Morgunblaðið - 04.02.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.2000, Blaðsíða 2
B FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ PAGLEGT LÍF ekki viðurkenn á hverjum degi heyrnariausra Unglingar sletta á tákn- máli, hægt er að hvísla á málinu og dæmi eru um þvoglumælgi. Bergljót Frið- riksdóttir varð margs vísari í spjalli við fram- kvæmdastjóra og fulltrúa hjá Félagi heyrnar- lausra. Andlitið skiptir miklu máli í tákn- máli og sennilega meira máli en hend- umar. Þess vegna geta heyrnarlausir talað saman með annarri hendinni eða jafnvel í þykkum vettlingum. Setningafræðilegar upplýsingar koma gjarnan fram i svipbrigðum. Til að mynda kemur munurinn á spurningu og fullyrðingu fram í svip- brigðunum einum saman. Já/nei- spuming er spuming sem eðlilegt er að svara annað hvort með já eða nei. Dæmi: Ert þú að fara? Finnst þér gaman í skðlanum? Með spumingum af þessu tagi er augabrúnum A\ lyft og hakan dregin lítið eitt niður á við. Þetta er ekki úlíkt þeim svip sem heyrandi fólk set- ur upp við sömu tækifæri. Hins vegar er það svo að í táknmáli hafa þessi svipbrigði beinlínis setningafræðilega þýðingu. Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra OGGILDING táknmáls sem móðurmáls er efst á blaði hjá félög- um heyrnarlausra um allan heim. „Það er okkar aðalbaráttumál," seg- ir Hafdís Gísladóttir, framkvæmda- stjóri Félags heymarlausra, og held- ur áfram: „Árið 1988 viðurkenndi Evrópuþingið táknmál sem mál heyrnarlausra og rétt þeirra til að nota táknmál og það var auðvitað stórt skref í rétta átt. Hér á Islandi var lögð fram tillaga til þingsálykt- unar 1997 um viðurkenningu á tákn- máli sem móðurmáli heyrnarlausra. Að loknum þingsumræðum var mál- inu vísað til menntamálaráðuneytis og því falið að gera könnun á réttar- stöðu íslenska táknmálsins saman- borið við nágrannalöndin. Er von á niðurstöðunum í þessum mánuði. Svo virtist sem almennur vilji væri meðal þingmanna til að knýja málið í gegn og við erum bjartsýn á að það takist. Spurning er hvort um yrði að ræða sérlög eða bandorm, sem virka myndi á önnur lög.“ Fullorðinsfræðsla fyrir heymarlausa Hafdís segir opinbera viðurkenn-; ingu á táknmáli vera forsendu þess að heyrnarlausir geti tekið þátt í ís- lensku samfélagi. „Það er nauðsyn- legt að tryggja heymarlausum menntun á táknmáli og túlkaþjón- ustu,“ segir hún. „Meirihluti félags- manna í Félagi heymarlausra hefur litla menntun og það háir þeim mjög í daglegu lífi. Þeir sem nú eru full- orðnir fengu á sínum tíma enga kennslu í táknmáli, í staðinn var öll áhersla lögð á að kenna heymarlaus- um að tala íslensku, í anda talmáls- stefnunnar. Afleiðingin varð sú að heyrnarlausir tileinkuðu sér hvorki íslensku né íslenskt táknmál. Af þessum sökum er kennsla á táknmáli afar mikilvæg fyrir fullorðna heyrn- arlausa." Á síðasta ári hófst fullorðins- fræðsla á vegum Félags heymar- lausra, sem er að sögn Hafdísar mik- ið framfaraspor. „Fullorðinsfræðsl- an hefur mælst mjög vel fyrir og er góð samvinna t.d. við Tómstunda- skólann og Samskiptamiðstöð heymarlausra og heymarskertra. Markmiðið er síðan að koma á mark- vissri fullorðinsfræðslu á vegum hins opinbera, sem auka myndi réttindi heyrnarlausra á vinnumarkaðnum sem og möguleika til áframhaldandi náms. Við leggjum áherslu á að menntastofnanir landsins sjái heym- arlausum fyrir menntun en Félag heymarlausra starfi sem ráðgefandi aðili." Böm greind of seint í nýrri aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 er í fyrsta sinn að finna sér- stakt ákvæði um íslenskukennslu fyrir heymarlausa og heymarskerta nemendur sem og táknmálskennslu. Ern meðal annars gerðar kröfur um áð skólar bjóði heyrnarlausum börn- um að læra og þroskast á eigin for- sendum, þ.e. á táknmáli, til að þau geti tileinkað sér íslensku. „í kennslumálum er nú allt á miklu betri vegi,“ segir Hafdís. „Grannskóli heyrnarlausra er Vesturhlíðarskóli og þar fá nemend- ur 1. til 10. bekkjar kennslu við sitt hæfi. Það era hins vegar yngstu börnin sem við höfum mestar áhyggjur af. í nýrri aðalnámskrá leikskóla er hvergi kveðið á um mik- ilvægi táknmálsins í uppeldi heymarlausra barna. Sólborg í Reykjavík er leikskóli fyrir heymar- * S AKNMALIÐ átti lengi í vök að verjast hér á landi líkt og annars staðar, og raunar er það enn ekki op- inberlega viðurkennt móðurmál heyrnarlausra. Anna R. Valdimars- dóttir, fulltrúi hjá Félagi heymar- lausra, segir að talmálsstefnan svo- kallaða, eða oralisminn, hafi borist hingað til lands í byrjun 20. aldar. „Megininntak þessarar stefnu var að táknmálið væri óæðra hinu talaða máli. Frá árinu 1880 og allt fram undir 1960 var um allan heim reynt að útrýma táknmáli. Það var skoðun oralista að hægt væri að kenna heyrnarlausum venjulegt talmál, svo einfalt var það. Þeim sem ekki vildu beygja sig undir okið var sýnd ótrú- leg harðneskja; táknmálskennarar voru reknir úr starfi og hart tekið á nemendum sem leyfðu sér að nota táknmál. Það var svo ekki fyrr en 1981 sem Svíar viðurkenndu fyrst- ir opinberlega táknmál sem móður- mál heyrnarlausra." Unglingar sletta á táknmáli Táknmál er að sögn Önnu ekki al- þljóðlegt, eins og flestir virðist halda. „Táknmál þróast sjálfstætt í hverju landi og öfugt við það sem margir halda, byggist það ekki á tal- málinu í hverju landi fyrir sig, segir Anna. „Aftur á móti er það litað af menningu hvers lands eins og gefur að skilja." Hún segir táknmál heims- ins fjölmörg; hvert land hafi sitt eig- ið og auk þess séu í mörgum löndum töluð ýmis afbrigði af sama tungu- málinu, nokkurs konar mállýskur. „Það kemur mörgum á óvart að þó að skyldleiki sé milli talmáls í tveim- ur löndum, segjum til dæmis í Bret- landi og í Bandaríkjunum, þá er ekki sömu sögu að segja um táknmálin í viðkomandi löndum. Þau era nefni- Morgunblaðið/Jim Smart Hafdís: „Næsta baráttumál að allt íslenskt sjónvarpsefni verði textað." laus börn, en það hefur skort á að foreldrum væri vísað á það úrræði. Úti á landi er ekki boðið upp á tákn- málskennslu og mörg dæmi era um börn allt upp í fimm ára aldur sem aldrei hafa kynnst táknmáli." Hafdís segir það stórt vandamál hversu seint böm grein- ist heymarlaus. „Stund- um uppgötvast það ekki fyrr en þau era orðin tveggja, þriggja ára göm- ul. Og því miður era oft of miklar vonir bundnar við heyrnar- tæki eingöngu. Það ætti að vera regla að gefa öllum börnum sem greinast heyrnarskert kost á að læra táknmál, sú þjónusta býðst hjá Sam- skiptamiðstöðinni. Það segir sig sjálft að böm sem ekki komast strax í táknmálsumhverfi, missa úr dýrmæt ár á máltökuskeiðinu, ein- mitt þegar þau era næmust. Víða er ekki skilningur fyrir nauð- syn kennslu táknmáls og börn sem búsett era úti á landi eiga takmarkaða möguleika á því að læra táknmál, nema fjölskyldan flytji suður eða búi þar tíma- bundið.“ Hafdís segir það grafalvarlegt mál að heymarlaus börn njóti ekki sömu réttinda og önnur böm í íslensku þjóðfélagi. „Þess era dæmi að heyrnarskert böm byrji í skóla og hafi þá aldrei kynnst táknmáli. Fyrstu árin lífi bama er lagður grannur að málþroska þeirra, það á jafnt við um heymarlaus og heyrandi böm. Því er svo mikilvægt að heyrn- arlaus börn komist strax í samskipti við önnur börn og læri að Réttarstaða barna mesta áhyggjuefnið tjá sig á sínu móðurmáli, táknmáli. I leikskóla, þar sem litið er á málörvun sem rauða þráðinn í öllu leikskóla- starfi, þarf að sjá til þess að heyrnar- laus börn sitji við sama borð og aðrir ög áð þau öðlist málþroska með þátt- töku í leik og samskiptum við önnur -------- heyrnarlaus böm. Um- boðsmaður barna, Þór- hildur Líndal, ályktaði 1997 að það væri ský- laust brot á rétti bama að viðurkenna ekki opin- berlega táknmál sem móðurmál heyrnarlausra og að það væri ótví- ræður réttur þeirra að læra tákn- mál.“ Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, sem sett var á stofn 1991, boðaði byltingu fyrir heyrnarlausa, að sögn Hafdísar. Túlkaþjónustan bylting „Samskiptamiðstöðin er geysilega þýðingarmikil. Þar fer fram kennsla í táknmáli og í boði er túlkaþjónusta, sem er að mestu rekin fyrir opinbert fé. Stærstur hluti þjónustunnar er túlkun í skólum á framhalds- og há- skólastigi. Hins vegar eru engin lög sem tryggja heyrnarlausum túlka- þjónustu í daglegu lífi, s.s. þegar sótt er um vinnu, farið í banka, á foreldrafund o.s.frv. Alls era starf- andi 10-12 túlkar hjá Samskiptamið- stöðinni, en það er hvergi nærri nóg. Þörfin fyrir þjónustu þeirra er miklu meiri en svo að þeir anni eftirspurn.“ Hafdís segir að þó margt hafi áunnist í réttindabaráttu heyrnar- lausra á íslandi, sé það með ólíkind- um hvernig heyrnarlausum hafi ver- ið mismunað í gegnum árin. „Foreldrar heyrnarlausra barna áttu til dæmis ekíri kost á reglulegri kennslu í táknmáli fyrr en 1991 og segja má að félagsleg einangran heyrnarlausra hafi ekki verið fylli- lega rofin fyrr en þá, með tilkomu al- mennrar túlkaþjónustu Samskipta- miðstöðvarinnar. Þá má ekki gleyma því að heyrnarlausir á íslandi fengu ekki ökuréttindi fyrr en 1964.“ Og hún heldur áfram: „Engu að síður höfum við unnið ótalmarga sigra. Hæst ber mál Félags heyrnar- lausra gegn RÚV, vegna synjunar Sjónvarpsins á beiðni um táknmáls- túlkun á framboðsræðum fyrir al- þingiskosningarnar sl. vor. Hæsti- réttur dæmdi synjun RÚV ólögmæta og var Sjónvarpinu gert skylt að láta túlka umræðurnar um leið og þær færa fram. Úrskurður- inn hafði mikla þýðingu fyrir heyrn- arlausa og nú þurfum við að einbeita okkur að næsta baráttumáli, þ.e. að allt íslenskt sjónvarpsefni verði text- að. Við lítum björtum augum til framtíðarinnar og erum sannfærð um að fyrr en varir kemur að því að táknmál verður viðurkennt opinber- lega sem móðurmál heymarlausra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.