Morgunblaðið - 24.11.1999, Síða 46
MIÐVIKUPAGUR
24. nóuember
BtORASIN
GAMAN
Spilavrtið - Casino Royal (’67)
Myndin sem átti að skopast
, að hinum geysivinsæla
' James Bond (Sean Connery)
á sjöunda áratugnum,
(byggð á einu bók Flermings sem
komst ekki í eigu Saltzman/Broccoli)
skaut nánast af sér fótinn. Hlaðin stór-
stjömum, sem eru Ijósu punktar mynd-
arinnar, og 5 (!) leikstjórum. Allt kem-
urfyrir ekki, útkoman vandræðaleg.
■ FIMMTUPAGUR
25. nóvember
BtORASIN
DRAMA
Vegir ástarinnar -
Wings of the Dove (’97)
Kvikmyndagerðarmenn
, sækja sb'ft í smiðju skálds-
ins Henrys James (1834
-1916), með misjöfnum ár-
angri. Góðum (Turn Of the Screw) og
slæmum (Portrait Of a Lady). Að
þessu sinni fellur útkoman þama á
milli. Stórdrama um auð og völd, fá-
tækt og öfund er viðunandi fyrir aug-
að en verður aldrei annað og meira
en sápuópera í dýrum ramma. Helen
Bonham Carter kemur sterkast út af
leikunrnum, aldrei þessu vant.
STOÐ 2
GAMAN
Þetta er yndislegt Irf -
It s a Wonderful Life (’39)
#James Stewart hefur tæp-
ast verið betri en sem
flóttamaður í felum fyrir
lögreglunni í farsa af þeirri
gerð sem kölluð er “screwball”, og
var feykivinsæl á fjórða og fimmta
áratugnum. í þeim rekur hver uppá-
koman aðra, án nokkurra lögmála.
Claudette Colbert leikur konu sem
rænt er af manni grunuðum um morð
(Stewart). Snýst á sveif með ræn-
ingja sínum, enda allt í gamni.
■ FÖSTUDAGUR
26. nóuember
SJONVARPIÐ
#
f
Sannsöguleg kvikmynd um Joseph Merrick og örlög hans. Jos-
eph, sem elnnig var kallaöur John, var með alvarlegan sjúkdóm
sem læknar á Viktoríu-tímabilinu stóöu ráöþrota framml fyrir.
Joseph var undir læknishendi í Lundúnum á síðustu öld og
kynntist þá manngæsku í fyrsta skipti.
uppáhaldsyrkisefni Pythonleikstjórans
Tenys Gilliam, hér sem oftast áður.
GAMAN
Áfram Columbus -
Carry On Columbus (’92)
Staðreyndin er sú að end-
, ursýningar þess lífseiga
langhunds, Áfram -mynd-
anna, er ágætt innlegg í sí-
bylju hversdagsleikans. Grámóska
gærdagsins getur virkað litnkari með
árunum. Reyndar er þessi kapítuli í
slakari kantinum og var saminn
löngu eftir að myndirnar hættu að
koma árvisst fram á sjónarsviðið.
DRAMA
Fílamaðurinn -
The Elephant Man ('80)
Áhrifamikil bíómynd um
, stórmerka ævi John
’ Merricks, sem kallaður var
Fílamaðurinn vegna hrylli-
legs vanskapnaðar. Það sem fólk hélt
að væri skrímsli var viðkvæm, falleg
vera og heiðursmaður sem John Hurt
tekst að lýsa á ógleymanlegan hátt í
erfiðu hlutverki. Sérlega vel tekin af
Freddie Francis sem færir okkur listi-
lega inn í London aldamótaáranna og
ásækin leikstjórn David Lynch og
handrit er hvort tveggja afbragð.
■ LAUGARPAGUR
27. nóuember
GAMAN
Báknið - Brazil (’85)
Hugmyndarik, fyndin framtíð-
, arfantasía sem sver sig í ætt
’ við George Orwell og segir
frá draumum og veruleika
bókara (Jonathan Pryce), sem er of-
hlaðinn störfum. Þarf tvö áhorf til að
njóta almennilega alls þess sem hún
hefur upp á að bjóða og ná fram-
vinduflaumnum. Kúgun stóra bróður er
SJONVARPI
GAMAN
Vitleysingarnir -
Crazy People (’90)
Auglýsingamaður (Dudley
, Moore), hættir að Ijúga að
' fólki og er vistaður í snar-
hasti á geðveikrahæli.
Reynir að ná sér niðri á meðeigand-
anum með geggjuðum auglýsingum
sem vitaskuld vekja umtal og athygli.
Þær eru það eina fyndna auk J.T.
Walsh, í mislukkaðri ádeilu.
STOÐ 2
SPENNA
Maðurinn með járngrímuna -
The Man With the Iron Mask
(’98)
Nýjasta kvikmyndagerð æv-
j intýris Victors Hugo.
W
BfÓRÁSIN
GAMAN
Roxanne (’87)
Einstaklega velheppnuð nú-
k tímagerð sögunnar um að-
' alsmanninn Cyrano de
Bergerac. Steve Martin leik-
ur hinn hugum- og nefstóra nútíma-
riddara af kostgæfni, en sverðaglam-
ur 17du aldar breytist í banvæna
leikni hans með tennisspaða. Líf-
varðasveitin er samansett af fullkom-
lega vanhæfum undirmönnum á
slökkviliðsstöðinni og draumadísin er
ómótstæðileg Darryl Hannah. Brand-
aramir á hverju strái, samtölin fynd-
in, hvergi slegin feilnóta. Mynd með
stórt bein í neflnul
■ SUNNUPAGUR
28. nóuember
STRIÐ
Stríðsherra - Kagemusha (’80)
Eitt síðasta stórvirki meistara
, Akira Kurosawa gefur hans
’ bestu myndum (Sjö hetjur,
Yojimbo, Rashomon), lítið
eftir. Kraftmikið myndmál, þungt og
dramatískt undirspil. Segir frá bragð-
aref (Tatsauya Nakadai), sem fær að
halda lífi gegn því að taka að sér hlut-
verk nýlátins striðsherra, tvífara síns.
SJONVARPIÐ
DRAMA
Davíð konungur -
King David (’85)
Söguleg stómnynd um Davíð
, konung, full af metnaði og
' fögmm fyrirheitum, en hvort
tveggja flækist fyrir Bmce
Beresford. Hér vottar ekki fyrir fmm-
legum vinnubrögðum heldur er sagan
rakin beint úr Ritningunni og erfitt að
sjá tilganginn. Lítur út og virkar eins
og Biblíumyndirnar í “den". Richard
Gere ægilega misráðinn í hlutverk Da-
víðs og birtist vitaskuld ber að ofan.
Nærvera hans er svo ankannaleg að
það veldur óbætanlegu tjóni. Berið
myndina saman við Síöustu freistingu
Krists, og hlæið.
■ MÁNUPAGUR
29. nóvember
FILM NOIR
Blóð og vín -
Blood and Wine (’97)
Nýjasta mynd (og mistök)
, Bobs Rafelsonar er rökkur-
' mynd með Nicholson,
Caine, Judy Davis, Stephen
Dorff og Jennifer Lopes. Magnaður
leikhópur hjálpar upp á sakirnar en
myndin nær sér aldrei vemlega á
strik. Gamli refurinn, hann Michael
Caine, hvað skástur.
■ MIÐVIKUPAGUR
/. desember
STOÐ 2
GAMAN
Stuttur frakki ('93)
Hrakfarir Fransmanns (Je-
j an-Philippe Labadie), sem
' lendir á íslenskum villigöt-
um í stað þess að hlusta á
rjóma íslenskra poppara. Svona tra
lal la. Frakkinn, Elva ðsk Ólafsdóttir,
Laddi og Hjálmar Hjálmarsson
standa sig þolanlega.
BÍÓRÁSIN
PRAMA
Norma Rae (’79)
Sally Field í Óskarsverð-
rSjBpy launahlutverki verkakonu í
wXf vefnaðariðnaði sem kynnist
manni úr verkalýðsfélagi er
vill að verkamennirnir stofni með sér
félag og hún tekur að hjálpa honum.
Ristir ekki djúpt, pólitískt, en er vel
leikið og raunsætt drama og athyglis-
vert í styrkri leikstjóm Martins Ritt. R-
eld sannfærandi í góðu hlutverki,
Ron Leibman við það að ofleika
verkalýðsforkólfinn en. Beau Bridges
traustur sem herra Rae.
46