Morgunblaðið - 30.09.1999, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 C 3
VIÐSKIPTI
Viðskiotablað
Frœðsluhorn
Hugtakið framleiðnl er mikið notað í rekstri fyrir-
tækja eins og margir þekkja. Færri vita hins veg-
ar að frarriiéiðni er afar rnargþætt fyrirbrigði og að
marga mismunandi framleiðnimælikvarða má nota
til mælinga á einstökum þáttum í rekstri fyrirtæk-
is, auk mælinga á heildarframleiðni.
FRAMLEIÐNI
• Framleiöni má í grófum
dráttum skilgreina sem
hlutfall tveggja stærða,
sem eru annars vegar
magn eða tekjur af vörum
eða þjónustu og hins veg-
ar sá kostnaður eða tími
sem fer í framleiðslukerfiö.
Eitt helsta markmið fram-
leiðniaukningar er að nýta
sem best og sífeilt betur
auðlindir fyrirtækisins, s.s.
það vinnuafl sem fyrirtækið
hefur yfir að ráða.
Upphaflega var fram-
leiönihugtakið notað nær
eingöngu við maelingar á
framleiðni vinnuafls og enn
í dag er það eini mæli-
kvarðinn sem hefur unnið
sér fastan sess við mat á
frammistööu fyrirtækja.
Framleiðni vinnuafls er
mælt á ýmsan hátt, t.d. má
reikna hlutfall framleiðslu-
verðmætis á móti fjölda
síarfsmanna, hlutfall virðis-
auka sem veröur á vörunni
við að fara í gegnum fram-
leiöslukerfið á móti fjölda
starfsmanna eða hlutfall
virðisaukans á móti unnum
klukkustundum samtals.
Framleiðni vinnuafls er
mælikvarði á einstakan
þátt rekstursins. Hið sama
gildir um mælikvarða á
borð við framleiðni fjár-
magns, þ.e. hlutfall virðis-
aukans og heildarfjár-
magns, og framleiöni
markaðar, þ.e. hlutfall
rekstrarhagnaðar fyrir fjár-
magnsliði og virðisauka
vörunnar.
Til útreiknings á heildar-
framleiðni rekstrar þurfa
að koma til þættir eins og
hráefniskostnaður, orku-
kostnaður og fjármagns-
kostnaður auk fjölda
starfsmanna og meðal-
launa f greininni.
Mælingar á heildafram-
leiðni eru því tiltölulega
flóknar miðað við mælingar
á framleiðni einstakra þátta
og þess vegna eru hinar
síðamefndu meira notaöar
en hinar fyrri. Tölvubók-
haldskerfi fyrirtækja geta
þó í sumum tilvikum reikn-
að út heildarframleiðni með
lítilli fyrirhöfn.
• • • • • • • • • hverfinu? É' # % í V*
I PÓSTURINN www.postur.is/fjolpostur ; \ %*&****** /m
— sundurliðun ferðaútgjalda
— allar tryggingar vegna viðskiptaferða
■■ bílaleigutrygging
— betri aðstaða í viðskiptaferðum
— skráður handhafi Fyrirtækjakorts
fær sérstakt Einkakort
— korthafi fær 8.000 ferðapunkta
og 2.000 kortapunkta við útgáfu
— ferðapunktar af allri innlendri veltu
EUROPAY ísland og Flugleiðir bjóða fyrirtækjum kreditkort, sniðið að þörfum
athafnalífsins, Fyrirtækjakort. Notkun kortsins hefur í för með sér aukið hagræði hjá
fyrirtækjum, sparnað og skilvirkara eftirlit með ferðaútgjöldum. Handhafi kortsins nýtur
betri aðstöðu í viðskiptaferðum og korthafi, sem er íVildarklúbbi Flugleiða, fær að auki
ferðapunkta samkvæmt reglum Vildarklúbbsins.
Fáttu Fyrirtækjakortið auðvelda þér að halda utan um reksturinn. ■ -iy - y
■; ju* I | |
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá Europay ísland í síma 550 1555
og hjá söluskrifstofum Flugleiða í síma 5050 100.
ICELANDAIR,
Corporate