Morgunblaðið - 01.02.2000, Side 2

Morgunblaðið - 01.02.2000, Side 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ íslenska vömin ekki í vand ræðum með Norðmenn Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Spáni íslenska landsliðið í knatt- spyrnu gerði í gær markalaust jafntefli við Norðmenn í fyrsta leiknum á Norðurlandamótinu í knattspyrnu á La Manga. Leik- urinn var tilþrifalítill en íslenska liðið lék vel í vörn og Norðmenn fengu ekki mörg tækifæri til að skora. Þetta var það sem Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari lagði fyrir leikmenn sína í fyrsta leiknum sem hann stjórnar sem landsliðsþjálfari A-landsliðs karla, að verjast af yfirvegun og nákvæmni og það gerðu strák- arnir. Fyrri hálfleikur var vel leikinn af hálfu íslenska liðsins, sérstak- lega þá í vöminni eins og áður segir. Leikmenn voru ró- legir og yfirvegaðir og spiluðu sig út úr þeim fáu vandamál- um sem upp komu nærri vítateig íslendinga. Leikurinn var afskaplega rólega leikinn og hægur þó svo barátta væri mikil í leikmönnum, altént fannst norska þjálfaranum nóg um hamaganginn í íslensku leikmönnunum. Það munaði ekki nema hársbreidd að Norðmenn kæmust yfir strax á þriðju mínútu þegar John A. Riise átti gott skot í stöngina. Þaðan fór boltinn eftir marklínunni og framhjá hinni stönginni. Um miðjan hálfleik- inn átti Sigurður Örn Jónsson skot framhjá eftir misskilning milli vam- armanns og markvarðar norska liðs- ins. Sigurður fékk kjörið tækifæri til að skora en skaut framhjá. Norð- menn brunuðu í sókn og hinn eld- fljóti Jan Derek Sörensen skaut framhjá. Þetta var besta marktæki- færi leiksins. Hafí mönnum fundist fyrri hálf- leikur rólegur veit ég ekki hvað á að segja um þann síðari því hann var enn rólegri og sárafátt markvert gerðist nema hvað skömmu eftir að flautað var til síðari hálfleiksins prjónuðu þeir Einar Þór Daníelsson og Ríkharður Daðason sig í gegnum vörn Norðmanna en skot Einars Þórs fór framhjá. Norðmenn ruku í sókn og gefið var frá frá vinstri kanti, boltinn datt ofan á þverslá ís- lenska marksins án þess að Árni Gautur Arason virtist gera sér fylli- lega grein fyrir hættunni. Annars átti hann fínan dag í markinu, greip vel inn í þegar á þurfti að halda og var ófeiminn við að kalla og leiðbeina samherjum sínum. Það er góður kostur hjá markvörðum að láta í sér heyra og þeim kosti er Árni Gautur gæddur. Vömin lék vel, Hermann Hreið- arsson og Pétur Marteinsson réðu ríkjum á miðjunni og stjómuðu rangstöðuaðferðinni vel enda vom Norðmenn níu sinnum dæmdir rang- stæðir. Auðun var hægra megin og stóð vel fyrir sínu. Vinstra megin var Indriði Sigurðsson og virkaði hann hálf óöraggur í byrjun leiks en það lagaðist. Hann varð síðan að fara af leikvelli þar sem hann fékk mikinn höfuðverk og telja menn hann vera af sólinni hér á Spáni. „Það var alveg bölvað að ná ekki að klára leikinn, ég fann mig vel og var rólegur," sagði einn fjögurra nýliða í landsliðinu eft- ir leikinn Sigurður Örn lék á hægri vængn- Island - Noregur 0:0 La Manga á Spáni, Norðurlandamótið í knattspymu karla, mánudag- inn 31. janúar 2000. Aðstæður: Mjög góðar, sól, 15 stiga hiti og talsverð gola sem stóð þvert á völlinn en hafði engin áhrif á leikinn. Völlurinn eins og þeir gerast bestir, rennisléttur og fínn. Markskot: Island 5 - Noregur 4. Homspymur: ísland 3 - Noregur 4. Rangstaða: Island 4 - Noregur 9. fsland: Ámi Gautur Arason - Auðun Helgason, Hermann Hreiðarsson, Pétur Marteinsson, Indriði Sigurðsson (Bjami Þorsteinsson 55.) - Sig- urður Öm Jónsson Rúnar Kristinsson, Helgi Kolviðsson, Tryggvi Guð- mundsson (Einar Þór Daníelsson 46.) - Ríkharður Daðason (Sigþór Júlíusson 74), Heiðar Helguson (Þórhallur Hinriksson 46.). Aðrir varamenn sem komu ekki við sögu vora Birkir Kristinsson, Sverrir Sverrisson og Haukur Ingi Guðnason. Noregur: Espen Baardsen - Trond Andersen, ClausLundekvam, Henning Berg, Vidar Riseth - Jan Derek Sörensen, Örjan Berg, John A. Riise (Jostein Flo 78.), Ole Martin Aarst (Roar Strand 78.) - John Carew (Andreas Lund 74.). Gult spjald: Hermann Hreiðarsson (61. fyrir brot) og Einar Þór Daní- elsson (75. fyrir að sparka bolta í burtu er dæmt var á hann.) Rautt spjald: Ekkert. Áhorfendur: Engin opinber tala en 650 manna stúka var nokkuð þétt setin. Dómari: Nicolai Vollquartz frá Danmörku; ágætur. Aðstoðardómarar: Finn E. Rasmussen frá Danmörku og Jon Kari Fredriksen frá Færeyjum. Morgunblaðið/Kristinn Sigurður Öm Jónsson sækir að norska markinu, Espen Baardsen markvörður er til varnar. Frábærar aðstæður AÐSTÆÐUR til knattspymuiðkun- ar á La Manga era í einu orði sagt frábærar og segja Norðmenn, sem eiga landsvæðið þar sem knatt- spymuvellimir era, að hvergi í Evrópu sé aðstaðan eins góð. Á svæð- inu era átta rennislettir og fallegir grasveliir og er 650 manna stúka við einn þeirra. Gistiaðstaðan er til mik- illar fyrirmyndar enda er gist í smá; húsum sem eru mjög vel búin. í næsta nágrenni er glæsilegt Hyatt hótel og í tengslum við það eru þrír 18 holu golfvellir og glæsilegt æfinga- svæði sem er upplýst á kvöldin. Norðmenn leggja mikið upp úr mótinu og er umgjörðin glæsileg hjá þeim, fánar Norðurlandanna blakta við hún meðfram götunum sem liggja um svæðið og allt skipulag er til mik- illar fyrirmjmdar enda hafa þeir áhuga á að fleiri þjóðir sjái hvemig þeir standa að málum á La Manga því þeir vonast eftir að fá fleiri á næstu árum til að koma hingað og æfa eða keppa. um og náði sér ekki fyllilega á strik, skilaði boltanum ekki nógu vel og komst einhvem veginn aldrei í rétt- an takt við leikinn. Helgi Kolviðsson og Rúnar Kristinsson vora á miðj- unni og áttu ágætan dag, Rúnar var síðan færður í framlínuna í síðari hálfleik þegar Þórallur Hinriksson kom inn á fyrir Heiðar Helguson. Rúnar er miklu betri miðjumaður en framlínumaður. Á vinstri vængnum var Tryggvi Guðmundsson. Hann var dálítið „villtur" framan af fyrri hálfleiknum, hljóp mikið fram á við og gleymdi sér í vamarhlutverkinu. Vinstri vængur- inn nýttist því ekki eins vel og sá hægri í fyrri hálfleiknum. Ríkharður Daðason var mikilvæg- ur frammi þó ekki væri nema til að Atján leikmenn í leik FORRÁÐAMENN þeirra liða sem taka þátt í Norðurlandamótinu á La Manga komu sér saman uin það á fundi á sunnudagsmorguninn að hvert lið yrði með 18 leikmenn á skýrslu í hverjum leik og að heimilt yrði að skipta fímm sinnum inn á. Upphaflega var hug- myndin sú að leyfa fjórar skiptingar og sú fimmta yrði þá mark- varðarskipti en frá því var horfið og því má nota einhverja fimm af varamannabekknum. taka á móti háum sendingum sem þangað koma. Hann hefur þó oft leikið betur en í gær, en skilaði sínu þó ágætlega. Heiðar Helguson er mjög vinnusamur og elja hans og dugnaður mun nýtast íslenska landsliðinu á næstu árum. Varamennirnir sem komu við sögu í leiknum í dag vora Einar Þór Daní- elsson, sem setti mark sitt á leikinn enda nýttist vinstri vængurinn mun betur eftir hlé en fyrir. Þórhallur Hinriksson kom inná í byrjun síðari hálfleiks og stóð fyrir sínu eins og þeir Bjarni Þorsteinsson og Sigþór Júlíusson. Það verður þó að segja það eins og er að eftir að skipt hafði verið um fjóra leikmenn úr byrjun- arliðinu var allur annar bragur á leik íslands og það nýttu Norðmenn sér þó svo þeir næðu ekki að skora. Hjá Norðmönum átti Henning Berg góðan leik í vöminni, Staale Solbakken var sterkur á miðjunni og Jan Derek Sörensen átti nokkra spretti í orðsins fylllstu merkingu því hann er eldfljótur. Þá virkaði hinn tvítugi hávaxni John Carew hættulegur þó svo hann næði ekki að nýta sér það til fulls í gær, aðallega vegna þess hversu vel Hermann Hreiðarsson lék. IHvað sagði Atli?/B 16 Þjóðsöngurinn leikinn þrívegis Islenski þjóðsöngurinn hljómaði þrívegis á knattspyrnusvæðinu á La Manga í gær. Hann var að sjálf- sögðu leikinn fyrir leik Islands og Noregs og um mprguninn var hann leikinn tvívegis. Ástæðan var sú að tæknimenn vora að koma hljóðkerfi fyrir við völlinn og notuðu íslenska þjóðsönginn til að prófa græjumar. Það verður ekki annað sagt en þjóð- söngurinn hafi hljómað vel, enda var sérlega hátt stillt þegar hljóðkerfið var prófað um morguninn. Annasamt hjá dómaranum Nicolai Vóllquartz, danskur dóm- ari í leik Islands og Noregs, hafði í nógu að snúast. Hann dæmdi 23 aukaspyrnur á íslendinga, tíu í fyrri hálfleik og þrettán í þeim síðari, og fjórtán sinnum þurfti hann að dæma aukaspyrnu á Norðmenn, tíu sinnum í fyrri hálfleik og fjóram sinnum eftir hlé. íslenska liðið átti níu skot í átt að marki, fjögur þeirra náðu aldrei að markinu, lentu í vamarmönnum áð- ur en til þess kom. Á sama hátt áttu Norðmenn sjö skot að marki, þrjú þeirra vora varin af vamarmönnum. Atli ekki i jakkafötum Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari hefur verið þekktur fyrir að vera í jakkafötum með hálstau þegar hann stjórnar liði í knattspymuleik. í gær var hann hins vegar í íþróttabuxum og stuttermabol, en það mun breyt- ast samkvæmt því sem Atli segir. „Nei, ég er ekki hættur að vera í jakkafötum á leikjum. Nú eram við í hita og á æfingamóti þannig að ég ákvað að vera svona fijálslega klæddur," sagði hann brosandi þeg- ar það var borið undir hann hvort hann væri búinn að leggja „ein- kennisfötunum".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.