Morgunblaðið - 01.12.1999, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FLUGVALLALEYSI á íslandi átti lík-
lega mestan þátt í að forða landinu
frá innrás Þjóðverja árið 1940 en ým-
islegt bendir til þess að hættan sem
vofði yfir Islandi þá hafí verið mun meiri en
menn hafa hingað til ætlað. Hitler vildi sjálfur
hemema Island bæði fyrir og eftir hernám
Breta, en andstaða þýska flughersins fékk hann
að öllum líkindum ofan af því. Þetta kemur
fram í bókinni Bretarnir koma, sem er nýkomin
út í ritröðinni ísland í síðari heimsstyrjöld eftir
Þór Whitehead sagnfræðing.
„Það bendir allt til þess að Hitler hafi hugsað
sér að hertaka ísland með framtíðarmarkmið í
huga. Þetta var ekki bara leikur í því stríði sem
yfir stóð 1940, heldur ætlaði hann að vera á
undan Vesturveldunum að ná landinu á sitt
vald, að því er virðist til frambúðar. Hitler vai'
líklega að hugsa um stríð eftir það stríð sem yfir
stóð 1940,“ segir Þór í samtali við Morgunblað-
ið.
Höfnun beiðni Lufthansa
minnkaði líkur á þýskri innrás
„Hættan sem vofði hér yfir virðist hafa verið
mun meiri en menn hafa hingað til ætlað. Það
virðist helst hafa forðað okkur frá innrás 1940
að hér var ekki til flugvöllur í landinu," segir
Þór. „Hitler þurfti að hafa hér yfirburði í lofti,
eins og í Noregi, til að geta sigrast á breska flot-
anum, en þýski flugherinn beitti sér gegn inn-
rás, þar sem hér voru engir flugvellir og erfitt
eða ómögulegt væri að leggja þá. I mars 1939
hafði þýska ríkisflugfélagið Lufthansa hins
vegar óskað eftir aðstöðu á íslandi fyrir flug yf-
ir Atlantshaf en ríkisstjóm Hermanns Jónas-
sonar hafnaði þessari beiðni. Manni verður auð-
Ný bók um fsland í síðari heimsstyrjöldinni
Hitler^vildi her-
taka Island en
vantaði flugvöll
vitað hugsað til þess að hefðu
Þjóðverjar fengið aðstöðuna í
mars 1939 hefði það ýtt undir
þessar innrásarfyrirætlanir Hit-
lers 1940 - vegna þess að í áætlun
Lufthansa, sem þýski flugherinn
stóð á bak við, var gert ráð fyrir að
leggja flugvelli á íslandi. Það
bendir allt til þess að með því að
hafna þessari beiðni hafi menn um
leið minnkað líkur á því að Þjóð-
veijar gerðu hér innrás," bætir
hann við.
„Þá er þess líka að minnast að
þegar ChurchOl kom hingað í
heimsókn sumarið 1941 hafði hann
orð á því við Hermann Jónasson
að það hefði verið ákaflega
skynsamlegt af Islendingum að hafna beiðni
Lufthansa, vegna þess að að öðrum kosti hefði
verið hætt við því að barist hefði verið um land-
ið. ChurchUl virðist hafa metið
þetta hárrétt."
Villt um fyrir Hitler?
Þó að Þór segist ekki geta full-
yrt neitt um það veltir hann vöng-
um yfir því hvort foringjar í
þýska flughernum hafi vUjandi
gert of mikið úr erfiðleikum á því
að gera hér flugvöll. „Það er ljóst
að flotinn var andvígur þessari
innrásarhugmynd, ekki vegna
þess að hann treysti sér ekki til
þess að taka Island á sitt vald,
heldur fólst vandinn fyrst og
fremst í því að birgja það upp -
Þör Whitehead með öðrum orðum að nýta landið
til hernaðar. Andstaða flotans
spratt fyrst og fremst af því að flotastjórnin gat
ekld séð neinn tUgang í hernámi fyrir sjóhem-
aðinn 1940. Og spumingin er sú hvort flugfor-
ingjar hafi áttað sig á þessu birgðavandamáli en
ekki viljað ræða það við Hitler, heldur gert vilj-
andi mikið úr erfiðleikunum á því að leggja hér
flugvelli tU þess að fá Hitler ofan af innrásar-
hugmyndinni og styðja flotann á þann hátt.“
„Þegar Hitler frétti síðan 1941 að Banda-
menn hefðu lagt flugvelli á íslandi tryUtist hann
og taldi að ráðgjafar sínir hefðu villt um fyrir
sér - það hefði verið hægt að leggja flugvelli
hérna og gera innrás í krafti flughersins 1940
eins og í Noregi,“ segir Þór.
700 íslenskir áhrifamenn
á handtökulista Breta
Ennfremur kemur fram í bókinni að Bretar
hafi fastlega búist við innrás hér sumarið 1940.
Á meðal þeima ráðstafana sem þeir hugðust
grípa til ef hætta væri á því að þýskur her væri
að ganga á land var að handtaka þá menn hér
innanlands sem þeir töldu að myndu veita Þjóð-
verjum lið. Höfðu þeir ski-áð tæplega 700
manns á svokallaðan Z-lista sem þeir ætluðu að
nota í þessum tUgangi. Átti að handtaka um 100
þeirra tafarlaust um leið og viðvörunarmerki
yrði gefið um yfirvofandi innrás og hafði verið
komið upp sérstökum fangabúðum til að taka á
móti föngum. Eintak liggur fyrir af listanum frá
1944 og er hann birtur í heild sinni í bók Þórs.
Á listanum er að finna nöfn fjölmargra
áhrifamanna í stjórnmála-, viðskipta- og menn-
ingarlífi. Má þar nefna Björn Þórðarson for-
sætisráðherra, Bjöm Ólafsson fjármála- og við-
skiptaráðherra, drjúgan hluta þingflokks
sjálfstæðismanna, Gunnar Gunnarsson skáld,
Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmann, Alexander
Jóhannesson háskólarektor og dómkirkju-
prestinn sr. Bjarna Jónsson.
niurgiuiuiauuv mcuuui
Bálhvasst undir Hafnarfjalli
MJÖG hvasst var undir Hafnarfjalli
aðfaranótt þriðjudags. Fór vindur
upp í 38 metra á sekúndu og hafði
hvassviðrið nokkur áhrif á umferð.
Flutningabifreið með tengivagn
fór út af veginum eftir að hafa mætt
bifreið á miðjum veginum og fór of
nálægt vegkanti með þeim afleiðing-
um að ökumaður bifreiðarinnar
missti hana út af veginum. Tengi-
vagninn lagðist á hliðina og hlutust
af smávægilegar skemmdir. Ekki
var unnt að draga flutningabifreið-
ina af vettvangi fyrr en í gærmorg-
un, þegar veðrinu slotaði.
Þá fór sendibifreið einnig út af á
sömu slóðum um nóttina en tjón varð
ekki á henni.
Ríkisendurskoðun hefur metið fjárþörf sjúkrastofnana
Rekstrarhallinn er 3,6
milljarðar á þessu ári
REKSTRARHALLI á sjúkrastofn-
unum á þessu ári er 3,6 milljarðar
kr. samkvæmt greinargerð Ríkis-
endurskoðunar um rekstrarvanda
sjúkrastofnana sem unnin var að
beiðni heilbrigðisráðuneytisins og
fjármálaráðuneytisins.
Jón Kristjánsson, formaður fjár-
laganefndar, segir að af þessari fjár-
hæð hafi þegar verið reiknað með að
bæta við 1,4 milljörðum króna sam-
kvæmt fjáraukalagafrumvarpinu,
sem liggur fyrir Alþingi. „Við erum
því að fjalla um það í fjárlaganefnd
hvernig skuli mæta því sem upp á
vantar en það eru rúmlega 2,1
milljarður króna. Það er ekki búið
að ganga endanlega frá hvernig því
verður mætt,“ sagði Jón.
Stór hluti hallans vegna launa-
hækkana
Að sögn Jóns er fjárlaganefnd að
leita leiða til að ná saman endum í
ár og varðandi rekstrargrunninn
fyrir sjúkrastofnanir á næsta ári í
fjáraukalögum og fjárlögum næsta
árs.
„Þessi hallarekstur er tvíþættur.
Hann er annars vegar vegna aðlög-
unarsamninga og launahækkana á
þessu ári sem eru umfram áætlanir
og í öðru lagi má rekja einn fjórða
hluta þessara hækkana til hækkana
á öðrum þáttum en launum. Hluti af
því eru verðhækkanir og aukið um-
fang, svo sem í lyfjum,“ sagði hann.
Launakostnaður í ár er umtals-
vert hærri en fjárlög gerðu ráð fyr-
ir. Jón sagði að gerðir hefðu verið
aðlögunarsamningar við hjúkrunar-
fræðinga og auk þess verið komið á
svokölluðu framgangskerfi sam-
kvæmt kjarasamningum þeirra.
„Allt þetta hefur kostað allmikla
fjármuni," sagði Jón.
Hann benti á að hér væri um að
ræða alls rúmlega 100 sjúkrastofn-
anir á landinu, þ.e. sjúkrahús,
heilsugæslustöðvar og daggjalda-
stofnanir.
Kolbrún Sverris-
dóttir var valin
kona ársins
NÝTT LIF tilnefndi í
gær Kolbrúnu Sverr-
isdóttur konu ársins
1999. Kolbrún hefur
vakið athygli fyrir öt-
ula baráttu sína fyrir
réttindum sjómanna,
eftir að sambýlismað-
ur hennar og faðir
fórust með skelveiðis-
kipinu Æsu þann 25.
júlí árið 1996 á Arn-
arfirði.
Gullveig Sæmunds-
dóttur afhenti viður-
kenninguna og sagði
að ljóst væri að líf
kvenna hefði breyst
mikið á öldinni. Kon-
ur væru farnar að
láta til sín taka í flestum stéttum
þjóðfélagsins og víða úti á vinnu-
markaði og aldrei áður hefðu jafn
margar konur gegnt ábyrgðar-
stöðum.
En Gullveig sagði að það væri
einnig ástæða til að beina sjónum
að öðrum konum en athafna-
konum, það væri jafnframt stór
hópur kvenna sem ynni störf sín
fjarri kastljósi fjölmiðlanna.
„Kona ársins 1999 er kannski
dæmigerð fyrir allar þessar kon-
ur. Að því leyti mætti segja að
hún sé ekki aðeins kona ársins
1999, jafnvel ekki aðeins kona al-
darinnar, heldur hin dæmigerða
kona íslands. Vegna þess að þetta
er kona sem hefur borið hita og
þunga af lífi fjölskyldunnar í fjar-
veru eiginmanns síns.
í þessu tilviki missti
hún ekki aðeins sam-
býlismann sinn og
föður barnanna
sinna, heldur missti
hún einnig föður
sinn. Hún hefur síðan
þá barist fyrir bætt-
um hag og auknum
réttindum sjómanna
og við erum því stolt
af því að segja, að
kona ársins 1999 á
íslandi er Kolbrún
Sverrisdóttir frá Isa-
firði," sagði Gullveig.
Kolbrún Sverris-
dóttir sagði í samtali
við Morgunblaðið að
þetta hafi auðvitað komið sér á
óvart. „Það á betur við mig að
standa einhversstaðar í framlín-
unni og berjast fyrir einhverjum
réttindum heldur en að taka við
einhverju svona. En ég er nijög
þakklát og finnst þetta mikill
heiður sem mér þykir vænt um,
því þetta er jafnframt viðurkenn-
ing fyrir þá baráttu sem ég hef
staðið fyrir. Og ekki síður fyrir
þá sem hafa stutt mig í baráttunni
og sjómenn yfirleitt,11 sagði Kol-
brún.
I viðurkenningarskyni fékk
Kolbrún málverk eftir listakonuna
Ileklu Björk Guðmundsdóttur, en
að sögn Gullveigar þótti verkið
hæfa vel konu ársins. Listaverkið
heitir „Kindin við sæinn".
Kolbrún Sverris-
dóttir, kona ársins
1999.
Esso hækkar
bensínverð
ESSO hækkar í dag verð á bens-
íni um 90 aura á lítrann. Að sögn
Geirs Magnússonar, forstjóra 01-
íufélagsins hf„ er um að ræða
leiðréttingu vegna hækkunar á
heimsmarkaðsverði og breytinga
á dollar, sem hækkaði úr 221 í
upphafi mánaðarins í 256 nú í lok
mánaðar. Hann segir ómögulegt
að spá fyrir um væntanlega verð-
þróun á bensíni.
Kristinn Björnsson, forstjóri
Skeljungs, segir að hækkanir á
heimsmarkaðsverði sem upp
komu í nóvember hafi heilmikið
að segja fyrir íslensk olíudreif-
ingarfélög, sem alfarið séu háð
erlendum aðföngum. Hann segir
að það sé alveg ljóst að það verði
einnig hækkanir hjá Skeljungi og
að hækka þurfi gasolíu um 1-2
krónur, en bensín eitthvað minna.