbert. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.