Morgunblaðið - 04.02.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 B 5
var kominn í 23 metra í hillum. Og ef
maður notar þá þumalputtareglu að
reikna með þremur plötum á sentí-
metra þá hafa plöturnar verið um
7.000 talsins. Síðan hefur talsvert
bæst við og ótaldar litlu 45 snúninga
plöturnar þannig að ég myndi skjóta
á um það bil tíu þúsund plötur þegar
allt er talið. En það á eftir að koma í
ljós þegar ég hef lokið við skrásetn-
ingu safnsins.“
Hreinn sýnir blaðamanni á tölvu-
skjá hvernig hann hefur skráð ís-
lenska plötusafnið og inni í skránni
er leitarforrit þar sem hægt er að slá
inn flytjendur, höfunda lags og texta,
eða ákveðin lykilorð til að fletta upp í
skránni. Þarna gátum við til að
mynda fundið hversu mörg lög
Hreinn á í safni sínu, sem samin hafa
verið við Ijóð Jónasar Hallgrímsson-
ar og kom á óvart hversu mörg þau
voru.
Bob Dylan
markaði upphafið
Fyrstu hljómplöturnar
sem Hreinn eignaðist
voru litlar 45 snúninga
plötur, önnur með Fats
Domino en hin með KK-
sextettinum þar sem á
voru lögin „Ó María, mig
langar heim“ og „Kvöldljóð“. Þessum
plötum hefur Hreinn nú glatað og
kvaðst hann hafa mikinn áhuga á að
ná í eintak af plötunni með KK, en
hann man ekki lengur hvaða lög voru
á plötunni með Domino.
„Bob Dylan markaði hins vegar
upphafíð á þessari söfnunarástríðu
minni. Þetta var á sjöunda áratugn-
um og ég féll kylliflatur fyrir Dylan,
ljóðum hans og tónlist. Mér hafði
áskotnast gamall plötuspilari og náði
í eintak af LP-plötu Dylans, „High-
Rolling
Stones voru
alltaf mínir
menn auk Dyl-
ans og þar hef
ég veðjað á
rétta hesta
Tgunblaðið/Jim Smart
igerða ,jukebox-
num.
Lampamagnai-ar þykja gefa „mýkri“ tón en aðrir
magnarar. Hér má sjá lampamagnara sem Rúnar Stein-
sen smíðaði eftir erlendri fyrirmynd.
Örlítill hluti af plötusafninu, sem fram til þessa hefur verið mælt í metrum.
way 61 Revisited“ og
þetta var eina platan sem
ég átti í heilan vetur.
Þessa plötu á ég enn og
hún skipar alltaf sérstak-
an sess í huga mér,“ segir
Hreinn og seilist upp í
hillu til að ná í „djásnið",
og setur það síðan á
Yamaha-plötuspilara, ár-
gerð 1975. Hluti af þessari ástríðu er
nefnilega að spila plöturnar í réttum
„græjum“. Hreinn á nokkrar tegun-
dir af plötuspilurum, þar á meðal
þrjá „Garrard-spilara", sem voru í
hávegum hafðir á sjöunda áratugn-
um. „Þetta þótti toppurinn á árunum
1965 til 1968,“ segir hann eins og til
að réttlæta hvers vegna þessi tæki
finnast enn í fórum hans. „Rolling
Stones voru alltaf mínir menn auk
Dylans og þar hef ég veðjað á rétta
hesta, því bæði Stones og Dylan hafa
Voldugir hornhátalarar, sem Rúnar Steinsen
hefur sjálfur smíðað tróna nú í stofu hans.
verið að semja og gefa út tónlist allt
fram á þennan dag. Ég held að ég
eigi allar plötur sem gefnar hafa ver-
ið út með þeim, að undanskildum
nokkrum smáskífum og safnplötum,
og allflestar eru í upprunalegum út-
gáfum, en það er mikið atriði í mínum
huga,“ segir hann og klappar ástúð-
lega á þann stað í hillunum sem
geymir heildarútgáfu á verkum þess-
ara öndvegis tónlistarmanna.
Hillupláss á þrotum
Hreinn kveðst hafa verið tiltölu-
lega rólegur í vetur í plötukaupum.
„Kannski vegna þess að hillupláss í
íbúðinni er á þrotum,“ segir hann
eins og til að afsaka undansláttinn í
plötusöfnuninni. „En maður hættir
þessu aldrei alveg og nú á plötu-
skráningin hug minn allan,“ bætir
hann við.
í einu horninu á stofunni er „glym-
skratti" eða ,jukebox“ eins og það
tæki heitir á frummálinu. í honum er
ekta ,jukebox-tónlist“, mest frá
sjöunda áratugnum. Þar eru Rolling
Stones fyrirferðarmiklir enda man
Hreinn nákvæmlega hvar hann var
staddur þegar hann varð bergnum-
inn af tónlist Rolling Stones, rétt eins
og aðrir muna hvar þeir voru staddir
þegar Kennedy forseti var myrtur.
„Ég var heima á Húsavík, sumarið
1964, um mánaðamótin júní-júlí, lá
undir sæng og hlustaði á Radio Lux-
emburg, sem náðist mjög vel þarna
fyrir norðan. Þá kemur allt í einu lag-
ið „It’s all over now“ með Stones og
það virkaði á mig eins og opinberun.
Eftir það varð ekki aftur snúið. Ston-
es hafa alla tíð síðan verið „mínir
menn“ ásamt Dylan og
þeir verða það um
ókomna tíð,“ sagði
Hreinn Sæmundsson
hljómplötusafnari.
Hönnun hljóm-
flutningstækja
Rúnar Steinsen véla-
verkfræðingur er einn
þessara áhugamanna
um hljómtæki og hljóm-
flutning og hans sérsvið
er hönnun hátalara.
Hann hefur á undan-
förnum árum smíðað
bæði magnara og háta-
lara og nú tróna í stofu
hans voldugir hornháta-
larar, sem tengdir eru
við forláta lampamagn-
ara, sem Rúnar smíðaði
sjálfur eftir erlendri fyr-
irmynd.
Rúnar kvaðst hafa
fengist við hátalara-
smíðar frá því hann var
unglingur, en þó ekki í
fullri alvöru fyrr en' á
síðustu árum. „Það er
flókið mál að búa þetta
til þannig að tíðni alls
tónsviðsins skili sér með
viðunandi hætti,“ sagði
hann. Útskýringar hans
á hönnun hljómflutn-
ingstækjanna voru á
tæknilegum nótum og
fóru því að mestu fyrir
ofan garð og neðan hjá
höfundi þessarar grein-
ar. En Rúnar á sjálfsagt
eftir að ræða þau mál of-
an í kjölinn við kollega
sína í samtökunum „Vinir hljóðsins"
þegar þar að kemur.
A stofnfundinum á laugardag mun
Flemming Madsen, hljómtækjasmið-
ur frá Akranesi, flytja fyrirlestur um
eiginleika lampamagnara, en hann
hefur hannað magnara og hljóm-
flutningstæki með góðum árangri.
Einnig mun Reynir Reynisson kynna
Meridian-umhverfishljóðkerfí, svo-
kallað „surround", og conrad-john-
son lampamagnara á fundinum. Víst
er að þeir áhugamenn um hljómtæki
og hljómflutning sem mæta á sam-
komuna, eða eigum við kannski að
kalla þá frekar „græjudellukarla",
hafa um nóg að skrafa og skeggræða
varðandi þetta sérstaka áhugamál
sitt.
vegna nærveru nýfæddra barna. Um leið
var aftur tekið blóðsýni sem sýndi að
þrepaskiptur mismunur hormóna var
svipaður hjá körlunum og konunum; til að
mynda mældust prólaktín og kortisól í
auknu magni rétt fyrir fæðingu bamsins
og kynhormónin testósterón og estradíól í
dvínandi magni rétt eftir fæðingu. Prólaktín
er kirtildingulshormón sem örvar injólkur-
myndun en testósterón er karlhormón sem
veldur m.a. skeggvexti og raddbreytingum,
en þeir karlar sem sýndu mest viðbrögð innan
um ungbörn mældust með meira prólaktín en
hinir og aukið fall testósteróns.
◄ Heiðarleg tilraun
Þótt aukning kvenhormóna mælist í blóði
verðandi feðra verður sennilega bið á því að
karlmenn taki á sig þungun að fullu. Arnold
Schwarzenegger gerði þó til þess heiðarlega
tilraun í kvikmyndinni Junior með stuðningi
Danny DeVito og Emmu Thompson.
Þótt prólaktín sé mjólkurinyndun-
arvaki var að sjálfsögðu ekki um það
að ræða að feðumir hæfu mjólkur-
framleiðslu í tengslum við fæðingu
barna sinna. Sveiflurnar vom mun
vægari en hjá konunum, en fylgnin
var engu að síður greinileg. Að sögn
Storey segja niðurstöðumar margt
um arfbundið föðureðli karl-
spendýra, ekki síst þar sem þær
styðji niðurstöður sambærilegra
rannsókna á ýmsum öðmm spendýr-
um. „Framangreint mynstur hor-
mónabreytinga í körium og öðmm
karlspendýram sem annast afkvæmi
sín ásamt kvendýram bendir til þess
að hormón hafi í raun og vem hlut-
verki að gegna í því að búa feður
undir að hugsa um afkvæmi sín,“
segir prófessor Anne Storey.
sþ
Charlie Chaplin
tekur ekki síð-
ur vel á móti
bömum en
fullorðnum
í bióinu.
Bíó fyrir
börnin
í TILEFNI þess að ítalska
borgin Bologna er ein menn-
ingarborga Evrópu árið 2000
hefur kvikmyndahúsið Nosa-
Ai della f Bologna hrundið af stað
Qy sérstakri röð kvikmyndasýn-
—% inga fyrir börn. Ekki er nóg
með að mælt sé með sýningun-
um fyrir unga áhorfendur,
Q heldur er fullorðnum bóksta-
25 flega meinaður aðgangur að
»ij_bfósölunum. Myndirnar eru
Sw sem sagt „bannaðar eldri en
12 ára“ og foreldrarnir verða
að skilja við börn sín í and-
mma dyrinu.
Framtakið gengur undir
heitinu Töfralampinn og hefur
að markmiði að efla kvik-
myndaáhuga barna á aldrinum 5-12
ára og fræða þau jafnframt um sögu
kvikmynda og reglur bíóhúsa.
Hlátur, draumar
og smávegis hræðsla
Umsjónarmenn sýninganna leiða
börnin til sætis og kynna viðkom-
andi mynd áður en sýning hennar
hefst. Fjallað er um söguþráð, bún-
inga, tæknibrellur og fleira með
leikrænum tilþrifum í því augnamiði
að grípa áhuga barnanna og greiða
fyrir skilningi þeirra á myndinni.
Jafnframt er ýmsum skemmtilegum
aðferðum beitt til þess að brýna fyr-
ir börnunum að smjatta ekki á
poppkorninu, fleygja ekki rasli á
gólfið, láta ekki skrjáfa í sælgætis-
bréfum og hvislast ekki linnulaust á
meðan á sýningu stendur.
Undirbúningur bíófræðslunnar
hefst í sumum tilfellum áður en
mætt er í bíóið, þar sem handhafar
Töfralampakorta fá sent heim lítið
fréttabréf fyrir hverja sýningu.
Áskriftarkort Töfralampans eru föl
fyrir sem svarar 900 krónum, en
systkini korthafa geta gerst með-
limir fyrir 500 krónur.
Myndaröðin í Nosadella hófst í
byrjun desember með Gullæðinu
eftir Charlie Chaplin og í byrjun
janúar var sýnd tölvuteiknimyndin
Toy Story eftir John Lasseter. Kvik-
myndunum í Töfralamparöðinni er
skipt í þijá flokka: Myndir sem
vekja hlátur, Myndir sem vekja
draumóra og Myndir sem vekja ótta
(þó bara smávegis).
sþ