Morgunblaðið - 01.12.1999, Page 62
MORGUNBLAÐIÐ
62 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
ÖOj ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sdiM kt. 20.00
KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS eftir Bertolt Brecht.
6. sýn. í kvöid 1/12, örfá sæti laus, 7. sýn. fim. 2/12, örfá sæti laus, 8. sýn. fös.
3/12, örfá sæti laus, 9. sýn. lau. 4/12, örfá sæti laus, 10. sýn. 8/12, nokkur sæti
laus, 11. sýn. 9/12, nokkursæti laus, 12. sýn. 10/12, nokkursæti laus. Síðasta
sýning fyrir jól.
GLANNI GLÆPUR í LATABÆ
Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson.
Sun. 5/12 kl. 14.00 uppselt, kl. 17.00 uppselt, aukasýning lau. 4/12 kl. 13.00 uppselt,
fim. 30/12 kl. 14.00, nokkur sæti laus og kl. 17.00, nokkur sæti laus.
Litta stfiðið kt. 20.00:
ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt
Sun. 12/12, uppselt, mið. 15/12, örfá sæti laus, þri. 28/12, mið. 29/12, fim. 30/12.
Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst.
Miðasalan er opin mánud.-þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.-sunnud. ki. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200.
Gjafakort i Þjóðteikhúsið — qjöfin sem lifnar Oið!
Mannsröddin
ópera eftir Francis Poulenc,
texti eftir Jean Cocteau
6. sýn. mið. 1/12 kl. 12.15
7. sýn. 8/12 kl. 12.15 lokasýning.
Sýn. hefst m/léttum málsverði kl. 11.30
SALKA
á sta rsaga
eftlr Halldór Laxness
Fös. 3/12 kl. 20.00
Mið. 29/12 kl. 20.00 jólasýning
Síðustu sýningar á árinu
Munið gjafakortin
5 30 30 30
Mðasaia er opin trá kL 12-18, náHau og
Irá kl. 11 þegar er hádegislJús.
_____amsvan aian sotamiiwi.__
ÓSOnflB PflMTflMR SBJflB DflGUEGfl
FRANKIE & JOHNNY
Fös 3/12 kl. 20.30 nokkur sæti laus
Fös 10/12 kl. 20.30
LEITUM AÐ UNGRI STÚLKU
Rm 2/12 kl. 12.00
ÞJÓNN í SÚPUNNI
mið 1/12 kl. 20 örfá sæti, síðast sýn.
Gjafakort tilvalin jólagjöf!
www.idno.is
•• i -iimwiBiiniTMiiPr--—.t 11 ,
Myndir á
sýningu
Á morgun kl. 20.00
Leifur Þórarinsson: Haustspil
Frands Poulenc Konsertfyrirtvö píanó
Modest Mussorgsky: Myndir á sýningu
Hljómsvertarstjóri: Zuohuang Chen
Einleikarar Anna Guðný Guðmundsdóttir
og Helga Bryndís Magnúsdóttir
Áskriftartónleikar - Gula röðin
Háskólabló v/Hagatorg
Sími 562 2255
Míðasala alla daga kl. 9-17
www.sinfonia.is SINFÓNÍAN
KðtfiLeihliú$i5
Vesturgötu 3 iiiiMiiaiM
Ný revía eftir Karl Ágúst Úlfsson og
Hjálmar H. Ragnarsson i leikstjóm
Brynju Benediktsdóttur.
fös. 3/12 kl. 21 laus sæti
lau. 4/12 kl. 21 laus sæti
fös. 10/12 kl. 21 örfá sæti laus
Kvöldverður kl. 19.30
Ath.— Pantið tímanlega í kvöldverð
Starfsmannafélög/hópar athugið —
Jólahlaðborð i desember.
MIÐAPANTANIR I S. 551 9055
Söngsveitin Fílharmonía
Aðventutónleikar í Langholtskirkju
sunnudaginn 5. desember kl. 20.30,
þriðjudaginn 7. desember kl. 20.30,
miðvikudaginn 8. desember kl. 20.30.
Einsöngvari: Sigrán Hjálmtýsdóttir.
Konsertmeistari: Rut Ingólfsdóttir.
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson.
Miðasala í bókabúð Máls og menningar,
Laugavegi 18 og við innganginn.
5 LEIKFELAG \
REYKJAVÍKUR
BORGARLEIKHUSIÐ
Ath. brevttur svninoartími um helaar
Stóra svið:
Elifið
eftir David Hare, byggt á verki Art-
hurs Schnitzler, Reigen (La Ronde)
Þýðandi Veturliði Guðnason
Leikarar BaldurTrausti Hreinsson
og Marta Nordal
Leikmynd Sigurjón Jóhannsson
Búningar Helga Stefánsdóttir
Ljós Lárus Bjomsson
Hljóð Ólafur Öm Thoroddsen
Leikstjóm María Sigurðardóttir
Frumsýning fös. 3/12 kl. 19.00
2. sýn. sun. 5/12 kl. 20.00 grá kort
örfá sæti laus
3. sýn. fös. 10/12 kl. 19.00
rauð kort
4. sýn. sun. 12/12 kl. 19.00 blá kort
Að sýningu lokinni er framreitt
gimilegt jólahlaðborð af meistara-
kokkum Eldhússins
- Veisla fyrir sál og líkama -
Litíá lityMuufiíbúðui
eftir Howard Ashman,
tónlist eftir Alan Menken.
Lau. 4/12 kl. 19.00, örfá sæti laus,
fim. 9/12 kl. 20.00,
lau. 11/12 kl. 19.00.
U í svtn
eftir Marc Camoletti.
Sýningar hefjast aftur á nýju ári
Stóra svið kl. 14.00:
610/J.M. Banie.
Sun. 5/12, síðasti sýningardagur,
örfá sæti laus.
Litla svið:
Fégurðardrottningin
frá Línakri
eftir Martin McDonagh.
fim. 2/12 kl. 20.00, örfá sæti laus
lau. 4/12 kl. 19.00.
Sýningum fer fækkandi.
Litla svið:
Lefrir)
aé
v'ítsíviúnðTrf
í alheltoínuM
eftir Jane Wagner.
Fös. 3/12 kl. 19.00,
sun. 5/12 kl. 19.00.
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga
og sunnudaga og fram að sýn-
ingu sýningardaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími 568 8000, fax 568 0383.
TUB0RG
-LérröL-
MULINN
JAZZKLÚBBUR í REYKJAVÍK
í kvöld kl. 21:00
LágmarksWesen.
Andrés Gunnlaugsson leikur
ieikur fönkkaflann úr gripabók
Wes Montgomery.
Siguröur Flosason ( as ),
Birgir Baldursson ( tr ) og
Þórir Baldursson (B3).
Fimmtudaginn 02/12
Ómar Einarsson gítarleikari les salinn
Símí 551 2666
FÓLK í FRÉTTUM
Björt mey
og mambó
TOIVLIST
Geisladiskur
BJÖRT MEY OG MAMBÓ,
GEISLADISKUR HLJÓM-
SVEITARINNAR SIX
PACK LATINO.
Meðlimir sveitarinnar eru Aðal-
heiður Þorsteinsdóttir: píanó, bak-
raddir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir:
söngur, Páll Torfi Önundarson: gít-
ar, bakraddir, Tómas R. Einarsson:
kontrabassi, bakraddir, Þorbjörn
Magnússon: slagverk og Þórdís
Claessen: slagverk. Þórir Baldurs-
son stýrði upptökum, lék á bjöllu og
söng bakrödd. Kjartan Kjartansson
og Gunnar Sm i Helgason hljóðrit-
uðu. Þórir og Gunnar Smári hljóð-
blönduðu í samstarfí við hljómsveit-
ina. Upptökur fóru fram í hljóðveri
FIH og Hljóðsmáranum.
títgefandi: Mál og menning.
ÍSLENDINGAR hafa löngum
heillast af suður-amerískn tónlist,
dansvænni og glaðværri. Á þessum
áratug má nefna dæmi um fjölmarga
íslenska tónlistarmenn sem flutt hafa
slíka tónlist fyrir landa sína. Þekkt
dæmi eru hljómsveitir eins og Mill-
jónamæringamir og Júpiters, en
einnig má nefna poppsveitir á borð
við Sniglabandið sem h'tillega hefur
gælt við salsa og fleiri suðræn stíl-
brigði. Six Pack Latino er ný hljóm-
sveit sem nú hefur bæst í þennan hóp.
Þótt sveitin sé ný af nálinni eru liðs-
menn sveitarinnar margreyndir tón-
listarmenn og má þar nefna kontra-
bassaleikarann Tómas R. Einarsson
og söngkonuna Jóhönnu V. Þórhalls-
dóttur en hún var, ef mig minnir rétt,
ásamt Páli Torfa Önundarsyni, gítar-
leikara Six Pack, í hljómsveitinni Dia-
boulus In Musica seint á áttunda ára-
tugnum.
Lögin á Björt mey og mambó eru
fjórtán talsins og öll í suðrænum
anda. Eins og titill plötunnar gefur til
kynna þá er mambó-taktur áberandi
en þó eru önnur suður-amerísk takt-
afbrigði eins og rúmba, bóleró og cha
cha cha einnig í heiðri höfð. Lögin eru
flest gamlir standardar en frumsamin
eru þó fjögur lög og yfirleitt lipurlega
samansett. Textar eru ánægjulega
margir á íslensku og þó ekki séu þeir
hlaðnir boðskap eða speki einhvers
konar þá falla þeir vel að tónlistinni.
Tómas R. og Páll Torfi eiga frum-
sömdu lögin, tvö hver, auk þess sem
þeir semja sjö af íslensku textunum
níu, Tómas á fjóra en Páll þrjá. Óli
Gaukur og Þorsteinn Sveinsson eiga
svo hver sinn texta.
Leikgleði geislar af flutningi Six
Pack Mambo í lögunum fjórtán.
Heildin er sterk og enginn hljóðfæra-
leikari sker sig sérstaklega úr enda
h'tið um einleikskafla. Jóhanna Þór-
hallsdóttir syngur einkar vel og fer
oft á kostum í leikrænni túlkun, t.d. í
Camarera de mi amor. Slagverkspæl-
ingar eru einnig mjög skemmtilegar
þó lítils háttar óöryggis og stirðleika
gæti í lögum eins og Garðyrkjumann-
inum, sem annars er eitt skemmtileg-
asta lag plötunnai', létt og skemmti-
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
legt þar sem bakraddir gefa
skemmtilega stemningu. Eins er
skemmtileg stemning í Mambo del
amor sem minnir mig eilítið á Dia-
boulus In Musica sem og Garðyrkju-
maðurinn gerir. Simba mundele er
góð smíð Tómasar R. og prýðilegt er
lag Páls Torfa, Habanera. Viðlag þess
er þó æði fyrirsjáanlegt og sver sig í
ætt við latínhefðina. Engu síður vel
samið og textinn ekki síðri: „hljóm-
fallið seiðir, vín blæs í glóð; og ómar
habanera við næturljóð". Páll semur
einnig Timbúktú, lag sem yh-kað hefði
vel í Danslagakeppni Utvarpsins.
Einhverra hluta vegna datt mér
Skapti Ólafsson í hug er ég heyrði
lagið fyrst. Ómar Ragnarsson kom
einnig upp í hugann efth’ að ég hafði
lesið textann. Eitthvað grallaralegt
við þetta lag. Best heppnaði flutning-
ur Six Pack Latino þykir mér vera á
laginu Hjarta mitt þráir þig ein, sem
er erlent lag við texta Tómasar R.
Það er ekta suður-amerískur andi yf-
ir því, þessi hiti sem einkennir fólkið,
tónlistina og veður þeirra slóða. Jó-
hanna syngur djúpri, seiðandi röddu
og íslenski ullarsokkurinn er eins
fjarri og hugsast getur. Hann er ekki
eins fjarri í flutningi annari-a laga á
plötunni. Platan er nefnilega og eðli-
lega svolítið íslensk í sér.
Six Pack-hópnum hefur tekist vel
upp með val á eriendum lögum. Til
þín, lag Luiz Bonfra með texta Óla
Gauks, er frábært og smekklega flutt.
Sömuleiðis er lag Pablo Beltrán Ruiz,
í dansi með þér, afar vel samið. Texti
þess lags skiptist til helminga í
dönsku og íslensku og er íslenski hluti
Þorsteins Sveinssonar vel ortur. Hins
vegar fær Jóhanna ekki tíu í dönsk-
uframburði þó hún syngi lagið geysi-
lega vel. Mér þykir bai-a eitt lag bein-
línis leiðinlegt, E1 Manisero, og verð
ég bara að eiga það við sjálfan mig!
Björt mey og mambó er í heild
mjög vel heppnuð plata og laus við
alla tilgerð. Tónninn er alþýðlegur og
sannur. Fyrir utan stöku stirðleika-
merki í píanóeinleik og annars
skemmtilegum slagverksslætti þá er
hljóðfæraleikur prýðilegur, látlaus og
smekklegur. Þóri Baldurssyni tekst
vel upp við upptökustjórn og yndis-
legt er að heyra plötu sem laus er við
vemmilegar hljómborðsmottur og of-
hlaðnar útsetningar. Órafmögnuð
hljóðfæri, þurr en mjúkur hljómur og
heimilisleg nálægð. Eg vonast til þess
að heyra og sjá Six Pack Latino á tón-
leikum. Það er áreiðanlega þess virði.
Orri Harðarson
REUTERS
Algjör
api
MIKIÐ hefur verið rætt um
skaðsemi reykinga, en margt
reykingafólk á í erfiðleikum
með að losna undan tóbaks-
fikninni. Á þessari mynd sést
Namwan sem er tíu ára apaynja í
Taflandi með vindling f munnviki.
Namwan byijaði að reykja fyr-
ir þremur árum eftir að eigendur
hennar skildu hana eftir á götum
Bangkok og ekki leið á löngu þar
til hún var orðin þræll tóbaks-
fíknarinnar. Núna situr Namwan
á götum og betlar sígarett.ur af
vegfarendum til að þjóna fíkn-
inni. Af sögu hennar má ráða
hversu lítið þarf til að lenda f feni
tóbaksánauðar.