Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 20

Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 20
Ua Bond mynd er ekki Bond mynd fyrir ekki neitt. Til þess að uppfylla væntingar áhorfenda þarf að sjálfsögðu kappann sjálfan, minnst eina glæsipíu, verðugan andstæðing sem hyggst sigra heiminn og síðast en ekki síst fullkomin tæki og tól sem aðeins hörðustu leyniþjónustur búa yfir. Ailar Bond myndirnar hafa státað af fullkomnum tæknitólum sem oftar en ekki bjarga lífi Bonds. Tækin hafa á hverjum tíma þótt framsækin og óraunhæf en hafa jafnframt borið vitni um snilld þeirra sem sjá um tæknibrellurnar. Óskarinn fyrir tæknibrellur Frá því aö fyrstu James Bond myndirnar komu út hafa fjórir tæknibrellusérfræðingar komið mest við sögu. Einn þeirra ber þó höfuð og herðar yfir hina. John Stears vann til Óskarsverðlauna fyrir tæknibrellur í myndinni Thunderball sem kom út árið 1965. Enn þann dag í dag er hann sá eini sem hlotið hefur Óskar fyrir tæknibrellur í James Bond mynd. Myndin státaöi enda af tæknibrellum sem voru það flottasta sem sést hafði á hvíta tjaldinu á þeim tíma. Þar á meðal var snekkjan Disco Volante meö öllum sínum eiginleikum, stórkostlegar sprengingar og sérlega vel búinn Aston Martin. Stears gerði síðar garðinn frægan með vinnu sinni í Star Wars sem hann hlaut sinn annan Óskar fyrir. Fleiri Óskarsverðlaunahafar hafa einnig komið við sögu við gerð tæknibrella ( Bond myndum s.s. John Richardson sem hlaut sinn óskar fyrir myndina Aliens. Nýjustu tækin Nýjasta myndin um Bond, The World is Not Enough, gefur fyrri myndunum ekkert eftir. Spenntir aðdáendur geta átt von á að sjá flottari tól og tæki en nokkru sinni fyrr. óhætt er aö fullyrða að það verður enginn fyrir vonbrigðum með uppátæki Q og tækin sem hann færir Bond úr smiðju sinni. Hér er litið á eftirminnileg tæki og tól sem Bond hefur nú þegar notað í myndum sínum. Banvæn og nýstárleg úr Það eru engin takmörk fyrir þeim tæknibúnaöi sem Bond hefur nýtt við störf sín. Einna frægust eru þó úrin sem hafa verið af margvíslegum toga. Fyrsta sérbúna úrið nýtti hann sér árið 1973 í myndinni Live and Let Die. Það forláta Rolex úr hafði þann eiginleika að geta bægt frá byssukúlum sem skotið var í átt að Bond. í Moonraker og Octopussy var Bond hins vegar kominn með Seiko úr sem fyllt voru sprengiefnum og gátu skotið banvænum eiturörvum. Seiko úrið sem Bond bar í myndinni The Spy who Loved Me gat tekið við nokkurs konar tölvupósti þess tíma og lét Bond vita þegar höfuðstöðvarnar þurftu að ná í hann. Fullkomnasta úrið til þessa notaði Bond í myndinni Goldeneye en það gat gefiö frá sér öflugan leysigeisla sem dugði á hvað stál sem er. Lyklakippa að öllum hurðum I myndinni The Living Daylights kom lyklakippa Bonds að góðum notum. Lyklar kippunnar gengu að 90% allra hurða og lása t heiminum. Að auki var [ henni eiturgas sem sett var at stað með þvl að flauta lltinn lagstúf. Ef gasið dugði ekki til þurfti einungis að flauta lltinn lagstúf til að kippan springi. Bond á BMW Bíllinn sem Bond ekur í The World is Not Enough er 400 hestafla tryllitæki frá verksmiðjum BMW og er þetta í þriðja skiptið sem BMW verður fyrir valinu í Bond mynd. Það tekur nýja bílinn undir fimm sekúndum að komast á hundrað kílómetra hraða og ef þú botnar hann þá hættir hann ekki hraða sér fyrr en 250 km hraða er náð. BMW nýtir Bond til hins ítrasta við markaössetningu á bílnum og er nú svo komið að bílaframleiðendur keppast við að eiga Bond bílana. 007~ Bíll á skíðum Frægasti bíll í heimi. Þessi glæsilegi bfll hefur oftar en ekki verið nefndur frægasti blll I heimi. Hann er af gerðinni Aston Martin DB5 og var notaður I myndinni Goidfinger. Við gerð myndarinnar höfðu framleiðendur ekki efni á að kaupa bllinn en fengu hann lánaðan gegn þvl að Aston Martin mætti nota hann I kynningarskyni eftir að myndin kæmi út. Bllnum var gjörhreytt og hann fylltur búnaði sem nauðsynlegur var talinn fyrir Bond. M.a. voru settar upp vélbyssur að baki stefnuljósunum sem komu fram þegar ýtt var á takka I mælaborðinu. Skotheld plata sem varði afturrúðuna fyrir kúlnahrlð var sett þannig að hún kæmi upp úr skottinu. Númeraplðturnar voru settar á snúningsás svo óvinirnir gætu ekki lesið á þær. Þá gat blllinn sprautað ollu á veginn til að óvinirnir misstu stjórn á bflum slnum og sérstakur armur var á hlið hans til að sprengja dekk á öðrum bllum. Hér eru enn þá ótalin minni atriöi s.s. sérstakt vopnabúr undir bllstjórasætinu, bllaslmi falinn I bllstjórahurðinni og radar sem gerir ökumanninum kleift að fylgjast með annarri umferð. Sfðast en ekki síst býr bfllinn yfir búnaði sem gerir bllstjóranum mögulegt, með þvf að ýta á takka I glrstönginni, að skjóta farþegasætinu og óæskilegum farþega hátt upp I loft. James Bond hefur ekki verið þekktur fyrir að aka á venjulegum bllum. Þessi sérbúni Aston Martin nýttist honum vel á flótta I Rússlandi. Hann var þeim eiginleikum búinn að sklði komu undan honum þegar vegurinn var háll. Framan af hélt Bond sig mest við nýjustu gerð hvers tlma af Aston Martin en I seinni tlð hefur hann tlð verið að prófa sig áfram með aörar tegundir. Bíll og kafbátur Með þvl að ýta á einn takka hverfa hjólbarðarnir inn I hjólaskálarnar og I stað þeirra koma uggar. Undan stuðaranum að aftan kemur skrúfa og Lotus glæsibifreiðin hefur á augabragði breyst I vel vopnaðan kafbát sem reynist Bond ómetanlegur við að útrýma óvininum og leysa verkefni sitt. Bllinn var vel búinn neðansjávar eldflaugum gegn öðrum kafbátum. Þá gat hann einnig skotið eldflaugum neðansjávar sem skutust upp á yfirboðið og hæfðu skotmörk á þurru landi. Ýmis konar búnaður var I bllnum til að villa um fyrir óvininum. Þunghlaönar fallbyssur voru einnig I bflnum til að nota á þurru land gegn óvinabllum. Siglandi fallbyssa Snekkjan Disco Volante var siglandi virki óþokkans Largo. Á kili snekkjunnar var hleri sem gerði þrjótunum kleift að koma stolnum kjarnorksprengjum óséðum inn I skipið. Þá var innbyggö I snekkjuna 50 feta fallbyssa sem gat skotið sprengjunum. Tæknibrellurnar I kringum Disco Volante þóttu hið mesta þrekvirki á sviði tæknibrella þegar Thunderball var gerð Með þotuhreyfil á herðunum Til þess að flýja óvinina I Thunderball notaði Bond nokkuð óvenjulegt tæki sem ekki hefur sést I Bond mynd slðan. Tækið samanstóð af þotuhreyfli sem spenntur var á bakið eins og bakpoki og með þvl að þrýsta á handfangið tókst hann á loft. Tæki þetta var engin hugarsmtð framleiðanda myndarinnar heldur raunverulegt tæki sem þróað var fyrir bandarlska herinn. Sean Connery var þó ekki treyst til að fljúga með sjálfan sig heldur var alvöru flugmaður fenginn til að leika I atriðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.