Morgunblaðið - 04.12.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Uppbygging nýrrar verslunarmiðstöðvar á Gleráreyrum Rífa þarf húseigriir fyrir um 100 milljónir króna KAUPFÉLAG Eyfirðinga og Rúmfatalagerinn þurfa að kaupa upp húseignir fyrir um 100 milljón- ir króna, sem svo rifnar verða nið- ur í tengslum við uppbyggingu nýrrar verslunarmiðstöðvar fyrir- tækjanna á Gleráreyrum. Þar af leggur Akureyrarbær fram 30 milljónir króna og er bærinn því að leggja fram samtals 75 milljónir króna í tengslum við flutning Skinnaiðnaðar í Folduhúsið og uppbyggingu verslunarmiðstöðvar- innar. Þórarinn E. Sveinsson aðstoðar- kaupfélagsstjóri KEA sagði ekki óvarlegt að meta svokölluða dúka- verksmiðju, sem íyrirtækin keyptu ásamt aðalverksmiðjuhúsi Skinna- iðnaðar, á um 50 milljónir króna en dúkaverksmiðjan verður rifin. Einnig verður húseign Sportvers keypt, svo og gamla Þórshamar, þar sem Hjólbarðaverkstæði Ein- ars, GV-gröfur og trésmiðja Þórar- ins Arinbjarnarsonar eru til húsa. Þórarinn sagði þessar húseignir væru nálægt 1.000 fermetrum að stærð og kostuðu samtals um 50 milljónir króna. Dýrara en að byrja úti á túni „Þama verða því eignir fyrir að minnsta kosti 100 milljónir króna rifnar og þar fyrir utan bætist við kostnaðurinn við að rífa þær, slétta lóðina og útbúa bílastæði. Þegar allt er talið er um 100- 160 milljón- um króna dýrara að kaupa þessar eignir í burtu en að byrja úti á túni. En bærinn leggur fram 30 milljón- ir króna í þessi eignauppkaup," sagði Þórarinn. Hann sagði ekki búið að ákveða endanlega hvernig að framkvæmd- um á Gleráreyrum verður staðið en að einn möguleikinn sem ræddur hafi verið sé alútboð. „Ein hug- myndin sem kom upp og er mjög spennandi, var að rífa aðalverk- smiðjuhús Skinnaiðnaðar líka og sú hugmynd er reyndar enn uppi á borðinu. Það liggur alla vega fyrir að gera þarf miklar endurbætur á verksmiðjuhúsinu," sagði Þórarinn. Jólabærinn Akureyri Söngur og grín í mið- bænum Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Hádegis- tónleikar Björns Steinars Sólbergs- sonar í dag, laugardag, kl. 12. Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, messa kl. 14, beðið fyrir bágstödd- um og hjálparstarfi, Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar með fræðslu eftir messu. Aðventukvöld kl. 20.30 á sunnudagskvöld, ræðumaður er Þorvaldur Þorsteinsson. Biblíulest- ur í Safnaðarheimili kl. 20 í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar héraðsprests á mánudagskvöld kl. 20. Morgunsöngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Mömmumorgun í Safnaðarheimili frá kl. 10 til 12 á fímmtudag, jólastund, síðasta sam- vera fyrir jól. GLERARKIRKJA: Barnasam- vera kl. 11 á morgun, sunnudag. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Hátíðarmessa verð- ur á sunnudag kl. 14, á 7 ára vígslu- degi kirkjunnar. Sr. Bolli Gústafs- son vígslubiskup vígir nýtt altari. Sr. Hannes Öm Blandon prófastur predikar. Að athöfn lokinni verður heitt súkkulaði og smákökur í um- sjá Kvenfélagsins Baldursbrár. Fundur Æskulýðsfélagsins verður kl. 20 um kvöldið. Kyrrðar- og til- beiðslustund verður í kirkjunni kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera í kirkjunni á miðvikudag frá kl. 12 til 13, orgelleikur, fyrirbænir, altar- issakramenti og léttur málsverður í safnaðarsal á vægu verði á eftir. Opið hús fyrir mæður og börn á fimmtudag frá kl. 10 til 12. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, sunnudag, bænastund kl. 16.30, al- menn samkoma kl. 17 og unglinga- samkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á fimmtudag kl. 17.30, 11 plús mínus kl. 17.30 á föstudag. Flóamarkaður alla föstudaga frá kl. 10 til 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Köku- sala í göngugötu í dag, laugardag, frá kl. 14 til 16, brauðsbrotning og bænastund kl. 20. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar verður á morgun, sunnudag, kl. 11.30, kennsla fyrir alla aldurshópa í umsjá G. Theó- dórs Birgissonar. Sama dag kl. 16.30 verður vakingarsamkoma, Valdimar Júlíusson predikar, fyrir- bænaþjónusta og barnapössun. Gospelkvöld unga fólksins á föstu- dagskvöld. Bænastundir kl. 6.30 alla morgna. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Að- ventukvöld í Stærri-Árskógskirkju kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Sunnu- dagaskóli í Hríseyjarkirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. LAUGALANDSPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í umsjá Skúla Torfasonar verður í Hólakirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. Aðventu- kvöld verður í Munkaþverárkirkju á sunnudagskvöld kl. 21. Ræðumaður verður Sigurður Jóh. Sigurðsson forseti bæjarstjómar Akureyrar. Aðventukvöld verður í Grundar- kirkju fimmtudagskvöldið 9. desem- ber kl. 21. Aðventukvöld verður í Saurbæjarkirkju sunnudaginn 12. desember kl. 21. Tónlistaratriði í umsjá Tónlistarskóla Eyjafjarðai- og kirkjukóranna. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundaskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Bamafundur kl. 18 á mánudag, allir krakkar vel- komnir, sérstaklega Ástirningar. UA hlaut gæðaverðlaun Coldwater í Bretlandi Ljós kveikt ájólatré Kveikt verður á jólatrénu frá Randers, vinabæ Akur- eyrar í Danmörku, á Ráðhús- torgi og hefst dagskráin kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Akureyrar, þá syngur Kór Akureyrarkirkju, flutt verða ávörp og loks verður kveikt á trénu kl. 16.15 og Kór Menntaskólans syngur. Harmonikuleikarar verða á vappi í miðbænum og fjöl- listahópur einnig og þá syng- ur Hjálpræðisherinn jólalög. Fjöllistahópurinn verður einnig á ferðinni á sunnudag kl. 13.30 og málmblásarak- vintett Tónlistarskólans leik- ur nokkur lög auk þess sem jólasveinar verða á ferli. ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. fékk í vikunni afhent gæða- verðlaun Coldwater Seafood UK, dótturfélags SH í Bretlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt en þau eru ætluð framleið- anda sem náð hefur framúrskar- andi árangri í vöruvöndun og áreiðanleika f framleiðslu. Coldwater Seafood UK rekur tvær fiskréttaverksmiðjur í Grims- by þar sem framleiddar eru full- unnar afurðir fyrir veitingahúsa- markað og smásölukeðjur í Bret- landi. Meðal helstu viðskiptavina eru MacDonalds og Marks & Spencer. Helgi Anton Eiríksson, inn- kaupastjóri Coldwater Seafood UK, afhenti Guðbrandi Sigurðs- syni, framkvæmdastjóra ÚA, verð- launin. Helgi Anton sagði að ÚA hefði verið mikilvægur samstarfs- aðili í markaðsstarfi fyrirtækisins á undanförnum misserum Hann sagði framleiðendur á breska markaðnum þurfa að mæta mjög hörðum kröfum bæði neytenda og smásölukeðja og að það hefði ÚA gert með sóma. Sem dæmi um hvert fram- leiðsluvörur ÚA fara nefndi Helgi Anton að stærstur hluti fiskrétta hjá MacDonalds í Bretlandi væri úr fiski frá ÚA. Guðbrandur Sig- urðsson sagði verðlaunin mikla viðurkenningu fyrir starfsfólk ÚA. FJÖLBREYTT dagskrá verð- ur í miðbæ Akureyrar í dag, laugardag. Félagar úr kór Menntaskólans á Akureyri syngja jólalög kl. 14.30, lesið verður upp úr nýjum bókum í Bókvali, jólasveinar verða á ferð í hestvagni og gefa vörur frá Sól-Víking og Kexsmiðj- unni. Þá verður opið hús hjá Landsbanka Islands frá kl. 13.30 til 15.30 og þangað koma m.a. jólasveinar í heimsókn, leikþáttur verður sýndur og kór Lundarskóla syngur auk þess sem nemendur Mynd- listaskólans verða með sýn- ingu. Afhending gæðaverðlauna Coldwater Seafood UK fór fram í nýrri Þróunarstöð ÚA. Fremst standa þeir Helgi Anton Eiríksson, inn- kaupastjóri Coldwater í Bretlandi, t.v., og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA. Fyrir aftan þá standa Nigel Holt, sölustjóri Coldwater, t.v., Caryn Kendall frá Marks & Spencer, Magnús H. Bald- ursson, Gunnar Larsen og Elvar Thorarensen, starfsmenn ÚA. Hjalteyrargata 4 %MkumyiL Tii íeigu skrifstofuhúsnæði á 1. og 2. hæð, samtals um 160 fm. Húsnæðið býður upp á marga nýtingarmöguieika. Mögulegt er að hafa 4~6 góð vinnuherbergi. Sérinngangur á jarðhæð. Laust fljótiega. Strandgötu 29, Akureyri, sími 462 1744_og 462 1820, fax 462 7746 dYCjUO Söiumertn: Ágústa Ólafsdóttir og Björn Guðmundsson Opið virka daga frá kl. 9-17 Bæjarráð Lækkun fasteigna- skatts BÆJARRÁÐ Akureyrar legg- ur til að fasteignaskattur af eigin íbúðum þeirra sem verða 70 ára og eldri á árinu 2000 verði lækkaður um allt að 20 þúsund krónur af hverri íbúð sem nýtt er tO eigin nota. Jafnframt er lagt tO að fast- eignaskattur af eigin íbúðum örorkulífeyrisþega (75% ör- orka) verði lækkaður um sömu upphæð. Um er að ræða ein- staklinga með tekjur allt að 1.125 þúsund krónur og hjá hjónum eða fólki í sambúð með tekjur allt að 1.550 þúsund krónur. Tónlistarskólinn Tvennir tónleikar TVENNIR tónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarskól- ans á Akureyri á sunnudag, 5. desember. Gítardeild verður með tón- leika á sal skólans og hefjast þeir kl. 14 en þar koma fram yngri gítamemendur skólans. Jólatónleikar píanódeildar skólans verða svo haldnir á sama stað kl. 16. Jóladans- sýning JÓLADANSSÝNING Ballett- skólans á Akureyri verður á sunnudag, 5. desember, kl. 14 í Gryfjunni, samkomusal Verk- menntaskólans á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.