Morgunblaðið - 04.12.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hús uppi Hæðarmunur: 700 m Lengd svifbrautar: 2,3 km BIÁÍINDUP Skltogtytmlur SKÍÐAHÓTEL Hús niðri í brekkunni sunnan við Skíðahótelið 206 farþeg- ar í milli- landaflugi á Egilsstöðum TVÆR þotur í millilandaflugi lentu á Egilsstaðaflugvelli í gærmorgun og höfðu þar nokkurra klukkustunda viðdvöl vegna slæmra veðurskilyrða á Keflavíkui'flugvelli. Ingólfur Arnarson flugvallarstjóri á Egilsstöðum segir að vel hafi geng- ið að taka á móti vélunum og farþeg- unum sem hafi verið 206 talsins. Vélamar voru að koma frá Halifax og Boston. Fjórir tímar liðu frá því að fyrri vélin lenti þangað til seinni vélin fór í loftið. Egilsstaðaflugvöllur hefur verið alþjóðlegur flugvöllur í um þrjá ára- tugi en 1993 var flugbrautin malbik- uð. Ingólfur segir að tekið hafi verið á móti 10 þotum í millilandaflugi á ári á árabilinu 1993-1998 en á þessu ári séu þær líklega um fimmtán tals- ins. Fjórar þotur komu í tengslum við ráðherrafund sem haldinn var á Austurlandi í sumar og einnig komi færeyskar vélar af og til þegar veð- urskilyrði eru slæm í Færeyjum. Tekjur flugvallarins af hverri vél eru að meðaltali nálægt um 40 þúsund krónum. .. ------♦ ♦ ♦---— Olvunarakstur aðal ástæða endurkröfu TJON af völdum ölvunaraksturs, sem leitt hafa til endurkröfu vátr- yggingafélaga á hendur ökumönn- um, hafa verið mjög tíð í desember- mánuði og fram yfir áramót undanfarin ár, að því er fram kemur í fréttatilkynningu endurkröfunefnd- ar sem skipuð er af dómsmálaráð- herra. Síðastliðin fimm ár hefur endur- kröfunefnd fengið til meðferðar að meðaltali 120 mál áriega og er ástæða endurkröfu á hendur ök- umönnum ölvun í 90% tilvika. Á síð- asta ári námu úrskurðaðar endur- kröfur samtals 27,3 milljónum króna. I umferðarlögum segir að vá- tryggingafélag, sem greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum öku- tækja, eignist endurkröfurétt á hendur þeim sem olli tjóni af ásetn- ingi eða stórkostlegu gáleysi. Af þessu tilefni beinir endur- kröfunefnd því til ökumanna að hugsa um alvarlegar afleiðingar þess að aka undir áhrifum áfengis. Veðurmælingar á toppi Hlíðarfjalls í tengslum við hugmyndir um svifbraut ÁHUGAMENN um byggingu svif- brautar (kláfferju) upp á Hlíðar- fjall við Akureyri hafa staðið fyr- ir veðurmælingum á toppi fjallsins undanfarin þrjú ár. Þess- ar mælingar hafa þó verið með hléum af tæknilegum ástæðum, að sögn Sveins Jónssonar í Kálfsk- inni sem farið hefur fremstur áhugamanna um byggingu svif- brautarinnar. Hann sagði að erfitt hefði verið að halda veðurmælun- um í gangi í allra verstu veðrun- um og þeir hreinlega frosið. Sveinn sagði að á Akureyri hefðu farið fram veðurmælingar í 45 ár og hann sagði stefnt að því að bera saman fyrirliggjandi mæl- ingar á toppi Hlíðarfjalls við veð- urmælingar niðri í bæ og gera veðurspá til framtíðar, sem bygg- ist á þeim upplýsingum. Áhuga- mennirnir binda miklar vonir við fyrirhugaða framkvæmd og telja möguleikana á þessu svæði mikla og þá ekki síst yfir sumartimann. Ivar Sigmundsson, for- fyrir sér að bæði félög og ein- staklingar leggi fram hlutafé. Hann sagði upplagt að gefa börn- um og unglingum gjafabréf í jóla- gjöf sem hlutafé „í þessu stórkost- lega ævintýri", eins og hann orðaði það sjálfur. Framhald verkefnisins ræðst af viðbrögðum fjárfesta og almennings en þegar hafa nokkir aðilar skráð sig fyrir hlutafé. Kostnaður við uppsetningu 2,3 km svifbrautar frá Skíðastöðum og upp á fjallsbrún er áætlaður um 320-350 milljónir króna og sagði Sveinn að stofnhlutafé yrði að vera að lágmarki 60% af þeim kostnaði. Hæðarmunur frá Skíð- astöðum og upp á brún Hlíðar- íjalls er um 700 metrar. Sam- kvæmt fyrstu hugmyndum er gert ráð fyrir 20 átta manna klefum á svifbrautinni sem flytja um 500 manns á klukkustund. Með 10 klefum til viðbótar væri hægt að flytja 300 manns til viðbótar á klukkustund upp á brún fjallsins. Miklar vonir bundn- ar við fyrirhugaða framkvæmd stöðumaður Skíðastaða í Hlíðar- Qalli, sagði að ísland ætti eftir að verða heimsfrægt fyrir skiðaiðk- un yfir sumartfmann. „Þama er vaxtarbroddurinn," sagði Ivar. Sveinn bætti við að það væri liægt að verða jafn sólbrúnn á tveimur sólarhringum á íslandi meðan miðnætursólarinnar nyti við og á þremur vikum á sólarströnd er- lendis. Stefnt er að því að bjóða upp á alls kyns afþreyingu uppi á Hlíð- arfjalli, bæði í tengslum við skíða- íþróttina, vélsleða, náttúruskoðun og gönguferðir, svo og veitinga- og sólbaðsaðstöðu á toppi fjalls- ins. Hins vegar þurfi markað- ssetning svifbrautarinnar að vera í tengslum við annan rekstur í fjallinu og að þar þurfi að halda áfram uppbyggingu. Einnig horfa menn til þess að nýta Vindheima- jökul og Bægisárjökul í tengslum við ferðir svifbrautarinnar upp á topp fjallsins. Eins og fram hefur komið vinn- ur Kaupþing Norðurlands að und- irbúningi hlutafjárútboðs og arð- semisútreikningum en Sveinn sér Svifbraut í Olpunum Á fímmta hundrað Kanaríeyjafarar lentu í ýmsum hremmingum á heimleiðinni „Fegin að vera komin heim“ „ÉG er fegin að vera komin heim,“ segir Viktoría Finnbogadóttir ein þeirra 450 Islendinga sem lentu held- ur betur í hrakningum á leiðinni heim frá Kanaríeyjum tO íslands í vikunni. Viktoría og maður hennar, Ragnar Bragason, yfirgáfu hótel sitt á Kan- aríeyjum sl. miðvikudag um hádegis- bil að staðartíma og voru keyrð út á alþjóðaflugvöllinn í Las Palmas ás- amt öðrum Kanaríeyjaförum á veg- um þriggja íslenskra ferðaskrifstofa. Hópurinn, um 450 manns, innritaði sig í flugið um kl. hálf tvö og til stóð að vélin tæki á loft rúmum tveimur tím- um síðar, eða um klukkan fjögur, með þreytta en sátta farþega sem margir hverjir voru eflaust famir að hlakka til að komast til síns heima. Um kl. fjögur kom hins vegar í ljós á upp- lýsingaskjánum á flugvellinum að seinkun yrði á fluginu heim. Áfram biðu farþegamir þó rólegir, eða þang- að til klukkutímarnir liðu hver af öðr- um án þess að þeir fengju nokkrar skýringar á töfirmi. Eftir sjö tíma bið á flugvellinum voru farþegamir vel flestir orðnii- mjög þreyttir og pirrað- ir. Viktoría lýsir biðinni á hinn bóginn á heldur hógværan máta. „Við vorum orðin ansi þreytt á því að ganga þarna um og sitja,“ segir hún. Biðin hélt hins vegar áfram og ekki fengust neinar skýringar á töfinni fyrr en um tíuleytið um kvöldið, eða um sex tím- um eftir áætlaða brottför. Þá bárust samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins óljósar fregnir um að olíuleka hefði orðið vart í flugvélinni sem flytja átti farþegana heim. Einn far- þeganna, Magnús Guðmundsson, lýs- ir því þannig að þá hafi fararstjóri frá Samvinnuferðum/Landsýn komið út á flugvöll og tekið þá snaggaralegu ákvörðun að fara með sinn hóp aftur til strandarinnar og koma honum fyr- ir á hótelum yfir nóttina, enda útséð um að vélin kæmist á loft vegna bilun- ar fyrr en daginn eftir. Aðrir farþeg- ar þurftu hins vegai- að bíða lengur úti á flugvelli, sumir jafnvel til mið- nættis, áður en ákveðið var að flytja þá einnig til hótela niður við strönd- ina. „Sjálfur var ég ekki kominn á hótelið fyrr en um hálftvöleytið um nóttina," segir Magnús og bendir aukinheldur á að farþegunum „hafi aðeins verið boðið upp á eina samloku og einn drykk“, á meðan á þessai-i átta til tíu tíma bið stóð á flugvellin- um. „Það hefði átt að vera búið að taka ákvörðun um að koma hópnum fyrir á hótelum við ströndina mun fyrr,“ segir enn einn farþeginn sem Morgunblaðið hafði tal af en vill ekki láta nafns síns getið. „Þarna var mik- ið af eldra fólki sem var orðið mjög þreytt og pirrað á biðinni." Aftur töf á brottför En raunum Kanaríeyjafaranna var þar með ekki lokið. Fyrir það fyrsta höfðu fæstir þessara farþega sem gistu á hótelum víða um eyjarnar að- faranótt fimmtudags einhvern far- angur með sér, eins og hrein fót og ýmsar nauðsynjar, enda löngu búið að innrita töskumar í flugið. Þá fengu þeir stuttan svefn, því þeir þuiftu að yfirgefa hótelin snemma næsta morgun. Magnús sem áður var vitnað í segir að hópnum hafi verið smalað saman frá klukkan tíu til tólf um morguninn og út á flugvöll, en áætlaður brottfar- artími þessa dags til íslands var um þrjúleytið. Hins vegar varð aftur seinkun á fluginu heim og vélin fór ekki í loftið fyrr en um tveimur tím- um síðar. Viktoría og Ragnar segja að flugið heim hafi gengið vel, en eftir að flug- vélin hafði lent í Keflavík sólarhring síðar en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir „hófst martröðin fyrst að mínu mati“, segir Viktoría. „Það var aga- legt að komast í gegnum flugstöðina hér heima, við fengum engar körfur til að keyra farangurinn okkar og þurftum að bera allt út,“ segir hún og bætir því við að það hafi ekki verið nema von að þrengslin væru mikil þegar um 450 manns færa í gegnum „þessa litlu flugstöð í einu“. Skafrenningur og snjókoma Það átti greinilega ekki að ganga þrautalaust fyrii- Kanaríeyjafarana að komast til síns heima þótt þeir væru komnir heilu á höldnu til Kefla- víkurflugvallar. Enn voru hindranir í vegi. Skömmu eftir að vélin lenti í Keflavík, eða á tíunda- tímanum á fimmtudagskvöldið, versnaði veðrið. Morgunblaðið skýrði m.a. frá því I gær þurft hefði að kalla hefði út að- stoð kröftugra bíla til að flytja stóran hóp farþeganna sem voru að koma frá Kanaríeyjum frá Leifsstöð og heim í hús. Þeir sem Morgunblaðið ræddi við kváðust þó ekki hafa þurft á þess- ari hjálp að halda enda hefðu þeir verið komnir það snemma út úr flugr stöðinni. „Veðrið var ekki það slæmt þegar ég komst út úr flugstöðinni en þar beið bíll eftir mér og keyrði mig heim. Hins vegar var skyggnið orðið mjög slæmt þegar við keyrðum franí hjá Kúagerði," segir einn heimildar- maður Morgunblaðsins. Sonur Viktoríu sótti þau ViktoríU og Ragnar út á flugstöð, en svo heppí- lega vill til að hann á heima í Keflavíly Það var því afráðið að halda ekki út i ófærðina til Reykjavíkur heldur ákveðið að þau Viktoría og Ragnar skyldu gista í Keflavík. „Veðrið var svo vont að við gistum bara hjá syni okkar um nóttina í Keflavík og fórum svo með honum heim um morguninn (í gærmorgun) þegar hann fór í vinn- una í Reykjavík," útskýrn- Viktoría og bætir því við að það hefði ekki vert ið neitt vit í því að keyra á litlum bíl alla leið til Reykjavíkur kvöldið áður, enda mikill skafrenningur og snjór koma. „Ég hef hins vegar aldrei lent I svona löngu ævintýri og er svo sannr, arlega fegin að vera komin heim,| segir Viktoría.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.