Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 1
2000
■ ÞRIÐJUDAGUR1. FEBRUAR
BLAÐ
INTER'
SPORT
P4
INTER
SPORT
INTER
SPORT
Morgunblaðið/Kristinn
Fjórir
komnir með
ÓL-sæti
FJÓRIR íslenskir íþrótta-
menn hafa tryggt sér
keppnisrétt á Olympíuleik-
unum í Sydney síðari hluta
september á þessu ári. Þetta
eru sundmennirnir Jakob
Jóhann Sveinsson, Ægi, Orn
Arnarson, SH, fijálsíþrótta-
konan Vala Flosadóttir úr
IR og Rúnar Alexandersson,
fimleikamaður úr Gerplu.
Nokkrir eru nærri lágmörk-
um og t.d. vantar hástökk-
varann Einar Karl Hjartar-
son aðeins einn sentimetra
upp á að ná B-lágmarki til
þátttöku á leikunum.
Guðjón
skoðar
leikmenn
ALLMARGIR umboðsmenn
nota tækifærið og skoða leik-
menn á Norðurlandamótinu í
knattspyrnu og hér koma líka
þjálfarar og má þar fyrstan
telja Guðjón Þórðarson, fyrr-
verandi landsiiðsþjálfara,
þjálfara Stoke í Englandi.
Guðjón kom hingað á sunnu-
dagskvöldið við annan mann
frá Englandi, John Rodge.
Fjórir nýliðar á La Manga
Fjórir knattspyrnumenn léku sinn fyrsta landsleik á Norðurlandamótinu á La Manga, þar sem ís-
land og Noregur gerðu jafntefii í fyrsta landsleiknum undir stjórn Atla Eðvaldssonar, 0:0. Nýlið-
arnir fjórir léku allir með íslands- og bikarmeisturum KR sl. keppnistímabil. Þeir eru Sigþór Júl-
íusson, Þórhallur Hinriksson, Indriði Sigurðsson, sem er orðinn leikmaður hjá Lilleström, og
Bjarni Þorsteinsson. Indriði var í byrjunarliðinu, hinir komu inn á sem varamenn.
600 til Spánar
og Portúgals
Um 600 íslenskir knattspyrnu-
menn, dómarar og forráða-
menn félaga eru á leið til Portú-
gals og Spánar til æfinga og
keppni um miðjan apríl til undir-
búnings fyrir íslandsmótið í knatt-
spyrnu.
Bæði karl- og kvennalið og yngri
flokkar liða halda til Portúgals 11.
og 12. apríl í tveimur vélum á veg-
um ferðaskrifstofunnar Úrvals-Út-
sýnar. Kvennalið KR, Breiðabliks
og ÍBV, karlalið ÍBV, Breiðabliks,
ÍR, FH og 2. flokkur FH fara til
Montechoro á Aibufeira. Leiftur,
Fjölnir, HK og kvennalið FH fara
til Alfamar. Þá fara Dalvíkingar til
Albufeira og 2. flokkur Fylkis til
Montegurdo. Auk þess að æfa
koma liðin til með að leika gegn
portúgölskum félagsliðum. Þá fara
að öllum líkindum nokkrir íslensk-
ir dómarar með liðunum, að sögn
Þóris Jónssonar hjá Úrvali-Útsýn.
Lúkas Kostic hjá Samvinnuferð-
um-Landssýn sagði að rúmlega
300 knattspyrnumenn og -konur
færu á vegum skrifstofunnar til
Novo Santctri Petri á Suður-Spáni
11.-18 apríl til æfinga og keppni.
Þau lið sem fara til Spánar eru:
Grindavík, Tindastóll, Sindri,
Fram, kvennalið Stjörnunnar,
Þróttur, ÍA, Valur, Þór, Víðir, Vík-
ingur og 2. flokkur hjá Víkingi og
KR.
Fylkir gegn finnskum meisturum
KNATTSPYRNULIÐ Fylkis
mætir sænskuin, finnskum og
rússneskum liðum á æfingamóti
á Kýpur í mars. Fylkismenn
halda til Kýpur 7. mars og
dvelja þar í viku og leika gegn
Landskrona og úrvalsdeildar-
liði Elfsborg, sem Haraldur
Ingólfsson leikur með, Haka
Valkeakoski, sem er finnskur
meistari, og HJK Helsinki, sem
er bikarmeistari í Finnlandi.
Þá fara Vestmannaeyingar
til Kýpur 22. febrúar til æfinga
og hyggjast mæta annaðhvort
rússneskum eða kýpverskum
liðum á meðan dvöl þeirra
stendur yfir.
ISLAND MÆTIR MAKEDONIU I HM-BARATTU/B6