Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 B 3 ÍÞRÓTTIR Eggert Magnússon endurkjörinn formaður KSÍ Afkoman aldrei betri en nú EGGERT Magnússon, sem hefur verið formaður KSÍ sl. ellefu ár, var endurkjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára á ársþingi KSÍ sem haldið var um helgina. Hann sagði að þingið hefði verið rólegt og átakalaust enda hefði afkoma sambandsins aldrei verið betri en nú. ð erum ekki að breyta aðeins breytinganna vegna. Því sem reynist vel á ekki að breyta og þess vegna voru engar stórbreytingar gerðar á reglum KSÍ á þessu þingi. Við erum á ákveðnum tímamótum í knattspyrnunni á nýju árþúsundi. Knattspyrnan hefur aldrei staðið eins sterk og um þessar mundir,“ sagði Eggert. Hann sagði síðasta ár hafa verið mjög gott. „Það varð áhorfenda- aukning í deildinni og landsliðið stóð sig vel undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Það er ljóst að landsl- iðið og íslensk knattspyrna fá já- kvætt viðmót hjá þjóðarsálinni og aldrei hafa fleiri íslenskir knatt- spyrnumenn haft atvinnu af íþrótt sinni,“ sagði hann. Eggert segir mjög gott starf unnið hjá félögunum: „Gott starf í grasrótinni endurspeglar góða af- komu knattspyi-nusambandsins. Fjárhagur sambandsins hefur aldrei staðið traustari fótum. Hagnaður milli ára er upp á 36 milljónir króna, þar af er gengis- hagnaður upp á rúmar 20 milljón- ir.“ Formaðurinn segir að góð af- koma sambandsins skili sér til fé; laganna. Gjöld félaganna til KSÍ eru nú minni en nokkru sinni fyrr. Styrkari staða sambandsins kemur félögunum til góða, sambandið er félögin. Hann segir tímamót einnig vera í sambandi við knattspymu- hús á íslandi. „Fyrsta knattspyrnu- húsið er nú risið og við sjáum brátt annað rísa í Reykjavík og á það að vera tilbúið haustið 2001. Þessi hús eiga eftir að gjörbreyta öllu hér í sambandi við vetraræfíngar. Brátt verður hægt að spila heilu mótin innanhúss yfír vetrarmánuðina og ég get séð fyrir mér keppni í mörg- um deildum," sagði formaðurinn. Eggert sagði að þegar hann tók við sem formaður sambandsins fyr- ir ellefu árum hefði velta þess verið 40 milljónir króna. „Nú er veltan 200 milljónir og margt hefur breyst. KSÍ hefur staðið föstum fótum þennan tíma sem ég hef ver- ið formaður og þakka ég það m.a. því að grandvarir menn hafa verið við stjórn. Sambandið hefur verið rekið af festu og öryggi,“ sagði Eggert. Oll stjórn KSI var endurkjörin á þinginu um helgina og aðeins varð ein breyting á varastjórn. Jóhannes Olafsson úr Vestmannaeyjum kom inn fyrir Gunnlaug Hreinsson úr Grindavík. Hermann klettur í vöminni HERMANN Hreiðarsson, leikmaður Wimbledon, er sagður hafa sýnt yfirburði í vöm liðsins gegn Chelsea á Stamford Bridge á laugar- dag. f The Sunday Times segir að Hermann hafi haldið framlínumönnum Chelsea, Geroge Weah og Chris Sutton, í skefjum framan af með leik sinum. Sutton hafði litlu úr að moða í leiknum og fór út af fyrir Tore Andre Flo, en hann hleypti lífi í leik liðs- ins undir lokin. I Sunday Express fær Hermann sjö í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum ásamt tveim- ur leikmönnum liðsins, aðr- ir fengu lakari einkunn. þær skiptingar sem hann gerði hafi ekki gert útslagið heldur hefði liðið sjálfsagt unnið með sömu 11 leik- mönnunum og hófu leikinn. Áhorf- endur voru knattspyrnustjóranum aftur á móti ekki sammála ef marka má hrifningu þeirra er Zola kom inn á. Leikmaðurinn er greinlega í mikl- um metum hjá stuðningsmönnum fé- lagsins því þeir tóku vel við sér er Zola var leiddur inn á glæsilegan völl félagsins. Getum var leitt að því að Vialli hefði viljað halda aftur af Zola og talið að þannig gæti hann laðað fram góðan leik hjá honum gegn Marseille í Meistaradeild Evrópu síðar í mánuðinum. Ef marka má leikinn gegn Chelsea mun Wimbledon róa lífróður það sem eftir lifir vetrar. Wimbledon er undir stjórn Egil Olsen, fyrrverandi þjálfara norska landsliðsins, en undir hans stjórn þótti liðið leika vai-fæm- islegan og þunglamalegan fótbolta. Hann heldur sig við þesskonar leik- stíl hjá Wimbledon, kaupir stóra og sterka leikmenn sem leika stórkarla- lega knattspyrnu, en þá þraut örendi gegn fótafimum leikmönnum Chels- ea. Wimbledon er ekki líklegt til ár- angurs í deildinni og með sama áframhaldi verða Hermann Hreið- arsson og félagar komnir í botnslag- inn áður en langt um líður. Reuters David Seaman vonsvikinn yfir stöðu Arsenal sem tapaði á ný fyrir Liverpool í Lúndunum. Slegistá „Brúnni“ I BRÝNU sló milli leikmanna Chelsea og Wimbledon að lokn- um leik liðanna á Stamford Bridge í Lundúnum á laugar- dag og ætlar enska knatt- spymusambandið að rannsaka athæfið. Talið er að 15 leik- menn hafí tekið þátt í slagsmál- um og að Egil Olsen, knatt- spyrnustjóri Wimbledon, hafí verið sleginn í höfuðið, en hann tók ekki þátt í slagsmálunum. Dennis Wise, fyrirliði Chelsea, og Kenny Cunning- ham, leikmaður Wimbledon, tókust oft á í leiknum og deildu hart. Þeir voru sagðir enn að þrefa er leiknum lauk. Ekki er vitað hvort þeim lenti saman er liðin fóra til búningsherbergja, en dagblöð í Englandi um helgina sögðu frá því að Peter Jones, dómari leiksins, hefði orðið vitni að átökunum og að hann hygðist senda enska knattspyrnusambandinu skýrslu. Robbie Earle, fyrirliði Wimbledon, sagði að meiri hamagangur hefði verið í leik- mönnunum en í síðasta bar- daga Mikes Tysons. Ef sannast að Dennis Wise hafi átt upp- tökin er víst að hann eigi yfir höfði sér leikbann en hann hef- ur oft lent í vandræðum vegna svipaðra atvika. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN I 12.02.2000 l II ^18 28 V' 30 35 f 1 Vinnlngar 1. 5af 5 2. 4 af 5 3. 4 af 5 4. 3 af 5 5. 2af5+«$R 4.456 Fjöldi vinninga 140 4.467 Vinnings- upphœö 6.039.210 152.100 7.170 530 240 JÓKER Jókertölur vikurmar 0 9 3 0 4 Vinningar Fjöidi vinninga Upphœö á mann 5 tðlur 0 1.000.000 4 sfðustu 2 100.000 3 sfðustu 19 10.000 2 síðustu 186 1.000 lAflf VINNINGSTOLUR MIÐVIKUDAGINN | 09.02.2000 AÐALTÖLUR 7 17 29 ?39 '46 '47 BÓNUSTÖLUR é & c Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1. 6af 6 5 59.136.640 2. 5 af 6+8ÓBJS 1 2.656.500 3. 5 af 6 17 122.770 4. 4 af 6 1.381 2.400 3. 3 af 6+BóMB 3.322 420 Alltaf á miðvikudögum Upplýsingar Lottó 5/38 1. vlnnlngur kom á miöa sem seldir voru: Á stððlnnl, Reykjavfkurvegi 58, Hafnarfirði og Sölulurninum Póló. Bústaðavegi 130, Reykjavík. Bónusvlnningar komu ámlóasemseldlr voru f Toppmyndum, Grfmsbæ, Efstalandi 26, Reyklavlk, London, Austurstræti, Reykjavíkog Hagkaupi, Furuvöllum 17, Akureyri. Víkingalottó 1. vinningur skiptist á millí fimm aðiia (þremur löndum.Tveir tóru til Danmerkur, tveir til Noregs og einn til Finnlands. Bónusvinningurinn kom á miða sem seldur var ( Happahúsinu, Kringlunni, Reykjavik. Upplýsingar f sfma 580 2525 Textavarp IÚ 110-113 RÚV281, 283 og 284 íþágu öryrkja, ungmenna og íþrótta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.