Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 4

Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 4
í hverri Bond mynd er reynt að gera jallt stærra og betra en í þeirra síðustu og “TWINE” er engin undantekning. Þann ll.janúar 1999 hófust tökur á nýjasta ævintýri 007, “THE WORLD IS NOT ENOUGH” og er það í nítjánda skipti sem EON fyrirtækið gerir kvikmynd um þennan frægasta njósnara allra tíma. I þetta skipti þarf Bond að berjast við hryöjuverkamann að nafni Renard til að koma I veg fyrir mikla ollukreppu. Hann faer það verkefni að vernda Elektru King, dóttur olfufursta sem nýbúið er að ráða af dögum. Sem fyrr feröast Bond vlða um heim ( verkefni sfnu og f þetta skipti kemur hann við í Bretlandi, Tyrklandi, Azerbaijan, Spáni og Frönsku ölpunum. Framandi tökustaðir hafa ávallt verið fastir liöir í Bond syrpunní og hefur það gefið myndunum glæsilegra yfirbragö en ella. Mikið lá undir þegar Pierce Brosnan tók við hlutverki Bond I myndinni “Goldeneye" fyrir nokkrum árum en hann hefur sýnt og sannað að hann er réttur maður á réttum stað. Margir eru á þeirri skoðun að hann sé besti Bond til þessa, þó vilja aðrir ekki taka þann heiðurinn af Sean Connery sem gerði ofurnjósnaranum fyrstur skil á hvíta tjaldinu árið 1962 I myndinni Dr.No. Brosnan segist hafa hlakkað til þess að tökur hæfust á “TWINE”. “Þetta er eins og að koma heim til fjölskyldunnar" segir hann og vlsar til hinnar einstöku stemmningar sem myndast ávallt við tökur á Bond myndunum. Brosnan er mjög ánægður með ákvörðun leikstjórans, Michael Apted, að fá til samstarfs leikara á borð við Robert Carlyle og Sophie Marceau. “Það gerir mitt starf auöveldara og trúverðugara og þegar maöur blandar þvl saman við stórt og mikiö Bond ævintýri þá kemur vonandi út úr þvl ein heljarinnar góð mynd." sagði leikarinn (rski. Eins og venjulega er mikið af sprengingum og áhættuatriðum og hefur Brosnan tekið virkan þátt I þeim. “Ég er hissa að ég hafi bara lent I einu slysi" segir hann og þá á hann við þegar hann var bakvið stýrið á kröftugum hraðbáti og þurfti að taka augnabliksákvörðun um hvort hann ætti að fara milli brúar og annars hraðbáts eða ekki. Or hvorugu varð þvl báturinn lenti á brúnni. Svo fór um sjóferð þá en hann komst þó óskaddaður frá þvl óhappi. Hann er feginn að vera umkringdur fagfólki þegar kemur að slikum atriöum og segist þakklátur enda láti áhættuleikararnir hann llta vel út. I hverri Bond mynd er reynt að gera allt stærra og betra en I þeirra slðustu og “TWINE" er engin undantekning. Nóg er af sprengingum og eltingaleikjum á allskonar farartækjum I myndinni og til þess lágmarka llkurnar á slysum er mikilvægt að hafa fagfólk I vinnu. ( Simon Crane sér um útfærslu áhættuatriða I myndinni og hefur hann glfurlega reynslu á slnu sviði, m.a úr "Cliffhanger”, "Aliens", "Alien3", “Total Recall", "Batman", "Titanic" og fjölda Bond mynda.) "Fólk spyr mig oft af hverju ég haldi að Bond myndirnar virki jafnvel og þær geri og ég tel að það sé vegna þess að áhorfendurnir viti við hverju má búast. Þetta er orðin hefð. Þú ferð I bló og sérð glæsileg áhættuatriöi og fallegar stúlkur á tjaldinu. Fólk kannast við þetta allt saman og slðan er undir leikstjóranum, mér og hinum leikurunum komið hvernig myndinni farnast" segir Brosnan. Hann bætir við að hann hafi nú meira sjálfstraust en áður I hlutverki Bond og fulla trú á að “TWINE" verði stærri og betri en slðustu tvær sem heppnuöust þó mjðg vel. Bond myndirnar hafa ailtaf státað af fallegum aðalleikkonum og í þetta skipti eru það Sophie Marcaeu í hlutverki Elektru King og Denise Richards sem Dr.Christmas Jones. Sú síðarnefnda segist ekki hafa gert sér fyllilega grein fyrir hversu stór syrpan er þangað til hún fékk hlutverkið. “Fjölmiðlar alls staðar að úr heiminum voru fljótir að leita mig uppi og ég uppgötvaði að það er alveg sérstakt að leika í Bond mynd. Fólk segir að ég muni framvegis verða þekkt sem Bond stúlka en það fer ekkert í taugarnar á mér. Ég elska að vera Bond stúlka” sagði Richards. “Konur í Bond myndum hafa breyst mikið í gegnum árin sem gerir sögurnar áhugaverðari. Bæði ég og Sophie höfum hlutverk sem tengjast söguþræðinum náið’’ hélt hin unga bandaríska leikkona áfram og Marceau tekur I sama streng. "Fyrir 40 árum hefði Bond ekki haft kvenkyns yfirmann en myndirnar breytast meö tímanum” segir Marceau og vísar til hlutverks M sem Judi Dench hlotnaðist í “Goldeneye”. Það þótti heppnast svo vel að hlutverk hennar hefur stækkað meö hverri mynd og hefur aldrei veriö stærra en í “TWINE”. "Ég elska hlutverk M og það er yndislega skrifað. Ég hef fleiri senur með Pierce í þetta skipti. Mér finnst hann vera alveg fullkominn Bond” sagði hin margverðlaunaöa Dench. Án óþokka væri engin Bond mynd og þess vegna þarf aö vanda valiö þegar kemur að því að velja leikara í hlutverk andstæöings 007. í þetta skipti varð skoskur leikari að nafni Robert Carlyle fyrir valinu og skemmti hann sér konunglega við að tökur á myndinni. “Ég hefði gert þetta ókeypis. Ég leik hryðjuverkamanninn Renard sem hefur byssukúlu í höfðinu þannig aö hann er að deyja frá upphafi myndarinnar. Þó er mjög erfitt aö drepa hann því hann hefur misst allt sársaukaskyn" sagði Carlyle. "Að leika óþokka í Bond mynd hlýtur að vera það allra besta, er það ekki! Maöur getur verið eins vondur og maöur vill. Það er alltaf gaman að leika óþokka". Framleiðendur myndarinnar sannfærðust um að Carlyle væri rétti maðurinn í starfið eftir að hafa séð þátt úr lögregluþáttunum "Cracker” þar sem hann lék geðsjúkling. Það vill svo til að í leikaraliði "TWINE" er einmitt stjarna "Cracker" þáttanna, Robbie Coltrane. Hann er í hlutverki Valentin Zukovsky en sú persóna kom fyrst fram í "Goldeneye". "Þaö eru ekki margir leikarar sem fá að birtast aftur í syrpunni og ég er þakklátur fyrir það. Ég hef alltaf dáð Bond myndirnar, þetta eins og að fá að keyra Formúlu 1 Grand Prix bíl." Sagöi Coltrane sem er sammála Carlyle um að óþokkahlutverkiö í Bond sé með því skemmtilegasta sem hægt er að leika. "Okkur Carlyle fannst það líka fyndið að hann skuli leika Frakka og ég Rússa því viö erum báöir frá Glasgow”. Hann er þó ekki sá eini sem er beðinn um að birtast í fleiri 3 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.