Morgunblaðið - 04.02.2000, Síða 7

Morgunblaðið - 04.02.2000, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 B 7 DAGLEGT LÍF oft á tíðum vegna þess að við notum svo mikið af alls konar eiturefnum á húðina. Ekki aðeins þvoum við okkxu- með sápum og berum á okkur alls konar krem og vökva, heldur og hreinsum við fötin okkar með kem- ískum efnum sem sitja eftir í þeim og erta húðina. Með því að minnka notkunina á öllum þessum efnum, minnkar maður álagið á heildarefna- flæði inn í líkamann og hann hefur betra tækifæri til að hreinsa sig eða nota kraftinn til að gera við það sem farið hefur úr lagi,“ segir Hallgrím- ur. Hann bendir á að engin skepna á jörðinni önnur en maðurinn noti sápu til að hreinsa sig og hann telji manninn vera fastan í vítahring of- boðslegrar notkunar á kemískum efnum. „Það er nóg að þvo sér með hreinu vatni. Menn geta nuddað á sér hársvörðinn og jafnvel burstað hann með þar til gerðum burstum til að örva blóðflæðið og óhreinindin ná þá að fara úr án aðstoðar efna,“ segir hann. „Á undanförnum áratug hef ég sjálfur aðeins notað sjampó á milli 10 og 20 sinnum og þá til að ná ólífuolíu úr hárinu, sem ég nudda ofan í hár- svörðinn ef mér virðist hann vera þurr.“ Hallgrímur hefur einnig dregið mjög úr notkun annarrar sápu og segir að önnur efni og náttúrulegri komi að góðu gagni þurfi hann t.d. að sótthreinsa hendur sínar, svo sem hreinn vínandi. „Við búum ekki í dauðhreinsuðu umhverfí og því er sama hversu mjög við skrúbbum og djöflumst á húðinni, alls staðar eru bakteríur og örverur. Að mínu mati er heillavænlegra að byggja kerfi líkamans upp svo að hann hafí styrk til að brjóta á bak aftur árásir sýkla og annarra óvelkominna gesta. Kerf- ið á að geta hreinsað sig sjálft og það kemur okkur í koll þegar til lengdar lætur, ef við ofnotum kemísk efni,“ segir Hallgrímur. Hann kveðst með- al annars telja að notkun kemískra efna geti leitt til alvarlegra auka- verkana, og nefnir skalla í því sam- bandi. Náttúrulæknisfræðin geri ekki ráð íyrir neikvæðum erfðum, heldur megi rekja hrörnun líkamans til þess að við bjóðum honum upp á óviðunandi aðstæður. „Eftir ára- tugalanga misnotkun brotna vamir líkamans og skemmdirnar koma i ljós,“ segir Hallgrímur. Hann kveðst hafa hitt nokkra tugi manns á undanfömum tíu ánim sem hafi annað hvort hætt að nota sjampó og þakkað honum fyrir að benda á þennan valkost eða sagst þekkja til fólks sem hafí hætt að nota hársápu og sé ánægt með árangur- inn. Þessi viðbrögð bendi til að stöð- ugt fleiri hafí skrúfað lokið á sjampó- brúsann í hinsta sinn og reki hann það til aukins áhuga fólks á náttúr- unni og umhyggju fyrir henni. BIRGIR Jónsson hárgreiðslumað- ur á hársnyrtistofunni Trít, senni- lega betur þekktur sem Biggi klippari, kveðst hafa dregið stór- kostlega úr notkun hársápu fyrir um tveimur árum og um hálfu ári seinna hafíi hann hætt með öllu að þvo hárið með sjampói. „Á þeim tfma var hárfítan komin á markað og samfara breytingu á hártísku tók ég að nota hana meira en önn- ur efni tU að Iaga hárið. Smám saman komst ég að því að með hárfitunni og því að nota ekki sjampó réð ég langbest við hárið á mér,“ segir Birgir. Hann notar þó sjampó einstöku sinnum, aðaliega þó eftir heimsókn til nuddara síns sem setur olíu í hárið til að nudda hársvörðinn. „Eftir sápuþvottinn lætur hárið ekki að stjórn. Ég er þrjá til fjóra daga að ná hárinu upp aftur, þannig að ég ráði vel við það, en þá get ég líka mótað það eins og leir. Án sjampósins virkar það miklu þykkara og það lyftir sér meira," segir hann. „Þegar ég var í hárgreiðsiunámi var dælt inn í skallann á manni að nota sjampó á hveijum degi, en reynsla mín hefur leitt í Ijós að það er bara sölubragð framleiðenda. Ég tel alla þessa efnanotkun að mestu eða öllu óþarfa og það eru stöðugt fleiri að læra þá lexíu. Fólk hefur haldið til þessa að það þyrfti að þvo sér vandlega með sápu, en síðan ræður það ekkert við hárið á sér og heldur þá að best sé að þvo það aftur. En ekkert lagast, þvert á móti heldur þetta Hársápa raskar eðli- legu sýru- stigi hársins vandamál áfram og versnar frekar en hitt. Fólk verður því undrandi þegar það gerir sér grein fyrir að besta úrræðið er að hætta að nota sjarnpó," segir Birgir. „Það kallar á ákveðna hugar- farsbreytingu að hætta að nota sjampó og margir horfa á mig eins og ég sé vangefinn þegar ég segi frá því að ég hafi ekki notað sjampó í tæp tvö ár. Sumum finnst það einfaldlega ógeðslegt. En reynslan er besti kennarinn. Ég veit um marga sem hafa hætt að nota sjampó, þar af fjöldinn allur af viðskiptavinum mínum, enda hef ég verið óþreytandi að predika ágæti þess að sleppa sápunni við hárþvottinn síðastliðið hálft annað ár. Ég klippi og greiði kannski 12- 14 manns á dag og það er vænn hluti af þeim fjölda hættur að nota hársápuna. Fólk fer þá úr að nota sjampó í hárið einu sinni eða tvisv- ar á dag í að nota sjampó kannski einu sinni í viku eða sjaldnar. Margir upplifa það fyrstu tvær til þijár vikurnar að hárið fitnar og verður eins og það sé skitugt, en þá er hársekkurinn og húðin að venjast því að vera ekki undir Morgunblaðið/Kristínn Birgir Jónsson hársnyrtir sér fyrir sér lífræna hárgreiðslu- stofu þar sem efnanotkun yrði f lágmarki. þykku efnalagi. Eftir þann tfma finnur fólk ótrúlegan mun. Ég geri hins vegar ekki þá kröfu til við- skiptavina að þeir hætti að nota sjampó, það er alfarið ákvörðun þeirra, og ef þeir kjósa að nota sjampó áfram bendi ég á þær teg- undir sem ég tel bestar. Ef hárið er hins vegar hreinlega óhreint og í því mikið ryk og drulla neyðist maður til að nota sápuna." Birgir segir að eftir að hár er þvegið með hársápu sé það 22 klukkustundir að öðlast eðlilegt sýrustig að nýju, og geti fólk því fmyndað sér hversu grátt dagleg- ur hárþvottur leikur það, hvað þá ef hárið er þvegið tvisvar á dag. Lífræn hárgreiðslustofa raunhæft markmið „Hárið nær aldrei eðlilegu sýru- stigi og húðin ekki heldur," segir hann. „Eftir að sjampóinu er lagt breytist þetta hins vegar, það leit- ar eðlilegs jafnvægis. Ég syndi mikið og skola þá hárið vel á eftir með hreinu vatni. Auk þess bursta ég það með vel með sérstökum bursta sem hefur kúlur á endun- um, en þá hleypur rafstraumur um hárið og hársvörðinn. Maður verð- ur að hugsa um hárið þó svo að sápan sé lögð á hilluna." Hann kveðst sjá fyrir sér líf- ræna hárgreiðslustofu, þ.e. hár- greiðslustofu sem notar nánast engin kemfsk efni eða heldur efna- notkuninni að minnsta kosti í lág- marki. „Það markmið næst kannski ekki í nánustu framtíð, en þróunin er ör og mikil og ég tel al- veg raunhæft að gera ráð fyrir þeim kosti í framtfðinni. Það er t.d. undantekning nú orðið að ég þurfi að taka upp brúsa með hár- spreyi. Þess í stað nota ég hárfit- una og með henni er hægt að móta hárið ótrúlega mikið, jafnvel heilu gala-greiðslumar. Ég hefði ekki trúað þessu sjálfur fyrir tveimur ámm. Þetta er mikil breyting. Það er til dæmis allt annað lff að vinna á hárgreiðslustofu þegar spreyið mengar ekki Ioftið,“ segir Birgir. ERLA Friðriksdóttir við- skiptafræðingur og Sigþór Hall- freðsson iðnaðartæknifræðingur hafa aðeins einu sinni notað sjampó til að þvo hár þriggja ára gamals sonar síns, Friðriks Arn- ar, og segir Erla að ekki sé hægt að finna nokkurn mun á hári hans og annarra barna. „Við notuðum einu sinni sápu og það var vegna þess að hann hafði makað í hárið hákarlakremi sem ég nota á exemið hans,“ seg- ir hún. Aðspurð um hvers vegna þau hafi ekki notað sjampó spyr hún á móti: „Af hverju sjampó? Hins vegar var það að mörgu leyti fyrir tilviljun að við fórum ekki að nota sjampó. Þegar hann var nýfæddur fannst mér óþarft að nota sjampó eða sápu, og sfðan fékk hann barnaexem sem gerði það að verkum að við fórum var- lega í að nota efni á húð og hár. Tíminn leiddi sfðan í ljós að það virtist ekki þurfa og þó svo að hann sé orðinn þetta gamall hef- ur aldrei virst þörf á að nota sjampó eða sápu. Hárið er mjúkt Aðeins einu sinni þvegið með sjampói og fallegt þó svo að það sé aðeins þvegið með vatni. Það er alveg eins og á öðrum börnum og það kom mér kannski mest á óvart, að hárið er aldrei óhreint eða vond lykt af því. Það verður aldrei feitt eða fitugt og er á allan hátt eðli- legt.“ Hún kveðst hafa heyrt um fólk sem hafi ekki þvegið hár barna sinna með sjampói, en hún hafi ekki haft neinar sérstakar fyrirmyndir að þessu leyti. Til- tölulega fáir viti að þau nota ekki sjampó á drenginn, fyrir utan nánustu fjölskyldu og vini, og hún hafi ekki orðið vör við að fólk sýni sérstaka undrun þó svo að málið beri á góma. Morgunblaðið/Golli Erla Friðriksdóttir segir hárið á syni sfnum, Friðriki Erni, mjúkt og fallegt þó svo að það sé að- eins þvegið með vatni. „Það er kannski helst eldri kynslóðin sem sýnir einhver við- brögð, en flestir aðrir eru ósköp stófskir yfir þessu, enda ekki ástæða til annars. Enn sem komið er finnst mér ónauðsynlegt að nota sjampó á hárið á honum en ég útiloka þó ekki að sá dagur renni upp og þyki mér ástæða til mun ég að sjálfsögðu nota sjampó," segir hún. Þó svo að þau hjónin noti sjálf sjampó og sápu eftir sem áður kveðst Erla þó hafa heldur dregið úr sjampó- notkun eftir að Friðrik Örn fædd- ist. „Áður fyrr þvoði ég það dag- lega með sjampói, jafnvel tvisvar á dag, og fannst það oft orðið skítugt á kvöldin þrátt fyrir hafa þvegið það um morguninn. Ég held að að mörgu leyti sé mikil sápu- og sjampónotkun óþörf og það sé meiri hætta á að hárið verði þurrt og leiðinlegt ef þessi efni eru notuð í óhófi. Ef fólk byrjar ekki á að nota sjampó virð- ist það ónauðsynlegt, en ef fólk venur sig á sjampóið er erfiðara að Iosa sig við það,“ segir Erla. Morgunblaðið/Ami Sæberg Skjáglýja hrjáir margan tölvunotandann. að kvikmynda vöxt plantna og ferlið þegar blóm springa út. Hann var að þessu í kjallara og skildi ekki hversu illa gekk að fá graskerssprota til þess að spíra undir flórisent-ljósi. Þegar ein peran bilaði greip hann af handahófi peru með útfjólubláum geislum og það var eins og við mann- inn mælt; sprotamir tóku að spíra.“ Dagsbirta dregur úr framleíðslu melatóníns í kjölfar þessa hóf Ott skipulagðar rannsóknir á samsetningu ljóss og áhrifum þess á dýr og plöntur. „Árið 1973 var hann orðinn nógu öruggur með tilgátu sína til þess að láta gera óháða tilraun í barnaskóla í Sarasota í Flórída. Tveir bekkir tíu ára barna tóku þátt í rannsókn- inni, annar eyddi dögun- um í litrófs- Ijósi en hinn ekki. Utkom- an varð sú að strax eftir eitin tnánuð sýndi fyrri hópurinn betri einbeitingu, hegðun og námsárangur og í lok rannsókn- arinnar voru einkunnir hópsins mun betri en hins hópsins og jafnvel tannskemmdir bamanna minnk- uðu,“ segir Sigurbjörn og útskýrir að dagsljós örvi framleiðslu hor- mónsins D3 sem líkaminn noti til þess að hámarka kalknýtingu. „Af þessum sökum dró úr tannskemmd- um barnanna, en mesta athygli vöktu þó breytingarnar á líðan og hegðun. Það er enda vitað að mela- tónin, efnið sem hjálpar okkur að slaka á og sofna, er framleitt í myrkri. Við finnum það hér á íslandi hvað veturinn er okkur oft þungur, enda er dagsbirta það eina sem dregur úr framleiðslu melatóníns. Og upptaka dagsbirtunnar er í gegn- um augun en ekki húðina, eins og lengi var haldið,“ segir hann og kveður uppfinningamanninn Ott hafa áttað sig á þessu fyrir aðra skemmtilega tilviljun. „Hann var staddur í Flórída vegna liðagigtar en fann ekki batamerki fyrr en einn daginn að sólgleraugun hans brotn- uðu. Þá áttaði hann sig á því að með gleraugunum hafði hann í raun hald- ið frá sér sólargeislunum sem áttu að lækna hann. Ljósið verður að ber- ast inn um augun svo af því sé gagn.“ Eyðum sífellt meiri tíma innandyra Ott gaf út bækur um uppgötvanir sínar á 9. áratugnum og er eftimafn hans nú notað í vörumerki litrófs- ljósaframleiðenda undir einkaleyfi. Um virkni ljósanna segir Kenneth Ceder, forstjóri OTT bioLIGHT SYSTEMS Inc.; „Þeir sem þjást af skammdegis- þunglyndi eru ekki þeir einu sem geta grætt á jákvæðum áhrifum ljósameðferðar. Sjúkdómar af völd- um skorts á ljósi hafa aukist þar sem við eyðum sífellt meiri tíma innan- dyra, fjarri náttúrulegu umhverfi undir berum himni. Náttúruleg Ijósnæring með litrófsljósameðferð getur stuðlað að því að lina áhrif fyrirtíðaspennu, laga psoriasis, vöðvakrampa og augnaverk og höfuðverk tölvunot- enda. Vellíðunartilfinningin sem hlýst af ljósameðferðinni gæti einng verið kærkomin sjúklingum sem bundnir eru heima við.“ Ceder bend- ir einnig á að „innrás skjánna þriggjá1 í líf nútímamannsins taki sí- aukinn toll af heilsu hans, en skjáirn- ir þrír eru bíótjaldið, sjónvarpið og tölvan. Á heimasíðu fyrirtækisins er tekið fram að upplýsingamar á síðunum séu úr þekkingarsjóði fólks sem að mestu leyti sé ekki læknisfræðilega menntað. „Þótt upplýsingarnar séu gagnlegar má ekki líta á þær sem læknisráð eða ígildi læknisráðs," segir á síðunni þar sem íyrirtækið firrir sig einnig ábyrgð á „óhagstæð- um áhrifum“ af ljósunum, ef einhver skyldu vera. Sögum fer þó ekki af skaðsemi ljósanna og er í kjölfarið birtur listi yfir tryggingafélög sem sögð eru viðurkenna meðferð sjúklinga í OTT-ljósum. Var Edison litblindur? „Sjálfur vinn ég við tölvu og hætti að finna fyrir augnverkjum þegar ég prófaði OTT-ljósið,“ segir Sigur- björn sem kynntist ljósunum í Bandaríkjunum og kynnir þau nú á vefsíðunni www.ljoslifandi.is. „Áhrif- in á blómin mín voru líka ótvíræð, þau fóru bókstaflega að blómstra undir ljósunum og á þeim hefur blað ekki gulnað frá því við kveiktum á perunni," segir hann og bætir því við að japönsk planta í húsi vinar síns í Kópavogi hafi sýnt greinileg styrk- leikamerki frá í desember undir OTT-ljósi, en hafi áður aðeins þreyj- að þorrann með herkjum. „Þegar Edison fann upp ljósaper- una gaf hann augljóslega ekki gaum að samsetningu Ijóssins eða litrófi þess. Annaðhvort hefur hann verið litblindur, eða þá að hann hefur ver- ið svo feginn að ljósið kviknaði, að samsetningin hafi verið aukaatriði," segir Sigurbjöm kankvís og dregur fram súlurit til þess að lýsa betur ljósinu sem berst frá OTT-perunum. „Þarna kemur fram hversu líkt lit- rófsljósið er dagsljósi að samsetn- ingu, miðað við köld flórisentljós og venjuleg lampaljós. „Það er auðvitað litrófsperan sem er aðalatriðið, ekki lampinn sjálfur. Þótt hún kosti sitt ber að geta þess að endingartíminn er tíu sinnum meiri en í venjulegum perum og virknin fjölþættari en við eigum að venjast," segir Sigurbjörn. Að svo mæltu teygir hann sig í rof- ann á OTT-lampanum yfir skrifborð- inu sínu og fullyrðir að hann verði fyrir vikið betur upplýstur í tvöfaldri merkingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.