Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 8

Morgunblaðið - 29.10.1999, Side 8
8 - B FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF er flókið ferli Riko Muhlhausen velur hárlitinn með tilliti til Iitarafts og- ýmissa fleiri þátta. KJNSTIN við hárlitun er flóknari en í fljótu bragði mætti ætla. Ekki bara lit- unaraðferðin heldur líka valið á litatónunum, sem hæfa hverri manngerð. Að minnsta kosti minntu .tilburðir Riko Muhlhausen, fremur á lækni en hárgreiðslumeistara. Undir sterku Ijósi grandskoðaði hann viðskiptavini hárgreiðslustof- unnar Salon V E H; húðlit á andliti, í hársverði og jafnvel á bak við eyrun. Horfði líka vel og lengi í augu við- komandi, stúderaði vöxt og líkams- byggingu auk þess sem hann spurði um uppáhaldsliti og vildi fá að vita eitt og annað um lífsstíl og smekk. „Mér finnst nauðsynlegt að gera mér grein fyrir manngerðinni áður en ég legg mat á hvort konan er vet- ur, sumar, vor eða haust,“ segir Þjóðveijinn, sem er yfírmaður hönnunar- og lita- deildar bandaríska , hársnyrtifyrirtæk- isins Redken í Frankfúrt. A vegum fyrir- tækisins ferðast Muhlhausen víða um heim til að ráð- leggja hár- greiðslufólki og viðskiptavinum um háralit. Um liðna helgi var hann staddur hér- lendis í annað skipti á þessu ári fyrir tilstuðlan Elsu Haraldsdótt- ur, eiganda Salon V E H. Hún segir að íslenskar konur kunni vel að meta ráðgjöfina, enda láti miili 80% og 90% þeirra lita hár sitt reglulega. „Því er afar mikilvægt að liturinn fari þeim vel rétt eins og klippingin. Starfsemi hárgreiðslustofa byggist að stórum hluta á hárlitun og því fannst mér tilvalið að fá Muhlhausen hingað til að verða innblástur fyrir starfsfólkið hér sem og á öðrum stof- um.“ Sjálf segist Elsa hafa lært heil- mikið af að fylgjast með Muhlhau- sen, sem sé með einkar gott auga fyrir litum. Kalt sumar og heítur vetur Muhlhausen kveðst gefa sér fjór- ar meginforsendur þegar hann velji háralit. „I grundvallaratriðum flokk- ast fólk í það sem ég kalla vetur, sumar, vor og haust. A Norðurlönd- um eru 50% fólks sumarmanngerðir og því fólki fer best að vera með ljós- an háralit, sem þó má ekki vera gylltur eða rauður. Vormanngerðin er líka ljóshærð, en ívið dekkri og sjaldséðari en sumarmanngerðin. Henni fer einkar vel gylltur eða Vetur, sumar, vor eða haust? rauður hárlitur. Þá er það vetrar- manngerðin, sem gæti verið dæmig- erður Spánveiji eða Arabi, dökk á brún og brá, og haustmanngerðin sem líka er dökkhærð og dökkeygð, Morgunblaðið/Jim Smart en þó ívið ljósari yfirlitum en vetrar- manngerðin." Lýsingamar gætu hæglega ært óstöðugan, sem ekki hefúr áður velt slíkum litakenning- um fyrir sér. Og verður æ flóknari þegar Muhlhausen upplýsir að sumarið sé kalt og veturinn heitur. En hárlitun samkvæmt kenningum Muhlhausen segir Elsa skila sér í því að konur sem hafi farið að ráðum Milli 80 og 90% íslenskra kvenna eru með lit- að hár. hans séu allar himinlifandi. „Hárgreiðslufagið byggist ekki ein- ungis á réttum handbrögðum og að- ferðum. Líkt og í arki- tektúr þarf hár- greiðslu- meistarinn að hafa gott auga fyrir formi, litum og heildinni.“ vþj Hárlitun iíiur vcK i /sokkum oj >4okkabuxum \rá Deco| Decoy er rétta merkið fyrir þig ♦ einstaklega mjúkar ♦ falleg áferð ♦ sterkar og endingargóðar ♦ gott verð Njóttu þess að vera í Decoy -og þú nýtur þess besta! Umboðsaðili: Rún heildverslun Vatnagarðar14 • Sími 568 0656 A1 DD A1 I ITTO ALÖKnL I l IK Mikiö úrval af álbrautum ... setn viö mótum eftir þinum óskum Alltfyrir •4l gluggann Airl n QiiJf'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.