Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 14
69,90 mínútan á Bylgjunni Á Bylgjunni hljómar nú dag- lega nýtt framhaldsleikrit eftir Súsönnu Svavarsdóttur sen nefnist 69,90 mínútan. Leikrit- ið er flutt kl. 9.30, endurtekið kl. 12.20 og síðan eru aliir fimm þættir vikunnar fluttir saman á sunnudagseftirmið- dögum. „Það geta allir haft gaman af þessu sem hafa gaman af því að sjá sjálfa sig og aðra í kóm- ísku Ijósi,“ segir höfundurinn. „Leikritiö fjallar um hjón sem eru á kafi í skuld- um, og það er eiginlega allt að í þeirra lífi. Hjóna- bandið líður auðvitaö fyr- ir það og ástarlífið er ekki upþ á marga fiska. Auk þess viröast þau vera með alla á bakinu; fyrn/erandi eiginkonu hans og mömmu henn- ar, börnin frá fyrra hjóna- bandi eru I skralli og þau losna aldrei við neinn." ALLT í SKRALLI Það eru Edda Björg- vinsdóttir og Hilmir Snær Guönason sem leika hjónin Donnu og Jonna, sem Súsanna seg- ir vera dæmigerð íslensk hjón. „Það eru allir í bulli í fjármál- um, það er endalaust hægt að fá lán, bjarga öllu fyrir horn, og fólk er almennt búiö að tapa raunveruleikaskyninu í fjármál- um hér á íslandi. Donna og Jonni eru bæði kaupsjúk og alltaf að kaupa eitthvað sem þau þurfa ekkert á að halda. Og svo þegar allt er komiö til andskotans hjá þeim, þaö á að fara að bjóöa uþþ húsið og annaö slíkt, þá dettur henni í Ódýr meðöt til að redda hlutunum hug að stofna klámsímalínu. Enda er hún algerlega upptek- in af útliti sínu og kynlífi." - Og leikritið er þá með eró- tísku ívafi? „Já, en það er bara veriö að gera grín að erótík í þessum þáttum. Erótík og kynlífsáhugi landsmanna er tekinn fyrir og undinn. Þau hjónin eru engan veginn sammála um hvernig eigi aö reka símalínuna frekar en nokkuð annað, en hún hef- ur alltaf rétt fyrir sér, því hún er meö mömmu sína og vin- konu sína sér til stuönings. En það eru einkenni vinkvenna að spana mann upp í vitleys- unni." AFNEITUN OG RAUNVERULEIKAFIRRING - Er þetta fullorðinsleikrit þar sem hægt er að hiæja að sjálfum sér? „Já, þetta er farsi og ég er fýrst og fremst að gera grín að eyösluseminni í okkur, þessari afneitun á staöreynd- um og þessari raun- veruleikafirringu sem viö búum ansi miklð við hérna á íslandi. Hjónabandið hjá þeim er í klessu en þau gera sér enga grein fýrir því. Það er alltaf verió aö finna einhver ódýr meðöl til aö redda hlutunum. Þau taka ekkert alvarlega og eru ekta afleiöing af ‘68 hugsjóninni sem virðist hafa eyði- lagt ansi mikið sem heitir tryggð eða trún- aður og heiöarleiki f samskiptum. Þau hafa enga tilfinninga- lega dýpt og áhyggjur virðast vera eina tilfinningin sem vaknar hjá þeim." - Þetta er nú ekkert gaman- mál. Er þetta ekki örugglega grín? „Þetta er náttúrlega hrein- ræktað grín. Og kannski er eina leiðin til að segja hlutina í gegnum grínið. Fólk ræður hvort það tekur þetta alvarlega eöa hvort það lítur á Jonna og Donnu sem einhver fyrirbæri. En ég held að það sé býsna mikið til af svona fólki." - Er þetta fyrsta útvarpsleik- ritið sem þú skrifar? „Já, en ég er alltaf að skrifa mér til skemmtunar, og þess vegna helst gamanverk. Mér finnst bara miklu meiri húmor í mér en alvara og ég er ekki mjög dramatísk manneskja. En ég læt yfirleitt ráðast hvað úr því verður. Mér liggur ekkert á. Síðasta leikáriö eða bókaút- gáfuárið er ekki að líða og ég hef engar áhyggjur af þessu. Ég skrifa það sem mér finnst skemmtilegt að skrifa. Kannski kemur eitthvað út úr því, kannski ekki." Laus og liðugur • Hjartaknúsar- inn George Cloo- ney er nú laus og liðugur eftir að kærasta hans til fjögurra ára, Celine Ba- litran, sagði hon- um upp á dögunum. Clooney sagði í viðtali í októberhefti Esquire að hin franska Balitr- an hefði verið orðin leið á pip- arsveinatöktum hans og fjar- veru vegna upptakna á mynd- um. „Hún entist í sambandinu jafn lengi og ég hafði gert ráð fyrir," segir Clooney í viðtali. „Ég upplifði sambandsslitin eins og hún hefði sagt við mig: Ég vil ekki vera meö þessa uppgerö lengur." Þó virðist Clooney ekki gráta ofan í bjórinn sinn því nýlega sást til læknisins fyrrverandi af Bráðavaktinni á bar í New York í fylgd tveggja dökkhærðra þokkagyðja. —-k-k-k— Dómsdagur Howards Stern • Howard Stern mun fara meó aðalhlutverk og framleiöa 13 þátta teikmynda- myndaröð með yfirskriftinni „Dómsdagur" fyrir UPN. Gerast þættirnir eft- ir ragnarök í Bandaríkjunum þar sem allir höfðu nær látið lífið eftir furðulegt geislavirkn- islys. Er fylgst með feröalagi Bradley-fjölskyldunnar um landið í leit aö nýjum stað til að kalla „heimili". Stern mun tala inn á fyrir fjölskylduhund- inn Orinthal og er það viróing- arvottur við eftirlætis sögu- persónu hans, O.J. Simpson. Framleiöendurnir stefna að því að kvikmyndastjörnur verði algengir gestir í þáttun- um og að þættirnir verði til- búnir á næsta ári. Morgunblaðið/Ásdís Súsanna Svavarsdóttir er höfundur framhalds- leikrits á Bylgjunni. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.