Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 B 7 EM í KRÓATÍU Islenska landsliðið í hand- knattleik hefur aldrei byrjað nokkurt ár jafn illa og nú ...{ Morgunblaðið/Ásdís Róbert Sighvatsson er hér í baráttu við tvo leikmenn Úkraínu, hefur betur og skorar sigurmark ís- lands. Róbert var besti leikmaður íslands á EM. Staður Urslit 7.jan. Frakklandi Bordeaux Tap 20:24 9. jan. Frakklandi Pau Jafnt. 20:20 21. jan. Svíþjóð Rijeka f, Tap 23:31 22. jan. Portúgal Rijeka J 1 Tap 25:28 23. jan. Rússlandi Rijeka p Tap 23:25 25.jan. Danmörku Zagreb | Tap 24:26 27. jan. Slóveníu Zagreb Tap 26:27 29. jan. Úkraínu Rijeka Sigur 26:25 Samtals: 8 116: 18,7%árangur 8 leikir: 1 sigur 1 jafnt. 6 tapl. Róbert var hetja íslands ÍSLENSKA landsliðið lauk þátttöku á Evrópumótinu í Króatíu með því að sigra Úkraínu 25:24 í leik um 11. sætið í keppninni. Sigur sem var Ijós í annars myrkri frumraun íslenska liðsins á Evrópu- móti. Niðurstaðan er ekki til að hrópa húrra fyrir og kallar á breyt- ingar. Liðið hlaut ekkert stig í riðlakeppninni og var eina liðið sem afrekaði það. Nú eru tveir leikir framundan við Makedóníu í undan keppni HM. Leikmenn og aðrir sem að liðinu standa verða að láta þessa frum- raun sér að kenningu verða og koma betur undirbúnir til „ leiks. Jónatansson , Leikurmn a moti skrifarfrá Ukraínu var einn sá Zagreb skásti sem sást til liðsins í keppninni. Meiri barátta var í liðinu en áður og menn voru stað- ráðnir að selja sig dýrt og koma ekki heim til íslands án þess að hafa fagn- að sigri einu sinni í keppninni. Sigur- inn segir kannski ekki mikið um styrk liðsins því mótherjinn var í svipuðum gæðaflokki. Engu að síður er þetta sigur sem gerði það að verk- um að Island hafnaði ekki í neðsta sæti keppninnar. Það kom í hlut Úkraínu. Handboltinn sem liðin sýndu á laugardaginn var ekki góður, en leik- urinn var jafn og spennandi. Róbert Sighvatsson var hetja íslenska liðs- ins með því að skora sigurmarkið þegar aðeins tvær sekúndur voru eft- ir. Það fór vel á þvi enda var hann besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum, skoraði sex mörk úr jafn- mörgum skotum og fískaði auk þess fjögur vítaköst. Hann var reyndar besti leikmaður Islands í keppninni. Tveir markahæstu leikmenn keppninnar, Úkraínumaðurinn Oleg Velykyy og Valdimar Grímsson, háðu einvígi um það hvor þeirra hreppti markakóngstitilinn og hafði Velykyy betur í þeirri rimmu, gerði ellefu mörk í leiknum og samtals 46 mörk í keppninni allri. Valdimar var með níu mörk og samtals 41 mark og hafnaði í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins. Það er ljóst þegar keppnin er gerð upp að undirbúningur liðsins brást algjörlega. Flestir leikmanna liðsins voru ekki tilbúnir í slaginn þegar á hólminn var komið. Úthaldsleysi háði liðinu veralega og barátta var ekki tii staðar. Þegar leikmenn gefa kost á sér í landslið Islands eiga þeir að hafa þann metnað til að bera að vera í toppæfingu. Gefa sig í verkefnið af heilum hug og láta ekki annað trufla sig á meðan. Það er aðeins hægt að nefna þrjá til fjóra leikmenn sem stóðu undir væntingum í þessari keppni. Það er áðurnefndur Róbert, sem er sam- viskusamur með afbriðgum. Gefur sig alltaf 100 prósent í hvem einasta leik. Hann kvartar aldrei og lætur verkin tala. Valdimar Grímsson lék yfir getu miðað við að vera stíga upp úr meiðslum. Það gætu margir tekið hann sér til fyrirmyndar. Hann gaf mörgum félaga sinna langt nef með því að sýna hvað keppnisskapið getur fleytt mönnum langt þótt það vanti eitthvað upp á leikæfinguna. Ólafur Stefánsson var að leika vel fyrir liðið á köflum, en fékk litla aðstoð þegar hann þurfti á henni að halda. Þá má nefna yngsta leikmann liðsins, Guðjón Val Sigurðsson, sem átti stjörnuleik á móti Slóveníu. Hann sýndi að hann er traustsins verður og á framtíðina fyrir sér í landsliðinu. Val Þorbjörns á liðinu hlýtur að orka tvímælis þegai’ niðurstaðan liggur fyrir. Hvers vegna er hann að taka með sér leikmenn sem eru ekki í æfingu? Það er ekki nóg að vera atvinnu- maður í íþróttinni til að eiga fast sæti í landsliðinu. Þjálfarinn þai’f að geta metið líkamlegt ástand leikmanna áður en haldið er í svona erfiða keppni sem Evrópumót vissulega er. Duranona kom úr fríi á Kúbu tíu dög- um eftir að liðið hóf lokaundirbún- inginn 3. janúar. Þorbjörn hefði átt að sjá hver staða hans væri strax á fyrstu æfingunum. Rúnar Sigtryggs- son og Magnús Sigurðsson voru teknir með til að styrkja varnarleik- inn, en náðu ekki að stoppa í þau göt sem þar voru fyrir hendi alla keppn- ina. Nær hefði verið að taka með varnarjaxl eins og Petr Baumruk úr Haukum, sem er orðinn íslenskur ríkisborgari og í toppæfingu. Hann hefur mikla reynslu og hana vantaði tilfinnanlega inn í liðið. Þá hefði ég viljað sjá leikmann eins og Ragnar Óskarsson lífga upp á sóknarleikinn. Dagur Sigurðsson var fyrirliði liðsins á mótinu og náði ekki að stapa stálinu í samherja sína eða taka af skarið þegar á þurfti að halda. Það er ekk- ert undarlegt því hann gengur ekki heill til skógar og var alveg óvíst fram á síðustu stundu hvort hann gæti tekið þátt. Leikmenn höfðu ekki SQKNARNÝTING EM 2000 í Króatíu Rijeka 29. jan. ísland Mörk Sóknir % Úkraína Mörk Sóknir % 5 Langskot 6 2 Gegnumbrot 6 5 Hraðaupphlaup 1 2 Horn 7 8 Lína 1 4 Viti 4 ákveðin hlutverk á vellinum, ef þeir hefðu haft það komust þau fyrirmæli ekki til skila inn á völlinn. Það var hending ef leikkerfi gengu upp. Undirbúningur liðsins var í mjög lausu lofti og menn vissu varla í hvorn fótinn þeir ættu að stíga áður en haldið var af stað. Liðið var ekki endanlega valið fyrr en á síðustu stundu vegna meiðsla nokkurra leik- manna, eins og Dags og Valdimars og þeirra Bjarka Sigurðssonar og Ai-ons Kristjánssonar, sem heltust úr lestinni rétt fyrir brottför. Þegar landsliðshópurinn kom saman fóru tveir dagar í það hjá leik- mönnum og HSÍ að funda um trygg- ingar og dagpeninga. Tveir leikir við Frakka í byrjun janúar lofuðu góðu, en það vantaði að fylgja þeim efth- með fleiri leikj- um. Það var ætlaður leikur við úrval erlendra leikmanna úr íslensku deildinni, en þeir neituðu nema að fá borgað og þá var leikið við ÍBV í staðinn. Einnig var fyrirhugaður leikur við KA á Akureyri en þá varð ófært. Rétt áður en landsliðið hélt til Króatíu var allt í einu kominn nýr að- stoðarþjálfari, Einar Þorvarðarson, í stað Borisar Bjama. Svona hræring- ar á síðustu stundu setja auðvitað mark sitt á liðið og kannski ekki hægt að búast við góðum árangri þegar svona er á málum haldið. Handknattleikssambandið þarf að skoða allt það sem miður fór og láta ófarirnar í Króatíu sér að kenningu verða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.