Morgunblaðið - 04.02.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.2000, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ =1 Hreinn Sæmundsson hefur ekki hugmynd um hversu margar hljóm plötur hann á. Þegar VINIR HLJOÐSINS BINDAST SAMTOKUM Sveinn Guðjónsson sótti hann heim var hann að vinna við skrásetn- ingu safnsins, var komin upp í 2.000 plötur og rétt að byrja. S AHUGAMENN um hljóm- tæki og hljómflutning leynast víða og eru fleiri en marga grunar, að sögn þeirra sem telja sig þekkja til þess- ara mála. Fyrir nokkrum árum varð til vísir að samtökum áhugamanna um hljómtæki sem komu saman í nokkur skipti einn vetur. Haldin voru erindi tengd hljómtækjum, hljóm- gæðum og rökrætt um hljómflutning og hvað þyrfti til að ná fram hinum „eina sanna tóni“. Starfsemi þessara óformlegu sam- taka um hljómtæki lagðist þó af, en nú þykjast menn sjá birta af nýjum degi í þessum efnum og hafa áhuga- menn á þessu sviði nú í hyggju að bindast formlegum samtökum. Ætl- unin er að spyrða þar saman áhuga- menn um hljómtæki og plötusafnara, enda fara þessi tvö áhugamál oft saman. Stofnfundur hinna nýju sam- taka verður haldinn í versluninni Reynisson og Blöndal á morgun, laugardag, en þar munu áhugamenn um hljómtæki og hljómflutning, „Vinir hljóðsins“ eins og þeir kalla sig, fá aðstöðu til skrafs og ráðagerða í framtíðinni. Tuttugu og þrír metrar í hillum Söfnunarhvöt er manninum í blóð borin og birtist í ýmsum myndum. Sumir safna peningum inn á banka- bók og aðrir verðbréfum, sem geta gefið vel af sér. Hjá mörgum hefur söfnunaráráttan hins vegar í för með sér talsverð fjárútlát, er tímafrek og tekur mikið pláss í híbýlum manna. En safnararnir kvarta ekki og telja fjármunum sínum og tíma vel varið. Þar eru hljómplötusafnarar fremstir í flokki. Hreinn Sæmundsson er einn þess- ara ástríðufullu hljómplötusafnara, en hann er bara í „vinylnum“ eins og hann orðar það sjálfur. „Eg hef lítinn Hreinn Sæmundsson með fyrstu LP-plötuna sem hann eignaðist, meistaraverk Bob Dylans, Highway 61 Revisited. áhuga á geisladiskum, en á samt nokkra sem mér hafa verið gefnir. En það eru fyrst og fremst vinyl- plöturnar sem ég hef áhuga á.“ Hreinn segist upphaflega hafa byrj- að að safna hljómplötum vegna tón- listaráhuga og keypti þá eingöngu plötur með tónlist sem höfðaði sterkt til hans. „Smám saman þróaðist það svo út í að ég fór að „stoppa upp í “ safnið, til dæmis ef mig vatnaði ein- hverjar plötur til að fylla heildarút- gáfu ákveðinna höfunda eða flytj- enda. Og upp úr 1980 var þessi söfnunarárátta orðin mér meðvituð.“ - Hvað áttu margar plötur, þegar allt er talið? „Því get ég ekki svarað. Ég er rétt að byrja á að skrá- setja safn- ið í tölvu og hóf starfið á íslensku plöt- unum og er nú kominn í 1.200 íslenskar 12 tomma plötur og við það bætast svo 400 plötur 7 tomma. En þetta er bara örlítið brot og erlendu plöturnar eru margfalt fleiri. Hér áð- ur fyrr taldi ég plötu- safnið mitt í metrum og Hreinn á nokkrar tegundir af plötuspilurum, þar á meðal þrjá „Garrard-spilara", sem voru í hávegum hafðir á sjöunda áratugnum. I glymskratta Hreins er að finna dæm tónlist“ frá sjöunda áratug Silki-damask í metratali í úrvali Póstsendum Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050. EKKI BERA ÖLL AUKAKÍLÓIN! Hef hjálpað fjölda fólks með frábærum árangri. Hvað með þig? Uppl. í slma 698 3600. Hormón feðranna ÞAÐ er að sönnu misjafnt hversu mikinn þátt verðandi feður taka í meðgöngu og burði barna sinna. Sumir verða alteknir verndartilfinn- ingu í garð konunnar, aðrir fá kvið- verki þegar hún fær hríðir og enn aðrir falla í yfirlið á örlagastundu. Nú hefur verið sýnt fram á það með vísindalegum aðferðum að breytingar verða á hormónaflæði karla, ekki síður en kvenna, þegar par á von á erfingja. Þessar breyt- ingar eru að sögn háðar því að parið búi saman meðan á meðgöngu stend- ur og má þá greina fylgni milli hor- mónasveiflna hjá konunni og karlin- um. Rannsóknin var framkvæmd af fræðikonum við þrjá kanadíska há- skóla undir stjórn Anne Storey, pró- fessors í sálarfræði við Memorial- háskólann í St. John á Nýfundna- landi. Þegar haft var samband við Storey tók hún vinsamlega í bón Daglegs lífs um að fara fáeinum orð- um um niðurstöður rannsóknarinn- ar, en nákvæmar niðurstöður birtast innan skamms í tímaritinu Evolution and llurmm Behaviour. „I reynd er lítið vitað um atferlis- og lífeðlisfræðilegar breytingar verðandi feðra á meðgöngutíma," segir Storey. „En við mældum hormónasöfnun og viðbrögð við „ungbamaáreiti" í verðandi og nýbökuðum feðrum. Tilgangurinn var að sjá hvort karlmenn gangi í gegnum breytingar sem að ein- hveiju leyti jafnist á við þau stór- brotnu umskipti sem þungaðar kon- ur upplifa." Mjólkurmyndunarvaki í blódi nýbakaðra feðra Storey og samstarfsmenn henn- ar tóku blóðsýni úr pömm á fjór- J um mismunandi tímapunktum I fyrir og eftir fæðingu, tvö sýni í 1 hvert sinn. Eftir fyrstu sýnatök- J una vora viðbrögð paranna kömiuð í umhverfi þar sem sjón, heyrn og lyktarskyn urðu fyrir áreiti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.