Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 5
Astin skammlíf
í sjónvarpi
• Þaö gengur á ýmsu í sápu-
óperum sjónvarpsins; hræði-
legir sjúkdómar herja, fólk
finnur tvíburasystkini sín upp
úr þurru, engir eru vinir í alvör-
unni og skilnaðir eru daglegt
brauð. Biskup nokkur í Bret-
landi hefur fengið nóg af öll-
um þessum skilnuðum og
ákvað að láta til skarar
skríða. Biskupinn heitir Allan
Chester og heldur því fram að
það sé mun meira um skiln-
aði í sjónvarpsþáttum á borð
við Coronation Street og East
Enders heldur en í raunveru-
leikanum. „Mér finnst að höf-
undar þáttanna ættu að
hampa hjónabandinu og lýsa
hamingju hjóna í handritum
sínum og góðum hlutum sem
koma fýrir fólk,“ sagði Allan.
„Það virðist sem eina leiðin til
að halda áhorfinu sé aó láta
fólk skilja sí og æ,“ bætti
hann við. „Þaö væri gleðileg
tilbreyting ef við fengjum að
fylgjast með fólki sem vinnur
úr sfnum málum og kemur
hjónabandinu á réttan kjöl."
Þess vegna er biskupinn svo
hrifinn af hjónakornunum Jack
og Veru úr þáttunum
Coronation Street. „Þau rífast
en þau eru alltaf aó reyna að
leysa vandamálin," útskýrði
hann. Allan sagði einnig að
vissulega væri oft skrifað upp-
byggilega um hjónaskilnaði í
sjónvarpsþáttum og sá sárs-
auki og angist sem fylgir
skilnuðum ofttil umfjöllunar.
Þættirnir Melrose Place sem
sýndir eru í Sjónvarpinu eru
gott dæmi um þátt fullan af
undirferii og hjónaskilnuðum.
Michael skildi við eiginkon-
una Jane og flúði í faðm
Megan en sá svo eftir öllu
og fór aftur til Jane.
Sófar • stólar • svefnsófar
Alma Clara 184.000,- kr.
Sófi og 2 stólar.
höfðatúni 12 105 reykjavík
sími 552 6200 552 5757
gogn
5