Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 B 7>
KÖRFU KN ATTLEIKU R
KÖRFUKNATTLEIKUR
ÖYerhgerS
1997
1996
■ Ö1999 Ö
Hamar leikur
í úrvalsdeild
1999 Meistarar í 1. deild
1998 Nær 5. sæti í 1. deild
Hamar meistari í 2. deild
Hamar leikur í 2. deild
1995 Hamar leikur í 2. deild
_______1994 Hamar leikur í 2. deild
1993 Hamar tekur þátt í héraðsmóti HSK
# 1992 Hamar tekur þátt í héraðsmóti HSK
Körfuknattleiksdeild Hamars stofnuð 10. september 1992
Körfuknattleikslið Hamars frá Hveragerði
tók í fyrsta skipti þátt í deildakeppni árið
1994 og hefur á aðeins þremur árum fetað
sig úr 2, deild í úrvalsdeild. Liðið, sem
vann óvæntan sigur í 1. deild síðastliðið
vor, slær ekki slöku við í úrvalsdeild og er
á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir
eru liðnar af móti. Gisli Þorsteinsson,
blaðamaður, og Ásdís Ásgeirsdóttir, ljós-
myndari, brugðu sér til Hveragerðis -
hittu þar stuðningsmenn og forsvarsmenn
liðsins, sem stofnað var fyrir sjö árum.
Michael Hassing mætir á alla
heimaleiki hjá Hamri en hann
segir að áhugi sinn hafí aukist veru-
lega er því fór að ganga betur í 1.
deildinni síðasta vetur. „Ég var bú-
inn að fylgjast með þeim í nokkur
ár en nú er svo komið að maður
mætir á alla heimaleiki liðsins. Það
er gaman að sjá að liðið hefur roð í
bestu körfuknattleikslið landsins og
bæjarbúar hafa hrifíst með og allir
eru meira eða minna heilaþvegnir
af körfubolta. Það er ótrúlegasta
fólk sem mætir og sleppir fram af
sér beislinu. Stemmningin var
einnig góð er liðið komst í úrslita-
keppnina í 1. deild í vor en þá
mættu allir og fyrirtækin voru nær
lömuð.“
Michael segir að þrátt fyrir væn-
lega stöðu í deildinni muni liðið
mæta meiri mótspyrnu í næstu
leikjum, ekki síst er það leikur
gegn sterkustu liðum deildarinnar,
eins og hann orðar það. „Ég er
sannfærður um að liðið fellur ekki
og það væri gott ef liðið kemst í úr-
slitakeppnina, lendi í 7.-8. sæti í úr-
valsdeild. Við verðum í neðri hlut-
anum en mér sýnist að það verði
Snæfell og ÍA sem falla um deild.“
Bíður spenntur
eftir næstu
leikjum
áður fyrir framan góða áhorfendur
en Hvergerðingar eru ótrúlegir,
gríðarlega duglegir að hvetja liðið
sitt.“ Rodney segir að leikmenn
hafí æft vel þann tíma sem hann
hafí leikið með liðinu og þeir séu til-
búnir að mæta sterkustu liðum
deildarinnar, svo sem Njarðvík,
Keflavík og Grindavík. „Ég bíð
spenntur eftir þessum leikjum enda
er ég búinn að merkja þá á daga-
talið mitt.“
Hún segir að árangur liðsins hafi
aukið samkennd bæjarbúa, allir
mæti - ungir sem aldnir. „Vissu-
lega er mikið af ungu fólki en
einnig fólk á mínum aldrei sem
hrópar og klappar eins og það eigi
lífið að leysa. Ég fór á síðasta úti-
leiki liðsins á Akranesi og er að
hugsa um að halda því eitthvað
áfram. Ég er meira að segja að
velta fyrir mér að fylgja því til
Akureyrar. Þar á ég ættir að rekja
„Vissulega voru mikil viðbrigði
að koma frá stórborg eins og
Chicago, þar sem talað er um vest-
ur-, norður- og suðurhluta, til smá-
bæjar eins og Hveragerðis þar sem
allir þekkja alla. En það hefur ekki
komið að sök. Mér líður vel hér
enda hafa bæjarbúar tekið mér
opnum örmum,“ segir Rodney De-
an, bandarískur leikmaður
Hamars.
Rodney, sem kemur frá Central
Arkansas-háskólanum, kvaðst hafa
undrast er honum bauðst að koma
til Islands en eftir að hafa rætt við
Clifton Bush, sem lék með sama
skóla og hafði gert samning við
KFI, sagðist hann hafa ákveðið að
slá til. „Fjölskylda mín skyldi ekki
þá ákvörðun sem ég tók enda héldu
þau að hér væri nístingskuldi nær
allan ársins hring. En raunin er sú
að hér er ekki mikið kaldara heldur
en í Chicago um þessar mundir. Ég
óttast heldur ekki að leiðast enda
hef ég strax kynnst nokkrum strák-
um í liðinu og hitti þá reglulega. Þá
er stutt til annarra staða, svo sem
Reykjavíkur, en þangað hef ég
nokkrum sinnum farið.“
í stað þess að láta Rodney búa á
gistiheimili útveguðu forsvarsmenn
Hamars honum gistingu hjá fjöl-
skyldu í bænum. Rodney segir að
samskipti sín við fjölskylduna hafi
tekist með ágætum þrátt fyrir
tungumálaörðugleika. „Konan á
heimilinu skilur mig ekki alltaf né
heldur dóttir þeirra sem er níu ára
og er enn ekki farin að læra ensku í
skóla. Húsbóndinn á heimilinu talar
hins vegar prýðilega ensku og við
ræðum mikið saman.“
Rodney sagði að árangur
Hamars ætti ekki að koma á óvart
enda væru í liðinu sterkir leikmenn
sem gætu gert góða hluti í deild-
inni. „Ég bjóst satt að segja ekki
við miklu enda skildist mér að liðið
hefði ætíð leikið í neðri deildum en
á fyrstu æfingu sýndu strákarnir að
það er margt í þá spunnið. Við höf-
um fengið góðan stuðning á heima-
leikjum og í raun hafa áhorfendur
komið mér á óvart. Ég hef leikið
starfi félagsins. Við leggjum mikla
rækt \nð starf yngri flokka og erum
þegar komnir með fimm karla-
flokka og þrjá kvennaflokka. Þá
hefur Grunnskólinn í Hveragerði
lagt okkur lið og gefið krökkum
tækifæri á að velja svokallað körfu-
boltaval, þar sem þau kynnast
íþróttinni frá mörgum hliðum."
Bæjarbúar
féllust í faðma
Guðríður Aadnegard, gjaldkeri
körfuknattleiksdeildar Hamars,
segir að árangur liðsins hafi eflt
samkennd bæjarbúa á ný eftir
harðar deilur í bæjarpólitík. „Það
var gaman að annað hvert kvöld í
vor féllust bæjarbúar í faðma er
liðið vann hvern leikinn á fætur
öðrum í úrslitakeppni 1. deildar.
Við höfum því um annað að tala og
athygli fjölmiðla á félaginu og bæn-
um hefur glatt fólk og aukið trú
okkur á því að við getum náð langt
ef við stöndum saman.“
Guðríður, sem kennir í Grunn-
skóla Hveragerðis, segir að nem-
endur taki virkan þátt í starfi fé-
lagsins, ekki síst utan vallar. „Þeir
aðstoða okkur við miðasölu á leiki
og sjá um að þrífa á eftir. Þá tóku
nær allir nemendur skólans þátt í
gerð geisladisk með stuðnings-
mannalögum Hamars fyrr í haust.
Það var hátíðleg stund að sjá alla
krakkana sem hrópuðu og sungu
þar sem við átti í lögunum. Við
kennarar í skólanum leggjum jafn-
framt ríka áherslu á að nemendur,
sem eru duglegir að mæta á leiki,
hegði sér prúðmannlega gagnvart
andstæðingum Hamars. Um dag-
inn er Hamar mætti Tindastóli pú-
uðu nokkrir krakkar á gestina og
daginn eftir fóru ég og aðrir kenn-
arar í alla bekki skólans og bentum
nemendum á að svona tækjum við
ekki á móti gestum. Við viljum að
nemendur taki vel á móti
aðkomufólki og brýnum fyrir þeim
hvað þeir mega og mega ekki í
samskiptum sínum við aðra.“
Guðríður segist finna fyrir ört
vaxandi stuðningi Sunnlendinga,
sem leggi land undir fót og styðji
við bakið á Hamri. „Margir hafa
bent á að við séum ekki með neinn
Hvergerðing í byi-junarliðinu en
við lítum miklu fremur á liðið sem
lið allra Sunnlendinga. Við Hver-
gerðingar getum ekki enn teflt
fram leikmönnum í byrjunarliðið
sem eiga ættir að rekja til bæjarins
en hvað um önnur lið? Sem dæmi
má nefna Tindastól frá Sauðár-
króki sem er ekki með marga
heimamenn í liðinu. Nefna mætti
fleiri lið málinu til stuðnings. Von-
andi getur árangur Hamars eflt
samkennd Sunnlendinga, eins og
árangur lið Selfyssinga í hand-
knattleik gerði á sínum tíma. Hver-
gerðingar studdu Selfyssinga þeg-
ar handknattleiksliðið var á meðal
þeirra bestu og nú fáum við góðan
stuðning frá Selfyssingum og öðr-
um Sunnlendingum. Þá hefur Út-
varp Suðurlands stutt vel við bakið
á Hamri og auglýst og lýst frá
leikjum liðsins í haust.“
Skemmtilegra
heldur en
á árshátíð
Guðríður Aadnegard, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Hamars, og Yngvi Karl Jónsson utan við Grunnskóla Hveragerðis. Hún segir að liðið finni fyrir vaxandi stuðningi Sunnlendinga.
Frakkar
styðja
Hamar
STUÐNINGSMANNALIÐ Hamars
verður með alþjóðlegri blæ en oft áð-
ur er liðið tekur á móti Njarðvík í úr-
valsdeild næsta fímmtudag. 30 grunn-
skólanemendur og fjórir kennarar frá
Pomichet í Frakklandi, sem em 112
daga skólaheimsókn i bænum, ætla að
mæta í íþróttahúsið og hvetja Hamar :<.,
til dáða.
Rodney Dean, bandarískur leik-
maður Hamars, verður í leikbanni í
þeim leik, sem sýndur verður beint á
sjónvarpsstöðinni Sýn.
og ætla að nýta ferðina til þess að
heimsækja ættingja mína.“
Byrjaði með tvær
hendur tómar
Lárus Ingi Friðfinnsson, formað-
ur körfuknattleiksdeildar Hamars,
stofnaði deildina ásamt Gísla Páli
Pálssyni haustið árið 1992 og hefur
verið formaður frá upphafi. Hann
kveðst ekki hafa órað fyrir því að
uppgangur deildarinnar yrði með
þessum hætti sem raun hefur orðið
undanfarin ár. „Við hófum leik í
héraðsmóti HSK árið 1992 og lék-
um ekki í deildakeppninni fyrr en
1994. Ári síðar fengum við til okkar
Úkraínumann, Oleg Kriszhan-
ovskij, og þá fóru hlutirnir að ger-
ast. Oleg var yfirburðamaður í liði
okkar, hélt því á floti í mörgum
leikjum og átti stóran þátt í að liðið
komst í 1. deild 1997. Laugdalir
vora með yfirburðalið í 2. deUd það
ár, en það dugði þeim ekki. Við náð-
um að knésetja þá og tryggja okkur
óvæntan sigur.“
Láras Ingi segir að liðinu hafi
gengið ágætlega á fyrsta ári í 1.
deild og lent í fimmta sæti. „En að
loknu tímabili fékk ég hringingu frá
Pétri nokkram Ingvarssyni. Hann
kynnti sig og spurði hvort Hver-
gerðingar hefðu metnað til þess að
ná lengra og komast í úrvalsdeild.
Ég viðurkenni að þá vissi enginn
deili á honum og hélt að hann væri
að gera gys að mér. Fljótlega áttaði
ég mig á því hver hann var og til
þess að gera langa sögu stutta
gerðum við samning um að hann
tæki að sér þjálfun liðsins næsta
vetur. Það er ánægjulegt að hafa
fengið Pétur til starfa. Hann er frá-
bær þjálfari og samstarfið hefur
gengið að óskurn."
Hamar komst í úrslitakeppni 1.
deUdar í vor en Láras Ingi segir að
til þess hefði liðið þurft að vinna
erkifjendur sína í Þór frá Þorláks-
höfn, sem var búið að tryggja sér
sigur í deildarkeppninni fyrir síð-
ustu umferð, til að eygja möguleika
á sæti í úrslitakeppninni. Jafnframt
þurftu Stafholtstungur að vinna
Breiðablik, sem var fyrir síðustu
umferð í fjórða sæti. Það gekk eftir
og Hamar vann bæði Þór Þorláks-
höfn og IR í oddaleikjum í úrslita-
keppninni og tryggði sér sæti í úr-
valsdeild. „Ég gat varla trúað því
sem átti sér stað er liðið var að
tryggja sér ævintýralegan sigur á
IR í Seljaskóla. A aðeins sjö árum
var liðið komið meðal þeirra bestu.
Við byi-juðum með tvær hendur
tómar og lékum fyrir nær tómu
húsi áhorfenda í Hveragerði en nú
eru hartnær 500 manns á hverjum
leik og allir boðnir og búnir að rétta
fram hjálparhönd. Framan af var
þetta óttalegt basl og við sem vor-
um í stjórn í sífelldu betli en fólk og
fyrirtæki eru miklu viljugri að að-
stoða okkur nú.“
Aðspurður um hvaða markmið
Hamar setti sér í úrvalsdeildinni í
vetur sagði Lárus Ingi að hann
gerði sér vonir um að ná í úrslita-
keppnina. „Pétur þjálfari sagði að
allt annað væri lélegt. Við erum
komnir á gott skrið og eram von-
góðir um að ná þessu markmiði. En
til þess að markmið sem þessi náist
verður að hlúa vel að yngri flokka-
„Ég er nú orðin svo mikil áhuga-
manneskja um körfubolta að ég
stend mig að því að svíkjast um eða
fara fyrr af kóræfingum þegar
Hamar er að leika. Ég fer á alla
heimaleiki og meira að segja farinn
að fylgja liðinu í útileiki," sagði
Marta Bima Aðalsteinsdóttir.
Marta segir að Jóhann Sigurðs-
son, maður hennar, hafi byrjað að
fylgjast með liðinu og fljótlega
smitað sig af áhuga sínum. „Eg
skemmti mér stórvel á þessum
leikjum og segi að það sé betra að
fara á góðan körfuboltaleik heldur
en árshátíð. Liðinu hefur gengið að
óskum, er efst í úrvalsdeild, en við
verðum að gera okkur gi-ein fyrir
að stóru liðin eru eftir. Strákarnir
era reynslulitlir og því geta næstu
leikir orðið erfiðir. Én er á meðan
er,“ sagði Marta ánægð með strák-
ana í liðinu.
Michael Hassing kveðst duglegur að mæta á heimaleiki Hamars og
segir að fyrirtækin í bænum hafi nær lamast er það tók þátt í úr-
slitakeppni 1. deildar í vor.
,,[A]ð loknu tímabili fékk ég hringingu frá Pétri nokkrum Ingvars-
syni. Hann kynnti sig og spurði hvort Hvergerðingar hefðu metnað
til þess að ná lengra og komast í úrvalsdeild, sagði Lárus Ingi.
Leið Hamars upp
í úrvalsdeildina
Rodney Dean segir að foreldrar sínir hafi undrast það mjög er hann
ákvað að flytja til fslands til þess að leika körfuknattleik.
Marta Birna Aðalsteinsdóttir segir að eiginmaður sinn hafi vakið
áhuga sinn á körfuknattleik og nú missi hún ekki af heimaleik.
Ævintýrí í
Hveragerði
Aðspurð hver sé lykillinn að ár-
angri liðsins innan vallar sem utan
segir Guðríður að stjórn deildar-
innar hafi ekki rasað um ráð fram í
fjármálum. „Við högum seglum eft-j
ir vindi en meðal annars hefur ver-
ið bent á að bandaríski leikmaður
liðsins er ekki dýrasti erlendi
leikmaður deildarinnar. Þá eru
fjölmargir sem leggja okkur lið og
ekki má gleyma því að stjórnendur
deildarinnar vinna vel saman ná
vel til þjálfara og leikmanna liðs-
ins.“
Alltaf fullt á
heimaleikjum
Yngvi Karl Jónsson, formaður
stuðningsmannafélags körfuknatt-
leiksliðs Hamars, segir að það
hljóti að teljast merkvert að í um
1.800 manna bæjarfélagi mæti um
og yfir 500 manns á alla heimaleiki
liðsins það sem af er móti. „Ég
held að við séum með flesta áhorf-
endur á heimaleikjum í deildinni
það sem af er, miðið við þær tölur
sem við höfum séð hjá öðram lið-
um. Við reynum að fá sem flesta til
að mæta og krakkarnir mæta í fé-
lagsmiðstöð bæjarins til þess að fá
andlitsmálningu fyrir leiki. Við
stefnum jafnframt á að fara í
nokkrar hópferðir á útileiki liðsins
í vetur og sú fyrsta er fyrirhuguð ,
gegn Keflavík hinn 5. nóvember.
Margir vildu að við skipulegðum
hópferð á útleik liðsins gegn IA en
af því varð ekki því mörg barnanna
vora að læra fyrir samræmd próf,“
segir Yngvi Karl, sem jafnframt er
formaður knattspyrnudeildar
Hamars.
Aðspurður hvort það fari ekki illa
saman að vera um leið í stuðnings-
mannafélagi körfuknattleiksliðsins
segir hann að svo sé ekki og bendir
á að knattspyrnan sé að mestu leyti
leikin að sumri til og að félagið
íhugi samstarf við Ægi í Þorláks-
höfn sem ætti að efla knattspymu-
iðkun í Hveragerði. „Það hefur ein-
faldlega glatt okkur hér í Hvera-
gerðisbæ hve körfuknattleiksliðinu
hefur gengið vel og því reyna allir
að rétta fram hjálparhönd.“
Nýir leikmenn
Hamars
j 1999-2000
: Ólafur Guðmundsson,
Snæfelli
i Skarphéðinn Ingason,
ITindastóli
Ómar Sigmarsson,
Tindastóli
Ægir Gunnarsson,
Njarðvík
; Rodney Dean,
| Bandaríkjunum
; Pétur Ingvarsson þjálfar
liðið öðru sinni.
Sex Skag-
firðingar
hjá Hamri
IÞRIR stjórnarmenn hjá
körfuknattleiksdeild
Hamars af fimm relga ætt-
ir sínar til Skagaijarðar:
Guðríður Aadnegard, er
■ fædd og upp alin í Skaga-
í firði sem og Gísli Páll
;i Gíslason, stjórnarmaður í
j deildinni. Einnig er Lárus
Ingi Friðfinnsson, formað-
! ur deildarinnar, fæddur og
upp alinn í Varmahlíð í
i Skagafirði en flutti til
| Hveragerðis fyrir 10 árum.
Þá er einn leikmaður,
Óli Barðdal, sem lék ineð
j því í 1. deild síðasta vetur,
ættaður frá Skagafirði.
Tveir Skagfírðingar bætt-
ust í hópinn í sumar: þeir
son
frá
eru Skarphéðinn Inga
og Ómar Sigmarsson,
Tindastóli.