Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 33
Ástir og ör-
lög á fyrri tíð
BÆKUR
Þj6ð1egur fróðleikur
SAGNAÞÆTTIR
eftir Tómas Guðmundsson. Guð-
mundur Andri Thorsson valdi. 288
bls. Mál og menning. Prentun: AiT
Falun, Svíþjóð. Reykjavík, 1999.
MANNLÍFSMYNDIR og örlaga-
sögur úr gamla tímanum, sem Tóm-
as Guðmundsson tók saman á sínum
tíma, eru komnar út að nýju. Fróð-
legt verður að komast að raun um
hvort þær munu nú vekja sams kon-
ar áhuga sem forðum. Þegar Tómas
var að senda þetta frá sér var þorri
lesenda fæddur og uppalinn í sveit
og átti því auðvelt með að setja sig í
spor þeirra sem arkað höfðu um
grundir í gamla tímanum.
Heimildir hefur Tómas vafalaust
fengið úr ýmsum áttum, en mest
prentaðar. Hann tók einkum fyrir
persónur sem höfðu komist á bækur
einhverra hluta vegna og þjóðin
geymdi í minni. Svo er t.d. um skáld-
konurnar, Látra-Björgu og Skáld-
Rósu. Hinn fyrrnefnda var uppi á 18.
öld, hin síðarnefna á 19. öld. Margt
hefur verið um þær skráð sem Tóm-
as heíúr getað stuðst við. Vísur og
kvæðabrot, sem þær létu eftir sig,
hafa lifað á vörum þjóðarinnar. Báð-
ar voru konur þessar kunnar að
frjálslegu líferni sem vakti daufa
hrifning með samtíðinni en nútíminn
kann líkiega betur að meta. Af því
takmarkaða efni, sem þær létu eftir
sig, má ráða að þær hafi verið hin
ágætustu skáld. Látra-Björg var
hrakninsmanneskja og úthúðaði
vondum sveitum líkt og Bólu-Hjálm-
ar síðar. Rósa varð ástkona ungs
embættismanns og mærði hann í
ljóði. En hún var ekki af nógu góðu
standi til að hann tæki hana sér til
eiginorðs. Síðar tókust ástir með
henni og Natani Ketilssyni. Og það
eitt hefði nægt til að halda frægð
hennar á lofti vegna þeirra hrika-
legu atburða sem nafni hans tengj-
ast. Leiðrétta ber það sem skrifað
stendur að hún hafi verið jarðsett á
Stóranúpi. Hið rétta er að bein
hennar hvíla í Efranúps kirkjugarði.
Þarna er og þáttur af Guðnýju
Jónsdóttur frá Klömbrum sem Tóm-
as Sæmundsson skrifaði um í Fjölni.
Guðný var gædd ótvíræðri skáld-
gáfu en líktist ekki hinum tveim og
hefur ekki hlotið viðurkenning til
jafns við þær. Eiginmaðurinn,
djákni og síðar prestur, hljóp frá
henni og bakaði það henni þvflíka
sorg og beiskju að hún lést skömmu
síðar. Eða eins og skráð var í kirkju-
bókina: „Dó af sjúkdómi, orsökuðum
af skilnaðargremjunni.“
Guðný var fínleg kona og við-
kvæm. Og ekki storkaði hún al-
menningsálitinu með frjálsræði líkt
og hinai- tvær. Því verr þoldi hún
niðurlæging þá sem hún taldi sig
verða fyrir. En þess háttar fram-
koma af kirkjunnar þjóni gat talist
til einsdæma nánast á fyrri hluta 19.
aldar. Prestinum, sem fór frá henni
og kvæntist aftur þegar að henni lát-
inni, vora ekki heldur vandaðar
kveðjurnar. En hann virðist lítt hafa
látið það á sig fá.
Rómantíska stefnan, sem gagntók
tilfinningalíf unga fólksins á 19. öld,
höfðaði sannarlega sterkt til þeirra
sem báru ástarsorg í hjarta. Eitt-
hvert allra skýrasta dæmi þess er
saga Tryggva Jónssonar og Höllu
Pálsdóttur. Tryggvi var frá Húsa-
felli en Halla, sem komin var austan
af Rangái-völlum, var vinnukona
séra Guðmundar í Reykholti.
Tryggvi varð svo hugfanginn af
stúlkunni strax við fyrstu sýn að
hann falaðist þegar í stað eftir
vinnumennsku á prestsetrinu. Var
það auðsótt mál því Tryggva var
margt til lista lagt. Hann var t.d.
prýðilega lagtækur. Af þeim sökum
var honum fljótlega falið að aðstoða
við smíði nýrrar kirkju þar á staðn-
um. Og forsöngvari varð hann þar
einnig þótt ungur væri.
Er ekki að orðlengja að ástareld-
urinn brann því heitar því lengur
sem Tryggvi var samvistum við sína
heittelskuðu. Aður en langt um leið
taldi hann sig hafa vissu fyrir að hún
væri sama sinnis. Löngu síðar lýsti
Tryggvi sjálfum sér svo að hann
hefði verið „fram úr hófi viðkvæmur,
draumlyndur og veikur fyrir á
í TILEFNI af ári aldraðra sýnir
Guðrún Geii'dal, 88 ára gömul, ný og
eldri bútasaumsverk í Listahorninu,
Kh'kjubraut 3, Akranesi.
Guðrún Geirdal er fædd árið 1911
á Akranesi, hún er mikil hannyrða-
kona og síðustu 10 árin hefur hún
margan hátt.“ Þrátt fyrir það má
vera að þau Halla hefðu endað í far-
sælu hjónabandi ef svo hefði ekki
viljað til að hún var þegar búin að
heita öðrum manni eiginorði. Og fáir
léku sér að því að bregða heiti í þá
daga. Halla giftist, eignaðist börn og
buru og bjó lengi rausnarbúi uppi í
Reykholtsdal. A sama tíma losnaði
um Tryggva. Hann hvarf til Vestur-
heims þar sem honum varð þó aldrei
neitt við hendur fast. Og þannig liðu
næstu fimmtíu árin. En margur á sín
lengi að bíða. A gamals aldri hvarf
hann aftur heim til átthaganna, gekk
rakleitt á fund sinnar heittelskuðu
sem þá var nýorðin ekkja. Og þá var
þráðurinn tekinn upp eins og ekkert
hefði í skorist. Þau urðu hjón og
unnust vel en - ekki lengi!
Orsakir þess að Tryggva vegnaði
ekki betur en raun bar vitni mátti
rekja til upplags og skapferlis. Hann
var haldinn óþreyju og eirðarleysi
auk þess sem hann var langtímum
saman bagaður af þunglyndi. Ef til
vill mátti kenna það til einhvers kon-
ar listamannseðlis. Og gleymd væri
þessi rómantíska ástarsaga ef hann
hefði ekki að lokum tekið að færa í
letur endurminningar sínar. Ævi-
sögu þá, sem hann lét eftir sig,
nefndi hann Arblik og aftanskin.
Þáttur Tómasar er að verulegu leyti
saminn eftir henni. Enda fáum öðr-
um heimildum til að dreifa.
Ævisögu Tryggva var ekki mikill
gaumur gefinn á sínum tíma. Róm-
antísk tilfinningasemi var þá löngu
komin úr móð. Árblik og aftanskin
býr þó yfir merkilegri sjálfslýsingu.
Því er ósennilegt að þau verði örlög
hennar að falla í gleymsku.
Þó þættir þessir, en þeir eru alls
tíu talsins, byggist ekki mikið á
grunnrannsóknum og séu upphaf-
lega skrifaðir sem afþreyingarefni
eru þeir hin tilvaldasta lesning.
Tómas Guðmundsson var ekki að-
eins það ljóðskáld sem þjóðin þekk-
ir. Hann var ekki síður snjall lausa-
málshöfundur. Inngangsorð þau,
sem hann skrifar fyrir hverjum
þætti, bera þess glöggt vitni. Hann
var líka skyggn á frumkrafta þá sem
togast á í mannlífinu. Þetta er al-
þýðlegur fróðleikur eins og hann
gerist bestur.
lagt stund á bútasaum. Tók hún m.a.
þátt í bútasaumssamsýningu níu
kvenna sem haldin var árið 1993 í
Safnaðarheimilinu Vinaminni á
Akranesi.
Sýningin er opin virka daga kl. 11-
17.
Erlendur Jónsson
Btítasaumsverk í Lista-
horninu á Akranesi
Hanna Björk
syngur
í Hafnarborg
Einsöngstón-
leikar Hönnu
Bjarkar Guð-
jónsdóttui'
sópransöng-
konu verða í
Hafnarborg í
kvöld, miðviku-
dagskvöld,
kl.20:30. Undir-
leikari á píanó
er Claudio
Rizzi.
Flutt verða
ljóð eftir Karl
Runólfsson,
Sigfús Einars-
son, Jón Þórar-
insson, E.Grieg,
W.A.Mozart og R.Quilter og arí-
ur eftir Lehar, G.Puccini,
Dvorzak og Bizet.
Hanna Björk Guðjónsdóttir út-
skrifaðist með 8. stig frá Söng-
skólanum í Reykjavík vorið 1992.
Aðalkennari hennar þar var Elín
Ósk Óskarsdóttir. Hún stundaði
framhaldsnám í London. Eftir að
heim var komið
var hún tvo
vetur í áfram-
haldandi
söngnámi hjá
Rut Magnús-
son. Hanna
Björk hefur
komið víða
fram sem ein-
söngvari.
Claudio Rizzi
lauk námi i
orgelleik og
orgeltónsmíð-
um frá A. Steff-
ani í Castalfra-
nco Veneto hjá
Amedeo Aroma.
Hann hefur sótt alþjóðleg nám-
skeið í orgel- og semballeik.
Hann hefur unnið með ýmsum
hljómsveitum, m.a. kammersveit
Teatro Accademico í Castelfra-
nco Veneto og kammersveitinni í
Belluno. Ciaudio hefur verið
píanöleikari með Kór íslensku
óperunnar frá því haustið 1997.
Hanna Björk
Guðjónsdóttir
Hitablásarar
ÞÓR HF
Reykjavík - Akureyri
Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070