Morgunblaðið - 04.12.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 57
*
unni. Eftir guðsþjónustuna verður
s#i kirkjugestum boðið kaffi og meðlæti.
Gerðubergs-
kórinn í
Breiðholts-
kirkju
Á morgun, annan sunnudag í að-
ventu, fáum við ánægjulega heim-
™ sókn í Breiðholtskirkju í Mjódd. Þá
kemur Gerðubergskórinn, kór fé-
lagsstarfsins í Gerðubergi, og syng-
ur við messu kl. 14, undir stjórn
Kára Friðrikssonar, en sú hefð hefur
skapast að kórinn syngi við messu í
kirkjunni þennan sunnudag og hefur
sú heimsókn ávallt verið mjög vel
heppnuð. Einnig munu þátttakendur
I úr félagsstarfinu, þau Anna Jóns-
dóttir, Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson,
|| Guðlaug Hróbjartsdóttir og Margrét
P Grétarsdóttir lesa ritningarlestra og
bænir. Vakin skal athygli á því, að
hér er um breyttan messutíma frá
því sem venjulegast er.
Að messu lokinni verður síðan
kaffisala Barna- og unglingakórs
Breiðholtskikrkju, en kórinn er nú
að undirbúa þátttöku í norrænu
barnakóramóti í vor. Það er von okk-
H ar að sem flestir safnaðarmeðlimir
! og aðrir velunnarar kirkjunnar hafi
;> ! tækifæri til að taka þátt í guðsþjón-
, ! ustunni og styðja síðan starf barna-
kórsins með því að þiggja veitingar á
eftir.
Sr. Gísli Jónasson.
Aðventu-
tónleikar Kórs
Hjallakirkju
IKór Hjallakirkju heldur sína ár-
legu aðventutónleika í Hjallakirkju,
Kópavogi, sunnudaginn 5. desember
kl. 20.30. Kórinn fór í Norðurlanda-
ferð sl. sumar og kom þá fram í
Norrköping, Gautaborg, Lundi, Óð-
insvéum og Kaupmannahöfn. Alls
söng kórinn á 5 tónleikum í fullri
lengd og einnig við tvær messur.
Efnisskráin í ferðinni var fjölbreytt
iin og metnaðarfull og fékk kórinn góða
; dóma. Einsöngvarar með kórnum
Ivoru kórfélagarnir María Guð-
mundsdóttir, sópran, Gréta Jóns-
dóttir, mezzosópran og Gunnar
Jónsson, bassi en undirleikari var
Lenka Mátéová. Allir þessir aðilar
koma fram með kórnum á aðventu-
tónleikunum og hafa að auki fengið í
lið með sér hjónin Guðrúnu Birgis-
dóttur og Marial Nardeau þverf-
lautuleikara. Sr. íris Kristjánsdóttir
annast talað mál. Einnig verður al-
mennur söngur. Allir eru hjartan-
lega velkomnir. Aðgangur er ókeyp-
Safnaðarstarf
Grafarvogs-
dagurinn
Utiguðsþjónusta á „Sögustað við
sund“ hinum forna kirkjustað í Gufu-
nesikl. 11.
Lagt verður af stað frá
Grafarvogskirkju kl. 9.45. Gengið frá
kirkjunni að hinu foma kirkjustæði
(1150-1886) í Gufunesi. Leiðsögu-
maður: Anna Lísa Guðmundsdóttir
frá Árbæjarsafni. Þjónað verður við
altari gömlu kirkjunnar sem er í eigu
Reykjalundar. Sr. Vigfús Þór Áma-
son sóknarprestur prédikar og þjón-
ar fyrir altari.
Kór Grafarvogskirkju syngur
undfr stjórn Harðar Bragasonar
organista og kórstjóra. Að lokinni
guðsþjónustu býður Áburðar-
verksmiðjan í Gufunesi upp á grillað-
ar pylsur og gos. Munið sætaferðir
til baka að kirkjunni. Aðalskip Graf-
arvogskirkju verðui’ t.il sýnis allan
daginn.
Hátíðarguðsþjónusta á Hjúkmn-
arheimilinu Eir kl. 13.15 í tilefni
dágsins.
Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar
og þjónar fyrir altari. Kór Grafar-
vgoskirkju syngur, organisti: Hörð-
ur Bragason.
Prestarnir.
Kvöldmessa
í Hallgríms-
kirkju
Á sunnudag verður mikil dagskrá í
Hallgrímskirkju. Um morguninn
verður að venju messa kl. 11. Um
miðjan dag kl. 17 verða tónleikar
Schola cantomm og um kvöldið kl.
20 verður kvöldmessa með einföldu
sniði. Þar verður lögð áhersla á
kyirð, bæn og íhugun. Báðir prestar
kirkjunnar annast messuna ásamt
hóp úr Mótettukór. Organisti verður
Douglas A. Brotchie.
Fundur í
Safnaðarfélagi
Dómkirkjunnar
Almennur fundur verður haldinn í
Safnaðarfélagi Dómkirkjunnar
sunnudaginn 5. desember nk., annan
sunnudag í aðventu, um kl. 12:00 á
hádegi, strax að lokinni árdegis-
messu i Dómkirkjunni.
Á fundi Safnaðarfélagsins mun
Hallgerður Gísladóttir, deildarstjóri
í þjóðháttadeild Þjóðminjasafns ís-
lands, halda stutt erindi um matar-
gerð fyrri tíma og matarhefðir Is-
lendinga, einkum í tengslum við
jólahátíðina, sem brátt gengur í
garð, en nýkomin er út bók hennar
um íslenska matarhefð.
Fundir Safnaðarfélags Dómkirkj-
unnar eru haldnir eftir árdegis-
messu fyrsta sunnudag hvers mán-
aðar og hefjast um kl. 12:00 á hádegi.
Þeir eru haldnir á 2. hæð í Safnaðar-
heimili Dómkirkjunnar, á horni Von-
arstrætis og Lækjargötu, og standa
yfirleitt í rúma klukkustund. Fund-
irnir hefjast með léttum málsverði á
vægu verði og að því loknu koma
valdir gestir í heimsókn, sem halda
stutt erindi um hin ýmsu málefni.
Fundir Safnaðarfélagsins eru opn-
ir öllum velunnurum Dómkirkjunn-
ar, innan sóknar sem utan, og eru
þeir tilvalið tækifæri til að mynda og
styrkja tengsl við Dómkirkjuna.
Stjórn Safnaðarfélags
Dómkirkjunnar
Mismunandi
kjör barna í
heiminum
Mismunandi kjör barna í heimin-
um er yfirskrift fjölskyldusamkomu í
aðalstöðvum KFUM og KFUK á
morgun, annan sunnudag í aðventu,
kl. 17. Anna Margrét Ólafsdóttir frá
Hjálparstarfi kirkjunnar mun fjalla
um efnið á lifandi og auðskilinn hátt.
Sigurbjörn Þorkelsson les stutta
sögu úr bók sinni, Þá munu steinarn-
ir hrópa, sem tengist efninu. Kór
Kristilegra skólasamtaka mun
syngja tvö til þrjú lög undir stjórn
Ölafar I. Kjartansdóttur. Hugvekju
dagsins flytur Helgi Gíslason, æsku-
lýðsfulltrúi KFUM og KFUK.
Seinni hluta samkomunnar verður
boðið upp á sérstakar samverur fyrir
börn. Skipt veðrur í hópa eftir aldri.
Eftir samkomuna gefst fólki kostur á
því að staldra við og kaupa sér ljúf-
fenga máltíð gegn afar sanngjömu
gjaldi.
Allir eru velkomnir að koma í aðal-
stöðvar KFUM og KFUK annan
sunnudag í aðventu til að njóta sam-
félags og uppbyggilegs efnis, ætlað
allri fjölskyldunni.
Sigurbjörn Þorkelsson,
framkvæmdastjóri.
Jólafundur
Safnaðarfélags
Askirkju
_ JÓLAFUNDUR Safnaðarfélags
Áskirkju verður föstudaginn 10. des-
ember og hefst hann kl. 19 með borð-
haldi þar sem hátíðarmatur verður
framreiddur. Helena Stefánsdóttir
syngur einsöng við undirleik Guðna
Þ. Guðmundssonar. Upplestur. Kiðl-
ingarnir leika og syngja nokkur jóla-
lög. Jólahugvekja. Happdrætti.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir
7. desember til: Kirkjuvörður 588-
8870, Erla 553-4784, Guðrún 581-
2044 og Þóranna 568-1418.
Stjórn Safnaðarfélags
Ásprestakalls.
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra
kl. 13. Samvera í safnaðarheimilinu
og jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum.
Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall-
dórsson.
Fríkirkjan Vegurinn. Fjölskyldu-
hátíð kl. 11. Brauðsbrotning og fögn-
uður í húsi drottins. Léttar veitingar
eftir samkomuna. Samkoma kl. 20.
Brauðsbrotning, prédikun og fyrir-
bænir. Samúel Ingimarsson prédik-
ar. Allir hjartanlega velkomnir.
KEFAS, Dalvegi 24. Samkoma í
dag kl. 14. Björg R. Pálsdóttir. Þrið.
7. des: Brauðsbrotning kl. 20. Barna-
blessun kl. 20.30. Föstudaginn 10.
des: Bænastund unga fólksins kl.
19.30. Allir hjartanlega velkomnir.
Vinalínan
er opin á hverju kvöldi frá kl. 20-23
Úkeypis símaþjónusta
-100% trúnaður
sími 800 6464
— Vinalína Rauða krossins
þegar þú þarft á uini að halda
Mikið úrval af
glæsilegum
fatnaði við öll
tækifæri
Opið laugardagfró kl, 10-16,
sunnudag fró kl. 13-17.
r
ouiiarion
Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147.
LISTMUNAUPPBOÐ
ANNAÐ KVÖLD KL. 20 Á RADISSON SAS HÓTEL SÖGU
VINSAMLEGA KOMIÐ OG SKOÐIÐ VERKIN í GALLERÍ FOLD,
RAUÐARÁRSTÍG 14, í DAG, FRÁ KL. 10-17, EÐA Á MORGUN FRÁ KL. 12-17.
SELD VERÐA UM 100 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK GÖMLU MEISTARANNA.
ART CALLERY
Rauðarárstíg 14,
sími 551 0400.
f