Morgunblaðið - 30.09.1999, Page 2

Morgunblaðið - 30.09.1999, Page 2
2 C FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýr for- stjóri hjá Netverki Hagnaður EJS tæpar 76 milljónir króna á fyrri hluta ársins Fundur Verslunarráðs um hindranir í nýsköpun á íslandi Of fáar stofnanir skilja hlutverk sitt EJS hf. Miiliuppgjör 30.06. 1999 Rekstrarreikningur 30/61999 30/61998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 1.066,1 948,4 915,4 845,1 76,5% 12,2% Hagnaður fyrir afskriftir Afskriftir Fjármagnsliðir Óreglulegir liðir Skattar Hagnaður hlutdeildarfél. 117,7 -16,1 -3,6 0,0 -29,2 7,0 70,3 -14,5 -7,1 2,3 -15,9 0,9 67,4% 11,0% -49,3% 83,6% 677,8% Hagnaður tímabilsins 75,8 36,0 110,6% Efnahagsreikningur 30/6 '99 31/12'98 Breyting Llanin | Veltufjármunir Milljónir króna Fastafjármunir 655,4 330,7 728.2 274.2 -10,0% 20,6% Eignir samtals 986,1 1.002,4 -1,6% I Skuldir og eigið fé: l Skammtímaskuldir Langtímaskuldir 361,4 220,9 571,4 98,0 -36,8% 125,4% Tekjuskattsskuldbindingar Eigið fé 26,7 377,1 18,4 314,6 45,1% 19,9% Skuldir og eigið fé samtals 986,1 1.002,4 -1,6% Kennitölur 30/61999 30/61998 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 95,0 47,7 99,2% Stefnt að skrán- ingu á VÞI á næsta ári HAGNAÐUR tölvu- og hugbúnaðar- fyrirtækisins EJS nam 75,8 milljón- um króna fyrstu sex mánuði ársins og er rúmlega tvöfaldur hagnaður sama tímabils í fyrra. Að sögn 01- geirs Kristjónssonar, forstjóra EJS, er stefnt að skráningu fyrirtækisins á Verðbréfaþing íslands eigi síðar en á næsta ári. Olgeir segir afkomu fyrirtækisins í samræmi við áætlanir. „Við reikn- um með 150 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu í heild og veltu upp á 2,4 milljarða.“ Hagnaður fyrir skatta nam 117,7 milljónum og hagn- aður af reglulegri starfsemi nam 98 milljónum á tímabilinu. Hagnaður tímabilsins er 7,1% af veltu eða rekstrartekjum sem námu rúmum milljarði fyrstu sex mánuði ársins. Fyrir skömmu var gengið frá kaupum EJS á öllum hlutabréfum í hugbúnaðarfyrirtækinu Hugi. „Við keyptum einnig nýlega 52% hlutafjár MIKILVÆGT er að efla umgjörð og aðbúnað nýsköpunar í íslensku atvinnulífi frá því sem verið hefur. I úttekt sem Verslunarráð Islands og Nýsköpunarsjóður unnu um hindr- anir við nýsköpunarstarf fyrirtækja hér á landi og kynnt var á morgun- verðarfundi Verslunarráðs í gær, kom fram að ýmislegt má betur fara í starfsumhverfí frumkvöðla. Vilhjálur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs, rakti stuttlega helstu niðurstöður skýrslunnar sem tók mið af því hvernig margir þeir sem koma að nýsköpunarstarfi skynja umhverfí sitt. Pað sem þátt- takendur bentu m.a. á var að tengsl á milli skóla og nýsköpunar hér eru af skomum skammti og ekki til þess fallin að hvetja fólk til nýsköpunar. Vilhjálmur sagði það vekja sérstaka athygli hversu margir telji fjár- magnsmarkaðinn standa nýsköpun fyrir þrifum. Hugmyndir og fram- kvöðlastarf sé lítils metið af fjár- festum og að áhættufjármagn sé verulega takmarkað. Hann sagði að af skýrslunni að dæma skorti bankakerfið augljós- í Gæðamiðlun sem er vefþjónustu- fyrirtæki,“ segir Olgeir. „Markmiðið með þessum fjárfestingum er að auka framboð þjónustunnar hjá EJS. Hugur hefur þróað viðskipta- kerfí og Gæðamiðlun starfar fyrst og fremst á sviði vefþjónustu. Við höf- um ekki verið fyrirferðarmikil á þessum sviðum og fjárfestingarnar eru því fyrst og fremst hugsaðar til að geta boðið viðskiptavinum okkar alhliða þjónustu á sviði upplýsinga- tækni,“ segir Olgeir. Hluthafar í EJS eru alls um 200. Á árinu hefur hlutafé fyrirtækisins verið aukið um 50% og er nú um 360 milljónir, að sögn Olgeirs. Fjórir ein- staklingar eiga samtals 2/3 hluta fé- lagsins. „Nýverið jukum við hlutafé og höfum boðið starfsmönnum EJS að kaupa hlutabréf á góðum kjörum og hyggjumst bjóða starfsmönnum Hugar slíkt hið sama á næstu vik- um.“ lega þekkingu til að lána út á hug- myndir og úr því þyrfti að bæta. Það væru ekki lengur eignir og tæki sem skiptu máli við lánshæfismat fyrirtækja, heldur þyrftu fjármála- stofnanir að geta metið verðgildi hugmynda og mannauðs innan fé- laga og vera þannig færar um að lána á grundvelli rekstraráætlana og stjóraunar í fyrirtækjum. Þessi þekking hafi verið að aukast í ís- lenska bankakerfinu, en með átaki á þessu sviði væri unnt að stórbæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnu- lífs. Áhættufjármagn ekki aðalatriði Páll Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri 3p fjárfesta, sem var á meðal framsögumanna á fundinum, sagði það margoft hafa sýnt sig að aukið áhættufjármagn sé ekki aðalatriði í rekstri nýsköpunarfyrirtækja, held- ur miklu fremur sú reynsla og þekking sem fjárfestar koma með inn í fyrirtæki. I könnuninni kvarta viðmælendur nokkuð undan vinnubrögðum skatt- yfirvalda. Þau eru gagnrýnd fyrir að vinna ekki með fyrirtækjum í því skyni að koma málum til betri veg- ar, heldur séu fyrst og fremst að leita að misfellum og refsa fyrir þær. Almennt er ekki talið að eftir- litsiðnaðurinn verki sem sérstök hindrun fyrir nýsköpun. Þó er kvartað undan því að mismunandi eftirlitsaðilar séu að koma inn í fyr- irtæki til að gera svipaða hluti og krefjast greiðslu fyrir. Helsta um- kvörtunarefnið snýr að einstökum stofnunum sem ýmsir telja ofvirkar og eru Vinnueftirlitið og yfirvöld brunamála oftast nefnd í því sam- bandi. Páll tekur undir þessi viðhorf og segir allt of fáar stofnanir skilja raunverulegt hlutverk sitt þar sem þjónustuhlutverkið er yfírleitt ekki hátt skrifað. Þessu væri þó hægt að breyta með samræmingu og sam- runa ýmissa stuðningstofnana. Miklar breytingar í atvinnuháttum f nýrri alþjóðlegri rannsókn á nýsköpun í nokkrum iðnríkjum kemur fram sterk jákvæð fylgni á milli nýsköpunarþátttöku og hag- vaxtar. Þar koma Bandaríkin lang- samlega best út enda þykir stefna yfirvalda og rekstrarumhverfið al- mennt afar hagstætt frumkvöðlum þar í landi. Guðfinna Bjamadóttir, rektor Viðskiptaháskólans, telur íslend- inga þurfa að bæta og efla þau svið er snúa að rekstri, aðbúnaði og menntun frumkvöðla. Hún segir miklar breytingar vera að eiga sér stað í atvinnuháttum sem feli í sér mikla nýsköpunarþörf. „Við þurfum að vera í stöðugum nýsköpunarfasa ef við ætlum okkur að taka þátt í vaxandi samkeppni sem snýst eink- um um þekkingu." Guðfinna bendir m.a. á að auka þurfi frumkvöðlamenntun í landinu og skapa hér rekstrarumhverfi sem er hagstætt nýsköpun. Þá þurfi einnig að auka aðgengi í fjármagn og efla hlut kvenna í nýsköpun. Með úrbótum á þessum sviðum og auk- inni umfjöllun um málið, ættu ís- lendingar að geta náð góðum ár- angri í þessum efnum í framtíðinni. BRETINN John Huckle hefur verið ráðinn sem forstjóri hugbúnaðarfyr- irtækisins Netverks. Huckle tekur við af David Allen sem ráðinn var forstjóri í júní sl. Ingólfur Hjörleifs- son hefur tekið við starfi aðstoðar- forstjóra. Holberg Másson, stjórnar- formaður Netverks, segir innkomu Huckles tengjast áformum erlendra fjárfesta um að taka þátt í rekstri Netverks, sem og undirbúningi fyr- irtækisins fyrir skráningu á erlenda hlutabréfamarkaði. David Allen hefur nú hætt störf- um hjá Netverki. „Við vorum ekki sáttir við árangurinn af störfum Al- lens, hann stóð ekki undir vænting- um okkar og í þessum bransa er ekki hægt að taka langan tíma í svona hluti. Huckle er mjög reyndur stjórn- andi,“ segir Holberg. „Hann er verk- fræðingur og endurskoðandi að mennt og hefur langa reynslu í rekstri hátæknifyrirtækja. Síðustu ár hefur hann unnið fyrir fjárfesting- arbanka í Bretlandi. Starfssvið hans hefur verið að aðstoða fyrirtæki við fjármögnun og skráningu á hluta- bréfamarkað. Framundan eru mikil- væg skref við að rata rétta leið í gegnum tækni og að skrá Netverk á markað." „Ingólfur Hjörleifsson var ráðinn aðstoðarforstjóri í apríl, en hann gegnir ennþá störfum hjá sænska fjarskiptafyrirtækinu Ericsson,“ segir Holberg. Ingólfur mun ein- beita sér að verkefnum og vöruþró- un Netverks fyrir síma- og hátækni- fyrirtæki. Skráning á EASDAQ framundan „Það er ekki ósennilegt að félagið verði skráð á EASDAQ, sem er evr- ópski markaðurinn fyrir hátæknifyr- irtæki, en það má segja að við horf- um meira til Evrópu núna,“ segir Holberg. Hjá Netverki er nú stefnt að auknum áherslum á þráðlausa síma; markaðinn, að sögn Holbergs. „I stað þess að einbeita sér einungis að hugbúnaðarlausnum á borð við MarStar, sem Netverk hefur þróað fyrir gervihnattakerfí, hefur fyrir- tækið nú einnig þróað nýja lausn fyr- ir gagnasendingar yfir GSM-kerfi. Markaðurinn fyrir gagnasendingar yfir þráðlaus kerfi er í örum vexti um þessar mundir og þörfin fyrir lausnir á því sviði er mikil meðal ein- staklinga og fyrirtækja,“ segir Hol- berg. Að hans sögn verður lausnin kynnt á sýningunni Telecom 99, sem haldin verður í Genf í næstu viku. Breyting á nafni Globus Vélavers STJÓRNENDUR Globus - Vélavers hf. hafa ákveðið að fella burt Globus-nafnið úr heiti félagsins frá og með 1. október næstkomandi þannig að nafn félagsins verður Véla- ver hf. í tengslum við breytinguna verður einnig tekið upp nýtt merki fyrirtækisins. Árið 1994 keypti fyrirtæk- ið Globus - Vélaver hf. þann hluta rekstrar Globus hf. er tengdist innflutningi vinnu- véla og landbúnaðarvéla ásamt annarri tengdri starf- semi s.s. varahluta- og verk- stæðisrekstri. í samningum um þessi viðskipti var ákvæði r. sem heimilaði \/C8 13 H Globus - Vélaver hf. að nota W Enil nafn Globus í allt að fímm ár frá viðskiptunum. Nú er sá tími senn liðinn og hafa stjórnendur félagsins tekið þá ákvörðun að breyta nafninu í Vélaver. í frétt frá fyrirtækinu er greint frá því að kennitala, eign- arhald og aðsetur félagsins verði áfram óbreytt, þrátt fyrir nafnbreytinguna. Frá stofnun fyrirtækisins árið 1994, hefur starfsemin ávallt skilað hagnaði og nam eigið fé þess á síð- asta ári um 150 millj. kr. Fram kemur að á umræddu tíma- bili hafi umsvifín tvöfaldast og voru viðskiptavinir félagsins á síðasta ári um 2.500. Hjá fyrirtækinu eru í dag um 40 starfsmenn. ^uppRmníbur^ HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA • Talsverð viðskipti urðu á Verðbréfaþingi íslands í seinustu viku og var veltan um 1.113 milljónir í 768 viðskiptum. FyrirtwM H»*ta/I»g»t« varð Vlð*k. vtkunnar Fjoldl Broytlng (þús.kr.) viMc ísl. sjávarafuröir 2,50/1,90 47.714 63 31,9% Samvinnusj. íslands 2,30/1,82 5.930 17 26,4% Plastprent 2,80/2,70 4.150 3 9,8% Fyrirtnki Nýherji Skagstrendingur Lyfjaverslun ísl. H»*t«/l»g»U v«rd Vld*k. vlkunnar FioWI BreyUng (þús. kr.) vló*k. 13,60/12,40 22.735 18-11,4% 8,30/8,30 1.635 1 -8,8% 3,45/3,15 1.892 4 -8,7% ^UPPBS GENGI GJALDMHDLA NIÐUR-4P- 23.09.99 29.09.99 +/-% Svissneskur franki 47,17 47,43 0,55 ftðlsk líra 0,03906 0.0392 0,36 Dönsk króna 10,176 10,212 0,35 r;- . ~ " Japanskt jen 0,6958 0,6725 -3,35 Bandaríkjadalur 72,42 71,95 -0,65 Sænsk króna 8,784 8,753 -0,35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.