Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 49Í
ur á stundum. Rótgróinn Vestur-
bæingur. Fæddist í Sauðagerði vest-
ur á Melum, gerði stuttan stanz einu
sinni á ævinni fyrir austan læk (á
Farsótt í Þingholtum), áður en Jak-
ob Ragnar Valdemar reisti konu
sinni, Þóru Guðrúnu Guðjohnsen og
sonum þeirra framtíðarheimili, árið
1920, að Hólatorgi 2. Færði sig um
set um 30 árum síðar, að Sólvalla-
götu 6, er hann steig stærsta gæfu-
spor lífs síns og gekk að eiga Sigrúnu
Markúsdóttur Ivarssonar í Héðni,
heillandi konu sem fékk gæflyndi
móður sinnar, Ki'istínar Andrésdótt-
ur, í vöggugjöf og nú lifir mann sinn.
Æskuheimili Sigrúnar varð heimili
Baldurs til dauðadags.
Um ái'abil fremstur meðal jafn-
ingja í skáksögu íslendinga. Hér
mun ekki rifjaður upp skákferill
Baldurs, sem um eru ritaðar heim-
ildir, en óskráð saga fest á blað ef
vera mætti niðjum til uppörvunar og
nokkurrar gleði.
Þóra Guðrún, móðir Baldurs, ólst
upp hjá föðursystur sinni, Guðrúnu
Sigríði Pétursdóttur Guðjohnsen og
manni hennar, síra Jens Pálssyni,
prófasti og alþingismanni í Görðum á
Álftanesi. Meðal vina prófastsins var
prófessor Willard Fiske frá íþöku-
háskóla í New York-ríki, skákáhuga-
maður og íslandsvinur. Færði hann
prófastinum vasatafl að gjöf. Guðrún
Sigríður fluttist á heimili fósturdótt-
ur sinnar og Jakobs Ragnars Vald-
emars, þegar síra Jens féll frá. Hjá
ömmu Guðrúnu, eins og hún var
ávallt kölluð, lærðu Baldur og þeir
bræður, mannganginn í æsku á vasa-
taflið frá Willard Fiske.
Tólf ára gamall settist Baldur í
Menntaskólann í Reykjavík, ásamt
vini sínum Guðmundi Arnlaugssyni,
árinu eldri. Er þeir bekkjarbræður
voru í 2. eða 3. bekk var Guðmundur
kosinn í íþökunefnd til að annast út-
lán úr bókasafninu, sem Willard
Fiske hafði gefið Reykjavíkur lærða
skóla. Guðmundur harðneitaði að
taka kosningu nema hann fengi
Baldur sér við hlið til aðstoðar. Varð
það úr. Fóru þeir félagar að grúska í
bókum. Kom þá í ljós, að í bókakosti
Iþöku leyndust allmargar gamlar
skákbækur, sem þeir tóku að glugga
í. Fleiri námspiltar komust á snoðir
um skákbækumar, þeirra á meðal
Arni Snævarr. Skáklíf í skólanum
braggaðist og gömlu meistaramir úr
Taflfélagi Reykjavíkur tóku að bjóða
upp á fjöltefli, sér og nemendum til
skemmtunar. Eftir að hafa gluggað í
bækumar í tvo til þrjá vetur, tók
Baldur tvisvar þátt í fjöltefli, þá 17
ára í 5. bekk, sem þeir Einar Þor-
valdsson og Jón Guðmundsson,
reyndir meistarar, efndu til. Gerði
sér lítið fyrir og vann báða eins og
staðfest er í glósubók í ensku, sem
gengið hafði til Baldurs frá eldri
bróður, Gunnari. Kaupmaðurinn í
Feneyjum að framan, The Indian
Empire að aftan, með auðum síðum í
miðjunni, sem Baldur nýtti til að
skrá fjölteflisskákirnar. Gekk í Tafl-
félag Reykjavíkur um haustið 1932
og tefldi í fyrsta sinn á skákmóti eftir
áramótin í janúar 1933, þá í 6. bekk.
Nýliðinn tefldi í sameiginlegum 1. og
2. flokki (þá 2. og 3. flokkur). Enn
vom nokkrar auðar síður í glósubók-
inni og skákirnar skráðar þar, með
einkennilegum athugasemdum:
Pjarverandi í kortér, mætti hálftíma
of seint, fjarverandi í tuttugu mínút-
ur, o.s.frv. Svo bagalega stóð á, að
Baldur hafði tekið að sér hlutverk í
Landabruggi og ást, sem verið var
að æfa uppi í skóla á sama tíma og
teflt var niðri í Uppsölum við hornið
á Aðalstræti og Túngötu. Varð því að
hlaupa á milli leikæfinga og kapp-
skáka. Skemmri umhugsunartími
virtist þó ekki koma að sök. Hann
tapaði að vísu fyrstu skákinni, en
vann allar hinar og varð efstur. Vann
sér þar með rétt til að tefla í meist-
arafiokki (þá kallaður 1. flokkur). Ef
«1 vill hefur það komið sér vel, að
Baldur var um þessar mundir
spretthai'ður mjög eins og tugir
verðlaunapeninga frá þessum árum
og næstu frá frjálsíþróttamótum á
Melavelli bera vitni um. Stúdent 18
ára, spretthlaupari, laganemi, vax-
andi skákmaður. Brátt niðursokkinn
í skák. Frjálsar íþróttir urðu að þoka
og laganámið tafðist um hríð. Varð
margfaldur Reykjavíkurmeistari
(fyrst 1935, tveimur árum eftir að
hann tók þátt í kappskák fyrsta
sinni), Islandsmeistari fimm sinnum
(fyrst 1938) og Norðurlandameistari
tvisvar (fyrst 1948), en það er önnur
saga og ítarlega skráð.
Ég blaðaði nýlega í glósubókinni
og handfjatlaði vasataflið góða hjá
Baldri á meðan við rifjuðum upp
þessa löngu liðnu atburði. Þeir félag-
ar þrír, Baldur, Guðmundur og Árni,
voru allir komnir í landsliðið um það
leyti sem Baldur varð fyrst íslands-
meistari, 1938, og gerðu fræga ól-
ympíuför til Buenos Aires árið eftir,
ásamt Jóni Guðmundssyni, sem þá
vann 10 skákir í röð og í minnum er
haft. Þeir sigruðu í B flokki og er
verðlaunagripurinn, Copa Argent-
ina, geymdur á Þjóðminjasafninu.
Ég innti Baldur eftir því hvernig hin-
um eldri í Taflfélaginu hefði fallið
innrás hinna ungu. „Æ, þeir voru
svolítið þreyttir á strákaskaranum
úr MR,“ sagði Baldur af hógværð á
meðan ég fletti glósubók föður míns.
„En það er lífsins saga. Hinir yngri
bera að lokum sigurorð af hinum
eldri,“ bætti frændi minn við, sem
missti af stórmeistaratitli af því al-
þjóðleg skákstig voru ekki komin í
tízku í tæka tíð.
Gæfumaður í lífinu, þótt síðasta
hálft annað árið yrði honum erfítt.
Flaggaði fyrir látnum vini í garðin-
um, hugðist síðan, aldinn íþrótta-
maður, stökkva yfir blómabeð, skrik-
aði fótur á svellbunka, féll og
brotnaði illa. Æðrulaus þó með öllu,
með Sigrúnu, stoð og styttu, sér við
hlið.
Hæstaréttardómari og fyrrver-
andi lærifaðir úr lagadeild kom á
skrifstofu mína í Genf fyrir allnokkr-
um árum. Leit í kringum sig og varð
starsýnt á staflana í hólf og gólf.
„Nú, hann leynir sér ekki skyldleik-
inn við ráðuneytisstjórann." Mér
hefur æ síðan fundizt sérlega vænt
um athugasemdina og samanburð-
inn.
Sigrúnu, Mai'kúsi Kristni og Ja-
kobi og fjölskyldum þeirra votta ég
samúð mína. Jafnframt óska ég niðj-
um öllum til hamingju með dýrmæt-
an minningasjóð um hógværan af-
reksmann.
Jakob Þ. Möller.
Elskulegur föðurbróðir minn,
Baldur Möller, er genginn á vit
bræðra sinna. Það er sérkennileg til-
finning að sjá á bak síðasta bróður-
num af fjórum, samheldnum bræðr-
um, föður mínum, Gunnari, Ingólfi,
Baldri og Þórði, sem lengi voru í
huga mínum sem fjórar hornsúlur
eða útverðir veraldarinnar eins og
hún kom mér fyrir sjónir sem bai'ni
og unglingi. Skrautfjöðrin í hópnum
er svo systirin, nafna mín Helga, sem
lifir bræður sína.
Minnisstæðast er mér og hvað
kærast, hversu jól og áramót voru
haldin hátíðleg í faðmi stórfjölskyld-
unnar. Á aðfangadagskvöld komu
allir á heimili foreldra minna, á jóla-
dag til Þórðar (Dodda) og Diddu, á
gamlárskvöld til Ingólfs og Dúllu og
á þrettándanum til Baldurs og Sigr-
únar. Það batt fjölskylduböndin hvað
sterkast og nú reynir á að halda
þeim.
Þótt hver þeirra væri með sínu
móti, eins og gengur, reyndar tveir
lögfræðingar, skipstjóri og læknir,
áttu þeir ákaflega margt sameigin-
legt, enda mótaðir af uppeldi sem
tvær ömmur leystu af hendi ásamt
föðurnum, eftir að móðir þeirra dó
frá þeim ungum.
Það hefur ekki komið á óvart að
þeir yrðu allir mikils metnir af störf-
um sínum, því þeim var innprentað-
ur heiðarleiki, trúmennska, áreiðan-
leiki, metnaður til góðra verka og til
þess að láta gott af sér leiða. Það
voru líka aðalsmerki bræðranna á
Hólatorgi 2, ásamt góðu hjartalagi.
Ekki má heldur gleyma ríkri kímni-
gáfu og hæfilegri blöndu af sérvisku,
sem gerði mennina aðeins skemmti-
legri fyrir vikið.
Allir unnu þeir góðri tónlist og
voru prýðis söngmenn. Skarpgreind-
ir voru þeir og víðlesnir og betur ef
við niðjarnir hefðum verið iðnari við
að tína upp molana sem féllu af
viskuborðum þeirra og haldið þeim
betur til haga. Víst er að við sem nú
erum að verða elsta kynslóð Möller-
anna erum stolt af þeim og teljum
okkur gæfufólk fyrir að hafa átt þá
að.
Og nú, eins og áður sagði, er síð-
asti bróðirinn kvaddur. Eins og þeg-
ar við sáum á bak hinum þremur er
það gert með mikilli virðingu og
kærleik. Með ljúfu viðmóti, notalegri
hlýju og góðri nærveru ávann Bald-
ur sér öruggan stað í hjarta okkar
sem þekktum hann. Hans, sem og
hinna þriggja, verður sárt saknað
þegar fjölskyldan hittist að venju um
jólin, sem og eftirleiðis.
Guð veri með elsku Sigrúnu, son-
um og fjölskyldum og blessi minn-
ingu Baldurs og hinna sómabræðr-
anna, Gunnars, Ingólfs og Þórðar
' Möller.
Mér finnst heimurinn fátækari án
þeirra.
Helga Möller.
Látist hafa með ekki löngu milli-
bili tveir úr hópi mætustu manna
sem leitt hafa starf ráðuneyta í bráð-
um hundrað ára sögu Stjórnarráðs
íslands, þeir Gunnlaugur E. Briem
og Baldur Möller. Baldur sem nú er
minnst má segja að hafi verið gædd-
ur hæfileikum frá hvirfli til ilja því
hann vann þau afrek að verða ís-
landsmeistari bæði í spretthlaupi og
skák. I skákinni lét hann ekki þar við
sitja heldur varð líka skákmeistari
Norðurlanda - og það tvívegis. Hon-
um þótti vænt um að ná þessum tor-
sótta árangri tvisvar fyrir land sitt
því þar með mátti lýðum vera ljóst að
fyrra sinnið var ekki tilviljun.
Það var gæfa fyrir yngri starfs-
mann í stjórnarráði að kynnast
Baldri og geta leitað ráða hjá honum.
Hann var, líkt og Gunnlaugur E.,
reynslubrunnur sem aldrei þvarr -
og nýttist einstaklega vel, af því að
Baldur var manna fúsastur að
ígi'unda þau úrlausnarefni sem undir
hann voru borin. Þannig átti hann oft
hlut að farsælli lausn mála utan
beins starfssviðs síns. Þó að Baldur
hefði snemma sýnt að hraðann skorti
hann ekki þar sem við átti þá varð
hann ekki þræll hraðans á kostnað
vandaðrar málsmeðferðar. Vit hans
og lífsreynsla kenndu honum líka að
eins og tíminn læknar sár leysir
hann stundum mál.
Á förnum vegi var ánægja að hitta
Baldur og ekki dró þar úr eftirlifandi
lífsförunautur hans, glaðvær og
glæsileg Sigrún Markúsdóttir Möll-
er. Margir hugsa nú af ríkri samúð
til hennar og fjölskyldu þeirra.
Hverjum mannfundi er fengur að
svo frábæru fólki sem þeim hjónum.
Viðmælendur nutu ekki hvað síst
skarprar athyglisgáfu og stálminnis
Baldurs. Svolítinn ávöxt þessa má
finna á prenti í bókinni „Bjami
Benediktsson - í augum samtíðar-
rnanna". Þar rifjaði Baldur upp - í
skæra Ijósi námsára sinna í lagadeild
HI og starfanna í dómsmálaráðun-
eytinu - minningar tengdar þeim
stórbrotna landsstjórnanda. Á öðr-
um stað var Baldur heimildarmaður
að því að Kristján X síðasti konung-
ur íslands hafi vænst að verða það
áfram þótt öll önnur ákvæði Sam-
bandslagasamningsins frá 1918 féllu
niður. Má það þó nokkram undram
sæta svo lítið sem honum virtist
stundum gefið um Islendinga og
málefni þeirra, ólíkt því sem farið
var um Ériðrik VIII föður hans. En
staðfesting á þessum áhuga konungs
kom fram við föður Baldurs, Jakob
fv. ráðherra Möller, þegar hann af-
henti konungi trúnaðarbréf sitt sem
fyrsti sendiherra lýðveldisins í
Kaupmannahöfn sumarið 1945. Ætla
má að skaði verði þeim sem nú setj-
ast við að skrá aldarsögu Stjórnar-
ráðsins þar sem sleppir hinu merka
riti Agnars Kl. Jónssonar um árin
1904-1964 að geta ekki leitað í
smiðju til Baldurs.
Margs er að sakna þegar mikil-
hæfir menn kveðja - og vegur það
ekkert upp nema gleðin yfir að hafa
kynnst þeim.
Ólafur Egilsson.
Við andlát Baldurs Möller, fyrr-
verandi ráðuneytisstjóra, leitar hug-
ur minn til þeirra rúmlega þrettán
mánaða, sem ég gegndi starfi dóms-
málaráðherra. Við því starfi tók ég í
byrjun september 1978, ólöglærður
og reynslulítill. Þá var ómetanlegt að
hafa Baldur Möller sér við hlið.
Frá þessum mánuðum er margs
að minnast, sem ekki verður nema að
litlu leyti rakið hér. Skrifstofa Bald-
urs í ráðuneytinu var mjög sérstök.
Baldur vildi hafa skjölin sem næst
sér og var lítið fyrir að senda þau í
annarra hendur til að koma fyrir í
skjalasafni, enda var varla sá blettur
eða stóll á skrifstofunni, sem ekki
var hlaðinn stöflum af skjölum. Satt
að segja leist mér, verkfræðingnum,
ekki á þetta og vildi koma skjölunum
í nútíma skjalasafn. Ég breytti þó
fljótlega um skoðun enda kynntist ég
því að Baldur var mikla fljótari að
draga rétta blaðið út úr einhverjum
bunkanum en tekið hefði að ná þvi úr
skjalasafni. Efasemdir mínar breytt-
ust í aðdáun. Ég hef ekki kynnst öðr-
um manni með minni eins og Baldur.
Það virtist óskeikult. Þar gætti
skáksnillingsins.
Baldri Möller var margt til lista
lagt. Hann var ekki aðeins frábær
ráðuneytisstjóri og lögfræðingur.
Hans mun lengi minnst sem eins
okkar fremsta skákmeistara. Baldur
er mér þó fyrst og fremst eftirminni-
legur fyrir þá miklu aðstoð, sem
hann veitti mér. Til hans leitaði ég
oft álits og ráða og lá Baldur aldrei á
sínu liði. Sérhvert mál leysti hann
óaðfinnanlega úr hendi. Hann gaf
sér jafnframt ætíð góðan tíma til að
skýra og ræða hvert mál. Fyrir alla
þá aðstoð, sem Baldur veitti mér vil
ég sérstaklega þakka. Án Baldurs
hefðu mánuðir mínir í dómsmála-
ráðuneytinu orðið stóram erfiðari.
Við hjónin vottum eftirlifandi eig-
inkonu Baldurs og fjölskyldu dýpstu
samúð okkar.
Steingrímur Hermannsson.
Nú er Baldur minn allur. Einn
þeirra sem hafa verið sjálfsagður
hluti lífs míns í hálfa öld. Eg sá hann
fyrst þegar þau komu nýtrúlofuð í
heimsókn til okkar á Hagamelinn,
Sigrún frænka og hann. Ég fjögurra
ára gömul og dauðfeimin við þennan
fallega mann.
Minningar munu aldrei fyi'nast um
gleðistundii' á menningarheimilinu
að Sólvallagötu 6, þar sem í áranna
rás allt virðist tímalaust og óum-
breytanlegt. Ómur frá sígildri tónlist
berst frá íbúðinni á efri hæðinni,
glaðvær húsfreyjan stendur í dyra-
gættinni og býðm- gesti velkomna og
á kontórnum situr húsbóndinn, uppá-
klæddur í svörtum fötum með háls-
tau og leggur kapal. Verk gömlu
meistaranna á veggjum, listmunir í
skápum og á hillum. Hvort sem litið
er inn í heimsókn með börnin ung eða
fjölskyldan boðin til veislu, þá eru
móttökurnar elskulegar, allir vel-
komnir ævinlega og rammíslensk
gestrisni í hávegum höfð. Eftir máls-
verð gengið til stofu og drakkinn
kaffisopi úr smábollum, samræður
menningarlegar og lærdómsríkar.
Flett upp í alfræðibókum eða ætt-
fræðiritum, rifjaðar upp vísur og sög-
ur frá því í gamla daga, haldið í heiðri
minningum um afa og ömmu, langafa
og langömmur. I stærri veislum þar
sem fjölskyldan er kölluð saman,
dúkað borð og veislukostur. í árlegu
þrettándaboði bömin glödd með góð-
gæti, söng og dansi kringum jólatréð
sem prýtt er íslenska fánanum og
hvítum ljósum. Börn löðuðust að
þessum hlýja manni. Hann ræddi við
þau sem fullorðin væra og kallaði
fram kæti þeirra með smábrögðum.
Tvær dætra minna bjuggu tíma-
bundið í risinu hjá Sigrúnu og Baldri
við ómælt umburðarlyndi og alúð. Öll
minnast börn mín Baldurs með þakk-
læti.
Baldur Möller átti virðingu okkar
allra óskipta. Hann fór með hlýju og
mildi, lá lágt rómur en þegar hann
talaði lögðu allir við hlustir. Hann
miðlaði okkm' lífsreynslu og fróðleik,
var hinn ráðagóði fjölskylduvinur
sem hvers manns vanda leysti, hvort
heldur til hans var leitað heima eða á
ski'ifstofu hans í ráðuneytinu. Hann
var farsæll maður í einkalífi og starfi,
fyrirmynd okkar allra.
Blessuð sé minning góðs vinar.
Kristín Sveinsdóttir.
í síðustu viku var haldið dóms-
málaþing sem er sameiginlegur vett-
vangur dóms- og kirkjumálaráðu-
neytisins, Dómarafélags íslands og
Sýslumannafélags íslands til um-
ræðna um dómsmálastjórn, réttar-
far og dómstólaskipan. Þótt til dóms-j»
málaþings hafi fyrst verið stofnað
árið 1992 var það í raun framhald
þinga sem haldin höfðu verið um
langt skeið í tengslum við aðalfund
Dómarafélags Islands, sem þá var
félag dómara, bæjarfógeta og sýslu-
manna, og dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið kom einnig að.
Þessi var starfsvettvangur Bald-
urs Möllers ráðuneytisstjóra sem
kvaddur er í dag. í upphafi dóms-
málaþingsins var Baldurs því minnst
og honum þökkuð langvarandi störf
að réttarvörslu í landinu. Baldur hóf
störf í dóms- og kirkjumálaráðu--^
neytinu fljótlega eftir að hann lauk
lagaprófi og þar starfaði hann frá
sumri 1941 til ársloka 1984, og þar af
sem ráðuneytisstjóri frá sumri 1961.
Starfstíminn varð þannig rúm 43 ár.
Undan er þó skilinn sá tími er hann
gegndi starfi sendiráðsritara í Kaup-
mannahöfn um liðlega eins árs skeið
frá ágúst 1945 þegar hann ásamt föð-
ur sínum, Jakobi Möller sendiherra,
kom til starfa í sendiráðinu þar að yf-
irstaðinni heimsstyrjöld og sam-
bandsslitum Islands og Danmerkur.
Islenskt þjóðlíf tók stórstígum
breytingum á starfstíma Baldurs
Möllers. Hann hóf störf í Stjórnar-
ráðshúsinu við Lækjartorg en þar
voru þá skrifstofur forsætisráðu- .
neytis, dóms- og kirkjumálaráðu-
neytis (sem þá annaðist einnig
menntamál og heilbrigðismál) og ut-
anríkisráðuneytis. Húsakostur var
allur þröngur, lögfræðingar og aðrir
starfsmenn máttu deila herbergi
saman og upphitun þannig að þegar
kuldi var úti við þurftu starfsmenn
að snúa sér til að njóta hlýju frá ofn-
um.
Sagt hefur verið að embættis-
menn í stjórnarráði sitji en ráðherr-
ar og ríkisstjómir komi og fari. Á
starfstíma sínum starfaði BaldurJ^*>
með tuttugu ríkisstjórnum og fjórt-
án ráðherram dómsmála en ótaldir
eru þá þeir ráðhemar sem fóra með
aðra málaflokka sem undir ráðu-
neytið falla, þ.e. kirkjumálin, eða
féllu áður undir ráðuneytið, svo sem
heilbrigðismál og menntamál. Hann
átti jafnan náið samstarf við ráð-
herrana, lengst allra við þá Bjarna
Benediktsson, Jóhann Hafstein og
Ólaf Jóhannesson, og naut trúnaðar
þeirra og trausts. Náin samskipti
átti hann og við embættismenn í
stofnunum ráðuneytisins sem á ár-
um áður náðu til fleiri sviða en nú er.
Er erfitt að nefna þar til einn öðram
fremur en þó leyfi ég mér að nefna
Pétur Sigurðsson, forstjóra Land-^v
helgisgæslunnar, svo náið sem sam-
starf þeirra var, einkum á viðsjár-
verðum tímum fiskveiðideilna við
Breta, og oft þurftu þeir að ráða ráð-
um sínum á nóttu sem degi. Baldur
vann störf sín af hógværð og hlé-
drægni og leit jafnan á þau sem þjón-
ustu, hvort heldur í þágu yfirboðara
eða annarra.
Baldur helgaði ráðuneytinu
starfskrafta sína og fórnaði því
ótöldum stundum utan reglubundins
starfsdags. Starf hans var þó ekki
bundið við ráðuneytið eitt því til hans
leituðu iðulega ráðherrar og emb-
ættismenn úr öðram ráðuneytum.
Vai- hann jafnan ólatur að sinna
slíku. Baldur var að sjálfsögðu ekki
óumdeildur maður en skoðanir hans*“*
vora jafnan virtar. Á sínum tíma,
þegar Baldur var skipaður ráðuneyt-
isstjóri, þótti sú ráðstöfun svo sjálf-
sögð að hann einn var umsækjandi.
Baldur var þegar á námsárum í
hópi fræknustu frjálsíþróttamanna
landsins og stóð þá oft á verðlauna-
palli. Eftir að hann hóf störf í stjórn-
arráðinu fór þó svo að ráðherra einn
gerði athugasemd við þá þátttöku og
taldi þess háttar sprikl á almanna-
færi ekki embættismanni sæmandi.
Einnig var hann í hópi fremstu skák-
manna landsins, á áranum 1935-^
1948 varð hann skákmeistari
Reykjavíkur fjóram sinnum og skák-
meistari Islands fimm sinnum og
hann var í íslensku skáksveitinni
sem sigraði í B-riðli á alþjóðakeppni í
skák í Argentínu 1939. Hæst bar svo
að hann var Norðurlandameistari í
skák 1948-1953.
Baldur lét sér annt um félagsm#®
SJÁNÆSTU SÍÐU