Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 47
fimmtupagur
21. október
POKan -
01
hrollur
Pokan - The Fog (‘80)
John Carpenter vinnur ágæt-
) lega úr gamaldags drauga-
sðgu. Smábær niðri við
strönd Kaliforníu verðurfyrir ógeð-
felldri landgöngu nákvæmlega öld
eftir skipsstrand af völdum þorpsbúa.
Tími hefndarinnar runninn upp. Gott
leikaralið (Jamie Lee Curtis, Hal Hol-
brook) og nokkur ógnþrungin augna-
blik, unnan af manni sem kann að
láta fólki bregða.
GAMAN
Níu til fimm - 9 to 5
Þrír einkaritarar (Jane Fonda,
) Lily Tomlin, Ðolly Parton) við
stórfyrirtæki taka kari-
rembusvínið yfirmann sinn (Dabney
Coleman) eftirminnilega á beinið.
Stjörnurnar skína í bragðmiklum hlut-
verkum, myndin besta skemmtun
þótt kvennauppreisn gegn karlaveld-
inu taki á sig yfirdrifna mynd í seinni
hlutanum. Coleman sýnir meistara-
takta í hlutverki karlrembunnar.
SÖNGUR & PANS
Yankee Doodle Dandy (‘42)
Lagasmiðurinn, leikarinn og
aQs leikritaskáldið George M. Co-
han var einn hataðasti og
dáðasti maður bandarísks leikhúslífs
og James Cagney er í Óskarsverð-
launaformi í goðsagnakenndri túlkun
á þessum þúsundþjalasmið. Myndin
er klassík, tónlistin og dansatriðin
sömuleiðis. Spræk.
■ FÖSTUDAGUR
22. október
SPENNA
Uppgjör Gordons -
Gordon's War (‘73)
Á meðan Gordon (Paul Winfi-
öJb eld) berst fyrir föðuriandið í
Víetnam, leggja dópsalar líf
konu hans í rúst. Fá til tevatnsins er
hann snýr aftur ásamt stríðsfélögun-
um. Stórleikarinn Ossie Davis leik-
stýrir af firnakrafti efni sem í dag er
ærið klisjukennt og Winfield er sterk-
ur í hörkumynd.
GAMAN
Undrasteinninn - Cocoon (‘85)
Ævintýramynd sem skiptir á
venjulegu unglingaleikurunum
fyrir gamla, rótgróna og góða
Hollywood-leikara (Don Amache,
Hume Cronyn, Jessica Tandy o.fl.) er
komast yfir púpur frá annarri plánetu
en þær hafa þau áhrif að gamlingjam-
ir yngjast allir upp, hressast og leika
við hvern sinn fingur. Skemmtilega
gerð gamanfantasía með sönnum úr-
valsleikurum. Góður andi hvarvetna í
bland við spaugilegar uppákomur og
góða gesti utan úr geimnum.
GAMAN
Ruslpóstur -
Budbringeren (‘97)
Bleksvört gamanmynd frá
IffMa Noregi, af öllum löndum, um
seinheppni og vandræða-
gangtveggja undinnálsmanna í
Ósló. Heldur striki allt til loka og
leikarinn í aðalhlutverkinu skapar
eftirminnilegan mannlera.
DRAMA
Wrestling Ernest
Hemingway (‘93)
Það situr svolítið í manni,
‘ þetta gamandrama, þar sem
gömlu stjömurnar Richard
Harris, Robert Duvall og Shirley
McLaine fara á kostum í mynd um
einmanaleikann, ellina og ástina.
Lágstemmd Sandra Bullock er sjar-
merandi og lífgar meira upp á hiut-
ina hér en í síðari tíma rembingsleik.
■ SUNNUDAGUR
24. október
GAMAN
Konuefni frá Kína -
Eat a Bowl of Tea (‘89)
#Notaleg, fyndin, mannleg og
kemur á óvart. Gerð af Wayne
Wang (The Joy Luck Club),
fremsta kvikmyndagerðarmanninum
vestra af kínverskum ættum.
SPENNA
í kröppum leik -
The Big Easy (‘87)
Dennis Quaid og Ellen Barkin
I fara á kostum sem lögga og
saksóknari í stormasömu
ástasambandi og spillingarvef for-
hertra glæpamanna í New Orleans.
Hröð, með hárréttum svikamolluleg-
um Suðurríkjaeinkennum, stýrð af
Jim McBride í sjaldgæfu stuði.
IIIC Dlg
0'
FJOLSK.
Sjómannalíf -
Captains Courageous (‘37)
Ofdekrað, hrokafullt ungmenni
l (Freddie Bartholomew) fellur
útbyrðis af skemmtiferðaskipi
út af Nýfundnalandi. Er bjargað af sjó-
Qnægtabrunnur
eilífrar æsku?
Undrasteinninn - eða Cocoon er
metaðsóknarmynd frá 1985 og
tímamótamynd í tvennum skilningi.
í fyrsta lagi kom hún gleymdum,
rosknum, stórleikurum aftur í um-
ferð, ef svo mætti segja. Hér em
eldri borgarar í forgmnni, vistmenn
á elliheimili í sólarfylkinu Flórída.
Einn góðan veðurdag finna þeir
undarleg fyrirbrigði, e.k. púpur sem
virðast í fyrstu gnægtabrunnur ei-
lífrar æsku. Fljótlega kemur í Ijós
að böggull fylgir skammrifi, púp-
umar tilheyra gestum utanúr
geimnum og alls ekki á hreinu
hvort þeir eru vinsamlegir eður ei.
Kvikmyndagerðarmennirnir dust-
uðu rykið af gamalfrægum stór-
stjömum, sem höfðu orðið lítið fyrir
stafni. Fyrst og fremst einu frægasta
leikarapari Bandankjanna, hjónun-
um Jessicu Tandy og Hume Cronyn.
Jack Gilford, Gwen Werdon og
Maureen Stapleton standa sig með
prýði. Enginn þó jafn vel og gamli
hjartaknúsarinn Don Ameche, öllum
gleymdurvann hann til Óskarsverð-
launanna fyrir frammistöðu sína og
hóf nýjan, glæstan feril sem lauk
ekki fyrr en þessi geðþekki leikari
féll frá, átta árum og tíu myndum
síðar, þá hálfáttræður.
Forvitnilegt efni
Skiphóll i
Bretlandi
Um þessar mundir er verið að
frumsýna í Bretlandi nýja teikni-
myndaþáttaröð, sem byggð er á
hinni sígildu skáldsögu Richards
Adam, Watership Dowií (sem ein-
hver hefur kallað Skiphól upp á ís-
iensku). Þessi snjalla líkingasaga
segir af raunum kanínuhjarðar sem
leggst í þjóðflutninga frá einum
stað til annars er sá forvitri í hóþn-
um sér fyrir ógnvænlega hluti; hag-
amir þeirra eiga að fara undir nýtt
borgarhverfi.
Hópurinn lendir í hinum margvís-
legustu ævintýrum á sinni löngu
píslargöngu á hultari stað og voru
efninu gerð ágæt en þunglamaleg
og stuttaraleg skil í samnefndri
teiknimynd frá 1978. Þættirnir
verða 26, þannig að nú ættu efn-
inu að verða gerð fyllri skil.
manni (Spencer Tracy) um borð í
fiskiskip. Þar sjóast hann og mannast
sumariangt. Sígild uppáhaldsbók eftir
Kipling verður að uppáhaldsmynd í
höndum Victors Flemyng. Með Tracy
upp á sitt besta (Óskarsverðlaun) í
mannlegri, fyndinni og umhugsunar-
verðri ævintýramynd.
STOÐ 2
GAMAN
Mitt Ijúfa leyndarmál -
La Flor de mi secreto (‘95)
Frekar alvarleg mynd frá
i Spánverjanum Almodóvar.
Um miðaldra rithöfund í and-
legri og tilfinningalegri kreppu. Á sína
spretti og Marisa Paredes örugg að
venju í aðalhlutverkinu.
MANUDAGUR
25. október
VESTRI
Kappinn - Hombre (‘67)
Paul Newman á stórleik sem
ffSs hvítur maður sem alist hefur
upp hjá indjánum, einn af
mislitum farþegum póstvagns í
Arizona. Aðrir eru m.a. grunsamlegur
fulltrúi indjána (Fredric March),
skuggalegur aðkomumaður (Richard
Boone), kona með vafasama fortíð
(Diane Cilento). Spennandi afþrey-
ing, hádramatísk, vel leikin, skrifuð
(e. sögu Elmores Leonard) og leik-
stýrt (Martin Ritt).
47