Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 46
FIMMTUPAGUR 14■ október GAMAN Spilafíkillinn - The Winner [‘97] Billy Bob Thornton, Delroy Lindo, Rebecca DeMourney, ofl. góðir leikarar gera skrýtna smámynd Alex Cox, um smá- krimma og sauði í Vegas, dálítið fyndna og forvitnilega. DRAMA Julia (77) Tímamótamynd um vináttu ÖSb kvenna, rithöfundarins Lillian Hellman (Jane Fonda) og hinnar dularfullu Juliu (Vanessa Red- grave). Þær kynnast á unglingsárun- um. Hellman verður frægt leikrita- skáld, hin moldríka Júlía gerist byltingarsinni, berst á móti fátækt og misrétti, þó fyrst og fremst uppgangi nasismans. Fagmannlega uppbyggð og leikstjórinn, Fred Zinneman, kunnur fýrir lag sitt á leikurum. Jason Robards og Vanessa Redgrave hlutu ðskarinn. ■ FÖSTUPAGUR 15. október FJOLSK. Aleinn heima 3 - Home Alone 3 [‘97) Nýr strákur, skúrkar, handrits- i höfundar og leikstjóri þræða gamalkunnar slóðir þar sem fátt kemur á óvart. Útkoman bærileg. PRAMA Mac (‘93) Fyrsta leikstjórnarverkefni fljB gæðaleikarans Johns Turturro, sem skrifar einnig handritið og leikur aðailhutverkið. Byggir það á lífi föður síns, sem var trésmiður og til- einkar honum myndina sem fjallar um handverksmann, sem er langþreyttur og særður á metnaðarleysi vinnuveit- andans, gerist sjálfur verktaki. Óvenju- leg og heiðarleg mynd um leitina að Ameríska draumnum. Eftirminnilega vel leikin, hefur hlotið fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum. ■ LAUGARDAGUR 16. október DRAMA Vinaminni - Circle Of Friends (‘95) #Skemmtileg, vel skrifuð mynd um írska sveitastúlku (Minnie Driver), sem heldurtil æðra Gamanmynd með ádeiluundirtón frá árunum milli heimsstyrj- aldanna. Þá voru kínverskar konur settar skör lægra en bænd- ur þeirra í Vesturheimi, en aðalpersónan ræður bót á því. Sprengjuhótun berst eigendum skemmtiferðaskipsins „Britannic Öflugar sprengjur eru um borð í skipinu og munu þær springa nema eigendurnir pungi út hálfri milljón punda. náms í Dyflinni. Verður ástfangin af aðalnaglanum (Chris O'Donnell). Það snjóar fljótlega yfir kaþólskuna og búðarlokuna, sem bíður vongóður heima í þorpi. Ekkert sérlega efnis- mikil en aðlaðandi mynd, gerð af Pat O'Connor (Cal), með góðum O'Donnell og stormandi fínni Minnie Driver í hlutverkinu sem skaut henni upp á stjörnuhimininn. SPENNA Verndarinn - Someone to Watch Over Me (‘87) Vellauðug, einhleyp kona (Mimi Rogers), verður vitni að morði. Snotur, snauð og harðgift lögga (Tom Berenger) er sett í að gæta hennar. Morðinginn reiðir aftur til höggs, gæslunni lýkur, skötu- hjúin verða að gera upp hug sinn. Góð ástar/morðsöguflétta með áhugaverðum persónum. Kvikmynda- gerðarmenn af betri endanum, nóg af dölum, en dugar ekki til, spennan lúffar fyrir léttvægri rómantík. SUNNUDAGUR 17. október GAMAN Neil Simon: Æskuminningar - Brighton Beach Memoirs (‘86) Byggð á sjálfsævisöguleikriti öjwl Simons um þroskatíma í lífi gyðingadrengs (Jonathan Silverman) í stórri fjölskyldu í Brook- lyn. Simon getur verið fyndinn í sam- tölum og þönkum persónanna án þess að drepa neinn úr hlátri en hann getur Ifka verið væmnin uppmáluð. GAMAN Þúsund bláar kúlur - Mille Bolle Blu {‘93) Tökuvélarnar æða á milli hæða í fjölbýlishúsi í Rómar- borg og hitta fyrir undurfurðu- lega íbúana: Þokkadísir, dándis- menn, lúða, perra og angurgapa. Næstum á við helgarreisu til Rómar. PRAMA Hinir heimilislausu - Saint of Fort Washington (‘93) #Óvenjuleg, vel leikin, vönduð mynd um undirmálsmenn (Matt Dillon, Danny Glover), sem draga fram lífið á götum New York. Reyna að halda stoltinu þó stormurinn sé í fangið. Athyglisverð, fjarri Hollívúdd formúlum. ■ ÞRIÐJUPAGUR 19. október STRIÐ Lengstur dagur - The Longest Day (‘62) Stórfengleg endursköpun ■ innrásarinnar í Normandí, með völdum leikara í hverju hlutverki - sem er bæði kostur og galli. Þennan mikilvægasta hildar- leik sögunnar er tæpast hægt að endurgera betur. Sýndur frá sjónar- hóli innrásarliðsins, Þjóðverja og Frakka. Til að gera atburðarásina raunverulegri, mælir hver þjóð á eig- in tungu. Fyrst og fremst meistara- verk framleiðandans góðkunna, Darryls F. Zanuck, sem hafði yfirum- sjón með öllum þáttum frá upphafi til enda. Magnað, eftirminnilegt sjónarspil. STRIÐ York liðþjálfi - Sergeant York (‘41) Sögufræg mynd friðarsinna í (Gary Cooper), bónda úr Miðríkjunum sem kynnist hörmungum stríðsátaka í fyrri heims- styrjöld. Snýrtil baka sem hetja og reynslunni ríkari. Örlítið barnaleg í dag en hreinskilin og kemur and- stríðsboðskapnum skilmerkilega frá sér (leikstjóri Howard Hawks). Cooper fékk Óskarinn. ■ MIÐVIKUDAGUR 20. október SPENNA Sprengjuhótunin - Juggernaut (74) Frambærilegur hryðjuverka- tryllir um björgunarleiðangur sem sendur er út á reginhaf til að koma í veg fyrir að sprengja springi um borð í risastóru skemmti- ferðaskipi. Dágóð saga sem Richard Lester tekst að gera mjög spennandi á köflum. Richard Harris í toppformi, dyggilega studdur af gæðaleikurunum lan Holm og Ant- hony Hopkins. 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.