Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 42
4
!
li
Landvernd sem virkur
samráðsvettvangur
GREIN Siglaugs
Brynleifssonar í Morg-
unblaðinu 24. nóvem-
ber sl. gefur ástæður
til að ætla að þörf sé
fyrir að kynna betur
þau áform stjórnvalda
að gera rammaáætlun
um nýtingu vatnsafls
og jarðvarma. Jafn-
framt er ástæða til að
lýsa stuttlega hvaða
hlutverki Landvernd
er ætlað að gegna í því
starfi. Landvemd er
bæði ljúft og skylt að
veita sem bestar upp-
lýsingar um hvort
tveggja.
Stjórnvöld hafa skipað 15 manna
verkefnisstjórn undir forustu Svein-
björns Björnssonar fyri-verandi há-
skólarektors, til að vinna tillögur að
ofangreindri áætlun. Með verkefnis-
stjórn munu starfa um 40 sérfræð-
ingar í 4 faghópum. Viðfangsefni
þessa stóra hóps er að meta hinar
fjölmörgu hugmyndir sem eru til
eða munu koma fram á næstu árum
um nýtingu vatnsafls og jarðvarma
sem orkugjafa.Virkjunarhugmynd-
irnar verða metnar með tilliti til
hagkvæmni og þeirra áhrifa sem lík-
legt er talið að þær muni hafa á nátt-
úru, minjar, útivist, hlunnindi, at-
vinnulíf og byggða-
þróun. Við skipulag og
undirbúning þessa
verkefnis hefur verið
stuðst við reynslu
Norðmanna.
Erfitt er að lýsa ná-
kvæmlega tilhögun
þessarar vinnu í stuttri
blaðagrein. í stuttu
máli felst hún í því að
skýrslur um einstaka
virkjunarhugmyndir
verða lagðar fyrir fag-
hópana fjóra. Hver
hópur gefur hverjum
kosti einkunn á sínu
sérsviði. Einkunnir og
mat grundvallast á vel skilgreindum
aðferðum og faglegri þekkingu, en
ekki hagsmunum. Matsniðurstaða
faghópanna verður lögð fyrir verk-
efnisstjórn sem gera mun tillögu um
flokkun virkjunarhugmynda eftir
því hversu fýsilegar þær þykja. Að
því loknu fer tillaga verkefnisstjórn-
ar um röðun virkjunarhugmynda
fyrir stjórnvöld til ákvörðunar. I
starfslýsingu segir að iðnaðarráð-
herra og umhverfisráðherra muni
eiga samstarf við gerð áætlunarinn-
ar. Það er skynsamlegt þar sem hér
er ekki aðeins um orkumál að ræða
heldur einnig skipulagsmál og nátt-
úruvernd.
Hálendismál
Landvernd mun beita
sér fyrir því að þátttaka
almennings verði víð-
tæk, segir Jón Helga-
son, og rökstuddar
ábendingar verði teknar
til ítarlegrar athugunar.
Til að stuðla að því að þessi vinna
njóti trausts í samfélaginu þótti eðli-
legt og nauðsynlegt að veita almenn-
ingi sem víðtækastan aðgang að
henni. Þess vegna leituðu stjórnvöld
til landgræðslu- og náttúruverndar-
samtakanna Landverndar og ósk-
uðu eftir því að samtökin önnuðust
samráðsvettvang fyrir almenning. Á
þeim vettvangi á allur almenningur
að hafa greiðan aðgang að vinnu fag-
hópa og verkefnisstjórnar. Tilgang-
urinn er bæði að uppfylla kröfur um
virkt lýðræði og aðgang að upplýs-
ingum, en jafnframt að nýta þá víð-
tæku þekkingu um þessi mál sem er
fyrir hendi víða í samfélaginu.
Til að stuðla að framangreindu
samráði hefur verið opnuð sérstök
Jón Helgason
heimasíða [www.landvemd.is/natt-
uruafl] og fyrsti kynningarfundur
hefur verið haldinn. Á heimasíðunni
er og verður að finna helstu skýrslur
og greinargerðir sem unnið er með.
Þar verða einnig fréttir um helstu
viðburði og fundargerðir verkefnis-
stjórnar. Fleiri kynningarfundir
verða haldnir og heimasíðan mun
vaxa af efni eftir því sem fram líða
stundir.
Verkefnisstjórn stefnir að því að
kynna niðurstöður um röðun fyrstu
25 virkjunarhugmyndanna síðla árs
2002. Alls er áætlað að um 100 hug-
myndir verði skoðaðar með þessum
hætti. Verkefnið mun því eflaust
taka mörg ár. I raun lýkur því
aldrei, því að áætlun af þessu tagi
mun, eðli málsins samkvæmt, verða
í sífelldri endurskoðun eftir því sem
þekking, aðstæður og viðhorf í sam-
félaginu breytast.
Nýting orkulindanna til raf-
magnsframleiðslu hefur skilað þjóð-
arbúinu mikilsverðri lífskjarabót á
þessari öld. Á síðustu árum hafa ým-
is ný sjónarmið komið fram sem
benda til þess að í framtíðinni þurfi
við frekari virkjun orkulinda lands-
ins að taka tillit til fjölmargra þátta
sem ekki hafa vegið þungt við
ákvarðanatöku hingað til. Þau
vinnubrögð sem að ofan er lýst
munu vonandi stuðla að því að það
takist með skynsamlegum og lýð-
ræðislegum hætti. Landvernd mun
beita sér fyrir því að þátttaka al-
mennings verði víðtæk og að rökst-
uddar ábendingar verði teknar til ít-
arlegrar athugunar.
Höfundur er formaður
Landvemdar.
Á leið inn í
framtíðarlandið
HVAÐAN komum
við? Hvert förum við?
Til hvers lifum við?
Hvað skiptir máli í líf-
inu oghvað skiptir ekki
máli? í hverju felst gott
líf? Stórt er spurt.
Stundum er fátt um
svör en spurningamar
búa með okkur og við
mætum þeim á einn
eða annan hátt á lífs-
göngunni og sumum
erum við daglega að
svara með hegðun okk-
ar og ákvörðunum.
Eg rakst á þessar
spurningar á prenti í
bók sem borin var heim
til mín af sóknarbarni í kirkjunni
minni, Grafarvogskirkju. Bókin heit-
ir Framtíðarlandið og er gjöf til sona
Bókaútgáfa
Ég hlakka til þess að
setjast niður með strák-
unum mínum, segir
Adda Steina Björns-
dóttir, og lesa þessar
sögur.
minna tveggja frá kirkjunni. í henni
er að finna þrjátíu og níu stuttar sög-
ur, fagurlega myndskiæyttar af ís-
lenskum og norrænum listamönn-
um. I bréfi með bókinni vorum við
foreldrarnir hvött til að lesa hana
með börnum okkar. Með því móti
verður bókin nokkurs konar jóla-
dagatal fyrir alla fjölskylduna sem
hefst 1. desember en lýkur ekki fyrr
en á þrettándanum.
Spurningarnar sem ég taldi upp
áðan eru í formála að bókinni. Þær
minna okkur á hvers virði lífið er og
mikilvægi þess að vera vel nestaður
þegar við göngum til móts við nýja
öld. Framtíðin er leyndardómur en
við höfum fengið í arf margt sem get-
ur hjálpað okkur að mæta þeim
leyndardómi.
Sögurnar í bókinni segja frá þeim
arfi. Þær eru komnar
víða að, sumar eru kafl-
ar úr barnabókum, aðr-
ar samdar sérstaklega
fyrir þessa bók og enn
aðrar eru endursögn á
Biblíusögum. Allar
eiga þær það sameigin-
legt að miðla á ein-
hvem hátt boðskapn-
um um trú, von og
kærleika.
Bókin Framtíðar-
landið er samstarf-
sverkefni kirkna á
Norðurlöndum og hér á
landi verður hún gefin
á um það bil tuttugu
þúsund heimili, þar
sem börn eru á aldrinum fjögurra til
tíu ára. Gjöfin er gefin í tilefni af þús-
und ára kristni á íslandi og tvö þús-
und ára ártíð kristni. Það eru söfnuð-
ir kirkjunnar sem kaupa bækurnar
og dreifa til sinna sóknarbama og
taka velflestir söfnuðir þjóðkir-
kjunnar þátt í þessu átaki.
Höfundar sagna eru margir vel
þekktir, Astrid Lindgren, Tove
Jansson, H.C. Andersen, Sören
Kirkegaard og fleiri. Fulltrúai- ís-
lands í þessari samnorrænu útgáfu
em Vilborg Dagbjartsdóttir, Elín
Jóhannsdóttir og Rannveig Löve. ís-
lenskir myndlistarmenn sem tóku
þátt í verkefninu em Brian Pilking-
ton, Þorgerður Sigurðardóttir, Halla
Sólveig Þorgeirsdóttir og Gunnar
Karlsson.
Ég hlakka til þess að setjast niður
með strákunum mínum og lesa þess-
ar sögur. Hlakka til að heyra athuga-
semdir þeirra um engla og stjörnur,
tíma, eilífð og skrítið fólk sem gleym-
ir jólunum. En mest af öllu hlakka ég
til þess að hafa góða ástæðu til að
taka mér hvíld frá daglegu amstri,
hvfld frá jólastressi, áramótaæsingi
og tiltekt eftir hátíðarnar og eiga
góða stund með drengjunum við að
ræða um það sem skiptir máli í lífínu.
Eg hvet alla foreldra sem hafa fengið
þessa bók til að lesa hana með börn-
um sínum og nýta efni hennar sem
veganesti inn í nýja öld.
Ilöfundur er guðfræðingur og sókn-
arbarn i Grafarvogi.
Adda Steina
Björnsdóttir
BRIDS
U iii s j o ii r Arnðr G .
Ragnarsson
Bridsfélagið Muninn
Sandgerði
NÚ ER aðeins ein umferð í
haustsveitakeppni félagsins og er
staða efstu sveita þessi eftir 6 um-
ferðir:
Sveit Karls G. Karlssonar 115 stig
Sveit Garðars Garðarssonar 107 stig
Sveit Sigurðar Albertssonar 90 stig
Sveit Guðjóns Óskarssonar 90 stig
Sveit Ævars Jónassonar 90 stig
Síðasta umferðin verður spiluð miðviku-
daginn 1. des. kl. 19.30 og má þess geta
að sveit Garðars spilar við sveit Guðjóns
og sveit Sigurðar við sveit Ævars.
Hraðsveitakeppni félnmagsins hefst mið-
vikudaginn 8. des. Ahorfendur eru vel-
komnir og spilarar sem eru í felum, farið
nú að láta sjá ykkur. P.s. alltaf heitt á
könnunni.
Anna Ivarsdóttir og Guðrún
Óskarsdóttir Islandsmeistar-
ar kvenna í tvímenningi
íslandsmót kvenna í tvímenningi var
spilað um helgina, með þátttöku 18 para.
Anna ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir
tóku snemma forystuna, en Bryndís Þor-
steinsdóttir og Guðrún Jóhannesdóttir
voru nálægt því að hrifsa fyrsta sætið í
síðustu umferðinni.
Lokastaðan:
Anna Ivarsdóttir - Guðrún
Óskarsdóttir 95
Bryndís Þorsteinsdóttir - Guðrún
Jóhannesdóttir 92
Hjördís Sigurjónsdóttir - Ragnheiður
Nielsen 73
Ragnheiður Haraldsdóttir - Una
Sveinsdóttir 63
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Þriðjudaginn 23. nóvember var spilað-
ur eins kvölds Mitchell-tvímenningur
með þátttöku 22 para og urðu úrslit þessi
í N/S:
Jón Stefánsson - Sæmundur
Björnsson 279
Lárus Hermannss. - Þorleifur
Þórarinss. 246
Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss.
246
Hæsta skor í A/V:
Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss
248
Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Árnason
243
Albert Þorsteinsson - Björn Ámason
237
Föstudaginn 19. nóv. spiluðu 19 pör og
þá urðu úrslit þessi í N/S:
Sæmundur Björnsson - Ólafur
Lárusson 252
Fróði Pálsson - Þorleifur
Þórarinsson 238
Eysteinn Einarsson - Magnús
Halldórsson 221
Hæsta skor í A/V:
Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn
Davíðsson 250
Rafn Kristjánsson - Oliver
Kristófersson 240
Ingiríður Jónsdóttir - Heiður
Gestsdóttir 234
Meðalskor var 216 báða dagana.
Bridsfélag Suðurnesja
SVEITAROKK stendur sem hæst og
er lokið 9 umferðum af 15. Staða efstu
para er þessi:
Birkir Jónsson - Guðjón Jenssen 163
Gunnar Guðbjörnsson - Kjartan
Ólason 1163
Garðar Garðarsson - Óli Þór
Kjartansson 11153
Karl G. Karlsson - Gunnlaugur
Sævarsson _ 152
Ragnar Ö. Jónsson - Grethe Íversenl41
Næstu þrjár umferðir verða spilaðar á
mánudaginn kemur i félagsheimilinu við
Sandgerðisveg.
Bridsfélag Hreyfils
Sveitin Vinir sigraði í aðalsveita-
keppni félagsins sem lauk sl. mánudags-
kvöld. Sveitin tapaði ekki leik, vann 9 og
gerði 2 jafntefli. Lokastaða efstu sveita:
Vinir 226
Jóhannes Eiríksson 199
Friðbjörn Guðmundsson 191
Rúnar Gunnarsson 187
Sigurður Ólafsson 187
Aðaltvímenningur félagsins hefst nk.
mánudagskvöld. Spilað er í Hreyfilshús-
inu við Grensásveg.
Aðaltvímenningur félagsins hefst nk.
mánudagskvöld. Spilað er í Hreyfilshús-
inu við Grensásveg.
| Finn ekh
[56
Finn ekkert fyrir liðagigt
-1-
Bætt vellíðan!
)
9.990,-
Hageauk d. Exit
Þráðlaus DECT simi
ásamt Exit borð/veggsima'
Hagenuk Home Handy Clue DECT
Vandaðurþráðlaus sími m/skjá
Endurvalsminnifyrirs númer
Skammvalsminnifyrino número.fl.
TeliaExit
Endurval
Skammvalsminni
fyrino número.fl.
'GildirtUjólaá
meðan birgðir
endast
ísl. leiðarvísirfylgir
www.simi.is
/simar
SÍMINN
Þjónustumiðstöðvar Símans
um land allt
L
I