Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 8
 8 B ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Kanu kaffærði Chelsea NÍGERÍUMAÐURINN Nwankwo Kanu, framherji Arsenal, stal senunni í ensku knattspyrnunni um helgina. Chelsea var nánast með unninn leik þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum á Stam- ford Bridge. En þá tók Nígeríumaðurinn sig til og gerði þrennu og síðasta markið hans var ævintýri líkast. Manchester United fékk að finna til tevatnsins hjá Tottenham á White Hart Lane, tapaði 3:1. Leeds er áfram í toppsæti deildarinnar eftir jafntefli við Everton í miklum markaleik á sunnudag, 4:4. Tore Andre Flo og Dan Petrescu skoruðu fyrir Chelsea og var ekkert sem gaf til kynna annað en að Chelsea færi með sigur af hólmi þegar líða tók á síðari hálfleikinn gegn Arsenal, enda hafði liðið ekki fengið á sig mark á heimavelli á þessari leiktíð. Vialli knattspyrnu- stjóri var greinilega öruggur um sigur og ákvað að skipta leikmönn- um út af og þar á meðal Norðmann- inum Flo sem hafði verið mjög ógn- andi frammi. Þegar 15 mínútur voru eftir hófst þáttur Nígeríumannsins, Kanu. Hann sýndi hversu frábær leikmaður hann er með því að skora þrjú mörk á þessum stutta tíma sem eftir lifði af leik og stuðningsmenn Cheisea trúðu ekki sínum eigin aug- um. Ahangendur Arsenal kættust hins vegar og gátu tekið gleði sína á ný eftir slæma útreið gegn Barcelona í meistaradeildinni í síð- ustu viku. „Við þurftum smáheppni og snilld- artakta til að sigra Chelsea," sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sem fékk óvænta afmælisjöf á fímmtugsafmælinu. „Kanu er frá- bær leikmaður. Hann gefst aldrei upp og hefur rétta hugarfarið fyrir Arsenal. Hann er leggjalangur, held- ur bolta vel og mjög skynsamur leik- maður. Hann er frábær framherji og sýndi það og sannaði í þessum leik,“ sagði Wenger. Þriðja markið hans á lokamínút- unni er sérstaklega minnisstætt. Hann vann boltann við hliðarlínuna vinstra megin á móts við vítateig- inn. Lék upp að endamörkum og þar mætti hann markverðinum Ed de Gouy, sem var kominn í skógar- ferð útifyrir vítateiginn. Hann lék á hann og skoraði með því að skrúfa boltann efst í fjærhornið úr þröngri stöðu. Markaregn á Goodison Park Leeds, sem hafði unnið tíu leiki í röð fyrir leikinn gegn Everton á sunnudaginn, gerði 4:4-jafntefli á Goodison Park. Leikurinn var skemmtilegur og mörkin öll glæsi- leg. Everton hafði 3:2 yfir í hálfleik, en síðan náði Leeds að jafna og kom- ast yfír í fyrsta sinn, 3:4, þegar langt var liðið á leik. David Weir jafnaði ' fyrir heimamenn á lokamínútu leiks- ins og þar með var tíu leikja sigur- ganga Leeds rofín. „Ég var ekki ör- uggur með sigurinn í stöðunni 4:3,“ sagði David O’Leary, stjóri Leeds, eftir leikinn. „Ég náði ekki að slaka á spennunni fyrr en flautað var af. Ég get verið sáttur við árangurinn því við erum í efsta sæti deildarinnar og það skiptir öllu máli,“ sagði O’Leary. Everton er ósigrað á heimavelli á þessari leiktíð. Meistararnir heillum horfnlr Manchester United er heillum horfíð þessa dagana, er komið niður í fjórða sæti deildarinnar eftir tapið gegn Tottenham, 3:1. Það gekk allt á afturfótunum hjá meisturunum þrátt fyrir óskabyrjun er Ryan Giggs kom liðinu yfir á 24. mínútu. Steffen Iver- son jafnaði tíu mínútum síðar eftir misskilning varnarmannsins Mickael ‘‘Silvestre og Marks Bosnichs, mark- varðar. Síðan gerði Paul Scholes sjálfsmark og staðan í leikhléi var 2:1 fyrir Tottenham. Um miðjan síð- ari hálfleik innsiglaði Steve Carr sig- ur Tottenham. „Þetta var einn af þessum leikjum þar sem heppnin er hliðholl öðru lið- inu,“ sagði Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri United. „Stundum hef- ur maður heppnina með sér en stundum á móti. Ég get ekki álasað leikmönnum mínum fyrir slakan leik því liðið var sérstaklega óheppið í þessum leik.“ George Graham, þjálf- ari Tottenham, sagði að United væri með besta lið Englands og það væri því gott að sigra það. Sunderland átti möguleika á að komast í efsta sæti með sigri á West Ham, en liðið varð að sætta sig við Reuters Nígeríumaðurinn Kanu fór á kostum á Brúnni, þar sem hann tryggði Arsenal sigur með þremur glæsimörkum á lokamínútun- um gegn Chelsea. ENGLAND hélt að við næðum að halda þessu út leik- inn,“ sagði Peter Leeds heldur toppsætinu, en Reid, þjálfari Sund- erland. „Strákarnir mínir léku frábær- lega og ég hefði ekki getað beðið um meira frá þeim.“ Middlesbrough sigraði Watford nokkuð sannfærandi 3:1 á útivelli á meistarar Manchester United fengu skell á White Hart Lane l:l-jafntefli. Trevor Sinclair jafnaði fyrir West Ham þegar ein mínúta var eftir, en Kevin Phillips hafði komið heimamönnum yfir. Sunder- land lék einum leikmanni færri lengst af vegna þess að Steve Bold var rekinn út af á 19. mínútu. „Ég sunnudag. Fyrsta markið var sjálfs- mark Mark Williams, en síðan skorð- aði Brasilíumaðurinn Juninho 2:0 og fyrrverandi fyrirliði Liverpool, Paul Ince, gerði þriðja markið undir lok leiks eftir að Watford hafði minnkað muninn í 2:1. Liverpool náði að jafna, 1:1, gegn Southampton á útivelli eftir að hafa lent undir 1:0. Heimamenn sóttu mun meira í fyrri hálfleik og það var ekki gegn gangi leiksins er Égil Soltvedt kom liðinu yfír með skalla eftir fyrirgjöf Matt Le Tissier. Titi Camara jafnaði fyrir Liverpool þegar aðeins níu mínútur voru eftir. En þá hafði Michael Owen farið út af meiddur, stuttu eftir að hann kom inn á sem varmaður. Liverpool var því einum færri þegar Camara jafnaði. Trapatonni bauðst til að hætta GIOVANNI Trapattoni, þjálfari Fiorentina í 1. deild ítölsku knattspyrnunnar, bauðst til að hætta í starfi í kjölfar taps fyrir lágt skrif- uðu liði Piacenza, 2:0, á sunnudag. Það var þriðja tap liðsins í röð í deildar- keppninni. „Þetta gæti reynst lán í óláni fyrir liðið, svo fremi sem félagið kann skýringar á þessu og getur leyst málið,“ sagði þjálfar- inn, en Fiorentina mætir Ar- senal í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Innan þriggja klukku- stunda frá tilkynningu Trapattonis lýsti Luciano Luna, stjórnarformaður fé- Iagsins, því yfír að það vildi ekki að hann færi, hafnaði boði þjálfarans um að segja stöðu sinni lausri. Fiorentina verður að leggja Arsenal að velli á Wembley til að kom- ast áfram úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Owen meiddist MICHAEL Owen, framheiji Liverpool, kom inn á sem varamaður í leik liðsins í ensku deildinni á móti Sout- hampton á laugardaginn. En haltraði af leikvelli áður en flautað var af, hafði tognað á vinstri fæti. Hann segist þó verða til- búinn fyrir landsleikina gegn Skotum 13. og 17. nóv- ember. „Ég lenti í svipuðum meiðslum í fyrra og þá var ég frá í tíu daga. Eg verð ör- ugglega búinn að ná mér í byijun nóvember, það er al- veg öruggt," sagði hann. Ronaldo rekinn af velli í sigri AC Milan á nágrönnum sínum í Internazionale Innkoma Shevshenkos skipti sköpum á San Siro AC MILAN hafði betur í magnþrungnum nágrannaslag við Internazionale á San Siro-leikvanginum í Mílanóborg á laugardag, 2:1, með sigurmarki Líberíumannsins Georges Weahs. Markið gerði Weah, knattspyrnumaður ársins 1997, með skalla eftir að knattspyrnumaður ársins í fyrra, Brasii- íumaðurinn Ronaldo í liði Internazionale, hafði verið rekinn af leikvelli skömmu eftir að hafa gert eina mark liðs síns. Leikurinn bauð upp á það besta og versta í ítölsku knattspym- unni. Ástríðufullur leikur manna smitaði út frá sér til áhorfenda - eða öfugt. Ronaldo kom Intern- azionale yflr með marki úr víta- spymu á tuttugustu mínútu. Hann fékk vítaspymuna sjálfur eftir að argentínskur varnarmað- ur AC Milan, Roberto Ayala, hafði verið dæmdur brotlegur. Ronaldo gat ekki tekið spymuna strax, því hlé var gert á leiknum í rúmar tvær mínútur vegna óláta áhorfenda, en nokkrir þeirra vörpuðu reyksprengjum inn á völlinn. Aftur dró til tíðinda í viðskipt- um þeirra Ronaldos og Ayalas, erkifjendanna jafnt með félagslið- um sínum í Mílanóborg og lands- liðum sínum í Suður-Ameríku, á 32. mínútu. Þeir börðust um bolt- ann og Ayala féll til jarðar og hélt um andlit sér. Eftir að hafa ráð- fært sig við aðstoðardómara ákvað dómari leiksins, Gennaro Borri- ello, að vísa Ronaldo af leikvelli fyrir að slá Argentínumanninn. Þjálfari Internazionale, Marcelo Lippi, var illur út í leik- mann sinn fyrir vikið. „Það er vítavert kæruleysi að láta reka sig út af fyrir eitthvað þessu líkt,“ sagði hann. Þótt leikmenn Internazionale væm einum færri, vom þeir ekki langt frá því að bæta um betur, auka muninn í tvö mörk, er fimm mínútur vom liðnar af síðari hálf- leik, en viðstöðulaust skot Christi- ans Vieris þaut rétt framhjá markinu. Skömmu síðar skaut Oliver Bierhoff yfir í fyrsta opna færi AC Milan. Hann fór af velli á 67. mínútu og í hans stað kom Úkraínumaðurinn Andryi Shevchenko. Þessi skipting Al- berto Zaccheronis skipti sköpum. Innan sex mínútna hafði Shevchenko jafnað metin með sjö- unda marki sínu á tímabilinu. Skömmu síðar var hann nærri því að koma liði sínu yfir, en Pemzzi markvörður sá við honum og aftur er Weah fylgdi á eftir. Þegar átta mínútur vom eftir fékk Ayala sjálfur reisupassann og því var aftur jafnt í liðum. Það breytti þó litlu um gang mála og Weah skoraði sigurmarkið áður en yfir lauk eftir homspymu frá Króatanum Zvonimir Boban. „Við megum ekki láta þennan sigur stíga okkur til höfuðs. Við lékum lengst af manni fleiri,“ sagði Zaccheroni þjálfari. Með ummæl- unum reynir hann að tryggja rétt hugarástand leikmanna sinna fyrir leikinn við enska liðið Chelsea í Meistaradeild Evrópu á miðviku- dag, en Mílanóliðið mátti þola tap fyrir Eyjólfi Sverrissyni og félögum í Hertha Berlín í síðustu umferð. Júgóslavinn Dejan Stankovie skoraði tvö mörk á jafnmörgum mínútum er efsta lið ítölsku deildarinnar, Lazio frá Róm, vann 4:2-sigur á Lecce á Ólymp- íuleikvanginum eftir að hafa lent marki undir. Þar sem Juventus, liðið í öðru sæti, varð af sigri á Bari eftir síðbúið jöfnunarmark gestanna, tók Rómarliðið þriggja stiga forystu. „Tölum ekki um forystuna núna. Næst leikum við gegn Internazionale,“ sagði Sví- inn Sven-Göran Eriksson, þjálf- ari Lazio. AS Roma átti möguleika á að komast upp að hlið Juventus, en gerði jafnteíli í Tórínó, 1:1. Róm- arbúar hafa ekki sótt sigur til Tórínó í þrettán ár og engin breyting varð á því um helgina. Eusebio Di Fransesco jafnaði fyr- ir Roma eftir að Slessio Scarchilli hafði komið Tórínó yfir á 21. mín- útu. Þá skoruðu ungmennalands- liðsstjörnur ítala, Roberto Baron- io og Andrea Pirlo, fyrir Reggina, sem jafnaði tvívegis eftir mörk Hernans Crespo hjá Parma. Lokatölur urðu 2:2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.