Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 55 MINNINGAR KRISTJÁN EINAR ÞOR VARÐARSON + Kristján Einar Þorvarðarson fæddist á Hvamm- stanga í V-Húna- vatnssýslu 23. nóv- ember 1957. Hann lést á Landspítalan- um 2. nóvember síð- astliðinn og fór útfór hans fram frá Hjalla- kirkju í Kópavogi 11. nóvember síðastlið- inn. Kristján Einar Þor- varðarson hitti ég í fyrsta sinn vorið 1971, þegar ég var sendur í sveit að Sönd- um í Miðfirði til þeirra hjóna Þor- varðar Júlíussonar og Sigrúnar Kristínar Jónsdóttur. Við gistum saman þrír í herbergi það sumar. Auk Einars, sem var ári eldri en ég, var sá þriðji og yngsti í hópnum drengur kallaður Viggó. Einar var nýfermdur frá þvi um vorið og var eitthvað af góðgætinu frá ferming- arveislunni enn á boðstólum. Við áttum ævintýralegt sumar við ýmis störf að Söndum. Fljótlega kom í ljós mikil glettni og kæti í fari Ein- ars. Hann gekk að hverjum degi með bros á vör. Hann var einnig mikill áhlaupamaður til verka og sterkbyggður. Áttum við hinir aldrei roð við honum í þeim verkum sem fyrir lágu. Hann var líka reynd- ur í sveitastörfunum og sýndi hann okkur og kenndi hvernig staðið væri að verki. Ekki var það alltaf eins og Þorvarður hafði sagt að hlutirnir skyldu gerðir. Einar var kapp- samur og útsjónarsam- ur og vildi gera hlutina með meiri hraða en gömlu aðferðirnar buðu upp á. Því var traktornum oftar beitt en ef Þorvarður stjórn- aði verkinu. Fannst mér sem ég væri áhorfandi að framför- um í verklagi. Einar var líka einbeittur og fylginn sér og eftir á að hyggja ótrúlega sjálf- stæður og ákveðinn af unglingi að vera. Sauðburður var langt kominn þegar við hófumst handa og voru fyrstu verkin að líta eftir ánum og lömbum þeirra. Við vorum því send- ir vítt og breitt um stór tún Sanda til að hreinsa broddskitu, aðstoða ær sem voru að bera og eitt sinn þurft- um við að saga horn af á sem óx inn í auga hennar. Þegar nálgaðist að reka þyrfti á fjall fengum við það verkefni að þjálfa reiðhestana sem nota átti til þess. Vorum við heila viku við það. Þetta var mikil ævin- týravika. Einar fór með okkur um alla Sandajörðina og víðar. Hann var alltaf með fjóra hesta en við Viggó með tvo eða þrjá. Veðrið var gott og gerðum við ýmislegt skemmtilegt. Meðal annars fórum við einu sinni á sundreið yfir Mið- fjarðará. Við Viggó völdum okkur góðan stað með stuttu sundi en Ein- ar sem hafði flesta hestana fór yfir á öruggum sundreiðarstað. Hann vildi fá hestana vel á sund, gerði það óhræddur og réð vel við aðstæður. Á Söndum var eingöngu stundað- ur sauðfjárbúskapur, nokkrar hæn- ur voru til heimilisnota og svo hest- arnir. Þegar búið var að reka á fjall og sláturtíð ekki komin var ýmsum verkum sinnt. Við gerðum við girð- ingar og útihús. Einnig fórum við á selveiðar í Hópið með Þorvarði. Þetta var mikil ævintýraferð og verkuðum við selskinn eftir að heim var komið. Margt fleira má telja af atburðum þetta sumar. Þorvarður bóndi var trúmaður mikill. Þannig vildi til að ég var að lesa Nýja testamentið á kvöldin þetta sumar. Oft kom því trúin til tals og var það alltaf Þorvarður sem bryddaði upp á því. Við unglingarnir vorum feimnir við þessa umræðu en þó gat ég ekki annað en sagt frá því sem ég hafði verið að lesa. Þorvarð- ur lét í ljós að hann væri ánægður með þennan lestur og ráðlagði mér að gerast prestur. Hagaði hann því alltaf þannig, þegar hann tók þetta til tals að við strákarnir værum allir viðstaddir, þ.e. líka bæði Einar og Viggó. Þeir lögðu lítið til málanna í þessari umræðu, hinsvegar tók ég eftir því að Einar hlustaði alltaf af athygli á tal föður síns. Hugleiddi ég þessa umræðu oft eftir á, sem var harla óvenjuleg, a.m.k. fyrir mig. Fannst mér að þótt til mín væri tal- að þá væru skilaboðin ekki endilega bara til mín. Miklu frekar var Þor- varður að koma skilaboðum til sonar síns Einars á þann hátt að honum yrði ekki ofboðið. Lestur minn á Nýja testamentinu var því kærkom- in átylla til að taka þessa hluti til tals og með því að tala til mín gaf hann Einari val um að vera með eða fara ef honum leiddist umræðan. Ekki man ég eftir að Einar hafi far- ið. Seinna fór Einar í guðfræði og gerðist prestur. Varð það til að styrkja trú mína á þessa sýn á at- burðina um sumarið. Finnst mér eins og að Einar hafi farið að ráðum og vilja föður síns þótt margt annað hafi að sjálfsögðu ráðið þar um. Eftir sumardvöl að Söndum 1971 skildi leiðir. Þær lágu síðan aftur saman í menntaskólanum Flens- borg í Hafnarfirði þremur árum seinna. Þaðan útskrifuðumst við stúdentar vorið 1978. Einar geislaði ætíð af kæti og var mikið til í að taka þátt í ýmsum uppátækjum. Einnig kom Einar oft í heimsókn til for- eldra minna þar sem hann, faðir minn og ég fórum saman í gegnum stærðfræðina. Eftir stúdentspróf skildi leiðir á ný og næst þegar ég hitti Einar var það á tuttugu ára stúdentsafmæli okkar. Kom þá stúdentshópurinn saman eftir langt hlé. Það var vorið 1998. Við það tækifæri hélt Einar stutta, gagnorða og hjartnæma tölu til að minnast þeirra sem fallið - höfðu frá úr hópnum. Síðast hitti ég Einar ásamt konu sinni á göngum Landspítalans þar sem hann talaði af æðruleysi um sjúkdóm sinn. Lauk því samtali með því að hann sagði að við myndum hittast ef hann hefði það af. Þetta voru orð töluð af mikl- um og aðdáunarverðum kjarki. Ég á margt foreldrum Einars og honum að þakka. Lífssýn og lífs- reynsla sem mér hefði sennilega ekki hlotnast nema fyrir samneytið við þau og fyrir velvilja þeirra. Fyrir það vil ég þakka. Konu Einars og börnum vil ég senda innilegar samúðarkveðjur, einnig öðrum ættingjum. Góður drengur er af velli genginn. Blessuð sé minning hans. Þórður Helgason. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentímetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. BÍLAR Til sölu Buick Lesabre, árg. '97.3,8 V6, 205 hestöfl, ABS spól- vörn, hleðslujafn- ari, leðurklæddur, rafmagn í sætum, rúðum, speglum, fjarstýrðar samlæs- ingar o.fl., o.fl. Upplýsingar gefur Árni í hs. 483 1418, vs. 482 2224, GSM 863 9588. Bílastíll ehf. auglýsir 2 lúxusvagna, ný innflutta frá Þýskalandi, til sölu. Range Rover 2,5 dse 1996, steingrásans. Þetta er ótrúlega vel búinn bíll, ss, rafdrifn- ar rúður og sæti, topp- lúga, kraftkubbur, loft- fjöðrun, tölvumiðstöð o.fl. o.fl. Viðmiðunarverð kr. 4.500.000. Til þín er verðið kr 3.750.000.- Ssang Young Musso e-32 bensín 1996. Þetta er lúxusjeppi með öllu því besta sem hægt er að fá í staðal- og aukabúnaði í einum bíl. Viðmiðunarverð kr 2.850.000. Til þín er verðið kr. 2.250.000. Ath.: Eigum ýmsa aðra bíla á góðu verði. Upplýsingar í síma 899 5555. ÝMISLEGT Kæri Jóli! Getur þú og Stúfur komið á jólaskemmt- anir um jólin? — Hjálmtýr. Svar: Jú, Hjálmtýr minn, það ætti að vera mögu- leiki. Hringdu bara í lurkinn minn, s. 894 5031. Kveðja, Ketkrókur. (Elfar Logi, s. 588 4636) STYRKIR Styrkir úr Málræktarsjóði Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Mál- ræktarsjóði. Sjóðurinn var stofnaður árið 1991. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans: a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorða- starf í landinu, b) að styrkja fjárhagslega starf orðanefnda sem vinna að þýðingum á tæknimáli eða sér- hæfðu máli, c) að styrkja fjárhagslega útgáfu handbóka og leiðbeininga um málnotkun, d) að styrkja fjárhagslega útgáfu kennsluefnis í íslensku, e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka, f) að veita einstaklingum, samtökum og stofn- unum viðurkenningu fyrir málvöndun og málrækt, g) að styrkja með fjárframlögum hvers konar framtak sem verða má til þess að markmið- um Málræktarsjóðs verði náð. Umsóknareyðublöð fást hjá framkvæmda- stjóra Málræktarsjóðs, Neshaga 16, 107 Reykjavík (sími 552 8530), og skal umsóknum skilað þangað fyrir 1. febrúar 2000. MÁLRÆKTARSJÓÐ UR FÉLAGSSTARF V Hafnarfjörður Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði Hinn árlegi jólafundur félagsins verður haldinn í Hraunholti, Dalshrauni 15, i kvöld 1. desember kl. 20.30. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Stjórnin. Jólafundur Hvatar Hvöt, Félag sjálfstæðiskvenna f Reykjavík, heldur jólafund sunnu- daginn 5. desember 1999 kl. 15.00 í Valhöll, Háaleitsbraut 1. Dagskrá: Jólahugvekja: Séra Ólafur Jóhannsson flytur. Bernskujól: Katrin Fjeldsted alþingismaður. Oddrún Ólafsdóttir og Björg Ósk Bjarnadóttir söngnemar flytja jólalög við undirleik Krystynu Cortes píanóleikara. Jólakaffihlaðborð. Veislustjóri Stefanía Óskarsdóttir varaþingmaður. Með bestu óskum um að sjá ykkur sem flest. Stjórnin. NGAR TILKYNNINGAR I.O.O.F. 9 = 1801217'/. = Sk. Hellmuth Katz, Vínarborg, einkaflugmaður á íslandi, 17.10.72-31.03.96, óskar öllum íslendingum gleðilegs nýs árs 2000 og þakkar fyrir alla hjálpina og vinsemdina á liðnum árum. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 7 = 18012018'/ = E.K. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund f kvöld kl. 20.00. I.O.O.F. 18 = 1801218 Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.00. 1. desemberhátíð i umsjón Heimilasambandsins. Séra (ris Kristjánsdóttir talar. áN SAMBAND ÍSLENZKRA ^Jr KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson hefur hugleið- ingu og flytur þátt úr kristnisögu: Siðskiptin. Aliir hjartanlega velkomnir. Munið basar Kristniboðsfélags kvenna í Kristniboðssalnum nk. laugardag kl. 14.00. Tekið á móti munum í Kristniboðssalnum á föstudag kl. 17.00—19.00. http://sik.torg. is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.