Morgunblaðið - 24.11.1999, Side 27

Morgunblaðið - 24.11.1999, Side 27
Vitavörðurinn Fellx Bergsson bendir Arnóri Frey Guðmundssynf á hvernig hægt er að fá að vita ýmlslegt um íþróttir á heimasíðu Vitans. sagt en að viðtökurnar hafi fariö framar öllum vonum." - Hvaða aldurshópur er mest áberandi á heimasíð- unni? „Það eru börn á öllum aldri. Þau eru alveg frá fimm ára og upp í þrettán ára og þau geta alveg stjórnað því eftir hverju þau eru að leita. Unglingarnir eru aó leita eftir félögum og svolítiö að spá í hitt kynið meðan þessi fimm ára eru bara að segja okkur litla og skrýtna brandara og hvað þeim finnst best að borða eða bara til að segja: „Hæ!“. Og svo er allt þarna á milli." GAMAN AÐ VERA VITAVÖRÐUR - En finnurðu ekki svoiítið til þín sem vitavörður? „Jú, ég er mjög ánægður með þennan fína titil. Ekki síst í því Ijósi að vitinn varpar Ijósi og vísar veginn." - Ertu ekki búinn að koma þér upp dágóðu bókasafni til að bera nafn með rentu? Nú skellir vitavöröurinn sér á lær og skellihlær. „Ég veit það nú ekki, en ég tek hlut- verkinu alvarlega engu að síð- ur. Það er mjög gaman hversu krakkarnir eru dugleg að láta okkur vitaverðina vita hvað þeim finnst um þáttinn og nýta sér þá möguleika sem vefurinn býður upp á.“ - En hvernig finnst sjón- varpsmanninum Felix að vera kominn í útvarpið? „Mér finnst það alveg frá- bært. Að vissu leyti er ég í Vitanum allt annar Felix en sá sem krakkarnir þekkja úr tvíeykinu Felix og Gunna í Sjónvarpinu. Ég er að sumu leyti meira ég sjálfur núna og gaman aö finna hvaó krakk- arnir skilja þá breytingu vel. Sonju Guðmundsdóttur finnst skemmtilegast að skoda Brandarabankann á heimasíðu Vitans. Draumurinn er að vera með þátt sem allir geta haft gam- an af, bæði fullorónir og börn. Galdurinn við það er að sýna börnum og hugðarefnum þeirra virðingu og sinna efn- inu af áhuga. Það reynum við Sigríður að gera því viö erum að fjalla um líf barnanna í þáttunum, skólann þeirra, íþróttirnar sem þau stunda, tónlistina sem þau hlusta á og hvað er í boði fyrir börn í menningarlífi landsmanna. Við reynum að hafa þessa umfjöllun á jafnræðisgrund- velli og í rauninni er ég sjálfur að uppgötva svo margt með- an ég geri þættina og vil endilega bjóða krökkunum að taka þátt í þessari uppgötvun með mér.“ frá HAFNARFIRÐI BÆJARLIND 6 200 Sími: 554 6300 Fax: 554 6303 ira.is Á NETINU 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.