Morgunblaðið - 01.12.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 01.12.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 51 + Gyða Jónsdóttir fæddist í Reykja- vík 27. febrúar 1930. Hún lést á Landakots- spítala 22. nóvember siðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Þorbergur Bene- diktsson, sjómaður, f. 9.8. 1889, d. 5.10. 1963, og Jóhanna Þorsteinsdóttir, hús- móðir, f. 22.5.1899, d. 18.2. 1933. Fósturfor- eldrar Gyðu voru Ás- geir Torfason, sjó- maður og verka- maður, f. 2.4. 1888, d. 22.5. 1988, og Þorbjörg Einarsdóttir, húsmóð- ir, f. 22.12. 1890, d. 16.8. 1962. Al- systir Gyðu var Steina Margrét Jónsdóttir, f. 8.5. 1928, d. 29.5. 1937. Hálfsystkini þeirra eru Hjalti Jónsson, Grindavík, og Sig- ríður Jónsdóttir, Hafnarfirði. Gyða vinkona okkar í meira en hálfa öld er dáin eftir erfitt stríð við Parkinsonveiki og öll þau hugsanlegu vandamál, er þeim sjúkdómi geta fylgt. Undra- og aðdáunarvert er hve æðrulaust hún tókst á við þennan ill- víga sjúkdóm, þó sífelld vonbrigði með meðferð, lyfjagjöf og þjálfun yrðu ekki til að létta henni baráttuna. Gyða rak heimili fjölskyldunnar af miklum myndarskap og gestrisni, en auk bónda og barna var Asgeir, fóstri hennar, til heimilis hjá þeim í áratugi, allt til dauðadags á 101. aldursári og naut hann ástríkis og virðingar fjöl- skyldunnar allrar, sem var samtaka um að „afi“ ætti hjá þeim fagurt og notalegt ævikvöld. Farmannakonur sjá um flestar hliðar heimilisreksturs og var Gyða þar engin undantekning. Hún gaf sér þó tíma til að stunda nám í Háskóla Islands og um skeið í háskólanum í Árósum og lauk BA-prófi í bókmenn- tumvið HI. Gyða skrifaði í Háskólanum rit- gerð, þar sem fjallað var um minn- ingargreinar um konur. Af ritgerð- inni má ljóst vera að margar þeirra voru henni ekki að skapi. Því slepp- um við kleinum, hosum og sælgætis- molum í litla munna, en lýsum aðdá- un á listrænu handbragði við tómstundaiðju. Má nefna sérdeilis smekklega innbundnar bækur og glerlistarmuni, sem við vinkonurnar fengum að gjöf á stórafmælum. Gyða var glaðvær, hafði skemmti- legt skopskyn og ljómandi írásagnar- hæfileika. Oft var skellihlegið í saumaklúbb að kostulegum frásögn- um hennar. Gyða var mikill MR-ingur og lét ekkert tækifæri fram hjá sér fara til að taka þátt í samkomum og ferða- lögum samstúdenta frá 1950. Einstæðingar og umkomulitlir nutu góðs atlætis á Hávallagötunni. Dýr voru í miklu afhaldi, fuglar him- insins og heimilislausir kettir voru fóðraðir um leið og heimilisdýrin, þegar þörf var á. Trygglyndi Gyðu var einstakt og fómfýsi í garð þeirra, sem minna máttu sín. Attu þeir þar jafnan góðan stuðning vísan. Gjaftmidi og hugsun- arsemi við alla voru hennar aðals- merki. Hún „ræktaði garðinn sinn“, bæði úti og inni og gróðurhúsið var stolt hennar og mikill yndisauki. Læknar á Landakoti og sumt starfsfólk sýndu Gyðu mikinn skiln- ing og hlýju. Slíkt ber að þakka. Vertu sæl, kæra vina. Þökkum samverustundirnar. Bónda þínum og fjölskyldu vottum viðeinlæga samúð. Edda, Guðrún St., Ingibjörg Ýr og Stella. Þegar hátíð ljóss og friðar er í nánd kvaddi Gyða Jónsdóttir þennan heim og nýtur vonandi dýrðarinnar í nýjum heimkynnum. Sem ég var á ferð eftir Hringbrautinni mánudag- inn 22. nóvember eftir heimsókn á Landspítalann til veikrar vinkonu minnar leitaði hugurinn til Gyðu sem Hinn 21.10. 1961 giftist Gyða Sigurði Júnssyni, fyrrver- andi yfirvélstjóra hjá Eimskipi, f. 6.10. 1925. Synir þeirra eru tveir, Ásgeir, prófessor við Uni- versity of N. Carol- ina, f. 15.6.1961, eig- inkona hans er Anna Hrönn Jóhannsdótt- ir, f. 10.8. 1962, og eiga þau þijú börn, Torfa, f. 17.1. 1989, Jóhönnu, f. 9.2. 1993, og Önnu Rósu, f. 23.5.1994; og Jón Viðar, jarðfræð- ingur og starfsmaður við Jám- blendiverksmiðjuna á Grundar- tanga, f. 5.3. 1966, eiginkona hans er Unnur Svavarsdóttir, f. 12.11. 1965, og eiga þau soninn Magna Snævar, f. 16.1.1997. Bálför Gyðu fór fram í kyrrþey. lá á Landakoti. Ég var komin á fremsta hlunn með að líta til hennar en hætti við það á síðustu stundu. Það var eins og fyrirboði því um kvöldið hringdi vinkona okkar Gyðu og tjáði mér að hún hefði andast um morgun- inn. Hjá þessari vinkonu minni höfð- um við Gyða sést 1981, löngu eftir kynni okkar á æskuárum í Vestur- bænum. Kom mér í huga freknótt og fínleg telpa úr Garðastræti sem fyllti hóp vinstúlkna minna. Endurminn- ingamar úr Vesturbænum fyrrum daga höfðu nú tengt okkur traustum böndum. Þar sem ég er nú flutt á bemskuslóðir hlakkaði ég til nálægð- arinnar við hana. Náin kynni okkar hófust vorið 1994 þegar við sátum yfir nemendum Háskóla íslands þar sem þeir þreyttu próf í Eirbergi. Þar naut Gyða sín vel sakir ljúfmennsku og velvildar í garð þeirra sem sátu í eld- rauninni og einmitt þess vegna hafði henni oft verið falið að gæta nemenda sem prófaðir voru á sjúkrastofnun- um. Hún stappaði stálinu í nemend- uma sem voru að missa kjarkinn í prófunum og létti þeim þannig róður- inn. Mér er minnisstætt eitt sinn er ærandi hávaði barst inn í prófstof- umar í Eirbergi og Gyða vílaði ekki fyrir sér að ganga út og biðja gröfu- manninn að hætta störfum og taldi hann það sjálfsagt því að hann skildi vel að slíkt truflaði nemendur og kvaðst sjálfur hafa nýlokið prófum. Sjálf naut ég samvistanna við Gyðu, hún hafði á takteinum gamansögur í morgunsárið þegar mætt var til vinnu og bjó okkur þannig vel undir yfirsetuna þar sem tíminn virtist varla mjakast áfram. Það var víðara en í Eirbergi sem við sátum yfir í prófum og hafði hún ávallt jafngam- an af starfinu og stóð meðan stætt var. Gyða starfaði á þessum vett- vangi árin 1989 til 1997. Þegar hún hætti var tómlegra að koma til yfir- setunnar. Maður saknaði vinar í stað. Sjálf vildi hún fylgjast með hvernig gengi á gamla vinnustaðnum og innti mig eftir fréttum þaðan. Nú þegar Gyða er öll sé ég hana fyrir mér ró- lega, æðrulausa og viðmótsþýða og vel til hafða eins og hún var er ég sótti hana heim í síðasta sinn. Blessuð sé minning Gyðu Jóns- dóttur. Anna Þorsteinsdóttir. Þegar ég hóf að lesa almenna bók- menntafræði við Háskóla íslands fyrir tæpum tuttugu árum voru flest- ir samnemendur mínir á svipuðu reki og ég sjálf, á milli tvítugs og þrítugs. Þó voru á þessu nokkrar undantekn- ingar og í hópnum sem settist í kvennabókmenntir hjá Helgu Kress vorið 1981 var meðal áhugasamra nemenda Gyða Jónsdóttir, sem okk- ur nýútskrifuðum stúdínum fannst þá vera nokkuð við aldur, þótt reynd- ar hafi hún ekki verið nema rúmlega fimmtug. Fljótlega kom í ljós að Gyða átti vel heima í hópnum, áhugi hennar og elja við námið var eftir- tektarverð og þegar námskeiðinu lauk um vorið gátum við ekki hugsað okkur að hætta og þá um vorið var stofnaður kvennabókmenntaleshr- ingur sem hefur starfað óslitið síðan. Kjarni þessa leshrings telur þrettán konur og Gyða var ekki elst, en hún er sú fyrsta sem kveður. Gyða útskrifaðist með BA-próf í almennri bókmenntafræði og dönsku vorið 1983. Titillinn á lokaritgerð hennar var sóttur í Biblíuna, „Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er mik- ils meira virði en perlur“, og þar fjall- ar Gyða um minningargreinar um konur. í ritgerðinni sýnir Gyða hversu orðræða minningargreina um konur er hefðbundin og oft á tíðum klisjukennd. Hún fjallar á gagnrýn- inn hátt um það hvemig höfundar minningargreina leggja í skrifum sínum um konur ofuráherslu á eigin- leika og dyggðir sem taldar eru kven- legar: fórnfýsi, hlédrægni, ást og um- hyggju fyrir öðrum, matargerð og fyrirmyndar heimilishald. Nú er það svo að ég gæti sem hægast talið upp alla þessa rómuðu kosti kvenna og heimfært þá upp á Gyðu - og væri þá engu logið - en að sjálfsögðu læt ég það vera, að gefnu tilefni. Ég get þó ekki látið vera að nefna þá umhyggju og tryggð sem Gyða sýndi mér ætíð persónulega og ég veit að aðrar í leshringnum hafa svipaða sögu að segja. Hún færði mér ætíð gjafir við tímamót eins og útskriftir og bams- fæðingar, og þegar ég dvaldi við nám í Bandaríkjunum skrifaði hún mér bréf og þangað sendi hún mér í þrít- ugsafmælisgjöf afar fallega nælu sem hún hafði búið tíl. Sjálf heimsótti hún Ásgeir son sinn og fjölskyldu hans oft til Bandaríkjanna, en hann stundaði þai- nám á sama tíma og ég. í einni slíkri ferð hennar gafst mér tækifæri á að hitta hana og áttum við saman góðar stundir, líkt og við höfðum einnig átt erlendis tíu áram fyrr þeg- ar við fóram í hópi dönskunema í námsferð til Danmerkur. Kynni mín af Gyðu spanna því miklar víddir, bæði í tíma og rúmi, og ég kynntist vel öllum hennar miklu mannkostum. I fyrrnefndri ritgerð Gyðu koma glögglega fram þeir eiginleikai' henn- ar sem við í leshringnum kynntumst svo vel á fundum okkar í gegnum ár- in; næm tilfinning hennar fyrir því neyðarlega og fyndna í mannlegum samskiptum og hennar frábæra kímnigáfa. Gyða var mikill húmoristi og oft gat hún fengið alla viðstadda til að tárast af hlátri þegar hún sagði okkur sögur af sjálfri sér, vanda- mönnum sínum og vinum - eða þá bara af hinum dekraða ketti sínum, Ella, sem ætíð lét fara makindalega um sig nálægt eiganda sínum þegar fundirnir vora haldnir á heimili henn- ar. Gyða hafði frásagnargáfu sem naut sín vel í okkar hópi og ógleym- anlegur er hinn bráðsmitandi hlátur hennar sem ætíð hljómaði sem undir- leikur við sögumar. Það hefur verið okkur yngri kon- um leshringsins bæði fróðlegt og gef- andi að hafa Gyðu í hópnum. Hún hefur (ásamt aldursforseta leshr- ingsins, Rannveigu Löve) miðlað okkur dýrmætum fróðleik og veitt okkur innsýn í líf fyn-i kynslóða á hátt sem við hefðum varla annai's haft aðgang að. Líf Gyðu var ekki alltaf dans á rósum, bernska hennar var mörkuð sorg og erfiðleikum, en r 3lómat>úðiin > öa^ðskom l v/ Possvo^skii'kjwgai'ð > Símii 554 0500 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri 1 Ifffll blómaverkstæði 1 I PINNAm | Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. GYÐA JÓNSDÓTTIR Gyða missti móður sína úr berklum þegar hún var barn að aldri. Þegar hún hóf nám við Háskóla íslands, tæplega fímmtug að aldri, var lang- þráður draumur að rætast. Draumur sem hafði búið lengi með henni eftir að hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík árið 1950, á tíma sem aðeins fáar konur áttu kost á að ganga menntaveginn. Við eram þakklátar fyrir að hafa átt hlutdeild í því að sjá þann draum hennar rætast og við vitum að hún naut hverrar stundar í gefandi um- ræðum um bókmenntir og fræði. Það var sú umræða sem við leituðumst við að viðhalda í leshringnum okkar og munum halda áfram að viðhalda um ókomna framtíð og minning Gyðu mun lifa með okkui'. Við í leshringnum eigum eftir að sakna Gyðu mikið. Við kveðjum hana ^ með söknuði og djúpu þakklæti fyrir dýrmætar samvistir. Við sendum eig- inmanni Gyðu, Sigurði Jónssyni, og sonum hennar tveimur, Ásgeiri og Jóni Viðai-i, eiginkonum þeirra og bömum innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu vinkonu okkar Gyðu Jónsdóttur. F.h. leshringsins, Soffía Auður Birgisdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR B. GEORGSSON, Búlandi 2, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 3. desember kl. 13.30. Guðrún S. Gunnarsdóttir, Júlíus Pétursson, Torill Masdalen, Gunnar Örn Pétursson, Karen Níelsdóttir, Birgir Pétursson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Steinunn Pétursdóttir, Sveinn Skúlason, Guðrún Pétursdóttir, afabörn og langafabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BALDUR MÖLLER fyrrv. ráðuneytisstjóri, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, miðvikudaginn 1. desember, kl. 13.30. Sigrún Markúsdóttir Möller, Markús K. Möller, Júlia G. Ingvarsdóttir, Jakob Mölier, Sigrún Snævarr, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDÍNA JÓHANNSDÓTTIR ÍNA. hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Dalbraut 20, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 3. desember kl. 13.30. Eria Emilsdóttir, Páll G. Björnsson, Hulda Ríkharðsdóttir, Halldór P. Þorsteinsson, Gunnar Ríkharðsson, Helga Thoroddsen, Hörður Ríkharðsson, Sigríður Aadnegard og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SJÖFN EGILSDÓTTIR, Urðartúni við Laugarásveg, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánu- daginn 6. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Gunnar Már Hauksson, Brynja Gunnarsdóttir, Eirik Liland, Haukur Gunnarsson, Auður Lilja Arnþórsdóttir, Soffía Gunnarsdóttir, Filippo de Esteban, Egill Gunnarsson, Gígja Svavarsdóttir, Hörður Gunnarsson, Doris Juchli og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.