Morgunblaðið - 04.02.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.02.2000, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Hreyfigetan leyst úr læðingi Sibyl Urbancic tónlistarmaður og kórstjóri frá Vínarborg er stödd hér á landi til að kenna hvernig áreynslulaust má auka hreyfífærni lík- amans. Hún sagði Valgerði Þ. Jónsdóttur meðal annars að tæknin byggðist hvorki á reglum né líkamiegu atgervi manna. SIBYL Urbancic hefur sterk- ar taugar til íslands, þótt hún hafi búið í Vínarborg um fjögurra áratuga skeið. Þar fæddist hún en fluttist hingað eins árs gömul með foreldrum sínum heitnum, Victori Urbancic tónlistar- manni og Melittu. Eins og hún átti kyn til hóf hún ung tónlistamám, lærði á píanó og fiðlu, sneri sér síðan að námi í norrænum fræðum við Há- skóla íslands, var blaðamaður um skeið, bæði áður og samhliða námi sínu í Tónlistarháskóla Vínarborgar á árunum 1959-1969. „Örlögin höguðu því þannig að ég flentist í ættlandinu. Sama, gamla sagan, ég kynntist eiginmanni mín- um og síðan komu bú og fjögur böm,“ segir Sybil og vindur sér í að útskýra upprana Feldenkrais- hreyfitækninnar, sem hún hefur til- einkað sér og miðlar jafnframt öðr- um. „Fyrst ber að geta að upphafs- maðurinn er Moshe Feldenkrais, sem fæddist í Rússlandi árið 1904 en hélt til Palestínu aðeins þrettán ára og fór síðan víða, m.a. til Parísar, til að afla sér menntunar. Hann var vél- og rafmagnsverkfræðingur og lauk doktorsprófi í eðlisfræði frá Sorbonne-háskóla. Auk þess að stunda fimleika og leika knattspymu lærði Feldenkrais júdó hjá einum fremsta júdómeistara heims, Jigaro Kano, fékk svarta beltið árið 1936, og vann síðan ötullega að því að kynna íþróttina á Vesturlöndum. Meiðsli á hné urðu til þess að hann varð að láta af íþróttaiðkunum og hóf hann þá að rannsaka hreyfingar og hreyfinga- mynstur líkamans með tilliti til þekkingar og hegðunar einstaklings- ins. Rannsóknirnar gerði hann m.a. á sjálfum sér, komst fyrir vikið á fætur og endurheimti hreyfigetu sína. I stuttu máli þróaði hann tvenns konar mismunandi tækni. Annars vegar til að vinna með hópa, Awareness through Movement eða skynjun gegnum hreyfingu, og hins vegar með einstaklinga, Functional Int- egration, sem á íslensku gæti útlagst sem virk samþætting." Sjálf kynntist Sibyl Feldenkrais- tækninni fyrir tilviljun á námskeiði í látbragðsleik fyrir fimmtán árum. Námskeiðið sótti hún í tengslum við starf sitt sem kórstjóri og kennari við Tónlistarháskólann í Vínarborg, þar sem hún kennir hljóðfæra- nemum samsöng. „Hljóðfæraleikur- um, söngvuram, dönsuram og leik- uram er geysflega mikilvægt að hafa gott vald á hreyfíngum sínum. Slíkt er í rauninni grundvöllur góðrar sviðsframkomu. Á námskeiðinu hafði ég ekki hugmynd um að kennarinn beitti Feldenkrais-aðferð- inni. Mér leið alltaf einstaklega vel eftir tímana og fór að grennslast fyr- ir um hverju sætti. I kjölfarið sótti ég Feldenkrais-námskeið, nýtti mér tæknina fyrir sjálfa mig, síðan í kennslunni og loks þegar ég hafði aflað mér tilskilinna réttinda eftir fjögurra ára nám hóf ég að halda slík námskeið árið 1993.“ Engar reglur er eina reglan Feldenkrais-námskeið era haldin víða um heim og eiga, að sögn Sibyl, vaxandi vinsældum að fagna. „Lík- amlegir burðir þátttakenda skipta engu máli og tæknin er ekki háð neinum reglum nema kannski þeirri að það era engar reglur. Hreyfi- hamlaðir og aldraðir geta jafnt sem aðrir tileinkað sér tæknina og aukið hreyfifæmi sína til muna. Það er staðreynd að fólk notar ekki nema lítið brot af hreyfigetu sinni. Slíkt helgast af umhverfinu, venjum í uppeldinu og ýmsu öðra. Hver og einn tileinkar sér frá unga aldri ákveðið hreyfimynstur við störf og daglegar athafnir. Þetta er svolít- ið eins og að búa í stórri höll með mörgum herbergjum og opna aldrei dymar nema að einu eða tveimur. Feldenkrais-aðferðin miðast við að hver og einn verði sér betur meðvit- andi um að nýta möguleika líkam- ans; leysa hreyfifæmina úr læðingi, og auka þannig getu sína og andlega NÚ i FTRSTA SKIPTI k ÍSLANÐI Sumarsól í skammdeginu! Litrófsljósið fró OTT er nókvæm eftirlíking ó dagsbirtu sem hefur reynst sérlega vel við þunglyndi, síþreytu, streitu, augnverkjum o.fl. Tvennskonar fallegir vinnulampar sem bæta heilsu og létta lund. Upplýsingar í síma 881 3161. (símsvari allon sólarhringinn) lifandi ehF. www.ljoslifandi.is EiNKAifYfi rreií an A noeðusiöndum Morgunblaðið/Ami Sæberg Sybll Urbancic: „Feldenkrais-hreyfitækni hjálpar fðlki að brjótast úr viðj- um vanabundinna hreyfinga." og líkamlega líðan,“ segir Sibyl. Til að fyrirbyggja misskilning bætir hún við að dáleiðsla og trúarbrögð komi ekkert við sögu. „Yfirleitt gefur fólk því ekki sér- stakan gaum hvernig það beitir lík- amanum, t.d. þegar það drekkur úr kaffibolla eða greiðir á sér hárið. Hreyfingarnar era ósjálfráðar, enda vanabundnar. Með því að læra fleiri hreyfingar, stellingar eða stöður við hvaðeina sem fólk tekur sér fyrir hendur minnkar álagið á líkamann, hann liðkast, verður meðfærilegri og samfara eykst andleg vellíðan. Eins og tölva geymir nýjar upplýsingar varðveita menn það sem þeir læra án þess endilega að gera sér grein fýrir því. Þeir fara einfaldlega smátt og smátt að nýta sér það sem þeir hafa lært og taka kannski einn góðan veð- urdag eftir því að þeir beita líkaman- um öðravísi og líður miklu betur en áður.“ Heilaleikfimí Munurinn á hefðbundinni leikfimi og líkamsrækt, sem reynir á þrek og þol, og Feldenkrais-æfingum segir Sibyl einkum vera að Feldenkrais byggist ekki á endurteknum og erf- iðum vöðva- og teygjuæfingum. „Þetta era mjög hægar, fjölbreyttar og áreynslulitlar hreyfingar, sem reyna frekar á heilann en líkamann og auðveldar auk þess öndunina. Hópmeðferð byggist á munnlegri til- sögn en í einkatímum beiti ég hönd- unum til að leiðbeina fólki um lík- amsstellingar og hreyfingar." Síðastliðin sex ár hefur Sibyl margsinnis komið til Islands og hald- ið námskeið fyrir tónlistarfólk fyrir tilstuðlan félaga í Sinfóníuhljómsveit íslands og píanókennara. „Tónlistar- menn þurfa að læra á eigin líkama rétt eins og hljóðfærið. Staða þeirra og hvernig þeir hreyfa sig við æfing- ar og á tónleikum getur skipt sköp- um fyrir frammistöðu þeirra og frama.“ Núna er Sibyl stödd hér á landi til að æfa Vox Feminae-kvennakórinn fyrir norrænt kvennakóramót, sem haldið verður í apríl, auk þess sem hún leiðbeinir um Feldenkrais- hreyfitæknina á tveimur tveggja daga námskeiðum í febrúar. „Nám- skeiðin verða að þessu sinni ekki ein- göngu ætluð tónlistarfólki, enda hafa allir, ungir sem aldnir, gott af að losna úr viðjum vanans og læra ein- faldar aðferðir við líkamsbeitingu," segir Sibyl, sem ætlar að kynna að- ferðina hjá FÍH, félagi íslenskra hljómlistarmanna, á opnum fundi 8. febrúar hk. HÁÞRÓUÐ tækni kann senn að koma upp um fótboltabullur og glæpa- menn á sakaskrá í hópi heiðvirðra borgara. Með þar til gerð- um myndavélum má greina og mynda æðar í höfðum manna á löngu færi. Myndimar, svokallaðar húð- hitamyndir, ættu líka að gagnast til að hafa uppi á týndum bömum og auka öryggi á opnum svæðum. Af öðram kostum má nefna að hægt verður að beita tækninni til að merkja yfirvofandi streitu hjá fólki áður en það hefur sjálft gert sér grein fyrir einkennunum. Um fyrirbærið var nýverið fjallað í grein um merkilegar nýjungar á sviði tækni og vísinda í The Sunday Times Culture. Líkt og fingraför manna era einstök og engum öðram lík segir þar að sama máli gegni um mynstur, sem blóðframumar mynda í samræmi við legu æðanna. Húð- hitamynstur er það nefnt af því að hitastig þess hluta húðarinnar, sem liggur yfir æðunum, er örlítið hærra en annars staðar á líkamanum. Út- línurnar, sem myndast vegna hita- mismunar, eru ekki, frekar en fingraför manna, eins hjá tveimur einstaklingum. Öryggi fyrir tölvunotendur Gangi þróunin eftir má með sömu tækni greina menn óyggjandi frá öðrum á göngulagi, útlínum Uk- amans og jafnvel eyranum. Uppfinn- ingin þykir geta orðið til margs nyt- samleg, t.d. við gæslu hryðjuverkamanna, í tengslum við sjónvarpssíma og til aukins öryggis fyrir tölvunotendur. Ekki yrði hægt að ræsa tölvur, sem búnar væra slíku forriti, nema þær hefðu áður staðfest að réttmætur notandi ætti í hlut. Rannsóknarstofa varnarmála á vegum bandarísku ríkisstjómarinn- ar, DARPA, hefur tröllatrú á þessari tækni og þar á bæ hafa menn lagt ígildi milijarðs íslenskra króna í rannsóknarverkefni til að koma henni í gagnið. Að mati stofnunar- innar er fjöldi æða í hveijum og ein- um svo mikill að tölfræðilega ómögu- legt sé að æðamynstur tveggja séu nákvæmlega eins. Vísindamenn vonast til að mynda- vélamar leysi af hólmi myndbands- upptökutæki, sem lengi hafa verið notuð við eftirlit. Gæði slíkra mynda þykja ekki nógu mikil til að vera pottþétt staðfesting á hver sé á ferð nema því aðeins að þær séu teknar Æða- mynstrið afhjúpað Fingraför manna eru einstök og engum öðr- um lík. Sama máli gegn- ir um æðamynstur líkamans, sem ný tækni gerir senn kleift að mynda úr töluverðri fjarlægð og vonir eru bundnar við að gagnist m.a. í baráttunni gegn glæpum. innan fárra metra. Innrautt kerfi, sem Francine Pro- koski og samstarfsmenn hennar hjá líftæknifyrirtækinu Mi- -.íkíésáðy >. , kos í Virginíu hafa þróað, gerir hins vegarkleift að + grema æðakerfi em- ; jtCMSiS SaSSBaEfek i i > Æ staklings meira en fjarlægð. rauðum í jafnvel 150 metra Með inn- geislum nemur Mikos- myndavélin smá- vægilegar hita- breytingar húðar- innar, sem þannig afhjúpa æða- mynstrið. Prófanir fyrirtækisms hafa leitt í Ijós að þannig er jafnvel hægt að gera greinarmun á eineggja tvíburum, sem með öðra móti er torvelt að þekkja í " sundur. Húðhitamyndir af löngu færi Prokoski segir að höfuð og andlit manna séu ekki einu líkamshlutarnir sem gagnist við að bera á kennsl menn. „Hægt er að mynda allan lík- amann á tiltölulega löngu færi. Fram til þessa hefur fólk auðveldlega getað villt á sér heimildir gagnvart venju- legum myndavélum með því til dæm- is að vera með hatta, ganga í upp- fylltum skóm og þess háttar. Slíkt dugar ekki gagnvart þessum inn- rauðu geislum. Grunaður getur ekki búið til eða tekið æðar sínar í burtu.“ Húðeftirmynd gerir þó ekki grein- armun á litarhætti eða líkamsvexti. Slíkt þykir bara viðbótarkostur því þannig verður komið í veg fyrir að kynþáttafordómar komi við sögu. Hitagrafíkin, sem Mikos hefur þróað, er aðeins ein af mörgum hug- myndum sem DARPA hefur til at- hugunar til þess að bera kennsl á menn með óyggjandi hætti, en slíkt er einn þáttur í vamaráætlun hers- ins. Aðalmarkmiðið er að efla gæslu innan hersins og vemda herstöðvar gegn þekktum hryðjuverkamönnum. Á glæpavettvangi þykja húðhitaeft- irmyndirnar líka hentugar til að sjá hvort sömu andlitunum bregði fyrir oftar en einu sinni. Svipað kerfi kann að rata á vinnu- svæði venjulegra PC-tölva. Tölvu- fyrirtæki í New Jersey hefur þróað hugbúnaðinn Facelt, sem tengdur er við myndbandsupptökuvél og getur stjómað hver fær aðgang að tiltek- inni tölvu. Hugbúnaðurinn er þannig úr garði gerður að hann nemur nær- veru fólks, staðsetur og ber kennsl á það. Sami hugbúnaður get- ur líka komið að góðu gagni við að hafa uppi _ á týndum börnum, fyfnj ú ';, t.d. í mannþvögu í 'iíiZÆíC' *:'* verslunarmiðstöð. Þá þyrfti að mata öryggiseftirlits- myndavélamar á æmm- ....... - þverskurðar- mynd af æðakerfi bamsins. Vísindamenn í Fairfax rannsaka nú húðhitaeftir- myndir og innrauð- ij ar myndavélar með * tilliti til streitu, t.d á vinnustöðum. Þar sem myndimar sýna minni- háttar breytingar á and- litshita og litblæ vöðva, en slíkt er talið vísbending um yfirvof- andi streitu, gætu starfsmenn hægt á ferðinni áður en í óefni væri komið. Sömuleiðis kynni foreldram að þykja akkur í forritinu í PC-tölvum bama sinna. Ef æsingurinn í tölvuleikjum færi úr böndum yrði einfaldlega lok- að fyrir leikinn og Ijúf tónlist tæki við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.