Morgunblaðið - 19.11.1999, Side 17
eWÆÁV7ÆZ/sMrf£17/71*00
007-
The Man With the Golden Gun, Mary Goodnight
Hin undurfagra Britt Ekland hóf feril sinn í
tannkremsauglýsingu þegar hún var fimmtán
ára og vann sig upp í að leika Bond stúlkuna í
The Man With the Golden Gun. Mary Goodnight
var kollegi Bonds í Hong Kong. Mikið var
gagnrýnt hversu slök Mary var gerð í myndinni í
samanburöi við bók Flemmings.
The Spy Who loved me, Anya Amasova
Anya Amasova, sem leikin var af Barböru Bach,
ætlaði sér að drepa Bond í hefndarskyni fyrir að
myrða elskhuga hennar. Anya gaf Bond ekkert
eftir í myndinni og sýndi oft að hún er snjallari
en hann. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún
félli fyrir honum.
l
í
I
i
|
I
i
Moonraker, Dr. Holly Goodhead
Hún er af mörgum talin langbest menntaða og
hæfileikaríkasta Bond stúlkan. Dr. Holly Goodhead
var í senn stjarneðlisfræðingur, þrælþjálfaður
geimfari og njósnari. Auk þess gaf hún Bond ekkert
eftir í slagsmálum við vondu karlanna. Lois Chiles
fékk hlutverkið fyrir tilviljun eftir að hafa vakið
athygli leikstjórans þar sem hún sat við hliðina á
honum í flugvél.
For You Eyes Only, Melina Havelock
Leiðir hennar og Bond lágu saman við leit þeirra að
Kristatos, manninum sem varð foreldrum Melinu að
bana. Hinni frönsku Carole Bouquet þótti takast vel
upp með leik sinn í myndinni. Bond átti í þó
nokkrum vandræðum með að ná ást Melinu og tókst
ekki ætlunarverk sitt fyrr en í lok myndarinnar.
Octopussy, Octopussy
Maud Adams þykir ein besta leikkonan sem
komið hefur fram í James Bond myndunum,
enda er hún eina leikkonan sem leikið hefur
stór hlutverk í tveimur þeirra. Auk þess að leika
í Octopussy kom hún fram í The Man With the
Golden Gun.
Wiew To A Kill, May Day
May Day þykir ein frumlegasta persónan sem litið
hefur dagsins Ijós í Bond myndunum. Grace Jones,
sem einnig hefur getið sér gott orð fyrir söng, fór
með hlutverk hennar á eftirminnilegan hátt og lét
aðrar stúlkur í myndinni líta út eins og máttlausar
dúkkulísur. Glöggir muna að heista áhuga mál May
Day var að kyrkja menn með lærunum á sér.
The Living Daylights, Kara Milovy
Kara Milovy telst ekki til hefðbundinna Bond
stúlkna. Þrátt fyrir sakleysi sitt var hún meira í
ætt við nútímakonur sem spjara sig sjálfar.
Maryam D'Abo fór vel með hlutverk sitt og
rímaði vel við alvarlega túlkun Timothys Dalton
á Bond.
Licence To Kill, Pam Bouvier Carey
Pam þykir ein svalasta og flottasta Bond
stúlkan í seinni tíð. Carey Lowell fór með
hlutverk hennar og sannaði rækilega að Bond
stúlkurnar gætu verið meira en skraut í
myndunum.
Golden Eye, Natalya Simonova
Það vakti vonbrigði meðal fjölmargra dyggra áhorfenda Bond að hin undurfagra
Izabella Scorupco skyldi ekki í einu einasta atriði klæðast fallegum og djörfum
kjólum að hætti Bond stúlkna. Fyrir myndina hafði Izabella Scorupco öðlast
frægð sem söng- og leikkona í Svíþjóð.
Tomorrow Never Dies, Wai Lin
Hún var sannkölluð kjarnakona, sjálfstæð og vel
í stakk búin til þess aö sjá um sig sjálf án
aðstoðar Bonds, sem ítrekað bauð fram
þjónustu sína. Það sama má segja um
leikkonuna Michelle Yeoh sem er ein
vinsælasta leikkonan í Asíu og þekkt fyrir
bardagaatriði í myndum sínum þar sem hún
leikur öll áhættuatriði sjálf.
T