Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR15. FEBRÚAR 2000 B 5 Reuters Franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane, fyrir miðju, fagnar eftir að hann skoraði fyrir Juvent- us gegn Lecce. Þeir Gianluca Pessotto og Edgar Davids fagna með honum. Juventus fór upp fýrir Lazio JUVENTUS og Lazio skiptast enn á um að leiða ítölsku deilda- keppnina. í fimmta skiptið í síðustu átta umferðunum breyttist staða liðanna og nú var það Juventus sem komst á toppinn með 1:0 sigri á Lecce á meðan Lazio gerði 0:0 jafntefli við Parma á heima- velli. Kamerún meistarí KAMERÚN sigraði Nígeríu í úrslitaleik Afríkukeppni landsliða í Lagos í Nígeríu á sunnudaginn. Leikurinn endaði 2:2 en Kamerún sigraði í vítaspyrnukeppni, 4:3. Þar átti sér stað um- deiit atvik því í fjórðu spyrnu Nígeríumanna skaut Viktor Ikpeba í þver- slána og niður, og deilt var um hvort boltinn fór innfyr- ir marklínuna eða ekki, en úrskurðurinn var sá að ekki hefði verið mark. Samuel Eto’o og Patrick Mboma komu Kamerún í 2:0 eftir hálftíma leik en Raphael Chukwu og Austin Okocha jöfnuðu metin fyrir heimamenn. Það var síðan Rigobert Song, varnarmað- ur frá Liverpool, sem skor- aði úrslitamarkið úr siðustu vítaspyrnu Kamerún. Real í topp í- sSagmn rátt fyrir afleitt gengi lengst af í vetur er stórveldið Real Madrid skyndilega komið í toppbaráttuna á Spáni og virðist til alls líklegt á næstu vikum. Eftir l:0-sigur á Mal- aga um helgina og ófarir hjá flestum efstu liðanna er Real komið í 7. sæt- ið, sjö stigum á eftir toppliði Deporti- vo Coruna, og á leik til góða gegn Valladolid í kvöld. „Deildin er galopin á ný, úrslit í öðrum leikjum hafa verið okkur hag- stæð og nú ætlum við að gera harða atlögu að efsta sætinu,“ sagði brasi- líski bakvörðurinn Roberto Carlos. Erkifjendurnir í Barcelona töp- uðu, 2:1, fyrir Real Betis í Sevilla og eru því áfram í þriðja sætinu. Patrick Kluivert skoraði fyrir Barcelona undir lokin en það var of seint þótt heimaliðið væri manni færra. Barcel- ona hefur nú aðeins fengið 5 stig í síðustu 5 leikjunum og misst af gullnu færi til að komast á topp deildarinnar. Deportivo tapaði 1:0 fyrir Num- aneia sem hefur komið á óvart í vetur og er ósigrað á heimavelli. Celta Vigo var eina liðið í efsta hluta deúdarinnar sem náði að sigra. Það var gegn Real Sociedad, 4:1, en Celta var þó undir fram í miðjan síð- ari hálfleik. Juventus mátti taka á öllu sínu til að sigra lið Lecce, sem hefur komið mjög á óvart í vetur. Zinedine Zidane skoraði sigurmarkið á 26. mínútu en mínútu fyrir hlé fékk fé- lagi hans, Alessio Tacchinardi, rauða spjaldið fyrir að mótmæla gulu spjaldi einum of harkalega. Tíu leik- menn Juventus héldu þó út seinni hálfleikinn. Lazio var sterkari aðilinn gegn Parma en nýtti ekki ágæt færi. Alen Boksic virtist felldur í vítateig Parma í tvígang en ekkert var dæmt. AC Milan er skammt undan AC Milan heldur sig á hælum efstu liðanna og vann nú Bologna, 2:3. MUan komst í 0:3 snemma í seinni hálfleik þegar Andriy Shevchenko skoraði sitt 16. mark í vetur og átti síðan skot sem var varið en Olivier Bierhoff fylgdi á eftir og skoraði. En heimamenn gáfust ekki upp, svöruðu strax með tveimur mörkum og leikmenn Milan máttu hafa sig alla við til að halda stigunum þremur. Capeilo reiður eftir brottvísanir hjá Roma Fabio Capello, þjálfari Roma, var æfur eftir 2:2 jafntefli gegn Perugia og sagði að ítalskú dómarar væru famir að haga sér eins og kennarar gagnvart óþægum nemendum. Cap- ello var rekinn af bekknum fyrir að mótmæla hornspyrnudómi og fyrir- liði Roma, Francesco Totti, fékk rauða spjaldið fyrir að ýta við dóm- aranum. „Totti var að biðja dómar- ann um að færa varnarvegg Perugia aftar, snerti hann lauslega, og dóm- arinn brást alltof harkalega við,“ sagði Capello. Einn á sjúkrahús i Feneyjum I Feneyjum urðu átök eftir sigur heimamanna, Venezia, á Cagliari, 3:0, í mikilvægum fallslag. Varnar- maður Venezia, Fabian Valtolina, var fluttur á sjúkrahús, meiddur í andliti og á hálsi. Félagi hans, Maurizio Ganz, sem skoraði tvö mörk í leiknum, sagði að þrír leikmanna Cagliari hefðu veist að Valtolina, sem hafði brotið nokkr- um sinnum mjög gróflega af sér í leiknum. Bayern heppið gegn nýliðunum Hamburger og Schalke áttust við í Hamborg á sunnudag í stór- skemmtilegum leik. Schalke, með hinn stórkostlega Mpenza, var mun betra framan af leik og skoraði Mpenza sitt annað mark í þremur leikjum fyrir Schalke á 15. mínútu. Schalke var óheppið að hafa ekki ver- ið búið að skora þrjú mörk - fyrst þegar Mpenza átti skot í slá og síðan þegar hinn stórkostlegi markvörður Hamburger, Hans-Jörg Butt, varði vítaspyrnu frá Marc Wilmots. Hamburger tók síðan öll völd á vellinum í síðari hálfleik og gerði þijú mörk. Fyrsta markið gerði Nico Kov- ak með stórkostlegri hjólhestaspyrnu og síðan skoraði Butt úr vítaspyrnu af öryggi og staðan var 2:1. Kovak kórónaði svo stórleik sinn með fal- legu skallamarki rétt fyrir leikslok. Bayer Leverkusen vai- heppið að ná sigri gegn Stuttgart. Paolo Rink gerði sigurmarkið á 69. mínútu 1 slök- um leik. Mikil átök eru nú hjá Stuttgart og lét forseti félagsins, Hans Meyer Vorfelder, hafa eftir sér að leikaðferð Ralfs Rangnicks þjálfara hefði verið fáránleg og það að láta Krasimír Balakov sitja á bekknum í 80 mínútur væri óskiljanlegt. „Ég mun krefjast skýringa af þjálfaranum," sagði hinn öskuvondi forseti Stuttgart eftir leik- inn. Balkov og Rangnick hafa eldað grátt silfur og segir Rangnick að Búlgarinn falli ekki inn í leikaðferð sina. Nágrannaleiksins í Miinchen milli nýliðanna Unterhaching og stórveld- isins Bayem Munchen var beðið með mikilli eftirvæntingu. Unterhaching, sem hefur komið verulega á óvart í vetur, var taplaust á heimavelli sínum frá 1998. Viðureignin einkenndist af mikilli baráttu og endaði með 2:0- sigri meistaranna, Bayem. Vai- það afar óverðskuldað þar sem Bæjarar vora mestallan tímann í vörn og t.d. var Oliver Kahn, markvörður, valinn maður leiksins, en hann varði mark Bæjara af stakri snilld og ekki í fyrsta skipti. Bæjarar gerðu bæði mörk sín úr skyndisóknum og það síðara gerði Mehmet Scholl á 90. mín- útu, en Brasilíumaðurinn Paulo Serg- io hafði komið liðinu yfir á 71. mínútu með fallegu skallamarki. Werder Bremen tók lélega leik- menn Herthu Berlín í kennslustund á föstudag. Werder komst í 3-0 eftir 20 mínútna leik og lokatölur vom 4:1. Er þetta stærsta tap Berlínarmanna í langan tíma. Eyjólfur Sverrisson átti frekar slakan dag og var skipt út af fyrir Ali Daei á 85. mínútu. Áhang- endur Bomssia Dortmund, sem þykja þeir bestu í deildinni, gengu hreinlega af göflunum þegar liðið náði aðeins 1:1 jafntefli á heimavelli gegn nýliðum Ulm. Þetta var fyrsti heimaleikur Bemd Krauss, hins nýja þjálfara Dortmund, og Ijóst að hans bíður erfitt verkefni. Otto Rehagel, þjálfara Kaisers- lautem, tókst að sigra í sínum 1000. leik í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Sigur Kaiserslautem, 2:1, gegn hin- um slöku Bielefeld var sanngjarn og fjóst að ekkert annað en fall bíður Bielefeld sem nú tapaði níunda leikn- um í röð. Tapi liðið næstu tveim leikj- um setur það met í 1. deildinni. AIls sáu 222.111 áhorfendur leiki helgarinnar í Þýskalandi og vom að venju flestir hjá Dortmund eða 60.000. FOLK ■ ABERDEEN er komið í úrslit skoska deildabikarsins í knatt- spyrnu eftir l:0-sigur á Dundee United á sunnudaginn. Sigurður Jónsson lék ekki með Dundee Unit- ed vegna veikinda. ■ HELGI Kolviðsson lék allan leik- inn með Mainz sem gerði jafntefli, 2:2, á útivelli gegn Offenbach í þýsku 2. deildinni. Hann fékk næst- hæstu einkunn leikmanna Mainz ■ PANATHINAIKOS vann íslend- ingaslaginn gegn AEK í grísku knattspyrnunni, 1:0, með marki frá Kola á lokamínútunni. Helgi Sig- urðsson kom inn á hjá Panathinai- kos á 55. mínútu og var óheppinn að skora ekki. Arnar Grétarsson lék síðustu 10 mínútumar með AEK. ■ KRISTJÁN Brooks og félagar í Agios Nikolaos gerðu jafntefli, 0:0, við Ethnikos Pireus á útivelli í næstefstu deildinni í Grikklandi. ■ PREDRAG Mijatovic, júgó- slavneski sóknarmaðurinn sem Fiorentina keypti frá Real Madrid síðasta sumar, lék sinn fyrsta leik í fjóra mánuði með Fiorentina á ítal- íu. Hann kom inn á sem varamaður þegar lið hans gerði jafntefli, 1:1, við Udinese. ■ RAUL Gonzalez, sóknarmaður- inn snjalli hjá Real Madrid, meidd- ist í leik liðsins gegn Malaga um helgina og verður líklega frá keppni út þennan mánuð. Það er áfall fyrir Real sem á framundan fjóra mikil- væga leiki í deild og bikar á tólf dögum, þann síðasta gegn erkióvin- unum í Barcelona. ■ LUIS Hemandez, hinn hárprúði og snjalli sóknarmaður Mexíkó, jafnaði markamet landsliðs síns þegar hann skoraði tvívegis í 4:0- sigri gegn Trínidad í Gullbikarnum svonefnda í Kaliforaiu um helgina. Hann hefur nú gert 34 mörk, jafnmörg og Carl- os Hermosillo. ■ DWIGHT Yorke, leikmaður Manchester United, lék með Tríni- dad og nýtti ekki vítaspyrnu. Hann skaut í þverslána. ■ RUUD Van Nistelrooy, Hollend- ingurinn marksækni sem nú er sterklega orðaður við Chelsea, skoraði eitt mark og lagði tvö upp þegar PSV Eindhoven sigraði Heerenveen, 3:0, í hollensku úr- valsdeildinni um helgina. Magath pískar sína menn FELIX Magath sem kallaður er Qualix, kvalari, af leik- mönnum sínum hjá Frank- furt fagnaði öðram sigri sín- um í vikunni þegar liðið vann góðan útisigur f fall- slag gegn Duisburg. Mag- ath, sem tók við liðinu í vetr- arhléinu, gaf leikmönnum sfnum frí í gær, sem kannski væri ekki í frásögur færandi nema að þetta var fyrsti frí- dagurinn sem leikmenn Frankfurt hafa fengið í tæp- ar sex vikur. Magath lætur leikmenn sína stundum æfa þrisvar á dag. Hann hefúr þann háttinn á þegar síðustu æfingu dags- ins lýkur að segja mönnum ekki hvernig æfingum verði háttað daginn eftir heldur hringir hann heim til þeirra um kvöldmatarleytið og seg- ir venjulega. „Sjáumst klukkan sjö í fyrramálið, það er útihlaup." Frankfurt er sem fyrr í fallsæti en vantar nú aðeins 5 stig til að komast þaðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.