Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 48
£8 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BALDUR MÖLLER + Baldur Möller, fv. ráðuneytis- sljóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu, fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1914. Hann lést á Landsspítalanum þriðjudaginn 23. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jakob Ragnar Vaidimar Möller, al- 'V þm. og ráðh., f. 12.7. 1880, d. 5.11. 1955, og k.h., Þóra Guðrún Þórðardóttir Guð- johnsen, f. 9.11. 1887, d. 25.5. 1922. Systkini Baldurs: Gunnar Jens, f. 30.11. 1911, d. 6.6. 1988, hæstaréttarlögmaður og fram- kvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur, kvæntur Ágústu Sig- ríði Johnsen; Ingólfur, f. 13.2. 1913, d. 1.3. 1997, skipstjóri og deildarstjóri hjá Eimskipafélagi Islands, kvæntur Brynhildi Skúla- dóttur; Þórður, f. 13.1.1917, d. 2.8. 1975, yfirlæknir við Kleppsspítala, kvæntur Kristfnu Magnúsdóttur. Systir þeirra samfeðra, dóttir Ja- »kobs og Elínar Einarsdóttur, hjúkrunarkonu, er Helga Möller Thors, f. 18.2. 1924, gift Thor R. Thors. Baldur kvæntist 16.6. 1949 Sigrúnu Markúsdóttur, f. 5. desember 1921. For- eldrar Sigrúnar voru Markús Kr. Ivarsson, járnsmíðameistari og forstjóri Héðins, og kona hans, Kristín Andrésdóttir. Synir Baldurs og Sigrúnar: Markús Kristinn, f. 28.5. 1952, kvæntur Júlíu Guðrúnu Ing- varsdóttur; Jakob, f. 25.5. 1953, kvæntur Sigrúnu Snævarr. Börn Markúsar og Júlíu eru Baldur Helgi, f. 14.9. 1980, Sigríður Margrét, f. 10.12. 1981, og Ingvar Rúnar, f. 12.4. 1985. Börn Jakobs og Sigrúnar eru Sunna Dóra, f. 28.5. 1975, í sam- búð með Bolla Pétri Bollasyrii; Kristín Þóra, f. 25.5.1980, og Ami Baldur, f. 19.3. 1982. Barn Sunnu er Jakob Þór, f. 20.12.1994. Baldur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1933 og lauk lagaprófi frá Háskóla Islands 1941. Hann var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1941-45 og varð héraðsdómslögmaður 1945. Hann var sendiráðsritari í Kaupmannahöfn 1945-46 og ritari samninganefndar íslands í samn- ingum vegna sambandsslitanna við Danmörku 1945. Baldur var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráð- uneytinu 1946-55 og ritari Is- landsdeildar norrænu nefndanna um löggjafarsamvinnu 1947. Hann var deildarstjóri í dóms- og kirkju- málai'áðuneytinu 1956-61 og ráðuneytissljóri 1961-1984. Bald- ur var í stjóm Islandsdeildar emb- ættismannasambands Norður- landa 1952-79, formaður 1971-78, í stjórn BSRB 1954-58 og varafor- maður 1956-58. Hann var í samn- inganefnd rikisins í launamálum 1963-73 og í kjaranefnd 1974-77. Baldur var skákmeistari Islands 1938, 1941, 1943, 1947, 1948 og 1950 og tefldi á fjölmörgum skák- mótum erlendis. Hann var skák- meistari Norðurlanda 1948 og 1950 og heiðursfélagi Skáksam- bands íslands 1975. Baldur keppti á námsámm í knattspyrnu með Víkingi og spretthlaupum með Ár- manni. Hann var í sljórn Iþrótta- bandalags Reykjavíkur 1944-67, að undanteknu 1945, lengst af varaformaður en formaður 1962- 67. Hann sat á háskólaárunum í stúdentaráði og var meðal stofn- enda Vöku 1935. Útför Baldurs fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Ein fegurstu eftirmæli íslendings eru orð Jóns Hólabiskups Ögmunds- sonar um Isleif Gizurarson, Skál- holtsbiskup: „Þá minnist ég hans, er ég heyri góðs manns getið.“ Þau komu í huga minn, þegar ég frétti andlát Baldurs, foðurbróður míns, þriðjudagskvöldið 23. nóvember. Á tíma stórfjölskyldunnar, sem ^náði að minnsta kosti fram yfir miðja þessa öld, háttaði þannig til á Hóla- torgi 2 í Reykjavík, að húseigandi var Jakob, afi minn, faðir Baldurs og þeirra systkina. Þar bjuggu þegar ég man fyrst eftir mér, auk afa, lang- amma mín, Ingibjörg móðir Jakobs, foreldrar mínir með þeim börnum sínum, sem þá voru fædd, Lúðvík afabróðir minn, Baldur, Þórður, þá læknastúdent og síðar yfirlæknir á Kleppi, og Helga, systir þeirra. Gunnar, bróðir þeirra, bjó hinum megin götunnar í Garðastræti 43 með fjölskyldu sinni. Á Hólatorgi 2 bjó fleira fólk, sem einkum tengdist Möllersfólkinu vegna tengsla við Garða á Álftanesi. Amma mín, móðir Baldurs, Þóra Guðjohnsen, hafði ^&verið fóstruð af séra Jens Pálssyni, prófasti í Görðum, og föðursystur Þóru, Guðrúnu Pétursdóttur Guð- johnsen. Fyrir mína tíð höfðu þær ömmurnar, Ingibjörg og Guðrún, að verulegu leyti gengið þeim Möllers- bræðrum í móðurstað eftir að þeir misstu móður sína 34 ára gamla, þá allir á barnsaldri. Á þessu stóra heimili var móðir mín húsmóðir, þeg- ar ég man fyrst til. Á Hólatorgi var lesið fyrir okkur börnin á kvöldin, eitt það fyrsta sem ég man af því tagi þætti sennilega ekki heppilegt nú að hafa fyrir drengjum fjögurra og fimm ára gömlum. Baldur las fyrir okkur bræðurna úr Egilssögu valda kafla, * ^einkum þar sem bardagar voru mestir. Egill, sem barðist einn við átta og ellefu tvisvar, var minn mað- ur, eftir lestra Baldurs. Baldur Möller var fæddur í Reykjavík hinn 19. ágúst 1914, eins og fram kemur að ofan, gekk í Menntaskólann í Reykjavík, eins og þau systkini öll nema faðir minn Ing- ólfur, og lauk stúdentsprófi 1933. Þá innritaðist hann í lagadeild Háskóla Islands þar sem hann lauk prófi eftir óvenju langan námstíma árið 1941 með hárri fyrstu einkunn. Langur námstími stafaði hvorki af skorti á Jlnámsgáfum né iðjusemi, heldur því að í Menntaskóla hafði Baldur heill- azt af skákgyðjunni og sá og skildi, að þau kynni var nauðsynlegt að þroska á ungum aldri. Á þeim árum hafði líka ungt fólk nægan tíma. Skjótur frami Baldurs í skák kom fram í því, að hann varð skákmeistari -Jteykjavíkur þegar árið 1935 rétt *vítugur og aftur 1936, en skákmeist- ari íslands 1938 innan við hálfþrít- ugt. Á námsárum sínum tók Baldur einnig þátt í frægri ferð íslenzkra skákmanna á Ólympíumót í Argen- tínu árið 1939, ferðin með skipi tók marga mánuði. Árangur sveitarinn- ar var afbragðsgóður, hún varð efst í B-flokki, og þótti þeim betra að vera laukar í lítilli ætt en strákar í stórri eins og Danir, sem urðu neðstir í A- flokki. Baldur var ekki einungis vaskur í hugaríþróttinni, heldur einnig frækinn frjálsíþróttamaður og vann til fjölda verðlauna í sprett- hlaupum á námsárum sínum. Kynni Baldurs af skák og íþróttum settu mark sitt á tómstundaiðkun hans alla ævi. Skák iðkaði hann sem keppnismaður fram um fertugt, náði hæst með því að verða skákmeistari Norðurlanda tvívegis, 1948 og 1950. (Mér er minnisstætt að Baldur tefldi ávallt í svokallaðri stofnanakeppni fyrii- Stjórnarráðið, var ýmist á 1. eða 2. borði, eftir því hvort Friðrik Ólafsson var tiltækur eftir að hann hóf störf I dómsmálaráðuneyti. Rétt eftir 1970 var vinur minn skákmeist- ari íslands, en lenti í því að tefla við Baldur í stofnanakeppni, og sagði mér: „Baldur beitti hollenzkri vörn, og hann tók mig eins og krakka.“ Mátti ekki á milli sjá, hvor var stolt- ari af frammistöðu Baldurs, ég eða þessi vinur minn, sem þurfti að líða tap fyrir manni, sem hafði lagt af keppnisiðkun 15 árum fyrr.) Félags- starfi innan íþróttahreyfingarinnar sinnti hann miklu lengur eða fram til 1967, einkum innan Iþróttabanda- lags Reykjavíkur. Starfsferli sínum öllum, með ár- shléi sem sendiráðsritari föður síns í Kaupmannahöfn 1945-46, varði Baldur í dómsmálaráðuneytinu, fyrst sem fulltrúi frá 1941, þá deild- arstjóri og loks sem ráðuneytisstjóri frá árinu 1961 þar til hann hlaut að láta af störfum vegna aldurs 1984. Fyrstu 20 árin, sem Baldur vann í ráðuneytinu, fór það með ákæruvald í sakamálum og var verksvið ráðu- neytisins því mjög umfangsmikið og man ég að Baldur sagði mér eitt sinn, að á síðustu árum ákæruvalds í dómsmálaráðuneyti hefðu á ári fleiri bréf farið frá því ráðuneyti einu en öllum öðrum ráðuneytum til samans. Þegar stóðst á endum, að stofnað var embætti saksóknara ríkisins og Gústav A. Jónasson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneyti, lét af störfum árið 1961, þurfti Baldur að taka ákvörðun um, hvort hann veldi að sinna áfram ákæruvaldi eða breyttu stjórnsýsluhlutverki í ráðuneytinu. Mun hann hafa haft val um, hvort hann yrði fyrsti saksóknari ríkisins eða ráðuneytisstjóri. Baldur valdi ráðuneytið, en vinur hans, sá merki maður Valdimar Stefánsson, áður yf- irsakadómari í Reykjavík, varð fyrsti saksóknari ríkisins. Þótt fordæmi þeirra föðurbræðra minna, Gunnars og Baldurs, hafi vafalaust ráðið nokkru um val mitt á háskólanámi í lögfræði, kynntist ég þeim ekki nema lítillega sem lög- fræðingum. Olli því, að ég valdi mér annan starfsvettvang framan af en þann sem beinlínis tengdist lögfræð- istörfum. Störf Baldurs í dómsmála- ráðuneyti, sifjalaganefnd og málefn- um kirkju og kirkjuréttar eru mér því ekki kunnug, nema af afspurn og lestri nokkurra greina hans. Hitt vissu allir, að Baldur var afburða embættismaður, nákvæmur, vand- virkur og einkar hlýr í garð þess fólks, sem til hans þurfti að leita. Orðstír hans meðal samstarfsmanna í ráðuneytinu lifir enn. Allir sem komu á skrifstofu Baldurs undruð- ust þá skjalabúnka, sem voru á skrif- borði hans og þó víðar á skrifstof- unni. Þótti ekki einleikið, hvemig reglu yrði haldið á einstökum skjöl- um í búnkunum. Þótt ekki liti svo út, var samt sem áður skipulag á skjöl- unum, Baldur vissi nákvæmlega hvar hvert mál var í hlaðanum. Þessu kynntist ég af eigin raun við lítið viðvik, sem ég þurfti að sinna við Baldur. Hann fór ofan í eina röðina með hendina og dró hiklaust fram það skjal, sem hann þurfti. Haft var á orði, að Baldur hefði reitaskipt skrifborði sínu eins og skákborði, þótt skrifborðið væri í þrívídd eða einni meira en skákborðið. Hentu menn virðingarblandið gaman að þessu vinnulagi hans og tók hann því vel, eins og vænta mátti. Mannkostir Baldurs komu fram í starfi hans, en mjög fjarri að öll saga hans væri þar með sögð. Þótt starfs- dagarnir í ráðuneytinu, fyrst á Tún- götu 18, og síðar í Arnarhváli, væru langir og ekki gætt að því hverju klukku leið, átti hann sér merkilegt mannlíf utan starfs. Eins og margt fólk af Guðjohnsensætt (Knudsen- sætt) vora þeir Möllersbræður allir tónvísir og tónelskir, og góðir söng- menn. Ólíkt bræðram sínum iðkaði Baldur þó ekki formlegan söng eftir menntaskólanám, en hafði þar bæði leikið og sungið í leiksýningum og öðram samkomum skólanemenda. Ást hans á sígildri tónlist var heit og veitti honum mikinn unað alla ævi. Hann átti gott hlómplötusafn og not- aði það sífellt á heimili sínu. Mozart, Haydn og svo auðvitað Bach, vora þau tónskáld, sem hann hafði í mest- um hávegum. Alltaf þótti mér nokk- uð undarlegt, að hann hélt til muna minna upp á Beethoven, Brahms og önnur tónskáld sem einkum störfuðu á 19. öldinni eða síðar. Má vera, að þar hafi valdið, að hann hneigðist meira að hinum smærri formum, kammermúsík fremur en stóram hljómsveitarverkum, og hann var lít- ill aðdáandi ópera annarra en Mozarts, og þoldi illa ítalskar. Við frændur skiptumst nokkuð á plötum hin seinni árin, voram sammála um að Fritz Wunderlich hefði verið bezt- ur tenóra 20. aldar, og báram saman ljóðasöngsútgáfur (Baldur taldi fyrstu útgáfu Dietrichs Fischer- Diskeau, af þremur, á Vetrarferð Schuberts með Gerald Moore vera hans beztu). Þegar fyrsta Septembersýningin á myndlist var haldin árið 1947, keypti Baldur mynd eftir Þorvald Skúlason, mynd á mörkum expres- sjónisma og abstraktlistar. Þótti mér bamungum lítið til myndarinnar koma, en hef síðar undrazt næmi Baldurs á góð málverk, sem kom þarna strax í Ijós. Fyrir röskum fimmtíu áram gengu þau í hjónaband Baldur og Sigrún, dóttir hinna göfugu hjóna Markúsar Ivarssonar í Héðni og Kristínar Andrésdóttur. Var skömm gatan á milli Hólatorgs og Sólvalla- götu 6, þar sem Sigrún bjó og auk þess tengsli á milli Hólatorgsfólks og þeirra á Sólvallagötunni af öðram ástæðum. Ávallt síðan vora þau Baldur og Sigrún í fjölskyldunni nefnd sameiginlega. Er sjaldgæft að kynnast hjónum, sem eins deildu áhugamálum og lífi öllu jafnfallega og þau. Sameiginlegur áhugi þeirra á tónlist og myndlist fór ekki framhjá neinum, vora fastir gestir á tónleik- um, einkum Kammermúsíkklúbbs Reykjavíkur, og myndlistarsýning- um og höfðu bæði ræktaðan smekk og vit á myndlist. Synir þeirra Mark- ús og Jakob fóra ekki heldur á mis við það menningarappeldi, sem öll- um er mikilvægt. Heimili þeirra stóð ætíð um þjóðbraut þvera í þeim skilningi, að þar var gestkvæmt og gestrisni mikil. Ljúfmennska Sig- rúnar og ótrúleg umhyggjusemi við ættfólk og óskylda ásamt leiftrandi samræðugáfum settu menningar- og mannúðarbrag á heimilið. Á æskuáram þeirra Möllers- bræðra var eftir þeim tekið í Reykja- vík, þeir vora myndarlegir, söngvís- ir, vel gerðir menn, góðum íþróttum búnir, og höfðu síðar allir nokkurn frama í samfélaginu. Þeir era nú allir fallnir frá. Baldur, umfram aðra þeirra bræðra nema föður minn, var hluti lífs míns alla tíð og hafði ég á honum ást og virðingu í bernsku og ávallt síðan. Einstaklega gott var að leita til hans, hvort sem var um ráð í lífsins ólgusjó eða til að skiptast á skoðunum, sitja og hlusta, eða jafn- vel í þögn. Allir vora þeir bræður stórlyndir menn og ekki gefnir fyrir að láta hlut sinn, þótt Baldur væri þeirra mildastur. Því nefni ég þetta hér, að í daglegum samskiptum þeirra sem ég fylgdist með um ára- tugi, varð ég aldrei var við að þeim yrði sundurorða og var samlyndi þeirra fagurt og til eftirbreytni yngri kynslóðum. Baldur Möller var skarpgáfaður, glöggskyggn og hámenntaður mað- ur, talaði hægt og vandaði mál sitt. Rasaði aldrei um ráð fram, en niður- stöðum hans mátti treysta. Þótt orð- inn væri aldurhniginn tapaði hann aldrei skerpu hugans, en líkaminn var orðinn skar eftir utanaðsteðjandi áföll síðustu misserin. Eins og getið var hafði hann á yngri áram verið vaskur íþróttamaður og bjó að því alla ævi, gekk ævinlega til og frá vinnu, sem reyndar var aldrei mjög löng leið, og unni útivist og göngu- ferðum. Um miðbik ævinnar þjáðu hann magasjúkdómar, sem einnig settu mark sitt á hann, þótt hann næði bata. Var alltaf holdskarpur og lítill matarannandi. Að leiðarlokum minnist ég gáfaðs og skemmtilegs göfugmennis, sanns heiðursmanns, sem mátti aldrei vamm sitt vita. Jakob R. Möller. Til afa og langafa. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkertbresta. Á grænum grundum lætur hann mighvílast, leiðir migaðvötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig umréttavegu fyrirsakirnafnssíns. Jafnvel þó ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, þvíaðþúerthjámér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þúbýrmérborð frammi fyrir fjendum minum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér allaævidagamína, ogíhúsiDrottinsbýég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Við þökkum þér fyrir að hafa leyft æsku okkar að njóta þroska þíns og fyrir að vera alltaf til staðar á þinn hljóða og hlýja hátt. Guð geymi þig. Sunna Dóra, Kristín Þóra, Árni Baldur og Jakob Þór. Hann afi okkar hefur í gegnum tíðina alltaf verið fastur punktur í til- vera okkar. Hvað svo sem gerðist gat maður alltaf treyst á að hann væri hjá henni ömmu á Sólvallagötu, þar sem hann sat í stólnum sínum í bókaherberginu eða í stofunni með sitt rólega fas og alltaf stutt í brosið. Við okkur strákana byrjaði hann snemma að teíla. Við héldum því vandlega leyndu að Ingvar Rúnar hefði unnið hann, og datt ekki í hug fyrr en seinna að afi hefði nú tæplega lagt sig allan fram í þeirri skák. Sumum fannst það skrítið þegar ráðuneytisstjórinn í dómsmálaráð- uneytinu lagðist á fjóra fætur, í jakkafötum og bindi, og skreið um gólfin með nafna sínum í íbúðinni í Minneapolis, þar sem mamma og pabbi voru við nám. Við munum eftir ferðum með þeim ömmu í Munaðar- nes, þar sem þau kenndu treikant og púkk og að hlusta á mófuglana. Við munum líka ótrúlega ánægju þeirra af því að hlusta á okkur glamra fingraæfingar á píanó, og göngurnar inn í Hrauntún þar sem ekki var gengið hraðar en svo að stuttu fæt- urnir á tveggja ára snót hefðu við á milli steinanna sem náðu henni upp í háls. Það var afi sem stóð fyrir því að öll bamabörnin hans fengu rauða rós á afmælum og helst lét hann enga viku líða án þess að líta inn hjá öllum í fjölskyldunni. Það var líka afi sem fann upp á því að kalla Siggu borð- dömuna sína af því að barnastóllinn hennar var settur upp á hliðarborðið á Sólvallagötunni meðan aðrir borð- uðu matinn á fyrstu jólunum hennar. Afi var rólegur maður og lagði kapal og hlustaði á tónlist. Stundum var hann prófessor, eins og þegar hann hjálpaði Inga Rúnari að leita að inni- skónum hans lengi dags: Það var svo mamma sem fann skóinn undir handarkrikanum á þeim stutta þeg- ar hún kom að sækja hann og þá ætl- aði afi að rifna af hlátri. Við munum alltaf minnast hans fyrir þær fjöl- mörgu góðu stundir sem við voram svo heppin að fá að njóta með hon- um. Baldur Helgi, Sigríður Margrét og Ingvar Rúnar. Sómamaður er fallinn frá, síðast- ur sona Jakobs Ragnars Valdemars Möllers, ritstjóra, alþingismanns og ráðherra. Eins og þeir áttu kyn til bræðurnir, Gunnar, Ingólfur, Baldur og Þórður, vora þeir allir menn hinna gömlu gilda, og fór það vel. Mér er ljúft að minnast föðurbróður míns nokkrum orðum. Virðulegur drengskaparmaður, dagfarsprúður, vel íþróttum búinn, keppnismaður. Traustur embættis- maður, húsbóndahollur og hallmælti engum. Reglumaður á allt, einnig „óreiðuna“ á eigin skrifstofu, sem mörgum var ráðgáta, en honum opin bók. Vann lífsgæðakapphlaupið ár- eynslulaust án þess að taka þátt í því. List hinna gömlu gilda. Gekk til vinnu og úr og hafnaði bílfari ef bauðst. Ljúfmenni heim að sækja, í jakkafötum, með slifsi og í burstuð- um skóm, þótt hann væri ekkert að fara. Unnandi fagurra lista, ættfróð- ur og hélt til haga gömlum fróðleik um líf og örlög liðinna kynslóða. Hörkutól í heilanum (tefldi 7 eða 8 blindskákir samtímis), en seinmælt-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.