Morgunblaðið - 04.02.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.2000, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ SfPH.LT FLEIRILEQQJA HÁRÞVOTTALÖGINN Á HILLUNA / sapu Hreint og snyrt hár er höfuðprýði. Flestir nota sjampó auk ýmiss konar kemískra efna til að geta státað af slíku. Sindri Freysson frétti af fólki, sem fyrir margt löngu skrúf- aði lokið í hinsta sinn á þess háttar dollur, túpur og brúsa og segir næg;ia að lauga hár sitt með kranavatninu einu saman. ALLT frá fyrstu tíð hefur maðurinn skreytt hár sitt með margvíslegasta hætti, hann hefur bundið í það perlur og steina, kembt það og fléttað, litað, blásið, klippt og krull- að, þvegið það úr mjólk og hlandi eða hulið það hárkollum og höttum og reynt á ótal vegu að gera það sem ásjálegast samkvæmt boðorðum tísku eða smekks hverju sinni. Og nægur er efniviðurinn: Meðalfjöldi hára á höfði manns er á milli 80 þús- und og 140 þúsund og er talið að hafi fólk á annað borð hár á höfði séu Ijós- hærðir með flest hárin, þá dökk- hærðir og svarthærðir, en fæst hárin hafi rauðhærðir. Hárið vex um 0,2 til 0,3 millimetra á dag að meðaltali og á hverjum degi detta 40 til 120 hár af höfði manns. Eitt vesta skammaryrði sem hægt er að nota um hár, er að segja að það sé skítugt og þykir vont til afspurnar fyrir þann sem hárið ber. Ef hann/ hún er með klístrað hár, kleprað, feitt eða dautt, horfir fólk á höfuð viðkomandi með hryllingi og strýkur feginsamlega sitt „rétt“ klippta, Iit- aða, þvegna og lagaða hár. Hreinlæt- ið er raunar ein algengasta viðmiðun sem nútímamenn hafa um hár sitt og annarra og ekki er óalgengt að fólk þvoi hár sitt með hársápu/sjampói tvisvar til þrisvar á dag þegar mest gengur á. Margir dæla einnig hár- næringu á lubbann til viðbótar sáp- unni og bæta síðan við ótal efnum öðrum úr brúsum, dollum og túpum til að hemja það áður er arkað er út í 10 gömul vindstig sem eira engri hárgreiðslu. A seinustu árum hefur risið upp hópur manna og kvenna sem and- Morgunblaðið/Ásdís 1990 var ég byrjaður að spá mjög mikið í þá grein sem kallast náttúru- lækningar, og samkvæmt henni er húðin og hárið lifandi einingar. Sam- kvæmt ströngustu skilgreiningum náttúrulækninga á maður ekki að setja neitt á húðina eða neins staðar á sig, sem maður gæti ekki borðað, og rannsóknir hafa sýnt að beri mað- ur á sig sápu eða annað þess háttar, er hægt að mæla hana í blóði ör- skömmu síðar. Efnin berast inni í kerfið því að húðin er gegndræp í báðar áttir, þ.e. á sama hátt og við losnum við úrgangsefni í gegnum hana, hleypir hún slíkum efnum inn í sig. Eg hafði lesið grein um þessi efni og ákvað að hætta gjörsamlega að nota sjampó í kjölfarið. Hárið fitn- aði við þetta og varð mjög leiðinlegt viðureignar í talsverðan tíma en síð- an batnaði það og hefur verið í góðu lagi síðan. Náttúrulæknisfræðin seg- ir að höfuðleðrið og allt sem því teng- ist þurfi að skila út úr sér óhreinind- um og efnum sem við höfum troðið þar niður í tímans rás, og það er gert í fituleysanlegu formi og því verður hárið ómögulegt fyrst eftir að maður hættir að nota hársápu," segir Hall- grímur. Hann viðurkennir þó að hafa ekki rekist á strangvísindalegar greinar eða rannsóknir um efnið sem hvetji fólk til að leggja hársápunni, en hann telji eigin árangur nægjan- lega sönnun á ágæti aðferðarinnar. „Hárið varð miklu betra viður- eignar eftir að ég hætti að nota sjampó og hár- Kranavatn tekið fram yfir kemisk efni æfir hinni skýlausu skyldu um sápu- þvott sem nútímamanninum hefur verið innrætt. Þetta fólk kýs að þvo sér sjaldan eða aldrei um hárið með sápum, segir þær innihalda óholl kemísk efni sem geri hárinu ekkert gott, og lætur nægja að lauga hárið með vatni úr krananum. Þessi af- staða felur í sér afturhvarf til forn- eskju að mati sumra, en andstæðing- ar sjampósins láta sér slíkar úrtöluraddir í léttu rúmi liggja og segja hárið fyllra, gróskumeira og fallegra ef sápan kemur ekki nærri því. Hallgrím- ur Þ. Magnús- son læknir er sennilega einn fyrstur manna hérlendis til að boða þessa náttúrulegu meðhöndlun hársins og hefur að sögn ekki þvegið hár sitt með sjampói nema í mesta lagi tutt- ugu sinnum seinustu tíu ár. Hann er menntaður sem sérfræðingur á sviði svæfinga og deyfinga, en hefur á undanfömum áratug snúið sér í stöðugt meiri mæli að svokölluðum óhefðbundnum lækningum, eða nátt- úrulækningum, sem sækja í fornar aðferðir og fróðleik í því skyni að að- stoða líkamann við að gera við sig sjálfur. Efnin berast inn í húðina „Eg synti á hverjum morgni og þvoði mér um hausinn á eftir og not- aði jafnvel líka hámæringu. En um Hallgrímur Þ. Magnússon lækn- ir telur mennina fasta í víta- hring ofboðslegrar notkunar á kemískum efnum. greiðslufólk hafði orð á að hárið væri miklu fínna og stór munur væri á því frá því sem áður var, í því væri meira líf og lyfting." Hann segir að ein grein náttúm- lækninga kallist lithimnugreining, en hún felst í að lesið er í augu ein- staklingsins til að sjá m.a. ástand húðarinnar. „Það er gríðarlega al- gengt að húðin á nútímamanninum er það sem ég kalla stífluð, og það er Likt eftir dagsbirtu með litrófsijósaperum Sól, sól skín á mig við skrifborðið heima Innan um kerti, lampa og aðra hefð- bundna ljósgjafa rakst Sigurbjörg Þrastar- dóttir á peru sem líkir eftir heims- ljósinu sjálfu. S TIVERA hefur löngum verið talin borga sig, ekki aðeins vegna ferska loftsins heldur einnig sólarljóssins sem bætir, hressir og kætir. Sólarljósið er talið örva nýt- ingu líkamans á ýmsum vítamínum, auk þess sem það letur framleiðslu melatóníns, róandi hormóns sem auðveldar svefn. Þar sem aðgengi að sólarljósi er hins vegar háð land- fræðiíegri legu og duttlungum veð- urguðanna hafa gjaman verið gerð- ar tilraunir til þess að hamstra sólarljós - með misjöfnum árangri. Sögur eru til af manni sem hugðist hefja sölu á niðursoðnum sólargeisl- um, og skemmst er að minnast til- rauna Bakkabræðra til þess að bera sólskin inn í hús í húfum sínum. Meðal nýjustu tilrauna í þessa veru er framleiðsla Ijósa sem líkja eftir litrófi og geisladreifingu sólar- ljóssins. Slík ljós hafa verið íram- leidd um árabil og hefur mörgum þeirra sérstaklega verið stefnt gegn skammdegisþunglyndi. Meðal framleiðenda slíkra Ijósa er bandaríska fyrirtækið OTT bioLIGHTSYSTEMS Inc. sem að eigin sögn hannar „heilsusamlega línu ljósa með jákvæð líffræðileg áhrif ‘ eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækinu á Netinu. Ijós kennt við gleði „Ljós af þessum toga hafa hingað til verið fyrirferðarmikil bákn, jafn- vel svo að þau hafa tekið allt vinnu- pláss á skrifborðinu. OTT framleiðir hins vegar skrifborðslampa og lítil vinnuþ'ós sem falla vel inn í umhverf- ið og henta til margs konar vinnu,“ segir Sigurbjörn Aðalsteinsson sem Morgunblaðið/Golli Japansklukkan ber sig vel undir gleðiljósinu og hefur andstætt vananum hvorki misst blað né stilk í vetur. nýverið hóf við annan mann inn- flutning á OTT-ljósum til íslands. „Við köllum þetta gleðiljós - ekki þunglyndisljós eins og oft hefur tíðk- ast - enda jákvæðari hugsun í því fólgin að auka gleði en að berjast gegn þungri lund,“ segir Sigurbjörn, glaðbeittur eins og vera ber. „Til- raunasending sem við fengum fyrir jól seldist upp og fólk í ýmsum starfsgreinum hefur lýst ánægju sinni með Ijósin. Fyrir utan að vinna gegn sleni, þreytu og skammdegis- þunglyndi slá þessi ljós á skjáglýju og koma að góðu gagni þegar vinna þarf nákvæmnisverk sem krefjast dagsbirtu," segir hann og nefnir sem dæmi saumaskap og litgreiningu. í upplýsingum um OTT-l,jós segir að þau séu litrófsljós, þ.e. innihaldi yfir 91% af Ijósaskala sólarinnar án þess að útgeislun þeirra sé skaðleg. „Útfjólubláir geislar eru okkur nauðsynlegir og ekki hættulegir nema við fáum of mikið af þeim. Slíkt getur gerst vegna gata í óson- laginu, en að öðru leyti er sólskin á Islandi ekki það mikið að hætta sé á ofskammti sólarljóss. Þvert á móti er fremur of lítið af ljósi í lífi okkar sökum norðlægrar legu, og því ekki vanþörf á gleðigeislum," segir Sigur- bjöm. Hann segir söguna af því hvernig John Ott, verktaki hjá Walt Disney, uppgötvaði virkni ljóss með útfjólu- bláum geislum fyrir tilviljun fyrir fá- einum áratugum. „Ott þessi vann við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.