Morgunblaðið - 04.12.1999, Blaðsíða 60
ÖSO LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Fjölskylduvænn dagur -
Fordæmið er besta forvörnin
ÞAÐ er margt sem
ber á góma, þar sem
menn hittast og skipt-
ast á skoðunum. Þá
kemur það glöggt í ljós,
að viðhorf manna eru
mörg og misvísandi.
Einn er maður for-
tíðarinnar, fastur í því
sem liðið er og sagan
geymir.
Annar er maður nú-
tíðarinnar, sér best og
skynjar það sem er að
gerast í núinu. Þriðji
horfír hugfanginn fram
á veginn, lítið eða ekk-
ert truflaður af fortíð
eða nútíð, er fyrst og
síðast með hugann bundinn við það
sem kann að verða, er maður fram-
tíðarinnar. Fjórði er þetta allt, lítur
um öxl, horfir á það sem er að gerast
- um leið og hann
skyggnist forvitnum
augum til framtíðar-
innar.
Allt ber að sama
brunni. Það er misjafnt
sem mennirnir sjá og
skynja.
Heimurinn er svo
stór, margbrotinn og
margþættur. Um sumt
eru menn þó meira
sammála en um annað.
Þannig viðurkenna
flestir, ef ekki allir
áfengisböl og fíkni-
efnavanda. Það er
sama hvort litið er um
öxl til fortíðar, svipast
um á vettvangi dagsins í dag, eða
horft til framtíðar. Menn komast
ekki hjá því að sjá vandann sem fylg-
ir áfengissýki og eiturlyfjafíklum.
Óteljandi fjölskyldur hafa orðið
óhamingjunni að bráð af þeim sök-
um.
Samfélög hafa riðað til falls og
einstaklingar misst fótanna í fylgd
Bakkusar og eiturlyfjabaróna. Þess-
ar staðreyndir vekja ógn og ugg,
hvort sem horft er til fortíðar, nútíð-
ar eða framtíðar.
Oft er spurt, þegar þessi vanda-
mál eru rædd: Hvað er helst til ráða?
Mörgum vefst tunga um tönn. Menn
eru ekki á eitt sáttir. En fljótlega
kemur upp orðið forvai'nir. Forvarn-
h' vilja flestir ástunda og styðja, -
forvarnir gegn áfengisvá og eitur-
lyfjaböli.
Börnin eru dýrmætasta eign okk-
ar. Börnin eru líka sú framtíð, sem
næst okkur stendur. Við viljum ekki
að þau neyti áfengis. Við viljum ekki
að þau verði fórnarlömb fíkniefna-
sala. Við viljum forvarnir, sem
Hörður
Zophaníasson
ÍSLENSKT MAL
TIL MÁLS tekur Jón Aðal-
steinn Jónsson cand. mag. og
fyrrv. orðabókarritstjóri.
„Kæri kollega og þjáningai'-
bróðir um íslenzkt mál!
Ég þakka þér þætti þína í
Mbl., sem ég les að jafnaði með
athygli. Ég hef haft orð á því á
blaðinu og raunar víðar, að ég
dáist að því, hversu þolinn þú
ert við þáttinn og hefur komið
að mörgum hlutum. Mér fínnst
alveg nóg fyrir mig að sjá um
litla hornið annan hvern sunnu-
dag. Þar á eru líka þau vand-
kvæði, að mér er úthlutað mjög
takmörkuðu rými hverju sinni.
Af þeim sökum get ég ekki leyft
mér miklar bollaleggingar um
þau orð og orðasambönd, sem
ég sé ástæðu ti að minnast á.
Þar kreppir skórinn mun meira
að mér en þér í þínum þáttum.
En tilefni þess, að ég sezt niður
við tölvuna mína, það undra-
tæki, eru ummæli þín í niðurlagi
1027. þáttar, 16. okt. sl. Verð ég
hér að vitna orðrétt í þau. Þú
segir: „Mér þykir nauðsynlegt
að bera samsett orð þannig
fram, að hljóðbil verði á sam-
setningarmótum, dæmi: Sam-
skip, ekki „Sams-kip“, Is-land,
ekki „Issl-and“ eða jafnvel
„Issl-and“, F á-skrúðsfjörður,
ekki „Fásk-rúðsfjörður“. Svo
mörg eru þau orð hjá þér. Hér
hef ég nokkuð við að athuga.
Vafalaust þekkir þú reglur
þær um lengd hljóða, sem
standa í ýmsum málfræðibók-
um. Skýrastar eru þær settar
fram í doktorsritgerð Björns
Guðfinnssonar, Mállýzkum I,
Rvík 1946. Þar fjallar hann m.a.
**um lengd áherzluorðs í ein-
kvæðum fyrri lið samsetts orðs,
þar sem sérstakar reglur gilda,
sjá 70.-72. bls. Það, sem þú seg-
ir í þætti þínum, stríðir alveg
gegn þessum reglum og raunar
að ég held almennum framburði
flestra manna enn í dag. Það
eru einungis þeir, sem ofvanda
sinn framburð í lestri, sem fara
gegn þessum reglum - því mið-
ur.
Bjöm segir, að sé sérhljóð
langt, þegar það stendur ekki í
’ samsetningu, er ýmist, að
lengdin helzt, þegar það lendir í
samsetningu, eða stytting á sér
stað. Þetta rekur hann svo ná-
kvæmlega á 71. bls. Skal nú litið
á dæmi þau, sem þú tekur. A í
fyrri liðnum sam- er langt, þeg-
ar hann stendur einn sér eða að-
3"
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1034. þáttur
eins með beygingarendingu.
Við segjum sa:mur, ekki sam:-
ur. Þegar seinni liður orðs hefst
á sérhljóði eða h + sérhljóði, en
sa:m- er fyrri liður, helzt a-ið
langt: sa:meign, sa:mhugur.
Hefjist seinni liður orðsins hins
vegar á samhljóði, styttist sér-
hljóðið í fyrri lið. Þess vegna
segja menn réttilega: Sam(:)
skip, en ekki Sa:mskip, eins og
þú leggur til með orðum þínum.
Við segjum sa:mhygð o.s.frv.,
en aftur sam(:)mála, ekki sa:m-
mála, sam:skipti, ekki sa:m-
skipti, sam:vistir, ekki sa:mvist-
ir o.s.frv. Annað hentugt dæmi í
þessum samanburði er stytting-
in Eimskip. No. eimur er borið
fram ekmur og eins þf. ei:m.
Hins vegar segjum við Éimskip,
ekki Ei:mskip samkv. áður-
greindri reglu. En svo segjum
yið t.d. ei:myrja, ekki eim:yrja.
Ég held þú og aðrii’ Norðlend-
ingar og raunar flestir Islend-
ingai' aðrir tali einnig svo.“
(Framhald í næsta þætti.)
★
Og eftir það sá ég annan engil
ofan fara af himni, sá hafði
mikla makt, og jörðin var upp-
lýst af hans birti, og kallaði af
valdi með hárri rödd og sagði:
Hún er fallin, hún er fallin. Bab-
ylon hin mikla og er djöflanna
heimkynni vorðin og hirsla alls
óhreins anda og hirsla alls
óhreins og óþakknæmilegs
fugls. Því að af reiðinnar víni
hennar hóranar hafa allar þjóð-
ir drukkið, og konungar jarðar-
innar hafa með henni hóranir
drýgt, og hennar kaupmenn eru
auðigir vorðnir af hennar mikl-
um munaðsemdum. (Opinber-
anir Skt. Jóhannesar, 18; Oddur
Gottskálksson (d. 1556) þýddi.)
★
__ Spurningar N.N. og svör.
Onnur lota.
1) „ítalska knattspyi-nan,
norska knattspyrnan, segja
íþróttafréttamenn, og þó er
knattspyrnan hvorki ítölsk né
norsk. Ensk áhrif? Er ekki nær
að tala um knattspyrnuna á
Ítalíu og í Noregi? íslenskar
strendur (þ.e. strendur Islands)
- hvernig líst þér á?“
[Alls ekki illa. Góðir menn
hafa látið sér sæma að tala um
íslenskai' strendur og dali.
Sjálfur Einar Benediktsson
skrifaði um íslenskan sjó í blaði
sínu Dagskrá laust fyrir síðustu
aldamót. Og strendur Islands
og dalir eru væntanlega enn þá
íslenskari en sjórinn.]
2) „Eitt er það einkenni á
fréttum í fjölmiðlum, einkum
íþóttafréttum, sem mér þykir
ófagurt, að skjóta inn í aðalsetn-
ingar atriðum eða lýsingum í til-
vísunarsetningum, jafnvel mik-
ilvægum atriðum sem skipta
máli í frásögninni. Dæmi:
Sveinn sigraði Bjöm í 400 m
hlaupi. Sveinn, sem hefur löng-
um keppt með HJ en gekk til
liðs við KF fyrir hálfu ári, varð
tveimur sekúndum á undan
Birni í mark. - Miklu fallegra
þætti mér ef upplýsingarnar um
Svein kæmu í sjálfstæðri aðal-
setningu. Em þetta ensk áhrif?
Annað dæmi: Nýr togari kom
til hafnar í gær. Togarinn, sem
er 30 m langur og búinn öllum
nýjustu siglingatækjum, er
smíðaður í Noregi. Það er
snubbótt að sjá eitt orð í byrjun
setningai', togarinn, skorið frá
framhaldinu með innskotssetn-
ingu - einkum af því að það er
óþarfi. Ertu sammála? Er sama
hvort sagt er að vera sammála
einhverjum (manni) eða ein-
hverju (viðhorfi, skoðun)? Er
fyrrnefnda orðalagið ekki
eldra?“
[Umsjónarm. er á móti of
miklu af innskotssetningum.
Klassískur, sagnsterkur stíll Is-
lendinga sagna má þar vera til
fyrirmyndar, ríkur af aðalsetn-
ingum. En um togarann er ég
ekki sammála bréfritara. Ég
held eðlilegra og upphaflegra að
vera sammála einhveijum um
eitthvað, heldur en vera sam-
mála einhverju.]
★
Hlymrekur handan kvað:
Mælti Jón sem var kaldur sem klettur:
„Það komu á mig fettur og brettur,
og gegnum haus minn og hött
fluguparhundraðvött
er ég horfði fyrst á beruglettur.“
★
„íslensk tunga mun áfram
vega þyngst í varðveislu sjálf-
stæðrar menningar og stjórnar-
farslegs fuljveldis þjóðarinnar.
Landfræðileg og menningarleg
einangrun dugar ekki lengur til
þess að vernda tunguna."
(Tryggvi Gíslason skóla-
meistari 1999.)
byrgja brunninn, áður en barnið
dettur ofan í.
Og nú kunna spurningar að vakna.
Eru það forvarnir, að grípa hvert
tækifæri til þess að gera sér „glaðan
dag“ með því að sötra áfengi úr fín-
um glösum? Eru það forvarnir, að
fagna sigri eða drekkja ósigri með
áfengi úr fagurskreyttum
umbúðum? Eru það forvarnir, að
Bindindisdagur
Sumir dagar eru
öðrum dögum fjöl-
skylduvænni, segir
Hörður Zóphaníasson.
Einn þeirra er árlegur
bindindisdagur
fjölskyldunnar.
auka og auðvelda sem mest aðgengi
að áfengi? Eru það forvarnir, að
koma áfengi í hillur verslana um
land allt við hliðina á matvöru og
annarri nauðsynjavöru og Jeggja
þannig þetta allt að jöfnu? Ég bið
lesendur að hugleiða þetta og láta
dómgreind sína og reynsluheim um
svörin.
Margir hafa nú á orði, að foreldrar
séu besta forvörnin. Það er mikið til í
því. Því meiri tíma, sem foreldrar
gefa sér til að vera með börnum sín-
um, því minni hætta er á að þau
verði áfenginu að bráð.
Fjölskyldan verður því traustari,
heilli og hamingjusamari, sem
ánægjulegar samverustundir fjöl-
skyldunnar allrar verða fleiri.
Vináttuböndin verða traustari,
samheldnin sjálfsagðari og viðhorfin
sköpuð af sameiginlegri dómgreind
allra í fjölskyldunni. Þá eru allir fjöl-
skyldumeðlimir saman að skapa
hamingju til framtíðar.
Engir foreldrar mega við því að
tapa þeim tækifærum til hamingju
og farsældar sem fjölmargar
ánægjulegar samverustundir fjöl-
skyldunnar allrar gefa.
Auður framtíðarinnar er fólginn í
samveru og samheldni hverrar fjöl-
skyldu.
Og fjölskyldan er hornsteinn sam-
félagsins, - eða hvað? Því skyldi eng-
inn gleyma.
Sumir dagar eru öðrum dögum
fjölskylduvænni. Einn þeirra er ár-
legur bindindisdagur fjölskyldunn-
ar. Þá er mjög eindregið til þess
mælst, að sérhver fjölskylda geri
eitthvað saman gott og skemmtilegt
og láti vera að blóta Bakkus þann
daginn. Einn bindindisdagur á ári er
ekki stórt spor, en þó mikilvægt og í
rétta átt þótt lítið sé.
Bindindisdagurinn 1999 verður
laugardaginn 4. desember. Þá verð-
ur heilmikil fjölskylduskemmtun í
Ráðhúsinu við Tjörnina, sem
aðstandendur bindindisdagsins
standa fyrir.
Skemmtunin hefst klukkan 15:00,
er hin fjölbreyttasta og öllum opin.
Það er tilvalið fyrir þig og fjölskyldu
þína að koma þangað.
Að lokum skora ég svo á alla að
virða bindindisdaginn og láta allt áf-
engi lönd og leið, - eyða deginum
með fjölskyldunni við leiki og störf,
við eitthvað sem er uppbyggjandi og
skemmtilegt.
Þannig er hægt að leggja traustan
stein í grunninn að hamingju og
framtíðarheill fjölskyldu þinnar.
Munum að gott fordæmi foreldr-
anna og ánægjulegar samveru-
stundh' fjölskyldunnar eru besta
forvörnin.
Höfundur er formaður Lands-
sambandsins gegn áfengisbölinu
og fyrrverandi skólastjóri
Víðistaðaskóla í Hafnarfirði.
Einlæg og
óskyggð gleði
SANNARLEGA er
gott til þess að hugsa,
nú þegar enn er efnt til
Bindindisdags fjöl-
skyldunnar, að á hverri
ráðstefnunni eftir aðra
er samstaða um nauð-
syn þess að fólk taki
höndum saman í bar-
áttu gegn þeirri vá sem
notkun hvers konar
fíkniefna fylgir - og að
börnum og unglingum
sé leiðbeint og þau
studd svo að þau geti
staðið sjálfstæð og
hafnað slíkum efnum.
Leikir og lærðir minna
á að neysla áfengis er
jafnan undanfari notkunar ólöglegra
efna.
Foreldrar hafa fitjað upp á
nýmælum til að vernda börn sín, til
að mynda með umræðu- og samver-
ustundum og eftirliti á stöðum þar
sem unglingar safnast saman. Mikil-
vægi fordæmisins verður æ ljósara
og sífellt fleiri taka þá ákvörðun að
hætta að hafa áfengi um hönd meðan
böm þeirra vaxa úr grasi. Þá er
horfst í augu við mótsögnina sem
felst í því að benda öðrum á besta
veginn en feta hann ekki sjálfur.
Nú er aðventa og börn bíða jóla
með eftirvæntingu. Öll viljum við,
foreldrar, afar og ömmur, frændur
og frænkur, að aðventan verði þeim
ánægjuleg og engan skugga beri þar
á. Við kappkostum að undirbúa há-
tíðina vel svo að þau megi eiga gleði-
legjól.
Að sjálfsögðu er margt sem varp-
að getur skugga yfir daga og veg.
Sumt er ekki á okkar valdi að hindra
- annað af því tagi að við ráðum þar
mestu um sjálf. Streitan, sem gjarna
fylgir önnum, kann að leiða til óvar-
kárni í orðum og athöfnum. Annirn-
ar við undirbúninginn leiða stundum
til að börnum sé síður sinnt en
skyldi.
Eitt af því sem særir
börn mjög er áfengis-
neysla nákominna,
jafnvel þó að í litlu sé.
Þau skynja fljótt þá
breytingu á persónu-
leika og fasi sem henni
fylgir og fellur hún illa.
I stað tilhlökkunar
kemur kvíði og depurð.
Sem betur fer er okkur
flestum þetta ljóst og
því er óskráð lögmál á
flestum heimilum að
jólahald og áfengis-
neysla fara ekki saman.
Bindindisdagur fjöl-
skyldunnar er árlegur
viðburður. Til hans er
efnt í dag og aðalviðburðurinn fjöl-
skylduskemmtun í Ráðhúsinu. Með
henni er minnt á gildi þess að fjöl-
Bindindisdagur
Mikilvægí fordæmisins
verður æ ljósara, segir
Karl Helgason, og sí-
fellt fleiri taka þá
ákvörðun að hætta að
hafa áfengi um hönd
meðan börn þeirra vaxa
úr grasi.
skyldan eigi ánægjulegai' samver-
ustundir þar sem áfengi er hvergi
nærri. Þau fjölmörgu félög, sem að
bindindisdeginum standa, óska þess
að einlæg og óskyggð gleði megi
ríkja þann dag sem aðra í jólamán-
uði.
Karl
Helgason
Höfundur er ritstjóri Æskunnar.