Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913
274. TBL. 87. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ráðherrafundur WTO í Seattle
Athöfn aflýst
vegna harðra
mótmæla
Seattle. AP, The Washington Post.
SETNINGARATHOFN ráðherra-
fundar aðildarríkja Heimsviðskipta-
stofnunarinnar (WTO) var aflýst í
gær vegna aðgerða þúsunda mótmæl-
enda á götum Seattleborgar. Eftir að
mótmælendur höfðu komið í veg fyrir
að þátttakendur í athöfninni kæmust
að ráðstefnuhöllinni þar sem athöfnin
átti að fara fram var sú ákvörðun tek-
in að fella athöfnina niður. Mótmæl-
endur eru sundurleitur hópur mann-
réttindasamtaka, náttúru- og dýra-
vemdarsinna, trúarhreyfínga og
verkalýðssamtaka sem eiga það sam-
eiginlegt að vera andvígir starfsemi
Heimsviðskiptastofnunarinnar.
Mótmælin ollu umferðartöfum víða
í borginni og þurfti lögregla að beita
táragasi gegn mótmælendum sem
höfðu hlekkjað sig saman og lagst á
götuna til að koma í veg fyrir að þátt-
takendur kæmust leiðar sinnar á
setningarathöfnina. Fjöldi mótmæl-
enda var einnig handtekinn.
Lögregla kom um tíma í gær í veg
fyrir að fréttamenn kæmust inn í ráð-
stefnuhöllina vegna þess að mótmæl-
endum hafði tekist að komast þai' inn
fyrir dyr. Síðar handtók lögreglan
tvær konur og einn karlmann inni í
höllinni. Fólkið hrópaði slagorð gegn
Heimsviðskiptastofnuninni meðan
lögregla færði það burt í handjámum.
Mótmæli urðu einnig í miðborg
Lundúna í gær í tengslum við ráð-
herrafundinn í Seattle. Þar kom til
átaka milli nokkur hundruð mómæl-
enda og lögreglu. Mótmælendur köst-
uðu smáhlutum og kveiktu í
lögreglubíl og hlutu nokkrir minni-
háttar meiðsl í átökunum.
Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna,
tók í gær að nokkru leyti undir mál-
stað mótmælenda er hann sagði að
hann vildi beita sér fyrir því að um-
hverfismál og kjör launþega yrðu á
dagskrá í viðræðunum.
Ver sjávarútvegsstefnu ESB
Franz Fischler, sem fer með land-
búnaðar- og sjávarútvegsmál innan
framkvæmdastjómar Evrópusam-
bandsins, staðhæfði í yfirlýsingu á
mánudag að styrkjum ESB til sjávar-
útvegs væri ætlað að minnka stærð
fiskiskipaflota sambandsins og hindra
ofveiði. Yfirlýsinguna má túlka sem
yiðbrögð við áskorun Bandaríkjanna,
Islands og fleiri ríkja frá því á mánu-
dag um að ríkisstyrkir til sjávarút-
vegs verði aflagðir í heiminum.
Fischler segir að fullyrðingar um
að sjávarútvegsstefna ESB stuðli að
ofveiði séu ekki á rökum reistar og að
umtalsverðum fjármunum sé varið til
að stuðla að vemdun fiskistofna,
fækkun sjómanna og til að minnka
fiskiskipaflota innan sambandsins.
Ný umferðar-
lög í Noregi
Farsím-
ar bann-
aðir við
akstur
Ósló. Morgunblaðið.
NEÐRI deild norska Stór-
þingsins, Odelstinget, hefur
samþykkt ný lög sem banna
ökumönnum að tala í farsíma
meðan bifreið er á ferð, að því
er fram kemur í Aftenposten.
Lögin era sett í kjölfar nokk-
urra alvarlegra umferðar-
óhappa í Noregi sem rakin hafa
verið til þess að ökumenn höfðu
ekki athygli við aksturinn
vegna þess að þefr voru að tala
í farsíma.
Framfaraflokkurinn
einn á móti
Framfaraflokkurinn var eini
flokkurinn á þingi sem greiddi
atkvæði gegn frumvarpinu.
Flokkar sem studdu framvarp-
ið vísuðu til rannsóknar opin-
beraar stofnunar í Noregi sem
sýnir að hætta á slysum eykst
ef ökumenn tala í farsíma með-
an á akstri stendur.
Nýju lögin munu að líkindum
öðlast gildi um næstu áramót.
AP
Andstæðingar frumvarps um kosningarétt kvenna fagna í Kúveit í gær.
Lögðust gegn
kjörgengi kvenna
Kúveitborg. AFP, AP.
LOGGJAFARÞINGIÐ í Kúveit
hafnaði í gær í atkvæðagreiðslu að
veita konum í landinu kjörgengi og
kosningarétt frá og með árinu 2003.
50 þingmenn og 14 ráðherrar í rfkis-
stjórninni, allt karlmenn, greiddu
atkvæði um frumvarp ríkisstjórnar-
innar og voru 32 á móti og þijátíu
með en tveir sátu hjá. Ríkisstjórnin
hefur sagt að hún muni hugsanlega
leggja frumvarpið fram aftur síðar.
Komið hefur á óvart að ýmsir yfir-
lýstir stuðningsmenn frumvarpsins
annað hvort sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna eða greiddu atkvæði
gegn frumvarpinu. Flestir þing-
menn sem styðja ríkisstjórnina og
tilheyra hópi shíta-múslíma í landinu
greiddu atkvæði með frumvarpinu
en heittrúarmenn súnníta og full-
trúar ættbálka á þingi voru á móti.
Nokkur hundruð karlmenn,
margir úr hópi heittrúaðra múslíma,
voru saman komnir við þinghúsið í
gær og fögnuðu ákaft niðurstöðunni.
Konur sem voru á þingpöllum með-
an á atkvæðagreiðslunni stóð lýstu
hins vegar sárum vonbrigðum með
úrslitin. „Þetta eru mikil vonbrigði.
Hræsni sumra þingmanna er ótrú-
leg,“ er haft eftir einni þeirra. Aðrar
konur sem viðstaddar voru hvöttu
konur í landinu til að örvænta ekki
heldur halda áfram baráttu sinni
fyrir pólitískum réttindum.
Emírinn í Kúveit, Sheikh Jaber
al-Ahmad al-Sabah, hefur um hríð
reynt að fá þingið til að samþykkja
að konum í landinu verði veittur
kosningaréttur og kjörgengi. Síðast-
liðið vor gaf hann út tilskipun um að
konur skyldu öðlast slík réttindi frá
og með árinu 2003. Tilskipunin,
ígildi eins konar bráðabirgðalaga,
var gefin út meðan hlé stóð yfir á
þingstörfum vegna kosninga í land-
inu en numin úr gildi þegar þingið
kom aftur saman til fundar í haust.
Samkomulag Breta, Frakka, Þjóðverja
og Itala um varnarstefnu ESB
Tillögur kynntar á leið-
tosfafundi í Helsinki
»rí« AKP
TILKYNNT var í París í gær að
samkomulag hefði náðst milli ríkis-
stjórna Frakklands, Þýskalands,
Bretlands og Ítalíu um tillögur
varðandi fyrirhugaða sameiginlega
varnarstefnu Evrópusambandsins.
Samkomulagið var kynnt í yfir-
lýsingu sem gefin var út vegna
fundar þjóðarleiðtoga Frakklands
og Þýskalands í gær en tillögurnar
munu verða lagðar fram á fundi
leiðtogaráðs ESB í Helsinki 10,-
11. desember næstkomandi.
Samkvæmt tillögunum verða
settar upp sérstakar stofnanir til
að annast mótun og framkvæmd
sameiginlegrar varnarstefnu ESB.
Gert er ráð fyrir að komið verði á
fót 50-60.000 manna hersveitum
sem lúti sjálfstæðri stjórn og geti
verið reiðubúnar til aðgerða á
átakasvæðum á innan við 60 dög-
um frá því fyrirmæli um það ber-
ast. Markmiðið er að Evrópusam-
bandið verði í stakk búið að grípa
til hernaðaraðgerða í álfunni á eig-
in spýtur, án þátttöku Atlantshafs-
bandalagsins.
Litið er á yfirlýsingu Frakka og
Þjóðverja sem framhald hliðstæðr-
ar yfirlýsingar sem gefin var út
eftir fund Tonys Blairs, forsætis-
ráðherra Bretlands, og Jacques
Chiracs, forseta Frakklands, í síð-
ustu viku. I báðum tilvikum er lögð
áhersla á að NATO verði eftir sem
AP
Schröder ávarpaði franska
þingið í gær að loknum fundi
þjóðarleiðtoga Frakka og Þjóð-
verja. Hann er fyrsti kanslarinn
sem hlotnast sá heiður.
áður meginstoð hervarna í álfunni.
í yfirlýsingunni frá því í gær er
ennfremur lagt til að skapað verði
öflugt flugsamgöngu- og flutninga-
kerfi fyrir sameiginlegan herafla
ESB.
Á mánudag lét Gerhard
Schröder, kanslari Þýskalands, svo
um mælt eftir fund sinn með for-
sætisráðherra Noregs, Kjell
Magne Bondevik, að Evrópuríkj-
um sem ættu aðild að NATO en
stæðu utan ESB ætti að standa til
boða að taka þátt í mótun sam-
eiginlegrar varnarstefnu Evrópu-
sambandsins.
Evran féll í kjölfar
ummæla leiðtoganna
Ýmis fleiri mál bar á góma á
fundi þjóðarleiðtoga Frakka og
Þjóðverja í gær. Chirae Frakk-
landsforseti sagði við fréttamenn
að hann væri sannfærður um að
evran ætti eftir að styrkjast gagn-
vart dollar á næstunni vegna hag-
vaxtar í evruríkjunum. Hann sagði
einnig að áhyggjur vegna falls evr-
unnar á mánudag, þegar verð evr-
unnar fór allt niður í 1,0038 dollara
á mörkuðum, væru ástæðulausar.
Schröder sagði við sama tækifæri
að ekki væri þörf á inngripi af
hálfu Evrópska seðlabankans
vegna þess hve gott efnahags-
ástandið væri í þeim ellefu ríkjum
sem aðild eiga að Efnahags- og
myntbandalaginu.
í kjölfar ummæla leiðtoganna
lækkaði gengi evrunnar á markaði
í London.
MORGUNBLAÐIÐ X. DESEMBER1999