Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Reuters
Alan Shearer skoraði tvö mörk hjá Manchester United. Hér skorar hann með því að senda knöttinn fram hjá Jaap Stam.
Man. Utd. steinlá
á St. James Park
SPENNAN í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar magnaðist á ný
um helgina. Manchester United steinlá í Newcastle, 3:0, en
Leeds marði sigur á Tottenham, 1:0. Þar með munar á ný aðeins
þremur stigum á Man.Utd og Leeds, og liðin mætast um næstu
helgi á Elland Road, heimavelli Leeds. Liverpool vann mikilvæg-
an sigur á Arsenal, 0:1, á Highbury og gæti hæglega blandað sér í
baráttuna um titilinn, og þá hefur Chelsea nálgast efstu liðin
hægt og bítandi og lagði nú Wimbledon, 3:1.
FOLK
■ HEIÐAR Helguson fór af velli
sex mínútum fyrir leikslok þegar
Watford gerði jafntefli við Leicest-
er. Jóhann B. Guðmundsson var
ekki í 16 manna hópi Watford og
Amar Gunnlaugsson sat á bekkn-
um hjá Leicester allan leikinn.
■ EIÐUR Smári Guðjohnsen var
rekinn af velli fyrir gróft brot þegar
mínúta var eftir af leik Bolton við
Birmingham í 1. deild. Guðni
Bergsson lék allan leikinn með Bol-
ton sem tapaði, 2:1, og datt niður í
10. sætið.
■ LÁRUS Orri Sigurðsson lék all-
an leikinn með WBA sem vann
Crewe, 1:0, í fallslag í 1. deildinni.
Þetta var fyrsti sigur WBA í 15
leikjum og liðið komst fjórum stig-
um frá fallsætinu.
■ BJARNÓLFUR Lárusson lék
síðustu 20 mínútumar með Walsall
sem tapaði, 0:2, í öðram fallslag í 1.
deildinni, gegn Nottingham For-
est. Þetta var fyrsta tap Walsall í 5
leikjum.
■ BRYNJAR Bjöm Gunnarsson
lék allan leikinn með Stoke og var
nálægt því að skora þegar liðið
vann Cambridge, 1:0, í 2. deildinni.
Sigursteinn Gislason sat á vara-
mannabekk Stoke en Einar Þór
Daníelsson var ekki í hópnum.
■ STOKE vann þarna sinn fyrsta
sigur í fimm leikjum og er áfram í
sjötta sætinu. Paul Connor skoraði
eina mark leiksins.
■ ÍVAR Ingimarsson fór af velli 7
mínútum fyrir leikslok þegar lið
hans, Brentford, gerði 1:1 jafntefli í
Cardiff í 2. deildinni. Gunnar Ein-
arsson sat á bekknum hjá Brent-
ford.
■ BJARKI Gunnlaugsson fór af
velli 2 mínútum fyrir leikslok þegar
Preston vann mikilvægan útisigur,
0:1, gegn Chesterfield. Preston er
nú með tveggja stiga forystu í 2.
deild.
■ SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson
lék allan leikinn með Chester sem
gerði 0:0 jafntefli við Hull í 3. deild.
Sigurður var óheppinn því hann
átti þramuskot í þverslána.
■ SHAKA Hislop, markvörður
West Ham, fótbrotnaði í leiknum
við Bradford og leikur ekki meira í
vetur. Stephen Bywater tók stöðu
hans í markinu og lék sinn fyrsta
úrvalsdeildarleik.
■ WEST Ham hefur nú augastað á
Ian Feuer, bandarískum markverði
sem hefur áður verið hjá félaginu
og spilaði síðast með Cardiff í 2.
deild. Craig Forrest, varamark-
vörður West Ham, er í keppnisferð
með landsliði Kanada og kemur
eftir tværvikur.
■ IGOR Stimac, varnarmaður
West Ham, segir að dómarar í Eng-
landi séu markvisst að reyna að
koma Paolo Di Canio úr jafnvægi
til að hefna fyrir atvikið í fyrra þeg-
ar Di Canio hrinti Paul Alcock
dómara. Það sé bara tímaspursmál
hvenær Di Canio gefist upp og yfir-
gefi England.
■ DI CANIO var á suðupunkti í
leiknum við Bradford á laugardag
og litlu munaði að hann gengi af
velli eftir að hafa þrívegis verið
neitað um vítaspyrnur.
■ HORACIO Carbonari og Stefan
Schnoor, vamarmenn Derby,
meiddust í síðustu viku og misstu af
leik liðsins við Everton um helgina.
Darryl Powell og Lars Bohinen
vora einnig frá vegna meiðsla.
Manchester United hafði ekki
tapað á St. James Park eftir
5:0-skellinn fræga árið 1996, og
fyrstu 25 mínútumar leit ekki út fyr-
ir að nein breyting yrði á því. En þá
skoraði Duncan Ferguson fyrir
Newcastle, gegn gangi leiksins, og
þar með tók hans lið völdin. Um miðj-
an síðari hálfleik fékk Roy Keane,
fyrirliði Manchester United, sitt ann-
að gula spjald og var þar með rekinn
af velli. Eftirleikurinn varð New-
castle auðveldur og Alan Shearer
skoraði tvívegis á lokakaflanum.
Alex Ferguson, stjóri Manchester
United, var ekki sáttur við dómar-
ann, Stephen Lodge, og sagði hann
hafa verið full ákafan í að reka Keane
út af. Ferguson sagðist hins vegar
ekki geta afsakað framkomu leik-
manna sinna, Andy Coles og Jaap
Stams, sem fengu gul spjöld fyrir að
missa stjóm á skapi sínu. „Það er
aldrei hægt að réttlæta slíkt og leik-
mennirnir eiga að vita það,“ sagði
Ferguson.
Alan Shearer þakkaði Bobby
Robson, stjóra Newcastle, sigurinn
og framgöngu liðsins undanfarnar
vikur. „Robson er ótrúlega ferskur
og áhugi hans er magnaður. Hann
hefur gjörbreytt öllu hjá okkur.
Robson getur stjómað liði okkar
langt framundir áttrætt," sagði
Shearer en Robson verður 67 ára í
vikunni.
Harkan allsráðandi hjá
Leeds og Tottenham
Leeds var ekki sannfærandi gegn
Tottenham en náði stigunum þremur
ogþað skipti öllu máli. Leikurinn ein-
kenndist af mikilli hörku og átta gul
spjöld fóra á loft. Það rauða hefði átt
rétt á sér í einhverjum tilvikum, sér-
staklega þegar Ian Bowyer hjá
Leeds braut illa á Stephen Clem-
ence. Framganga hans hleypti leikn-
um upp, leikmenn liðanna slógust í
kjölfarið og illskan var allsráðandi til
leiksloka. Harry Kewell skoraði eina
mark leiksins en hann fór meiddur af
velli um miðjan síðari hálfleik.
David O’Leary, stjóri Leeds, var
ekki sammála því að hans menn
hefðu leikið gróft og taldi meira að
segja að Bowyer hefði ekki brotið illa
af sér. „Við getum ekkert að því gert
þótt leikmenn Tottenham standi ekki
í lappirnar. Þeir hafa líklega ekki
verið með góða takka undir skónum
því mitt lið er ekki gróft. Þetta var
fyrst og fremst mikil barátta," sagði
O’Leary.
George Graham, stjóri Tottenham,
var afar ósáttur við að Gary Kelly
fengi ekki rauða spjaldið fyrir að
brjóta á David Ginola, sem var að
sleppa einn í gegn.
Svo gæti farið að enska knatt-
spymusambandið sektaði bæði liðin
fyrir óprúðmannlegan leik.
Collymore kom á óvart
Stan Collymore mætti til leiks með
Leicester í Watford og lék vel þrátt
fyrir að hafa ekkert spilað í langan
tíma hjá Aston Villa.
„Ég var hissa á að hann skyldi end-
ast allan leikinn en hann lyfti okkar
mönnum verulega og það var eftir-
vænting í loftinu í kringum liðið. Það
verður fróðlegt að sjá hvemig hann
spjarar sig á næstunni,“ sagði Martin
O’Neill, stjóri Leicester.
Leikurinn endaði 1:1 og það var
Nordin Wooter sem jafnaði fyrir
Watford í byrjun síðari hálfleiks.
Heiðar Helguson var í framlínunni
með Wooter en fékk engin opin færi.
Stigið dugar skammt fyrir Watford,
enda sagði stjórinn, Graham Taylor,
að sennilega væri orðið of seint fyrir
liðið að bjarga sér. Hann væri þó
ánægður með leikinn og að lykilmenn
væra að koma aftur inn eftir meiðsli.
Di Canio afgreiddi Bradford
í níu marka leik
West Ham átti ótrúlegan enda-
sprett gegn Bradford, sem stefndi í
góðan útisigur á Upton Park eftir að
hafa komist í 2:4. En varnarmenn
Bradford réðu ekki við Paolo Di Can-
io sem skoraði eitt mark og lagði upp
önnur tvö - sigurmarkið fyrir Frank
Lampard sex mínútum fyrir leikslok,
5:4.
Southampton vann sinn annan sig-
ur í röð eftir að Glenn Hoddle tók þar
við stjóminni og lagði nú Sheffield
Wednesday, 0:1, í fallslag á Hillsbor-
ough. Joe Tessem skoraði sigur-
markið um miðjan fyrri hálfleik.
Joe-Max Moore, bandaríski sókn-
armaðurinn hjá Everton, skoraði sitt
fjórða mark í fimm leikjum fyrir fé-
lagið í 2:1 sigri á Derby.
Coventry komst í 3:0 eftir 18 mín-
útur gegn Sunderland, sem þar með
hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð og
er dottið niður í sjötta sætið. Must-
apha Hadji var fljótur að gera vart
við sig eftir fjarveruna í Afríku-
keppni landsliða því hann lagði upp
fyrsta markið og skoraði mark núm-
er tvö. Sunderland minnkaði muninn
í 3:2 undir lokin en átti aldrei mögu-
leika á stigi.
„Þetta eru engar ýkjur en við hefð-
um átt að vera 7:0 yfir í hálfleik.
Mönnum hér ber saman um að lið
Coventry í dag sé það skemmtileg-
asta í sögu félagsins," sagði Gordon
Strachan, stjóri Coventry, sem var
afar stoltur af sínum mönnum.
Ánægður með Val og Egil
RON Noades, knatt.spyrnustjóri Brentford, er ánægður með
íslensku piltana tvo, Val tílfarsson úr Víkingi og Egil Atlason
úr KR, sem hafa verið til reynslu hjá enska félaginu í rúma
viku. „Þetta eru ungir strákar og ansi góðir. Það var ekki al-
veg að marka leikinn þeirra með varaliðinu í síðustu viku því
þeir léku ekki sínar stöður, en þeir stóðu sig samt vel,“ sagði
Noades við enska fjölmiðla.