Morgunblaðið - 04.02.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.02.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 B 3 DAGLEGT LÍF Anna R. Valdimarsdóttir, fulltrúi hjá Félagi heyrnarlausra Morgunblaðið/Jim Smart Anna: „Táknmál er ekki alþjóðlegt eins og flestir halda.“ lega ekkert lík. Rætur bandaríska táknmálsins liggja í Frakklandi og þess vegna á heyrnarlaus Banda- ríkjamaður mun auðveldara með að tala við heyrnarlausan Frakka en heymarlausan Breta, _____________ eins ótrúlegt og það kann að hljóma." Og hún held- ur áfram: „Það kemur ýmsum spánskt fyrir sjónir að íslenskan sé í Hvert land hefur sitt eigið táknmál raun eins og erlent mál fyrir heyrn- arlausum íslendingum. Þeirra móð- urmál er allt annað, nefnilega ís- lenska táknmálið." Anna segir táknmál þróast afar hratt. „Það má segja að það verði til nýtt tákn á hverjum degi. Böm nota sitt eigið barnatáknmál, enda hreyfifærnin ekki orðin nægilega þroskuð til að þau geti gert öll táknin rétt. Og heym- arlausir unglingar sletta á táknmáli, rétt eins og þeir heyrandi. Táknmálið festist ekki í sessi á sama hátt og önnur mál sem eiga sér ritmál. Og vegna þess hve þróunin er hröð, er talsverður munur á því táknmáli sem aldraðir tala annars vegar og ungt fólk hins vegar. Að sögn Önnu kemur það sífellt á óvart hve heyrnarlausir ungling- ar em fljótir að finna upp ný tákn fyrir alla skapaða hluti. Nýlegt dæmi úr Vesturhlíðar- skóla, sem er grann- skóli heymarlausra, sanni það. „Þetta var í kennslustund í kynlífsfræðum og kennarinn var að fjalla um samkynhneigð. Hann talaði um lesbíur og notaði tákn sem hann var vanur að nota. Krakkarnir settu þá upp undrunarsvip og bentu kennaranum á „miklu betra tákn“ sem þeir væra vanir að nota!“ _________ Hún segir ný tákn verða til með ótrúlegum hraða. „Og ef ný tækni kemur til sögunnar, er komið nýtt tákn á augabragði. Gott dæmi um þetta er Netið, það var komið tákn fyrir það um leið. Sama er að segja um nöfn sem mikið ber á, s.s. Kringlan. Þetta er auð- vitað miklu þægilegra svona, að nota ákveðið tákn í stað þess að þurfa að stafa orðið í hvert sinn.“ Rétt eins og hinir heyrandi geta heymarlausir tjáð sig með mismun- andi hætti. Til dæmis segir Anna ekkert mál að hvísla á táknmáli. „Þá er höndunum haldið neðarlega og reynt að hafa táknin eins lítið áber- andi og hægt er. Svo er líka hægtað vera þvoglumæltur á táknmáli. Neysla áfengis til dæmis getur haft þau áhrif að handahreyfingar verða kæruleysislegri og táknin óskýrari, viðkomandi verð- ur með öðr- um orðum SOGUSYNING Heyrnarlausir skyldu læra að tala FÉLAG heyrnarlausra á um þessar mundir 40 ára afmæli og gengst af því tilefni fyrir sögusýningu í Gerðu- bergi, dagana 12.-19. febrúar. Sýn- ingin spannar síðustu 140 árin í sögu heymarlausra á fslandi, eða frá því að settur var á fót fyrsti skólinn fyr- ir heyrnarlausa hér á landi. Sögu- sýningin samanstendur af ljós- myndum frá ýmsum túnum ^ og alls kyns munum sem varðveist hafa, s.s. gömlum táknmálsorðabókum. Anna R. þvoglu- mæltur. Þetta ekkert öðravísi með heymarlausa en aðra.“ Hún segir það að vísu geta komið heyrn- arlausum í koll að vera með miklar og áberandi handa- hreyfingár á almannafæri. „Fyrir ekki ýkja löngu vora tveir heyrnarlausir kunn- ingjar staddir á einu af kaffi- húsum borgarinnar. Menn- irnir höfðu fengið sér bjór að drekka og urðu í kjölfarið skrafhreifir og höfðu hendur mikið á lofti. Ekki leist starfs- fólkinu þó betur en svo á handapatið í þeim félögum, að það kallaði til lögreglu sem tók mennina fasta fyrir handa- lögmál og fór með þá niður á stöð! Sagan er dagsönn og við eram mikið búin að hlæja að þessu hér í Félagi heymarlausra." Valdimarsdóttir, fulltrúi á skrifstofu Félags heymarlausra, hefur ásamt Steinunni Þorvaldsdóttur haft veg og vanda af sýningunni. Að sögn Onnu er þungamiðja sýningarinnar umfjöllun um frumkvöðulinn séra Pál Pálsson, sem barðist ötullega fyrir bættri menntun heymarlausra upp úr miðri 19. öld. „Séra Páll markar upphafið í sögu heyrnarlausra á íslandi, segir Anna. „Hann var mikill brautryðjandi í málum heymarlausra og óþreytandi í baráttu sinni fyrir bættri menntun þeh-ra. Séra Páll var skipaður fyrsti kennari heymarlausra á íslandi en sjálfur hafði hann lært táknmál í Danmörku. I framhaldi af því kom hann á fót fyrsta skólanum fyrir heymarlausa 1867 og fór kennslan fram á heimili hans. Þegar hann síð- ar settist á þing kom hann því til leiðar að skólaskylda heymarlausra barna á Islandi var leidd í lög árið 1872,35 áram á undan skólaskyldu heyrandi barna. Það eitt og sér er auðvitað stómerkilegt." Þvoglumæii - Skyldi maður verða þvoglumæltur á táknmáli þegar áfengi er í blóðinu? Eins og í öðrum málum er hægt að tjá sig misformlega á táknmáli. Málsnið velur mælandinn eftir að- stæðum, viðmælanda og umræðu- efni. Auðvitað er ekki um að ræða annað hvort formlegt eða óform- legt mál heldur frekar misform- legt mál. „Heilsusamlegt mataræði á unga aldri leggurgrunninn að góðri heilsu" Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir samhengínu í heilsufari okkar. Með skynsamlegu fæðuvali frá því móðurmjólkinni sleppir búum við í haginn fyrir framtíð barna okkar og hreysti þeirra, alla ævi. Beinin eru gott dæmi. Þau öðlast styrk sinn á fyrri hluta ævinnar. Börn þurfa því nægilegt magn af þeim efnum sem Ijá beinunum styrk. Þarskiptir kalk höfuðmáli, en D-vítamín er einnig nauðsynlegt til að kalkið nýtist við uppbygginguna. D-vítamín er að finna í lýsi og ýmsum fiski. Langmikilvægasta uppspretta kalks er hins vegar mjólk og mjólkurvörur. „Mjólk" er samheiti yfir alla drykkjarmjólk, nýmjólk, léttmjólk, undanrennu og fjörmjólk. Einnig má fá kalk úr öðrum mjólkurvörum, s.s. osti og sýrðum mjólkurvörum. Hollusta styrkir BEINVERND ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.