Morgunblaðið - 30.09.1999, Síða 5

Morgunblaðið - 30.09.1999, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 C 5 STAFRÆNN PRENTARI UÓSRITUNARVÉL Verð Bókhalds- og tölvuþjónustan í Keflavík býður innranetshugbúnað HotOffice fjar- vinnsla um Netið BÓKHALDS- og tölvuþjónustan í Keflavík hefur hafið sölu og gang- setningarþjónustu fyrir fjarvinnslu- kerfið HotOffice, sem er innranets- (intranet) hugbúnaður sem notast við Netið til að tengja saman not- endur kei-físins. Stefán Patriek Bustos hjá Bók- halds- og tölvuþjónustunni segir í fréttatilkynningu að með hjálp kerf- isins geti starfsfólk fyrirtækja unnið verkefni tengd vinnunni heima hjá sér, og geti skrifstofuvinna því farið fram hvar sem er, svo fremi sem viðkomandi hafi aðgang að Netinu. Gjald fyrir hvern notanda í Hot- Office nemur 12 bandaríkjadölum eða um 900 krónum, en ekkert upp- hafsgjald er tekið fyrir hugbúnað- inn, og fyrsti mánuður er frír. Inn- ifalinn í gjaldi er aðgangur að 20 megabæta geymsluplássi á netþjóni rekstraraðila HotOffice. Bókhalds- og tölvuþjónustan tekur að sér að setja upp HotOffice fjarvinnslukerfi fyrir fyrirtæki gegn viðbótargjaldi. Upplýsingar um HotOffice má nálg- ast á heimasíðu Bókhalds- og tölvu- þjónustunnar, www.simnet.Wacs/ ho.htm, en þaðan má einnig komast inn á heimasíðu HotOffice. I fi*éttatilkynningunni segir að HotOffice fjarvinnslukerfið geti hentað ýmsum gerðum rekstrar, en best falli það að rekstri á sviði tölvu- þjónustu, tækni, ráðgjöf, bókhaldi oglögfræði. Þar segir einnig að fyrirtæki sem láti starfsfólk vinna verkefni heima hjá sér í fjarvinnslu með tengingu við innranet geti öðlast samkeppnis- forskot vegna lægri fasts rekstrar- kostnaðar, aukins sveigjanleika hjá fyrirtækinu, betri dreifingar þekk- ingar innan fyrirtækisns og vegna þess að starfsfólk hafi síður tilhneig- ingu til að hætta störfum hjá fyrir- tækinu. HotOffice krefst þess ekki að notandi sé stöðugt í sambandi við Netið, heldur aðeins þegar gögn eru sótt og send, segir í tilkynningunni. Lausná vandalandsbyggöar? í fréttatilkynningunni er bent á að ýmsar rannsóknir sýni að afköst starfsfólks hjá fyrirtækjum aukist ef það vinnur heima hjá sér. Þannig sé breska fjarskiptafyrirtækið Brit- ish Telecom (BT) nýbúið að senda 10.000 af starfsmönnum sínum heim til að vinna, en auk þess unnu um 24.000 af starfsmönnum þess hluta verkefna sinna í heimavinnu. Þá segir að rannsókn á vegum BT hafi sýnt fram á 40% meiri framleiðni fólks sem sinnti verkefnum heima hjá sér, miðað við framleiðni á vinnustað. Einnig mun Digital Equipment Corporation (DEC) hafa komist að því í rannsókn að framleiðni fólks væri um 50% á vinnustað en 89% ef það ynni að verkefnum heima hjá sér. I tilkynningunni segir einnig að HotOffice fjai-vinnslukerfið gæti haft í sér fólgna lausn á þeim vanda þegar fólk verði að flytja til höfuð- borgarsvæðisins í leit að starfstæki- færum. Fjarvinnukerfi á borð við HotOffice geti gert fólki á lands- byggðinni kleift að taka að sér verk- efni fyrir fyrirtæki í Reykjavík, án þess að viðkomandi þurfí að flytjast búferlum til borgarinnar. ' PÓSTURINN www.postur.is/fjolpostur Stgr. m/vsk BRÆÐURNIR 79.900, _— _ BRÆÐURNIR ORMfvSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Umboðsmenn um land allt I Reykjavfk • Skeifunni 17 • Sími 550 4000 TÖLVUR OG NETÞJÓNAR \ Akureyri • Furuvöllum 5 • Sími 461 5000 SHARP AL-1000 • Tengjanleg viS tölvu • 10 eintök á mínútu • Fast frumritaborð • Stækkun - minnkun 50%-200% • 250 blaða framhlaðinn pappírsbakki EINFALT SVAR VIÐ FLÓKINNI SPURNINGU í flóknum tölvu- og gagnasamskiptum nútíma fyrirtækja er ein spurning sem skiptir ef til vill mestu máli: Hverjum geturðu treyst fyrir gögnum þínum? Svarið er að finna í einu orði: Compaq. COMPAQ. Compaq fyrirtækið bandaríska selur fleiri tölvur en nokkur annar tölvuframleiðandi í dag. Mörg stærstu fyrirtæki í heimi reiða sig á tölvur og netþjóna Compaq, margverðlaunaðan búnað sem löngu er þekkmr fyrir öryggi, áreiðanleika og framúrskarandi samhæfingu. i|f!@ Tæknival

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.