Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 50
&() MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BALDUR MÖLLER •jgnargs konar. Hann stóð að stofnun T’élags staifsmanna stjómarráðsins 1943 og var formaður þess fyrst eftir stofnun. Einnig stóð hann að stofnun Lögfræðingafélags stjórnarráðsins en dagar þess félags urðu reyndar ekki margir. Hann lét sér jafnan annt um allt félagslíf innan stjórnar- ráðsins, sótti jafnan samkomur og árshátíðir Stjórnarráðsins og tók iðulega þátt í íþróttakeppni og skákkeppni. Þessi félagsstörf leiddu svo til þess að hann valdist til forystu í sveit opinberra starfsmanna og átti hann sæti í stjórn BSRB 1954-1958, ■^-þar af varaformaður síðustu tvö árin, og tryggð við þau samtök hélt hann jafnan. En afskiptum hans af mál- efnum opinberra starfsmanna var ekki lokið því eftir að þeir fengu samningsrétt átti hann um tveggja áratuga skeið sæti í samninganefnd ríkisins í launamálum. í öllum störfum var Baldur Möller hollráður, hvort heldur var í sam- skiptum við yfirmenn, samstarfs- menn eða þá sem við hann áttu er- indi, háa jafnt sem lága. Þolinmæði hans var einstök. Þeir málaflokkar sem ráðuneytið fjallar um varða mjög persónulega hagi borgaranna, m.a. málefni brotamanna og fjöl- skyldna. Otöldum stundum varði Baldur til að hlusta á fólk lýsa per- sónulegum vandamálum og rétta því hjálparhönd, enda var hann mann- + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN JÓNASSON, Víðimel 61, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 29. nóvember. Einar H. Björnsson, Dagbjört Björnsdóttir, Herdís Björnsdóttir, Bjarni Geir Alfreðsson og barnabörn. þekkjari glöggur. Hann aðstoðaði fanga sem voru að losna úr fangelsi við að fóta sig á ný og lögfræðinga sem hrasað höfðu á svelli Bakkusar studdi hann til starfa. Hann stuðlaði að því að þeir sem sviptir höfðu verið mannréttindum, svo sem var um kosningarrétt og kjörgengi á árum áður, skyldu öðlast þau réttindi á ný þegar skilyrðum var fullnægt. Hafa ber í huga að starfsumhverfi þessara málaflokka hefur nú breyst mjög frá því sem áður var með tilkomu nú- tímalegri löggjafar og nýrra stofnana og nefnda. Fróðleiksfýsn hans var og mikil og oft var hann ekki í rónni fyrr en leitað hafði verið til þrautar að heimild sem máli gat skipt. Baldur var samstarfsmönnum sín- um mildur en traustur húsbóndi. Hann flíkaði ekki skoðunum sínum og stjórnaði ekki með fyrirmælum. Hann hafði einstaka skapmildi en skap átti hann að sjálfsögðu og gat verið fastur fyrir þar sem það átti við, enda var hann íþrótta- og keppn- ismaður svo sem fram er komið, en ekki bitnaði það á öðrum. Baldur Möller var embættismaður af gamla skólanum í bestu merkingu þeirra orða. Hann var mikill heiðurs- maður. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir afrek í íþrótt- um og skák svo sem sjá má á heimili hans og einnig fyrir félagsstörf. Hann verðskuldaði að sjálfsögðu op- inbera viðurkenningu fyrir störf sín í þágu alþjóðar en hógværð hans var slík að undan því var beðist. Baldur var sterkur til líkama og sálar svo sem frækin afrek í líka- mlegri og andlegri keppni bera með sér. Hann var hávaxinn en grann- holda sem rekja mátti til veikinda á árum áður. Að öðru leyti var hann heilsuhraustur fram undir hið síð- asta en fyrir hartnær tveimur árum varð hann fyrir því áfalli að lær- brotna og náði hann sér aldrei að fullu eftir það. Baldurs Möllers verður ekki minnst án þess að nefnd sé eiginkona hans, Sigrún Markúsdóttir. Þau gátu í sumar fagnað hálfrar aldar hjú- skap. Með sinni léttu lund var hún Baldri stoð í blíðu og stríðu. Hún bjó honum gott og listrænt heimili sem oft var prýtt tónverkum meistar- anna. Varð þessa vel vart þegar þau hjón voru sótt heim og ekki síður ef reka þurfti erindi við þau í síma að kvöldi til. Saman nutu þau íslenskrar náttúru árið um kring; stunduðu úti- vist, m.a. skíðagöngu. í þessu skyni áttu þau sér lítið afdrep á Mosfells- heiði. Þau ferðuðust víða um land þar sem Sigrún var bflstjórinn. Höfðu þau þá gjaman með sér tjald og tjölduðu í fögru umhverfi. Sigrúnu og Baldri eru þakkaðar ótal ánægjulegar stundir, í starfí og annars staðar, fyrir gestrisni á heim- ili þeirra og fyrir tryggð og vináttu. Þessar línur eru settar á blað er fyrstu aðventuljósin eru tendmð. Er sérstök ástæða til að þakka þeim hjónum þann ánægjulega sið, sem þau héldu um langt skeið, að bjóða samstarfsfólki Baldurs í ráðuneytinu og mökum þeirra heim til sín kvöldstund á aðventu. Ég þakka löng kynni við Baldur allt frá því ég fyrst sem laganemi átti nokkur skipti við hann í ráðuneytinu síðla vetrar 1954 og síðan náið sam- starf í ráðuneytinu í rúm 25 ár. Enn er mér minnisstætt hið hlýja viðmót sem mér mætti á fyrsta starfsdegin- um þar. Ég þakka leiðsögn sem hann veitti mér og þann trúnað og það traust sem hann jafnan sýndi mér. Með Baldri Möller er kvaddur gagn- merkur samferðamaður. Sigrúnu, sonum þeirra, Markúsi og Jakobi, og öðrum aðstandendum eru sendai- innilegar samúðarkveðj- ur. Ólafur W. Stefánsson. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRARINS B. HJÖRLEIFSSONAR frá Norðfírði. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Hjördís Hólm Hermannsdóttir, Jakob Hólm Hermannsson. Baldur Möller andaðist 23. nóv- ember. Þeim fækkar óðum sem voru samtímis honum að störfum í Stjórn- arráðshúsinu meðan flest ráðuneytin höfðu þar aðsetur. Þar var þröngt setinn bekkurinn, en starfsmenn hinna ýmsu ráðuneyta kynntust meira en síðar þegar flutt var í önnur og dreifðari húsakynni. Árið 1941 var Baldur Möller skip- aður fulltrúi í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, en það ráðuneyti fór þá einnig með menntamál. Árið 1961 varð hann ráðuneytisstjóri. Hann starfaði alla tíð í ráðuneytinu nema rúmt ár, sem hann var í sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Baldur átti að baki ágætan náms- feril í Menntaskólanum í Reykjavík og í lagadeild Háskólans. Hann var einnig þá þegar þekktur skákmaður og átti eftir að bæta mörgum afrek- um við á því sviði, bæði innan lands og utan. Skákmeistari Reykjavíkur og íslands varð hann mörgum sinnum og skákmeistari Norðurlanda. Hann var einnig áhugasamur um íþróttir og íþróttamaður á yngri árum. Hann var valinn til forystu í Iþróttabandalagi Reykjavíkur á sinni tíð. Yfirleitt var Baldur áhugamaður um félagsmál og var t.d. í stjóm og varaformaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um hríð og kjörinn fyrsti formaður Félags starfsmanna Stjómarráðsins þegar það var myndað 1943. Baldur var hógvær maður, práður og vinsæll og naut trausts þeirra, sem störfuðu með honum. Minnist ég þess hve hann var hlédrægur þann tíma sem faðir hans var ráð- herra. Baldur var stórfróður og þekkti vel til ýmissa atburða í þjóð- lífinu fyrr og síðar, enda hafði hann vegna stjórnmálastarfs föður síns náin kynni af stjórnmálabaráttunni í landinu um langt skeið. Við Baldur höfðum ýmislegt sam- an að sælda, þótt ég væri ekki í hans ráðuneyti, nema ef telja skal að ég annaðist um 17 ára skeið útgáfu Lögbirtingablaðs fyrir hönd dóms- málaráðuneytisins og var víst reynd- ar settur fulltrái í dómsmálaráðu- neytinu um stundar sakir. En hinsvegar skipuðust mál þannig, að mér var falið að vinna að menntamál- um meðan þau voru enn hluti af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og átti þá mikil og góð samskipti við Baldur og einnig eftir að sérstakt menntamálaráðuneyti var sett á stofn. I forsætisráðherratíð Hermanns Jónassonar var skipuð nefnd til þess að endurskoða Jiágildandi lög um Stjórnarráðið. I henni áttu sæti Jónatan Hallvarðsson formaður, Baldur Möller og Kristján Thor- lacius. Nefndin samdi og skilaði lagafrumvarpi. Það var að vísu aldrei lagt óbreytt fyrir Alþingi, heldur annað frumvarp, sem Jónatan end- urvann úr frumvarpi nefndarinnar, en að meginefni munu gildandi lög um Stjórnarráð íslands verk fyrr- greindrar nefndar. Árið 1987 áttum við Baldur sæti í nefnd, ásamt Pétri Thorsteinsson og Guðmundi Benediktssyni, til þess að fjalla um íslenska fánann o.fl. Kom þar í ljós sem oftar, hve Baldur var fróður, tillögugóður og ágætur í samstarfi. I tengslum við þetta starf komum við heim til hans þar sem allt bar vott um gamalgróið menningar- heimili. Það var stundum skopast að því við Baldur, að hann skyldi hafa borð og stóla í skrifstofu sinni í ráðuneyt- inu á kafi í skjölum. Sagði hann gam- ansögur af þessu sjálfur. En hitt brást ekki, þrátt fyrir skjalahaug- ana, að hann vissi jafnan nákvæm- lega hvar hvert skjal var sem á þurfti að halda hveiju sinni. Það er svo um marga menn að þeir starfa saman alla vinnudaga, en að dagsverki loknu hverfur hver til síns heima og þá tekur við önnur starf- sveröld. Þannig þekkja menn oft ekki samstarfsmenn sína nema að takmörkuðu leyti. Við Baldur hitt- umst ekki oft utan vinnutíma, þótt við ræddumst stundum við í síma. Hann var hluti af þeirri veröld, sem mér finnst nú miklu fátæklegri eftir brottför hans. Við hjónin sendum eiginkonu hans og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Birgir Thorlacius. Við fráfall Baldurs Möller, fyrr- verandi ráðuneytisstjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, vakna hjá mér margar góðar minningar um vináttu og samstarf við einstakan heiðursmann. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi, er ég hóf störf í stjórnar- ráðinu 1971, að fá að starfa með Baldri Möller og þeim öðrum úrvals- mönnum er þá skipuðu samninga- nefnd rfldsins í launamálum. Þetta voru, auk Baldurs, Gunnlaugm- Briem, Brynjólfur Ingólfsson og Jón Sigurðsson, allt starfandi ráðuneyt- isstjórar á þeim tíma. Ritari nefnd- arinnar var Höskuldur Jónsson síðar ráðuneytisstjóri, en nú forstjóri ÁTVR. Það var mikill og góður skóli fyrir ungan lögfræðing, sem var að stíga sín fyrstu skref í stjórnarráðinu, að fá að starfa með slíkum mönnum. Þekking þeirra og reynsla, fram- koma og vinnubrögð og síðast en ekki síst fullkominn heiðarleiki í öll- um greinum hlutu að vekja virðingu og aðdáun. Það vakti strax athygli mína hve hógvær maður og kurteis Baldur var. Hann hækkaði aldrei röddina, þótt viðmælendur hans gerðu það, og var jafn elskulegur við alla, háa sem lága, háværa sem lág- væra. Það kann ýmsum að þykja ótrúlegt en Baldur var mikfil skap- maður. En sjálfstjórnin var nærri al- ger og ekkert virtist geta komið hon- um úr jafnvægi. Baldur var afar frjór í hugsun og ráðagóður. Það kom sér vel í erfiðum samningum að geta leitað ráða hjá honum. Hann hafði afar næmt auga fyrir því hvemig líklegt væri að mál mundu þróast. Það átti bæði við um viðhorf viðsemjenda okkar og pólitísk við- brögð umbjóðenda okkar, ráðheir- anna. Dómgreind hans var þá lítt skeikul, og næsta víst að „skákin" tefldist eins og Baldur spáði. Við Baldur áttum langan feril saman í kjaramálunum. Auk þess að starfa saman á vettvangi samningan- efndar ríkisins vorum við fulltráar ríkisins í samstarfsnefnd ríkisins og BSRB á árunum ’78 til ’81. Af hálfu BSRB sátu þá í samstarfsnefndinni Kristján Thorlacius og Haraldur Steinþórsson. Þeir Baldur og Kristján þekktust vel og höfðu starf- að mikið saman innan stjórnarráðs- ins á árum áður, þ.ám. að gerð kjarasamninga ríkisins við lækna. Fundir í samstarfsnefndinni voru mai'gii' og oft voru mjög erfið og eld- fim mál þar til úrlausnar. Ef þeir Baldur og Kristján voru báðir við- staddir mátti þó treysta því að fyllstu kurteisi yrði gætt og umræð- an og orðaval allt eftir gamalli stjórnarráðshefð. Á löngum næturfundum í Karp- húsinu verða stundum hlé á viðræð- um aðila. Þá er oft slegið í spil eða höfð uppi gamanmál til að stytta sér stundir. Baldur naut sín afar vel á slíkum stundum. Hann var mikill húmoristi og sagði skemmtilega frá, m.a. ýmsu því er hann hafði upplifað í stjórnarráðinu. Allt var það þó rætnislaust og meiddi engan. Hann var ekki síður snjall í spilamennsk- unni en í skákinni. Ég man þó að Magnús Oskarsson borgarlögmaður hló hátt og mikið þegar einn af yngstu samningamönnum ríkisins kom með tafl með sér á samninga- fund og spurði Baldur hvort hann vildi reyna við sig. í ársbyrjun 1985 tók ég við emb- ætti ráðuneytisstjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu af Baldri. Það var afar gott að taka við af hon- um. Baldur hafði verið ákveðinn en mildur húsbóndi. Starfsandi innan ráðuneytisins var góður og starfs- fólkið afar hæft til sinna stai’fa. Sum- ir starfsmenn höfðu starfað lengi í ráðuneytinu og allir sýndu þeir Baldri mikla tryggð. Én Baldur sýndi ráðuneytinu einnig mikla tryggð. Öll þau ár sem liðin eru síðan Baldur lét af embætti komu þau Baldur og Sigrán eiginkona hans jafnan á samkomur og hátíðir starfs- fólks ráðuneytisins. Því slitnaði aldrei sú taug, sem lá milli Baldurs og ráðuneytisins, meðan hann lifði. Andi hans hefur svifið yfir vötnum í ráðuneytinu allt til þessa dags. Fyrir það ber að þakka og ég á ekki betri óskir til handa dóms- og kirkjumálaráðuneytinu en að áhrifa Baldurs Möller gæti þar sem lengst. Það var öllum ljóst sem kynntust Baldri að hann var mikill hamingju- maður í sínu einkalífi, og jafnframt að Sigrán eiginkona hans og lífsföru- snautur var uppspretta þeirrar ham- ingju. Ég sendi Sigrúnu, sonum þeirra Baldurs og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Baldurs Möller. Þorsteinn Geirsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.