Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Líknarstarf undir-
búið á aðventunni
Morgunblaðið/Golli
Aðventan er hafin og þar með undirbúningur jólahátíðarinnar. Einn mikilvægur liður jóla-
undirbúningsins fer fram hjá líknarfélögum landsins.
Reykjavík
AÐVENTAN er hafín og þá
má segja að undirbúningur
jólahátíðarinnar sé einnig
hafinn fyrir alvöru. Þessi
undirbúningur er af ýmsu
tagi og eru viðfangsefnin
ólík eftir aðstæðum. Einn
mikilvægur liður jólaundir-
búningsins fer fram hjá hin-
um mörgu Iíknarfélögum
landsins og hafa þau nú flest
hafist handa, því að mörgu
er að huga í starfi þeirra.
Hjálparstarf kirkjunnar
aðstoðar tvöþúsund
manns fyrir jólin
„Nú stendur yfir aðal-
fjársöfnun Hjálparstarfs
kirkjunnar og á árangri
hennar byggist starf okkar á
næsta ári,“ segir Anna Olafs-
dóttir sem hefur umsjón með
jólasöfnun Hjálparstarfs
kirkjunnar.
Jólasöfnunin er almenn
söfnun og segir Anna pen-
ingana bæði renna til þróun-
ar- og neyðarstarfs erlendis
og til aðstoðar innanlands.
Þetta er stærsta cinstaka
söfnun Hjálparstarfs
kirkjunnar og í henni safnast
um helmingur þeiri'a pen-
inga sem safnast hjá þeim ár-
lega. I fyrra söfnuðust um át-
ján milljónir í jólasöfnuninni
og fór hluti peninganna til
verkefna erlendis, svo sem
byggingar vatnsbrunna,
uppbyggingar skóla og að-
stoðar fólks í neyð.
Innanlandsaðstoð Hjálpar-
starfsins fer fram allt árið en
fyrir jólin er veitt sérstök að-
stoð, í samvinnu við Reykja-
víkurdeild Rauða kross Is-
lands. Fjölskyldum og
einstaklingum sem búa við
bág kjör er gefinn jólamatur
og er tekið við umsóknum
um þá aðstoð dagana 6. til
10. desember. Frá því að tek-
ið er við umsóknum er unnið
við að safna saman mat og er
matarkörfum úthlutað síð-
ustu dagana fyrir jól, eftir
aðstæðum fólks og fjölskyld-
ustærð.
Sjálfboðaliðar, bæði frá
Reykjavíkurdeild RKÍ og
Hjálparstarfi Kirkjunnar,
taka við umsóknum og ganga
frá matnum þegar hann
berst og setja í pakka. í fyrra
komu um 30 sjálfboðaliðar
að starfinu og segir Anna að
öll aðstoð sé vel þegin og
áhugasamir megi gjaman
gefa sig fram á skrifstofu
þeirra.
„í fyrra bárust okkur um
900 umsóknir um aðstoð og
um 2000 manns nutu góðs af
henni, segir Anna, „ég hugsa
að það verði svipað í ár.“
Hún segir að í fyrra hafi
Hjálparstarf kirkjunnar var-
ið um sjö milljónum króna til
innanlandsaðstoðar, þar af
hafí um tveimur og hálfri
milljón verið veitt í aðstoð
fyrir jólin, auk þess sem þau
fái matvæli fyrir um sjö millj-
ónir að gjöf frá matvæla-
framleiðendum og -innflytj-
endum.
Haldið upp á jólin hjá
Hjálpræðishernum
Jólasöfnun Hjálpræðis-
hersins er að fara af stað og
verður byrjað að safna í
potta Hjálpræðishersins, í
miðbænum og í Kringlunni,
innan skamms. Miriam Ósk-
arsdóttir hefur umsjón með
líknarstarfí Hjálpræðishers-
ins fyrir jólin og segir hún
söfnunarkassana kallaða
potta því peningarnir sem
safnist í þá séu aðalega not-
aðir til að kaupa mat.
Hjálpræðisherinn veitir
fólki aðstoð, bæði með mat-
argjöfum fyrir jólin og með
því að bjóða til jólamáltíðar á
aðfangadagskvöld í sam-
vinnu við samtökin Vernd.
Miriam segir að fólk komi
til þeirra, sæki um zs og rétt
fyrir jólin sé gjafakortum í
matvöruverslanir útdeilt til
þeirra sem á þurfi að halda.
Sumir fái einnig matarpakka
og aðrar gjafir sem berast
Hjálpræðishernum á aðvent-
unni og segir hún meira en
tvöhundruð fjölskyldur hafa
notið góðs af slíkum gjöfum
um jólin í fyrra.
Einnig er haldið upp á jól-
in í húsi Hjálpræðishersins á
aðfangadagskvöld með jóla-
máltíð, gjöfum og öllu til-
heyrandi og segir Miriam að
Qöldi þeirra sem þangað
konii fari vaxandi. „Jólahá-
tíðin er haldin í samstarfi við
samtökin Vernd, sem í mörg
ár héldu jól með fyrrverandi
föngum, en fyrir nokkrum
árum var jólahaldi Verndar
og Hjálpræðishersins á að-
fangadagskvöld slegið sam-
an.“
Hún segir að hópurinn sem
þangað komi sé breiður, til
dæmis komi nokkuð af fólki
sem hefur lent í vímuefnum,
einnig einstæðingar og gam-
alt fólk og telur hún að um
hundrað og tuttugu manns
hafí borðað þarna saman á
aðfangadagskvöld í fyrra.
Þar eru meðtaldir sjálfboða-
liðar sem koma til að útbúa
matinn, bera fram og hjálpa
til að öðru leyti. Hún segir
einstaklega þægilegt og af-
slappað andrúmsloft ríkja
hjá þeim um jólin og að þar
sé virkilega gott að vera.
Um fimmtíu sjálfboðaliðar
koma að starfí Hjálpræðis-
hersins fyrir jólin. Þeir að-
stoða við matarúthlutun og
jólaundirbúninginn í húsi
Hjálpræðishersins og einnig
heimsækja þeir eldra fólk og
þá sem kynnu að þurfa á ein-
hverju sérstöku að halda fyr-
ir jólin. Þeir pakka inn jóla-
gjöfum sem berast Hjálp-
ræðishernum og gefnar eru
fólki sem þangað leitar og
einnig útbúa þeir jólaglaðn-
ing sem sendur er í fangels-
in. Miriam segir að allir þeir
sem vilji bjóða fram aðstoð
sína megi gjarnan hafa sam-
band við Hjálpræðisherinn
Sífellt fleiri leita til
Mæðrastyrksnefndar
Mæðrastyrksnefnd er sem
fyrr til húsa að Sólvallagötu
48. Þar er opið allt árið á
miðvikudögum og föstudög-
um frá klukkan tvö til fjögur,
en frá 1. desember og fram
að jólum er opið alla virka
daga frá klukkan tvö til
fimm.
Asgerður J. Flosadóttir er
nýr formaður Mæðrastyrks-
nefndar og segir hún þá sem
telja sig þurfa aðstoð mega
koma til þeirra á Sólvalla-
götuna og leggja inn um-
sókn. Um miðjan desember
er byijað að úthluta, mat,
fötum og jólagjöfum. Um
fimmtán sjálfboðaliðar skipt-
ast á að vera við á Sólvalla-
götunni á aðventunni. Þeir
sjá um að taka við umsókn-
um, útbúa matarpakka og
flokka og úthluta þeim gjöf-
um sem berast.
Mæðrastyrksnefnd fær ár-
lega einnar milljónar króna
styrk frá Reykjavíkurborg
fyrir föstum kostnaði. Sú
fjárhæð sem veitt er í aðstoð
og þær gjafir sem eru gefnar
koma hinsvegar frá einstakl-
ingum og fyrirtækjum sem
gefa peninga, föt, mat, leik-
fón£ og aðrar jólagjafir.
Asgerður segir 1100 fjöl-
skyldur hafa leitað til
mæðrastyrksnefndar í fyrra
sem sé nokkur aukning frá
árinu áður. Hún segir þetta
fyrst og fremst einstæðar
mæður, en einnig sé rnikið
um öryrkja og eldra fólk.
„Ég er hrædd um að það
verði einnig mikið að gera
hjá okkur í ár. Það er þegar
búið að vera töluvert að gera
núna í lok október og í nó-
vember.“ Hún segir auk þess
vitað að það sé stór hópur í
þjóðfélaginu sem þurfi á að-
stoð að halda en leiti ekki eft-
ir henni. Hinsvegar sé gleði-
legj; að margir sem hafi
þegið aðstoð þeirra í gegn
um tíðina komi til þeirra
þegar hagur þeirra hefur
vænkast og gefi sjálfír.
Móðir um niður-
greidda dagvist
Auka
mis-
réttið
Hafnarfjörður
ÞURÝ Axelsdóttir, sem er
giftur námsmaður og móðir
13 mánaða bams, segir að
Hafnarfjarðarbær auki það
misrétti sem verið hafi við lýði
í niðurgreiðslum á dagvist
með samþykkt félagsmála-
ráðs um að auka niðurgi'eiðsl-
ur til foreldra yngri en 18 ára
og til foreldra sem eiga börn
eldri en tveggja ára.
Samþykkt félagsmálaráðs
felur í sér að foreldrar, sem
eru yngri en 18 ára, fái niður-
greiðslur eins og einstæðir
foreldrar, hvort sem þeir eru í
sambúð eða ekki og að for-
eldrar, sem eiga börn eldri en
tveggja ára og eru báðir í
námi, fái sambærilegar niður-
greiðslur á dagvist hjá dag-
mæðrum og væru börn þeirra
í leikskóla. Allir foreldrar
barna eldri en tveggja ára í
Hafnarfirði, sem eiga börn
hjá dagmæðrum, fá um það
bil 11 þúsund króna styrk á
mánuði, miðað við heilsdags-
vist.
Þurý segist telja að það sé
til góða að auka stuðning við
foreldra en með þessu sé mis-
réttið aukið. Hún segist ekki
skilja hvað búi að baki því að
miða við 18 ára aldur foreldra
annars vegar og tveggja ára
aldur barns hins vegar.
„Ég er reiðust yfir því að
Árni Þór Hilmarsson, for-
stöðumaður fjölskyldusviðs
Hafnarfjarðar, segir í Morg-
unblaðinu að það sé verið að
eyða óréttlæti en mér finnst
að það sé verið að auka það
með því að mismuna eftir
fleiri atriðum en áður,“ segir
Þurý, sem er eins og fyrr
sagði námsmaður í hjóna-
bandi með 13 mánaða gamla
dóttur. Hún þarf að greiða
fullt gjald fyrir dagvist hjá
dagmóður þar til barnið nær
tveggja ára aldri.
Þurý varð til þess að vekja
athygli á misrétti í niður-
greiðslum á dagvist til náms-
manna eftir hjúskaparstöðu
og aldri barna í viðtali í Morg-
unblaðinu fyrir nokkrum vik-
um og kvaðst hafa fengið mik-
il viðbrögð við því viðtali og í
kjölfarið hafi fylgt yfirlýsing-
ar frá bænum um að verið
væri að vinna að leiðréttingu.
„Ég skil ekki af hverju þeh*
leiðrétta þetta misrétti
svona,“ segir Þurý.
Viðræður við Vega-
gerð um hávaðavarnir
Garðabær
GARÐABÆR og Vegagerðin
hafa átt viðræður um aðgerð-
ir til hávaðavarna við Hafn-
arfjarðarveg og Reykjanes-
braut. Ingimundur Sig-
urpálsson bæjarstjóri segir
Garðabæ telja að Vegagerðin
eigi að bera kostnað af að-
gerðum en Jón Rögnvalds-
son aðstoðarvegamálastjóri
segir að samkvæmt vegalög-
um beri sveitarstjórnir þann
kostnað sem tilkominn er
vegna þéttbýlis.
Nokkrir íbúar í grennd við
Hafnarfjarðarveg og Reykja-
nesbraut hafa undanfarna
mánuði sent bæjarstjórn
Garðabæjar kvartanir vegna
hávaða frá umferð.
Bæjarstjórnin brást við
með því að óska viðræðna við
Vegagerðina um hávaðavarn-
ir en hvorttveggja Hafnar-
fjarðarvegur og Reykjanes-
braut er þjóðvegur í þéttbýli.
Ingimundur Sigurpálsson
segir að rætt hafi verið við
fulltrúa Vegagerðarinnar og
væntanlega verði framhald á
þeim viðræðum. „Menn eru
með það í huga að finna ein-
hverjar lausnir, sem yrðu
kannski á kostnað Vegagerð-
arinnar. Við lítum svo á að
reglur um hávaðatakmarkan-
ir séu komnar frá ríkinu og
ríkið beri ábyrgð að því leyti
gagnvart þeim stofnunum
sem undir það heyra. Reglu-
rnar eru tiltölulega nýjar og
menn eru með nýjar viðmið-
anir í þessum efnum.“
Ingimundur sagði að eng-
ar patentalausnir væru til á
þessu máli. Einn möguleiki
sem hefði komið til tals væri
að sett yrði þrefalt gler í
glugga húsa þar sem hávaði
er umfram mörk. Reykjavík-
urborg hefur styrkt húseig-
endur til slíkra aðgerða og
annarra úrbóta á gluggum en
Ingimundur sagði engar
ákvarðanir hafa verið teknar
í Garðabæ um að skapa slíkt
fordæmi í þessu máli. Annar
möguleiki er t.d. að reisa
hljóðmanir.
Ingimundur sagði að við-
ræðum við Vegagerðina yrði
haldið áfram og bærinn
mundi reyna að þoka málinu
áfram á þeim vettvangi.
Vegalög
Jón Rögnvaldsson aðstoð-
arvegamálastjóri sagði að
Garðabær hefði sett upp háv-
aðavörn meðfram Reykjan-
esbraut á síðasta ári. „Við
höfum haldið því fram að þar
sem byggð er skipulögð upp
að vegi eftir að hann er lagð-
ur beri viðkomandi sveitarfé-
lag alla ábyrgð á þessum
málum. Það er mjög tak-
markað í vegalögum hvað
Vegagerðin á að kosta af að-
gerðum; talin upp nokkur at-
riði í því sambandi. 1 20.
grein laganna segir að þann
kostnað, sem sérstaklega er
til kominn vegna þéttbýlis,
svo sem holræsi, færslur á
lögnum, gangstíga og því um
líkt,. skuli viðkomandi sveit-
arfélag greiða. Það er að vísu
ekki talað þarna um hávaða-
girðingar en við höfum litið
svo á að þetta væri sérstak-
lega vegna þéttbýlisins og
ætti að falla á sveitarfélagið.
Ef hins vegar væri um það að
ræða að nýr vegur kæmi þar
sem byggð er fyrir lítum við
svo á að það mundi horfa
öðru vísi við; þá væri eðlilegt
að veghaldari ætti að greiða
kostnað," sagði Jón. „Hins
vegar eru vafalaust mörg grá
svæði.“
Það hvort Vegagerðin væri
til tals um að taka þátt í
kostnaði við þrefalt gler og
endurbætur á gluggum sagði
Jón órætt mál innan stofnun-
arinnar. „Ég reikna með að
við teldum að það væri mjög
langsótt að Vegagerðin stæði
að því ein en það þyrfti að
meta það hvort ástæða væri
til að hún tæki þátt í kostn-
aði. Það hefur ekki verið
gert, ég tek það fram,“ sagði
hann.