Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 1
 m tw^ M -ÍI -b -fi' í . -Ji *iii -fi IJi -b 1 -íi- I nf | 01 í ri^í mriís iajfe' n n ij BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 JitotðititMbilKttl ■ ÞRIÐJUDAGUR15. FEBRÚAR BLAÐ Blatter mælir með Brasilíu FORSETI FIFA, Josef Blatt- er, lýsti því óvænt yfir um helgina að hann teídi Bras- ilíu vænlegasta kostinn fyrir HM 2006. Þessi ummæli eru Þjóðverjum mikil vonbrigði en þeir hafa talið sig örugga um að hreppa hnossið. Blatt- er, sem áður hafði talið Af- ríku líklegasta kostinn, segir að Brasilía sé vel að því kom- in að fá keppnina; þar sé allt fyrir hendi, góðir vellir og stjórn sem sé vel fær um að skipuleggja svona stórmót. Blatter segir þó Afríku enn koma til greina, en hún verði að sýna fram á getu sína til að skipuleggja mótið. Hann útilokar ekki að nokk- ur Afríkuríki geti haldið mótið sameiginlega. Til þessa hefur heimsmeistara- keppnin sjö sinnum verið haldin í Ameríku, níu sinn- um í Evrópu en aldrei í Af- ríku. Næsta heimsmeistara- keppni verður sem kunnugt er haldin í Suður-Kóreu og Japan eftir tvö ár. Ákvörðun um hvar mótið verður haldið árið 2006 verður tekin í byijun júlí í sumar. Þýskaland, England, Brasilía, Marokkó og Suður- Afríka keppa að því að hreppa hnossið. „Gerir ekki flugu mein“ EiðurSmári Guðjohnsen fagnar marki Eiður Smári undir smásjá Liverpool Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool fylgist grannt með Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni 1. deildarliðs Bolton. Gerard Houll- ier, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur mætt reglulega á leiki liðsins í vetur og Phil Tompson, aðstoðar- maður Houllier, sá Eið Smára leika gegn Port Vale í síðustu viku, en Eiður Smári skoraði eina mark leiksins. í Sunday Express er Eiður Smári sagður eftirsóttasti leikmað- urinn utan úrvalsdeildar á Englandi og að Tottenham og Leicester hafi einnig augastað á honum. Þá segir á spjallsíðu Bolton að Leeds og Sund- erland vilji fá leikmanninn til sín. Þar kemur fram að Leeds gæti hugsanlega keypt hann fyrir um 600 milljónir ísl. króna. í Sunday Express er líklegt kaupverð á leik- manninum sagt nær 420 milljónum króna. Hins vegar þykir ólíklegt, að mati blaðsins, að Bolton sé viljugt að láta Eið Smára fara á meðan lið- ið er enn í ensku bikarkeppninni. SAM Allardyce, knatt- spymustjóri Bolton, neit- aði að gagnrýna Eið Smára Guðjohnsen í sam- tölum við Qölmiðla eftir að íslenski sóknarmaður- inn var rekinn af velli gegn Birmingham á laugardaginn. „Tækíing Eiðs var ekki verri en aðrar í leiknum. Hann var vissulega of seinn og braut á mótheij- anum en Eiður er ekki vanur að gera flugu mein í leik og ég er ósáttur við brottreksturinn," sagði Allardyce. LANDSLIÐINU BOÐIÐ TIL BANDARÍKJANNA/B3 INTER' SPORT Reebok Magnetic DMX St. 36-41. Verð. 9.990.- IINTER' SPORT INTER' Pín frístund - Okkar fag Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavfk • 510 8020 • www.intersport.is i }

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.