Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 54

Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 54
54 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Handan við hafdjúpin bláu hugur minn dvelur hjá þér ég bið að þú komir og kyssir kvíðannúrhjartamér. Hvítu mávar, segið þið honum að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann. Hvítu mávar, segið þið honum að hann sé það allt sem mér í brjósti ann. Þótt þú fasrir burt, ég hugsa enn sem áður um okkar liðnu tíð, er ég þig fann. Hvítu mávar, segið þið honum að hjartað slái aðeins fyrir hann. Eiginmanni, ættingjum og vinum votta ég samúð mína, Guð blessi ykk- ur og styrki í sorginni. Kæra vinkona, takk fyrir allt. Þín Dimbeldó Jenný Steinarsdóttir. Ingibjörg var ein af þessum stoltu, sjálfstæðu og glæsilegu Reykjavík- urdömum sem allir tóku eftir hvar sem hún kom. Hún var skarpgreind en af þeirri kynslóð kvenna sem gekk ekki menntaveginn því það tíðkaðist ekki á þeim tíma, en hún hefði getað nælt sér í hvaða há- skólagráðu sem hugurinn stóð til. Hún var sjálfmenntuð, stundaði tónleika og leikhús og las reiðinnar býsn. Hún hefði slegið hverjum læri- meistara við hvað varðar þekkingu á bókmenntum og ljóðum innlendum sem erlendum. Enginn kunni fleiri ljóð en hún. Tími Ingibjargar var ekki kominn. Hún var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom og það var alltaf stutt í brosið og hláturinn, hnyttin tilsvör hvort sem þau voru í bundnu eða óbundnu máli. Allt frá því ég kynntist minni bestu vinkonu, Lilju dóttur hennar, hef ég dáð þeirra nána samband. Þær voru bestu vinkonur, trúnaðarvinir og mæðgur. Það var ekkert sem Lilja gat ekki rætt við móður sína. Þær töluðu daglega saman í síma, deildu saman gleði og sorg, en ekki hvað síst öllu því sem gerist í daglegu lífí hverrar manneskju. Eins og Lilja sagði: „Það var hægt að biðja mömmu um allt, tala við hana um allt, hún var alltaf í góðu skapi, aldrei hneyksluð eða móðguð og gat alltaf séð nýtt sjónarhorn á hverju máli.“ Ég minnist hennar sérstaklega í stúdentsveislunni hennar Ragnhild- ar í vor. Þar geislaði af henni orkan og lífsgleðin. Það var mikið sungið og eins og venjulega var hún fremst í flokki í söngnum, kunni alla texta og naut þess að syngja og gleðjast í góðra vina hópi. Ingibjörg var sterkur persónu- leiki sem enginn gleymir. En hún hleypti fáum að sér. Drottningarlegt yfirbragð hennar skapaði ákveðna fjarlægð og virðingu. Fyrir fáum mánuðum fékk hún viðvörun um að lífið getur verið veikt skar, blaktandi kertaljós sem getur slokknað fyrr en varir. Það er á slík- um stundum sem reynir á manneskj- una fyrir alvöru, hvort hún er heil og ekta eins og Ingibjörg sannarlega var. Hún greindist með krabbamein fyrir nokkrum mánuðum og fór í margra vikna geislameðferð, en stundaði sína vinnu eins og ekkert hefði í skorist. Ekkert virtist geta bugað hana. Eftir meðferðina blasti lífíð við á ný, bjart og fagurt, ekkert benti til annars en hún væri laus við sjúk- dóminn. Fráfall Ingibjargar var því öllum mikið áfall. Kannski fékk hún eitthvert hugboð því hún kvaddi dóttur sína deginum áður enn inni- legar en nokkru sinni fyrr. Enginn ræður sínum næturstað en manni finnst að tími Ingibjargar hafí ekki verið kominn. Hún hefði mátt vera lengur hjá dætrum sínum, getað hringt í þær daglega, litið inn, hlustað á leyndai'mál þeirra, fylgst með öllu sem þær voru að gera og tekið þátt í lífi þeirra. Megi Hafsteinn, Lilja, Hildur, Helga, tengdasynir og barnabörn öðlast styrk í sorg sinni uns ljúf minning um einstaka konu víkur sorginni og sársaukanum til hliðar. Blessuð sé minning Ingibjargar Jónsdóttur. Kristín Jónsdóttir. Það voru ónotalegar tilfinningar sem bærðust innra með mér þegar Lilja vinkona mín hringdi í mig til að segja mér að mamma hennar væri dáin, hefði orðið bráðkvödd í fanginu á honum Hafsteini sínum örfáum stundum áður. Ég gat ekki trúað því að þetta væri satt, hvernig átti Lilja og allir hinir að komast af án hennar Ingibjargar, hún sem var allt í öllu, alltaf í góðu skapi og umvafði alla með umhyggju sinni og góð- mennsku. Okkur finnst þetta ekki réttlátt, hún átti svo margt eftir að gera með fólkinu sínu, en við eru aldrei spurð um hvað okkur finnst. Það var fyrst fyrir um 30 árum þegar við Lilja vorum í Kvennaskól- anum og urðum vinkonur að ég kynntist Ingibjörgu. Þá bjuggu þau á Arnarhrauninu, þangað var alltaf gott að koma. Mér fannst Ingibjörg ólík flestum öðrum mæðrum að því leyti að hún gaf sig svo mikið að okk- ur. Hún var vinkona sem lét sér annt um hvernig manni vegnaði í lífinu. Ingibjörg var afar glæsileg kona, bráðgreind, vel lesin og mjög ljóð- elsk, enda kunni hún texta allra laga. Það var ósjaldan leitað til hennar í þá smiðju. Það sem mér finnst þó hafa eink- ennt hana mest var hennar einstaka lundarfai-, sérstaki húmor og hennar endalaus umhyggja fyrir öllum sem í kringum hana vora. Hún gat líka alltaf séð spaugilegu hliðarnar á mönnum og málefnum, gat snúið öllu á fyndinn veg, og átti það bæði við um hana sjálfa og þá sem í kringum hana vora. Hún hafði skoðanir á öllu og fátt var henni óviðkomandi. Aldrei mátti hún neitt aumt sjá og var gjarnan á ferðinni um bæinn, færandi hendi. Það var alltaf hress- andi að hitta hana og alltaf var hægt að hlæja með henni. Hún var ein af þeim mæðram sem var dætrum sín- um miklu meira en mamma, hún var þeirra besta vinkona, sem þær gátu rætt við um alla hluti og alltaf fengið stuðning og styrk í hverju sem þær tóku sér fyrir hendur. Barnabörnin fóra heldur ekki var- hluta af umhyggjunni og vináttunni og ég hef grun um að tengdasynirnir hafi líka átt sér hauk í horni þar sem hún var. Þau Hafsteinn áttu saman um 25 ár og var mjög kært með þeim hjónum og hefur hann alla tíð reynst dætram hennar vel. Krakkarnir í skólanum þar sem hún vann, vora henni mjög kærir og vai’ hún engan veginn tilbúin að hætta að hugsa um þau, greyin! Það eina sem ég get fundið sem huggun öllum þeim sem syrgja þessa stór- brotnu konu er að það hlýtur að hafa vantað einhverja góða konu til að hlúa að þeim sem á þurfa að halda þarna uppi. Það getur ekki verið annar tilgangur með því að taka hana í burtu svona allt of fljótt. Að hafa kynnst henni Ingibjörgu og átt hana að vini er ríkidæmi sem aldrei verður burt tekið. Kæri Hafsteinn, elsku Lilja mín, Helga, Hildur, Jón, Þórður, Viktor og barnabörnin hennar öll, líf ykkar verður aldrei eins án hennar en hún skildi svo mik- ið eftir af sér í ykkur sem þið munið alltaf eiga sem veganesti í lífinu. Bryndís. Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Nesi, Seltjarnarnesi Allmörg ár eru nú liðin síðan Haf- steinn, félagi okkar, kynnti eigin- konu sína, Ingibjörgu, fyrir okkur Nesfélögum á einum af árlegum fundum okkar með eiginkonum. Segja má að alla tíð síðan hafi Ingi- björg verið með okkur á slíkum fundum, á skemmtunum hreyfingar- innar og í árlegum ferðalögum klúbbsins vítt og breitt um landið. Með glettniglampa í augum og órætt bros á vör kvaddi hún sér gjarnan hljóðs á skemmtifundum og kvöld- vökum, þar sem hún lagði gátur fyrir hópinn eða sagði skemmtilegar sög- ur af mönnum og málefnum. Nú er glampinn slokknaður, en við sitjum eftir með góðar minningar um glað- væra konu, sem við eigum vissulega eftir að sakna á komandi tíma. En hvað er okkar söknuður hjá þeim sára missi, sem nánustu ást- vinir Ingibjargar hafa nú orðið fyrir. Við sendum Hafsteini, félaga okkar, dætram Ingibjargar, tengdasonum og barnabörnum öllum innilegar samúðarkveðjur. Nesfélagar. ATVIISIIMU- AUGLÝSING AR Kaffi List opnao a ný Við opnum Kaffi List á nýjum stað að Laugavegi 20a og viljum ráða eftirtalið starfsfólk sem fyrst: ■ Traustan og útsjónarsaman veitingastjóra sem á auðvelt með að vinna meö öðrum. ■ Aðstoöarfólk í eldhús til að vinna með spænskum snilldarkokki frá San Sebastian. Reynsla af brauðbakstri er æskileg. ■ Vlð leitum einnig eftir þjóni/vaktstjóra í sal, aðstoðarfólki í sal og dyravörðum. Viðkomandi þurfa að vera eldri en 20 ára, duglegir, reglusamir, jákvæðir og áhugasamir og hafa ánægju af mannlegum samskiptum. Við tökum á móti ykkur á staðnum f dag, miðvikudag og á morgun, fi Nánari upplýsingar hjá Þórdísi og Agustín \ síma 861 3181. OVNð taœitt Verslunarstörf Gripið og greitt óskar eftir starfsfóiki í almenn verslunarstörf. Skriflegar umsóknir berist til: Gripið og greitt, Skútuvogi 4, 104 Reykjavík, , í síðasta lagi mánudaginn 6. desember. Blaðbera vantar á Bárugötu, Ægisíðu, Breiðagerði, Viðjugerði, Sund, Skeggjagötu, Háteigsvegi, Eskihlíð, Kópavog-Sæbólshverfi og Mosó-Barrholt þ Upplýsingar í síma 569 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. KÓPAVOGSBÆR Kársnesskóli í Kópavogi Kársnesskóla, Kópavogi, vantar ræsti í 50% starf milli kl. 13:00 og 17:00. í skólanum eru 340 börn á aldrinum 6- 11 ára. Laun skv. kjarasamningum Eflingar og Kópavogsbæjar. Upplýsingar gefa skólastjórnendur í síma 554-1567. Starfsmannastjóri TILKYIMIMINGAR Frá Lögreglustjóranum í Reykjavík Umsóknir um leyfi til sölu skotelda fyrir ára- mótin 1999—2000, í umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík, skulu hafa borist embætti lögreglu- stjórans í Reykjavík, Hverfisgötu 113—115, fyrir 10. desember nk. Trippi í óskilum Tvær 2ja—4ra vetra ómarkaðar hryssur, rauð og brún, eru í óskilum á Hjálmsstöðum í Laug- ardal síðan í maí. Sími 486 1230 eða 486 1199. Oddviti Laugardalshrepps. FEROIR / FERÐALÖG ■•»<m* III ..■III.. FERÐAKYNNING í NORRÆNA HÚSINU A vit ævintýranna með Síberíuhraðlestinni RÚSSLAND - MONGÓLÍA - KÍNA Brottför: 20. ágúst 2000, takmarkað sætafram- boð. Leiðsögumaður: Ari Trausti Guðmunds- son, jarðeðlisfræðingur. Ferðin verður kynnt í máli og myndum fimmtudagskvöldið 2. des. í Norræna húsinu kl. 20.30. LANDNÁMA FRUMLEG FERÐASKRIFSTOFA PJÓNUSTA ————————I Raflagnir Rafverktaki getur bætt við sig verkefnum í nýlögnum og viðgerðum. Uppl. í síma 421 1523 og 895 1553.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.