Morgunblaðið - 01.02.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 B 13
AP
Benito Carbone, leikmaður Aston Villa, var mikill fyrir sér á Villa Park og gerði þrennu í 3:2-sigri
gegn Leeds í ensku bikarkeppninni um helgina.
ÓVÆNT úrslit litu dagsins Ijós í
16 liða úrslitum ensku bikar-
keppninnar um helgina. Gilling-
ham, sem leikur í 2. deild, lagði
Sheff. Wed., sem leikur tveimur
deildum ofar, 3:1. Charlton vann
úrvalsdeildarlið Coventry 3:2.
Tranmere virðist óstöðvandi í
bikarkeppnum, lagði Fulham
2:1, og Benito Carbone tryggði
Aston Villa þátttöku í næstu um-
ferð með þremur mörkum gegn
Leeds.
Peter Taylor, knattspymustjóri
Gillingham, trúði vart eigin
augum er liðið hans lagði úrvals-
deildarlið Sheff. Wed. í 16 liða úrslit-
um bikarkeppninnar. Knattspyrn-
ustjórinn hafði þar með komið
liðinu, sem leikur í 2. deild, í átta liða
úrslit bikarkeppninnar í fyrsta
skipti í 107 ára sögu félagsins. En í
upphafi leit ekkert út fyrir að Gill-
ingham næði því að leggja stóra fé-
lagið að velli. Gerald Sibon kom
Sheff. Wed. yfir eftir hálftíma leik
og Gillingham náði ekki að svara
fyrir sig fyrr en 40 mínútum síðar er
varamaðurinn Mark Saunders jafn-
aði leikinn. Andy Thomson náði að
koma Gillingham yfir nokkrum mín-
útum síðar. Nicky Southall innsigl-
aði sigurinn undir lokin við mikla
kátínu áhorfenda, sem voru um 10
þúsund á Priestfield-vellinum. Tayl-
or, sem þjálfaði áður 21 árs landslið
8 Englendinga um þriggja ára skeið,
sagði að sigurinn á Sheff. Wed. væri
sá eftirminnilegasti sem hann hefði
persónulega upplifað í íþróttum.
„Ég er ánægður fyrir hönd félags-
ins, stuðningsmanna og leikmanna,
en ég finn til með Danny Wilson,
knattspyrnustjóra Sheff. Wed., því
hann hefur orðið að þola miklar
raunir á þessu tímabili. Þetta er í
fyrsta skipti sem liðið er komið í átta
liða úrslit keppninnar og við ætlum
M að njóta þess að leika næsta leik í
keppninni,“ sagði Taylor en Gilling-
ham mætir Chelsea í átta liða úrslit-
um.
Wilson sagðist eftir leikinn vera
undrandi, ekki síst í ljósi þess að lið-
ið hans hefði verið á uppleið í deild-
inni. „Ég er sár og afar vonsvikinn.
Það er ekkert vandamál að falla úr
bikarkeppninni, en það sem veldur
áhyggjum er að liðið gat ekki sýnt
Íbetri frammistöðu heldur en það
gerði í dag. Við getum ekki afsakað
tap sem þetta.“
Leikmenn Tranmere enn við
sama heygarðshornið
David Kelly, leikmaður Tran-
mere, sem hefur verið iðinn við að
skora mörk fyrir félagið sitt í deild-
arbikarkeppninni en þar er liðið
komið í úrslit, hélt uppteknum hætti
er hann gerði sigurmarkið í 2:l-sigri
á Fulham í 16 liða úrslitum bikar-
1 keppninnar. Kelly, sem er 34 ára,
var ekki einu sinni í byrjunarliðinu í
leiknum, en nýtti tækifærið til fulls
er hann kom inn á. John Aldridge,
knattspyrnustjóri liðsins, sagði að
leik loknum að hann hefði búist við
að liðið kæmi til með að eiga erfitt
uppdráttar eftir að það tryggði sér
sæti í úrslitaleiknum á Wembley, en
leikmenn sínir hefðu sýnt staðfastan
vilja til þess að vinna leikinn gegn
Fulham. „Strákarnir nutu þess að
| komast í úrslit en greinilegt er að
þeir vilja gera betur og standa sig
einnig í þessari keppni. Andinn í lið-
inu er einstakur og sá besti sem ég
hef kynnst, ekki ósvipaður þeim sem
ég upplifði er ég lék með írska
landsliðinu."
Carbone bar skjöldinn
John Gregory, knattspyrnustjóri
Aston Villa, kveðst trúa því að
Íþrennan sem ítalinn Benito Carb-
one gerði gegn Leeds sé upphaf að
glæstri framtíð leikmannsins á Villa
Park. Carbone var hetja liðsins gegn
Leeds, en hann hafði fyrir þann leik
aðeins gert eitt mark í 13 leikjum
fyrir liðið. Það var vel að verki staðið
hjá Italanum að skora fyrstu tvö
mörkin í leiknum við Leeds en þriðja
markið gerði hann eftir að Paul
Merson hafði komist inn fyrir vörn
Leeds og lagt upp markið af harð-
fylgi. Merson gaf boltann fyrir
markið en fékk um leið högg á höf-
uðið svo úr blæddi. „Hann [Carbone]
hefur ekki enn skorað fyrir okkur í
úrvalsdeildinni á þessu tímabili og
síðast er hann kom knettinum í netið
var það gegn Darlington í sömu
keppni. Það var þvi kominn tími til
að hann sýndi hvað í honum býr. Ég
er glaður fyrir hans hönd og vonandi
hvetur þessi frammistaða hans
áfram til góðra verka,“ sagði Greg-
ory, knattspyrnustjóri Aston Villa.
Leikmenn Coventry voru allt ann-
að en ánægðir er flautað var til leiks-
loka gegn Charlton. Leikmenn úr-
valsdeildai'liðsins voru komnir með
tveggja marka forystu eftir aðeins
21 mínútu en Charlton lagði ekki
árar í bát og jafnaði 2:2 fyrir leikhlé.
Baráttan var mikil á milli leikmanna
í síðari hálfleik en Andy Hunt
tryggði Charlton sigur með marki
tveimur mínútum fyrir leikslok.
Alan Curbishley, knattspyrnu-
stjóri Charlton, sagði að hann hefði
vitað að leikurinn yrði sínu liði erfið-
ur enda Coventry eitt af stöndugri
liðum úrvalsdeildar. „Mér fannst við
óheppnir að lenda 2:0 undir en við
sýndum seiglu og náðum að snúa
leiknum okkur í hag. Við sýndum
frábæra frammistöðu þegar upp er
staðið."
Spjöld níu sinnum á loft
Leiks Chelsea og Leicester verð-
ur vart minnst fyrir áferðarfallega
knattspyrnu, fyrir utan leikni
George Weah hjá Chelsea, heldur
vegna þess að sjö leikmenn fengu
gula spjaldið og tveir þeirra, Dennis
Wise í Chelsea og Steve Walsh hjá
Leicester, fengu reisupassann áður
en yfir lauk. Chelsea hrósaði 2:1-
sigri og Gianluca Vialli, knatt-
spyrnustjóri liðsins, gerir sér vonir
um að liðið fari alla leið í úrslit.
Hann viðurkenndi að leikurinn hefði
ekki verið mikið fyrir augað enda
baráttan þeim mun meiri, en sagði
svo: „Vissulega var ekki um áferðar-
fallega knattspyrnu að ræða en leik-
menn gáfu sig alla í leikinn og börð-
ust og það er einkennandi fyrir
enska knattspyrnu. Ég vissi alltaf að
leikurinn yrði hálfgerður bardagi og
við vorum viðbúnir slíkum átökum.
Við getum líka leikið góðan fótbolta,
en það var ekki hægt í leik sem þess-
um.“
■ HELGI Sigurðsson skoraði sitt
fimmta mark í grísku deildinni í
vetur er lið hans, Panathinaikos,
vann Kavala 3:0 á sunnudag. Helgi
kom inn á sem varamaður í hálfleik
og markið gerði hann af stuttu færi
eftir fyrirgjöf.
■ ARNAR Grétarsson lék allan
leikinn með AEK í gær þegar liðið
gerði jafntefli, 1:1, við Kalamata á
útivelli í efstu deild grísku knatt-
spymunnar.
■ KRISTJÁN Brooks lék í 75 mín-
útur með Agios Nikolaos sem gerði
jafhtefli, 1:1, við Olympiakos Volou
í næstefstu deildinni í Grikklandi.
Agios er í 9. sæti deildarinnar.
■ SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson
skoraði eitt mark fyrir Chester
City sem vann Torquay United 2:1
í ensku 3. deildinni. Þrátt fyrir sig-
ur er Chester í neðsta sæti deildar-
innar.
■ IVAR Ingimarsson skoraði sig-
urmark Brentford sem lagði
Blackpool 1:0 í 2. deildinni. Gunnar
Einarsson sat á bekknum hjá
Brentford, sem er í 8. sæti deildar-
innar.
■ STOKE gerði 2:2-jafntefli við
Bumley í 2. deildinni. Stoke komst
í 2:0 en Bumley náði að jafna með
tveimur mörkum á síðustu 14 mín-
útunum. Stoke fékk vítaspyrnu
undir lokin en brenndi spymunni.
Þá fékk liðið gott tækifæri til þess
að bæta við marki en tókst ekki að
skora. Brynjar Bjöm Gunnarsson
lék allan leikinn. Sigursteinn Gfsla-
son sat á bekknum hjá Stoke.
■ EIÐUR Smári Guðjohnsen skor-
aði eitt mark í 3:l-sigri Bolton gegn
Cambridge í fimmtu umferð ensku
bikarkeppninnar. Eiður Smári
kom inn á sem varamaður á 69.
mínútu leiksins og gerði markið
fjómm mínútum fyrir leikslok.
Guðni Bergsson lék allan leikinn
með Bolton.
■ BJARKI Gunnlaugsson lék allan
leikinn með Preston sem tapaði 2:0
fyrir Everton í bikarkeppninni í
Énglandi.
■ LARUS Orri Sigurðsson lék með
WBA sem gerði l:l-jafntefli við
Swindon í ensku 1. deildinni á laug-
ardag. Þetta var fyrsti leikur Lár-
usar Orra eftir þriggja leikja bann.
WBA er nálægt botni deildarinnar.
■ BJARNÓLFUR Lárasson sat á
bekknum hjá Walsall sem gerði
l:l-jafntefli við Wolves í 1. deild-
inni. Walsall hefur gengið allt í hag-
inn, unnið fjóra og gert eitt jafntefli
í síðustu fimm leikjum.
■ ARNAR Gunnlaugsson lék síð-
ustu 12 mínútumar með Leicester
sem tapaði 2:1 gegn Chelsea í
ensku bikarkeppninni á sunnudag.
■ VERBROEDERING Geel lagði
Lokeren 3:0 í belgísku 1. deildinni.
Guðmundur Benediktsson lék ekki
með Geel en Amar Viðarsson var í
liði Lokeren.
■ RACING Genk tapaði fyrir
Standard 5:1 í belgísku deildinni á
föstudag. Þórður Guðjónsson lék
með Genk og Bjarni Guðjónsson
kom inn á hjá liðinu undir lok leiks-
ins.
■ ROSENBORG lagði Brann, sem
er undir stjórn Teits Þórðarsonar,
3:0 í æfingaleik þrátt fyrir að Ros-
enborg væri án níu landsliðs-
manna, sem vom að undirbúa sig
fyrir landsleik gegn íslendinga á
La Manga á Spáni.
■ JÓHANNES Guðjónsson lék
með MVV Maastricht sem tapaði
1:0 fyrir Eijsden í Hollandi.
■ SIGURÐUR Jónsson lék með
Dundee Utd sem vann Airdrie 4:1 í
skosku bikarkeppninni um helgina.
■ EYJÓLFUR Sverrisson og félag-
ar í Herthu Berlín sigmðu Bohemi-
ans Prag, 3:0, í síðasta upphitunar-
leik sínum fyrir seinni umferð
þýsku deildarkeppninnar í knatt-
spyrnu. Alex Alves, nýi Brasilíu-
maðurinn hjá Herthu, skoraði tvö
mörk í leiknum.
Man. United á toppinn
MANCHESTER United er á ný komið í efsta sæti ensku úrvalsdeilarinnar.
Liðið lagði Middlesbrough 1:0 að velli á Old Trafford fyrir framan 61.267
áhorfendur, sem er mesta aðsókn á leik hjá félaginu síðan 1977.
Middlesbrough fékk tækifæri til þess að komast yfir í leiknum en Juninho
lét Mark Bosnich, markvörð United, verja frá sér vítaspyrnu. David Beek-
ham gerði sigurmarkið þegar þrjár mínútur vora til leiksloka, en hann skor-
aði með skoti af löngu færi sem Mark Schwarzer, markvörður Middles-
brough, er hafði nokkrum sinnum varið afbragðsvel í leiknum, missti
knöttinn milli fóta sér.