Morgunblaðið - 01.02.2000, Page 5

Morgunblaðið - 01.02.2000, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUND ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 B 5 Öm og Jakob Jóhann tryggðu sér ÓL-sæti Settu met í Greve Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi og Lára Hrund Bjargardóttir úr SH settu bæði íslandsmet á Opna Sjálandsmótinu sem fór fram í Greve um helgina. Jakob tryggði sér um leið farseðilinn á Ólympíuleik- ana í Syndey í 200 m bringusundi. JAKOB JÓHANN Sveinsson, Ægi, og Örn Arnarson úr SH, tryggðu sér keppnisrétt á Ól- ympíuleikunum í Sydney er þeir náðu tilsettum lágmörkum á Opna Sjálands-mótinu í sundi um helgina. Eru þeir fyrstu is- lensku sundmennirnir sem tryggja sér farseðilinn til Sydn- ey. Auk þessa náðu þrír sund- menn lágmörkum fyrir Evróp- umeistaramótið í 50 metra laug í Helsinki í sumar, fjögur ís- landsmet voru slegin, eitt var jafnað, þá voru fjögur ís- landsmet sett í boðsundum, fern stúlknamet voru slegin auk eins piltamets. Jakob Jóhann náði lágmarkinu í 200 m bringusundi er hann synti á 2.18,44 mínútum, en lágmarkið fyr- ir leikana er 2.18,74. Eftirívar Um 'e^ bætti hann Benediktsson eigið íslandsmet all verulega, en það var 2.19,27, sett á EM-unglinga í Moskvu sl. sumar. Jakob náði árangri sínum í undanrásum og í úrslitum synti hann á 2.20,84 og er ljóst að spennufall hefur orðið hjá honum er eftirsóttum áfanga var náð. Þá sigraði Jakob einnig í piltaflokki í 100 m bringu- sundi á 1.04,74, en hafði reyndar synt á 1/100 úr sekúndu betri tíma í und- anrásum. Er þetta besti tími Jakobs í greininni í 50 m laug. Örn vann 200 m baksund og 100 m skriðsund og hafnaði í öðru sæti í 200 m skriðsundi. Örn innsiglaði keppn- isrétt á Ólympíuleikunum er hann kom fyrstur í mark í 200 m baksundi á 2.03,84 en lágmarkið er 2.04,24. Örn var þó rúmum 2 sekúndum frá eigin Islandsmeti i greininni. Sigur- tími Arnar í 100 m skriðsundi var 51.82 sek., hálfri sekúndu frá ÓL- lágmarki. Þá var hann ekki nema 12 hundraðshlutum úr sekúndu frá ÓL- lágmarki í 200 m skriðsundi, kom annar í mark á 1.52,70. Eitt íslands- met setti Öm á mótinu, það var í 50 m skriðsundi er hann synti fyrsta sprett í 4x50 m skriðsundi á 23,80, bætti hann eigið met um fjóra hundr- aðshluta úr sekúndu. Lára Hrund Bjargardóttir, SH, bætti eigið íslandsmet í 200 m skriðsundi er hún hafnaði í öðru sæti á 2.04,96. Gamla metið var 2.05,49. Lára var aðeins tæpri einni sekúndu frá ÓL-lágmarki. Friðfínnur Kristinsson, Selfossi, setti íslandsmet í 50 m flugsundi, kom í mark á 25,38 sek., og bætti met Ríkarðs Ríkarðssonar, Ægi, um 12/ 100 úr sekúndu. Fiiðfínnur hafnaði í 3. sæti. Þá vann hann 50 m skriðsund á 24,07 sek., 75/100 úr sekúndu frá ÓL-lágmarkinu. Hann varð í 3. sæti í 100 m flugsundi á 57,10 sek., ÓL- lágmarkið er 55,25. Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, jafnaði eigið íslandsmet í 50 m flug- sundi er hún kom fjórða í mark á 28,64 sek. Eydís varð einnig í 2. sæti í 100 m flugsundi á 1.03,83 mín., en ÓL-lágmarkið er 1.02,23. Elín Sigm-ðardóttir, SH, náði lág- marki inn í Ólympíuhóp Sund- sambandsins, og vann sér einnig inn keppnisrétt á EM í sumar er hún synti í 50 m skriðsund á 26,96 sek. Þetta er besti árangur Elínar í grein- inni í þrjú ár. Ólympíulágmarkið er 26,62. Akurnesingurinn Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir náði lágmarki til þátttöku á Evrópumeistaramótinu í Helsinki í júlí í 50 m baksundi er hún synti fyrsta sprett í 4x50 m fjórsundi á 30,89 og var aðeins 13/100 úr sek- úndu frá eigin íslandsmeti. Þá vann Kolbrún 100 m baksund á mótinu á 1.07,19, var nokkuð frá eigin íslands- meti og loks varð hún í fjórða sæti í 50 m skriðsundi á 27,00, 21/100 frá íslandsmeti Elínar. Hjalti Guðmundsson, SH, varð í 2. sæti í 100 m bringusundi á tímanum Morgunblaðið/Ásdís Setti Islandsmet og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Sydney í fyrstu atrennu Æskudraum- urinn rætist „ÉG setti mér það markmið að ná Ólympíulágmarkinu við fyrsta tækifæri, en í byrjun síðustu viku leist mér ekki vel á að það tæk- ist, ég var þungur, en svo var eins og losnaði um það þegar á hólminn var komið,“ segir Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Ægi. 1.04,80, 73/100 úr sekúndu frá ÓL- lágmarki. Þá kom hann fyrstur í mark í 200 m bringusundi á 2.24^40, nærri hálfri sjöttu sekúndu frá ÓL- lágmarki. Hjalti sigraði í fullorðins- flokki, en Jakob sem getið er um að framan og synti á betri tíma vann í piltaflokki. Hjalti hafnaði auk þess í 3. sæti í 50 m bringusundi á 30,21 sek., 46/100 frá eigin Islandsmeti. Iris Edda Heimisdóttir, Keflavík, fylgdi eftir stórgóðum árangri sínum frá Norðurlandameistaramóti ungl- inga fyrr I vetur er hún vann til tvennra gullverðlauna, í 100 og 200 m bringusundi í stúlknaflokki og náði auk þess tilskildum árangri til að vinna sér sæti í Ólympíuhópi Sundsambandsins, en í honum eru þeir sundmenn sem nærri eru Ól- ympíulágmörkum. íris Edda synti á 1.13,89 í 100 m bringsundi og 2.37,85 í 200 m. íris Edda er aðeins 16 ára og vantar aðeins 1,9 sekúndur upp á að ná ÓL-lágmarki í 100 m bringusundi og rúmar fjórar sekúndur í lengra sundinu. Einnig bætti hún stúlkna- metin í báðum greinum og tvíbætti reyndar metið í 200 metrunum, fyrst í undanrásum og síðan í úrslitum. Hjörtur Már Reynisson setti pilta- met í 50 m flugsundi, synti á 26,39 sekúndum. Bætti hann eigið met um 15/100 úr sekúndu. Loks er að geta þess að eftir þetta mót verður væntanlega skráð íslandsmet í fyrsta sinn í fjórum boðsundsgreinum, en til þessa hafa met ekki verið skráð í þessum grein- um hér á landi. Karlasveit íslands synti 4x50 m fjórsund á 1.46,78 mín. Sveitin var skipuð Erni, Hjalta, Friðfinni og Ómar Snævari Friðriks- syni. Einnig synti sveit Islands 4x50 m skriðsund á tímanum 1.37,14. Örn, Ómar Snævar og Friðfinnur skipuðu sveitina ásamt Guðmundi Hafþórs- syni. Kvennasveit Islands setti einn- ig met í sömu greinum. í 4x50 m skriðsundi synti sveit sem skipuð var Elínu, Eydísi, Láru og Kolbrúnu á 1.48,45 mín. I 4x50 m fjórsundi var komið í mark á 1.59,59. Þar synti Kolbrún baksundið, íris Edda bring- usundið, Eydís flugsundið og Elín skriðsundið. Jakob Jóhann tryggði sér keppn- isrétt á Ólympíuleikunum í Sydney sem fram fara síðar á árinu þegar hann synti 200 m bringusund á 2.18,44 mínútum í undanrásum á Opna Sjálands-mótinu, var 30/100 undir lágmarkinu og bætti um leið íslandsmet sitt um nærri eina sek- úndu. í úrslitum nokkru síðar tókst honum ekki að gera betur en vann engu að síður. „Eg var einfaldlega í sæluvímu," segir Jakob. „Mér tókst að einbeita mér mjög vel í sundinu. Þannig lagði ég mig allan fram án þess að velta mögu- leikunum of mikið fyrir mér,“ segir Jakob sem fékk litla sem enga sam- keppni í sundinu þar sem yfirburðir hans voru miklir. „Það er mikill léttir að hafa náð þessum langþráða áfanga og geta þar með farið með afslappaðri hætti að huga að undirbúningi leikanna, í stað þess að þurfa að leggja í margar ferðir til að reyna að nálágmarkinu. Framundan er hins vegar mikil vinna. Áður en að henni kemur tekur nú við hálfsmánaðar vetrarleyfi. Síð- an verður æft sleitulaust fram að Ól- ympíuleikunum," segir Jakob. Jakob Jóhann er fæddur 24. nó- vember 1982 og er sonur hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Sveins Gunnarssonar. Jakob er nemi á öðru ári á upplýsinga- og tæknibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. „Ég hægði nokkuð á mér í náminu í vetur til þess að geta undirbúið mig bet- ur.“ Jakob byrjaði að að æfa sund hjá Ægi 9 ára gamall og segist þá um leið hafa sett sér það takmark að keppa á Ólympíuleikunum árið 2000. „Það er draumur hvers íþrótta- manns að taka þátt í Ólympíuleikum og þess vegna vaknaði þessi von mín snemma. Hins vegar þótti draumur- inn óraunhæfur og meira að segja svo fjarlægur að í lok árs 1998 taldi ég þetta vera nær útilokað. Síðan hef ég tekið hröðum framförum og vonin um þátttöku í Ólympíuleikum vaknaði ó Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein síðastliðið vor þegar ég setti mitt fyrsta íslandsmet í 200 m bringusundi, 2.20,65. Þá sá ég að þetta var ef til ekki svo fjarlægt.“ Allt frá því Jakob hóf sundæfing- ar hafa framfarirnar verið jafnar og stöðugar, sem hann telur að hafí ver- ið sér hollt, í stað þess að taka stór stökk. Aðalgrein hans frá upphafi hefur verið bringusund. „Það var einfaldlega fyrsta sundið sem ég lærði og mér líkaði strax vel við það, þannig að ég ákvað að halda mig við það, enda er bringusund það ólíkt hinum sundgreinunum þremur að ekki er hægt að æfa þær jafnhliða ætli menn að ná árangri," segir Jak- ob og þakkar árangur sinn fyrst og fremst Ragnari Friðbjamarsyni. „Ragnar hefur verið þjálfari minn allt frá því ég byrjaði og er enn með puttana í þjálfuninni þrátt fyrir að Bodo Wermelskirchen hafi að mestu tekið við þjálfuninni síðasta hálfa annað árið. Áðalstyrktaraðilar mínir eru annars mamma og pabbi,“ segir Jakob sem viðurkennir að það sé kostnaðarsamt að vera afreksmaður í sundi. Hann æfír 6 til 10 sinnum í viku auk einnar til þriggja lyftinga- æfinga í viku hverri. En hefur hann sett sér markmið á Ólympíuleikun- um? „Nei, og ég ætla ekki að stressa mig á því, fyrst er að búa sig undir keppnina," segir Ólympíufarinn Jakob Jóhann Sveinsson, sundmað- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.